Flott, umhverfisvænt, hljóðlaust og afkastamikið kerfi fyrir ferðamenn

Hér leggst skemmtiferðarskipið Discovery að bryggju við Skarfabakka.

Skemmtiferðarskipið Discovery við Skarfabakka í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Um borð í svona skipi er allur hugsanlegur lúxus og stundum getur áhöfnin verið jafn fjölmenn og farþegarnir

Skemmtiferðarskipið Discovery við Skarfabakka í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Farþegarnir bíða spenntir eftir að fá að stíga frá borði á íslenska grund. Þar bíður ýmis afþreying eftir þessum ferðamönnum.

Skemmtiferðarskipið Discovery við Skarfabakka í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En það er gríðarlegur fjöldi að koma með svona skipum til landsins og ekki óalgengt að það bíði 10-20 rútur og fjöldi breyttra jeppa á hafnarbakkanum eftir komu svona skips.

Hvernig væri að nota íslenskt hugvit og þekkingu til að sérsmíða okkar eigið samgöngukerfi og bæta þar með stórlega ímynd okkar út á við?

Samgöngukerfi á brautum gæti verið umhverfisvæn lausn til að flytja mikið magn af ferðamönnum á stuttum tíma á helstu ferðamannastaðina á suðvestur horni landsins.

Hvernig væri að koma með varanlega framtíðarlausn þar sem ekki er bara hugsað til morgundagsins?

Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru þar sem skoða má jökla og svarta sanda á ferð um hálendi íslands.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Væri þá ekki ráð til að vernda svæði eins og Þingvöll betur að lágmarka alla umferð ökutækja um svæðið nema með svona hljóðlausum og umhverfisvænum vögnum. Ferðamenn tækju ferðavagninn til Þingvallar með því a velja viðkomandi hnapp og réðu svo sínum tíma sjálfir með því að ganga um svæðið og þegar viðkomandi telur sig búinn að fá nóg, þá er stigið upp í næsta vagn og haldið áfram á næsta áfangastað. Með þessu myndi fást mun meiri dreifing og álagstoppar lækka og ferðamaðurinn fær ekki á tilfinninguna lengur að það séu 20 rútur á sama tíma eins og oft vill gerast við Gullfoss og Geysi.

Samkvæmt könnunum, þá hafa erlendir gestir einkum áhuga á náttúrutengdri afþreyingu og býður Græna leiðin nánast upp á alla þá möguleika í einni hringferð.

Ástæðan fyrir því að græna leiðin er lögð upp að Langjökli er að við eigum að leggja stóraukna áherslu á að fólk fái að komast á jökla, á skíði, ísklifur, skíðagöngu, vélsleða jeppaferðir í snjó og allt við topp aðstæður. En eins og hefur áður komið fram hjá mér, þá á að leggja niður núverandi skíðasvæði og flytja þangað upp eftir.

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293926/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/

Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"!

Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.

Undirritaður býður sig fram til að safna saman hópi af hönnuðum, hugvitsmönnum og fyrirtækjum til að setjast niður og kortleggja möguleika í svona verkefni.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Bætt aðstaða fyrir skemmtiferðaskip skapar aukin tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Skemmtilegar pælingar Kjartan. Umhverfisvæn hraðlest milli Flugvallarins og Reykjavíkur ætti að vera forgangsverkefni. Flottar myndir hjá þér. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.11.2007 kl. 09:57

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk.

Að sjálfsögðu eigum við að nota íslenskan sköpunarkraft og gera það með stæl. Ef það er ekki hægt að ráðast í svona verkefni núna, þá veit ég ekki hvenær það á að vera hægt? Á sínum tíma voru nánast einu ferðamöguleikarnir að fara á hesti, gangandi eða með bát. Akvegir voru ekki til eða þá í mesta lagi slóðar. Við íslendingar misstum í raun af lestarvæðingunni og stukkum nánast beint inn í bílaöldina.

Núna er er möguleiki til að endurskoða þessi áform aftur enda aðstæður allt aðrar í þjóðfélaginu í dag en voru áður.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.11.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband