Styðjum við bakið á bakpokaferðalöngum!

Ég hef átt þess kost að fá að sofa á Heathrow flugvelli eina nótt á meðan ég var að bíða eftir tengiflugi. Ég verð að játa að það var ansi mögnuð lífsreynsla svo að vægt sé til orða tekið. Þetta var að vetri til og greinilegt að sparnaðurinn er í fyrirrúmi hjá þeim sem reka þessa frægu flugstöð í London.

Flugstöðvarbyggingarnar eru greinilega hafðar á lágmarks kyndingu á næturnar og hitastigið þessa umræddu nótt var við frostmark.

Á svona flugvöllum eru oft farþegar án "visa" sem þurfa að bíða eftir tengiflugi og fá hreinlega ekki að fara inn í viðkomandi land. Því verða slíkir ferðalangar að láta sér það gott heita að gista á miður þægilegum stöðum víða um flugstöðvarbyggingarnar.

Þessa nótt ráfaði ég ásamt "visa" lausum ferðafélaga um byggingarnar til að finna góðan næturstað og fundum einn góðan þar sem var greinilega búið að koma fyrir sérstökum svefnstólum. Fyrir utan kuldann, þá var þar svo mikil blástur frá loftræstikerfi hússins að þar var ekki líft og var því leitað af betri stað. Við fundum flott svæði þar sem fullt af fólki var búið að koma sér vel fyrir.

Við komum okkur fyrir í þægilegu horni og ekki var verra að geta stungið ferðavélinni í samband.

En kuldinn var óbærilegur!

Það vildi mér til happs að ég var með flotta dún úlpu sem ég klæddi mig í og var eins og ég væri komin í flottan svefnpoka.

Þarna lá ég íslendingurinn hróðugur innan um mikinn fjölda af fólki sem reyndi að festa svefn. Á meðan ég svaf svefni hinna réttlátu, þá tíndust flugstöðvarfarþegar af svæðinu vegna kulda og að lokum var ég einn eftir á svæðinu og steinsvaf alla nóttina þar til að ég var vakin af ferðafélaga sem hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina.

Það var greinilegt að löng reynsla Íslendingsins við að hafa sofið við misjafnar aðstæður á hálendi íslands í skálum og bílum í öllum veðrum kom sér vel í þessu tilfelli.

Sökum reynslu minnar á þessu sviði, þá vil ég skora á þá sem reka flugstöðina í Keflavíkurflugvelli að bjóða upp á einhvers konar aðstöðu fyrir farþega sem einhverra hluta vegna þurfa að bíða eftir flugi. Það getur varla verið flókið mál að vera með afmarkað svæði með stólum sem gott er að sofa í og sjálfsala með mat og drykki.

En það vil stundum gleymast að þeir sem sinna ferðamálum hér á Íslandi að "bakpokaferðamaður" í dag kemur mjög líklega aftur til landsins seinna og þá oftar en ekki sem vel borgandi ferðamaður!

Ein besta aðferðin til að kynnast Íslenskri náttúru er að ferðast um hana gangandi.

Hópur bakpokaferðamanna á ferð við Bifröst - 90 Km ganga á 5 dögum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. takk fyrir allar jóla og nýárskveðjur. Þar sem að ég hef ekki verið á landinu, þá tók ég mér blogg frí yfir jól og áramót.


mbl.is Þýskur skáti ekki sáttur við Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Guðmundsson

Kjartan er þetta þú sem ert með bakpoka á bakinu ? en hvað ég er ánægður með að þú skulir hafa sofið svona vel í flugstöðinni

Jón Þór Guðmundsson, 10.1.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gleðilegt árið, gæzkur og velkominn heim!

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.1.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Jón Þór.

Ég tók myndirnar í umræddri bakpokaferð svo að það var frekar erfitt að taka mynd af mér sjálfum á sama tíma! En þetta er útskriftarferð gönguleiðsögumanna þar sem gengnir voru um 90 Km á 5 dögum og gist í tjöldum. Allur matur og búnaður var borin á bakinu. Þetta var í lok vetrar eins og sjá má á myndunum og var gegnið yfir fjöll og firnindi og mikið af köldum ám sem þurfti að vaða yfir :|

Sæl Lára.

Sé að þú hefur ekki verið mikið á blogginu frekar en ég í fríinu en vertu velkomin heim líka og vona ég að það hafi verið gaman í Englandinu :)

Vonum svo að þú komir nú tvíefld aftur inn á bloggið þar sem ráðamenn þjóðarinnar verði teknir áfram reglulega á beinið hjá þér :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.1.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

úr því að þú nefndir nú að sparnaðurinn væri í fyrir rúmi, vegna þess að það væri lágmarks kynding, þá kæmi mér nú ekkert á óvart að það væri bara alls engin kynding þar.

það er fólkið sem að hitar þessar flugstöðvar upp en ekki ofnakerfi :) 

Árni Sigurður Pétursson, 10.1.2008 kl. 12:24

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það kæmi mér ekki á óvart að þetta væri rétt hjá þér. Hver manneskja gefur frá sér hita að meðaltali um 100 wött og svo er bara að reikna farþegafjöldann + allar ljósaperurnar sem eru í húsinu.

Það er vel þekkt vandamál í litlum húsum úti á landi þar sem verið er að halda samkomur að það líður ekki á löngu áður en að það er orðið óbærilegt vegna hita í slíkum húsum. En það vill oft brenna við að loftræsting sé í lagi á slíkum stöðum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.1.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband