Styðjum við bakið á bakpokaferðalöngum!

Ég hef átt þess kost að fá að sofa á Heathrow flugvelli eina nótt á meðan ég var að bíða eftir tengiflugi. Ég verð að játa að það var ansi mögnuð lífsreynsla svo að vægt sé til orða tekið. Þetta var að vetri til og greinilegt að sparnaðurinn er í fyrirrúmi hjá þeim sem reka þessa frægu flugstöð í London.

Flugstöðvarbyggingarnar eru greinilega hafðar á lágmarks kyndingu á næturnar og hitastigið þessa umræddu nótt var við frostmark.

Á svona flugvöllum eru oft farþegar án "visa" sem þurfa að bíða eftir tengiflugi og fá hreinlega ekki að fara inn í viðkomandi land. Því verða slíkir ferðalangar að láta sér það gott heita að gista á miður þægilegum stöðum víða um flugstöðvarbyggingarnar.

Þessa nótt ráfaði ég ásamt "visa" lausum ferðafélaga um byggingarnar til að finna góðan næturstað og fundum einn góðan þar sem var greinilega búið að koma fyrir sérstökum svefnstólum. Fyrir utan kuldann, þá var þar svo mikil blástur frá loftræstikerfi hússins að þar var ekki líft og var því leitað af betri stað. Við fundum flott svæði þar sem fullt af fólki var búið að koma sér vel fyrir.

Við komum okkur fyrir í þægilegu horni og ekki var verra að geta stungið ferðavélinni í samband.

En kuldinn var óbærilegur!

Það vildi mér til happs að ég var með flotta dún úlpu sem ég klæddi mig í og var eins og ég væri komin í flottan svefnpoka.

Þarna lá ég íslendingurinn hróðugur innan um mikinn fjölda af fólki sem reyndi að festa svefn. Á meðan ég svaf svefni hinna réttlátu, þá tíndust flugstöðvarfarþegar af svæðinu vegna kulda og að lokum var ég einn eftir á svæðinu og steinsvaf alla nóttina þar til að ég var vakin af ferðafélaga sem hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina.

Það var greinilegt að löng reynsla Íslendingsins við að hafa sofið við misjafnar aðstæður á hálendi íslands í skálum og bílum í öllum veðrum kom sér vel í þessu tilfelli.

Sökum reynslu minnar á þessu sviði, þá vil ég skora á þá sem reka flugstöðina í Keflavíkurflugvelli að bjóða upp á einhvers konar aðstöðu fyrir farþega sem einhverra hluta vegna þurfa að bíða eftir flugi. Það getur varla verið flókið mál að vera með afmarkað svæði með stólum sem gott er að sofa í og sjálfsala með mat og drykki.

En það vil stundum gleymast að þeir sem sinna ferðamálum hér á Íslandi að "bakpokaferðamaður" í dag kemur mjög líklega aftur til landsins seinna og þá oftar en ekki sem vel borgandi ferðamaður!

Ein besta aðferðin til að kynnast Íslenskri náttúru er að ferðast um hana gangandi.

Hópur bakpokaferðamanna á ferð við Bifröst - 90 Km ganga á 5 dögum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. takk fyrir allar jóla og nýárskveðjur. Þar sem að ég hef ekki verið á landinu, þá tók ég mér blogg frí yfir jól og áramót.


mbl.is Þýskur skáti ekki sáttur við Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MÓÐIR MÍN VERÐUR 70 ÁRA 24. DESEMBER!

Mikið hlýtur það að vera hræðilegt að eiga afmælisdag 24. desember!

En þannig er því nú farið með hana móður mína, Kristjönu Kjartansdóttur.

Hún hefur í raun aldrei átt afmæli svo heitið geti og er ástæðan vel skiljanleg.

Hér er mynd af henni móður minni að láta skýra nöfnu sína Kristjönu Ásu Þórðardóttur.

Sr Pálmi Matthíasson skírir Kristjana Ása Þórðardóttir 15 júlí ‘06 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég verð því miður ekki á landinu þegar þessi merki viðburður rennur í garð hjá henni.

Fyrir utan það að hafa eignast mig, þá á hún til viðbótar 2 stráka, Þórð Jóhann og Valgarð og 3 stelpur, Fanney, Dröfn og Kolbrúnu!

Hún bað mig um að koma á framfæri að það verður morgunkaffiboð hjá henni að morgni 24. Desember fyrir þá sem vilja heiðra hana með nærveru sinni.

Og þar sem jólin eru að koma þá er spurning um að láta þessar myndir hér tala sínu máli. En þær eru af friðarsúluni í Viðey sem er listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon

Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Að lokum langar mig til að óska öllum bloggvinum mínum Gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári.

Þakka ykkur fyrir skemmtilega umræður á árinu og fyrir frábæra jólagjöf sem er:

100.000

innlit á síðuna mína á hálfu ári!

Jólakveðja og til hamingju með afmælið

MAMMA

.


Einnig vil ég óska tvíburasystur hennar, Unni Kjartansdóttur til hamingju með afmælið.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Allir eigi samastað um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ ER VERIÐ AÐ STRESSA SIG YFIR ÞESSARI RÁÐNINGU

Það er löngu vitað að 99.9% af öllum svona stöðuveitingum eru ákveðnar fyrirfram með pólitískum hætti!

Stjórnmálamenn sögunar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Gagnrýna skipun í dómaraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KLEIFARBÚINN Á KLEIFARHEIÐI - MYNDIR

Eins og lesa má á skiltinu sem er við Kleifabúann, þá var varðan reist af mönnum úr vegavinnuflokki Kristleifs Jónssonar árið 1947. Þegar vegurinn, sem unninn var með handverkfærum eingöngu, var komið upp að þessum stað ákváðu vegavinnumenn að reisa myndalega vörðu. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson hlóðu, Kristján Jóhannesson bjó til höfuð en flokkur Kristleifs sá um efnisöflun.

Hátt á bergi Búi stendur,
býður sína traustu mund,
horfir yfir heiðarlendur
hár og þögull alla stund.


(Kristleifur Jónsson)

Skilti með upplýsingum um Kleifarbúann á Kleifarheiði

Kleifarbúinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kleifarbúinn. Hvaða tvíræða tákn er þetta sem stendur út úr honum miðjum :)

Kleifarbúinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Leynihópurinn gleður á Patró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐFERÐ TIL AÐ REIKNA ÚT ÞYNGDARSTUÐUL

Ekki veit ég hvernig Feminístar ætla að taka á þessu máli. En hér er greinilega á ferðinni hróplegt ójafnræði. En fyrir þá sem vilja reikna út sinn eigin þyngdarstuðul, Þá er nóg að fara inn á þessa slóð hér og slá inn hæð og þyngd.

http://www.femin.is/article.asp?cat_id=168&art_id=1656

Ég hef á tilfinningunni að það verði ansi margar sem fari yfir efrimörkin 30!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Feitar fá ekki tæknifrjóvgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úbs! Eru Íslensk stjórnvöld enn að gera í buxurnar!

Það er ekki ósjaldan sem Íslensk stjórnvöld þurfa að láta rassskella sig opinberlega af Mannréttindadómstólnum í Strassborg. Því miður er það oft vegna brota á einföldum lýðræðislegum reglum sem eru fótum troðin hér á landi.

Það mætti halda að allur sá skari af hálærðum lögfræðispekingum sem ráfa um í villu á hinu háa Alþingi Íslendinga hafi ekki lært sína heimavinnu sem skildi!

Það er að sjálfsögðu slæmt til afspurnar þegar Íslensk stjórnvöld eru tekin í bólinu hvað eftir annað með allt niður á hæla. Á sama tíma ropa pólitískir fjölmiðlarnir út úr sér reglulega hvað allt sé mest og best á Íslandi og lýðurinn sýpur hveljur af hrifningu.

En það er skömm og hneisa fyrir Íslensk stjórnvöld að þurfa að láta hlutina ganga svona langt og glopra hverju málinu á fætur öðru í hendurnar á Mannréttindadómstólnum.


mbl.is Mannréttindadómstóll dæmir Íslendingi í vil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir byrja snemma þessir pjakkar :| Myndir

Hér á ég nokkrar skemmtilegar myndir þar sem litlir pjakkar eru að keyra fjórhjól og mótorhjól ...
Byrjað snemma
Einn á fullri ferð (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)


Lítil pjakkur á mótorhjóli - spurning hvenær hann fer að fljúga :)
Próflaus?
Ætli þurfi próf á þessi tæki? (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)





Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Þúsund krakkamótorkrossarar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegurinn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals - Myndir

Hér má sjá veginn sem liggur á milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Ætli umrædd aurskriða hafi ekki fallið úr fjalli sem heitir Þórólfshnúkur.

Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óshlíðina þekkja margir úr fréttum í gegnum árin. En hún hefur löngum verið erfiður farartálmi fyrir Bolvíkinga. Mikið grjóthrun hefur verið úr hlíðum fjallana yfir veginn á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.

fjöllin Óshyrna, Arafjall, Búðarhyrna ásamt Ófæru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í gegnum þessi fjöll er búið að skipuleggja jarðgöng. En á myndunum má sjá að vegurinn meðfram ströndinni hefur víða verið settur í stokka til að verja umferð, sem fer um veginn, grjóthruni.

Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík sem farin var á mótordrekanum.

kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt eftir að búið er að aka fyrir Óshlíðina á leið til Bolungarvíkur, þá blasir Bolafjall við hinu megin við lítinn fjörð. Þá er stutt í Minjasafnið Ósvör sem er uppgerð verbúð frá árabátatímanum. Verbúðin er ein elsta sinnar tegundar á landinu.

Minjasafnið Ósvör (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hnífsdalsvegur lokaður vegna aurskriða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FALLEGAR MYNDIR ÚR MOSFELLSDALNUM

Hér koma nokkrar fallegar myndir úr Mosfellsdalnum. Ég vona svo að myndirnar slái aðeins á þann heimilisóróa sem er að stressa blessað fólkið svona rétt fyrir jólahátíðina.

Það er skiljanlegt að það ætli allt um koll að keyra, því það er að mörgu sem þarf að huga á síðustu dögunum. Kaupgleði Íslendinga hefur aldrei verið eins fjörug og þessa daganna.

Líklega er mesta vandamálið að finna upp á einhverju nýju til að kaupa :)

Hér má sjá fallega kirkju sem ég efa ekki að Mosfellingar muni sameinast í.

Mosfellskirkja í Mosfellsdal er í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mikið er um að farið sé á hestbak í dalnum og má þar finna margar skemmtilegar reiðleiðir

Fólk á hestum í Mosfellsdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef tími gefst til yfir jólahátíðina, þá má fara og skoða safn Halldórs Kiljan Laxness sem er að bænum Gljúfrasteini.

Safn Halldórs Kiljan Laxness á bænum Gljúfrasteini (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og svo í lokin fyrir þá sem vilja fara í smá gönguferð, þá er þessi fallegi foss ekki langt frá Gljúfrasteini.

Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir utan hestamennsku, þá er fínn gólfvöllur í dalnum og svo er spurning hvort að að verði hægt að opna svæðið í Skálafelli vonandi aftur ef snjórinn kemur aftur.

Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Umsátur í Mosfellsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÉR ER SMÁ SAMANTEKT UM JARÐSKJÁLFTANA Í UPPTYPPINGUM

Þökk sé nýjum vef Veðurstofunnar að þá geta leikmenn orðið fylgst vel með jarðskjálftum um allt land með auðveldum myndrænum hætti.

Það er gaman að vita til þess að stundum hittir maður naglann á höfuðið. En á sínum tíma vakti ég athygli á óróanum við Upptyppinga hér á blogginu.

Ég var að fara yfir bloggið hjá mér og vakti ég fyrst athygli á þessum óróum 31.7.07 og síðan þá hafa orðið þúsundir jarðskjálfta á svæðinu þar sem Upptyppingar eru.

Hér má sjá samantekt á fyrri skrifum um málið ásamt kortum og fl.

31.7.2007 | 23:18
Er að byrja gos í Upptyppingum rétt austan við Öskju?
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/275335

1.8.2007 | 08:01
Er meira í kortum veðurstofunnar - Er að byrja gos í Upptyppingum rétt austan við Öskju?
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/275513/

2.8.2007 | 20:30
Ég hafði þá rétt fyrir mér :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/276849

17.8.2007 | 08:10
Skjálfti upp á 3.5 á Richter á Tjörnesbeltinu
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/288610/

21.10.2007 | 09:07
Það er æsispennandi að fylgjast því sem er að gerast þarna á svæðinu. Hér eru kort og myndir.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/343518/

22.10.2007 | 22:39
Það verður fróðlegt að sjá hvað er að gerast þarna á svæðinu. Hér eru kort og myndir.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/344977/

9.12.2007 | 16:35
Kort og myndir - Smá viðbót út af skjálftunum við Upptyppinga
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/386846/

10.12.2007 | 19:55
Nýtt nákvæmt kort að jarðskjálftum við Upptyppinga!
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/387755/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Helmingslíkur á gosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband