BERLÍN - EGYPTALAND - NEFERTITI DROTTNING - MYNDIR

BERLÍN - EGYPTALAND - NEFERTITI DROTTNING - MYNDIR

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - The Valley of the Queen - The Valley of the Kings 14. Feb. 2009 Laugardagur

Ég lenti í þeirri skemmtilegu uppákomu fyrir stuttu að koma á söguslóðir þessara merkilegu drottningu, Nefertiti, sem fréttin fjallar um.

Ég var fyrir stuttu í Berlín og tók þá þessa mynd hér af safninu Altes Museum (Old Museum, Royal Museum) eða Egyptian Museum of Berlin sem er ein af fallegri byggingum í Berlín. Höfuðmynd af egypsku drottningunni Nefertiti hefur verið til sýnis á Altes safninu í Berlín í Þýskalandi frá árinu 1923 og hefur verið talið eitt af þekktustu verkum frá Egypskri fornmenningu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Queen Nefertiti of Egypt. The Altes Museum (German for Old Museum), is one of several museums on Berlin's Museum Island in Berlin, Germany. The museum was built between 1825 and 1828 by the architect Karl Friedrich Schinkel in the neoclassical style to house the Prussian Royal family's art collection. Until 1845, it was called the Royal Museum. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Frá Berlin hélt ég síðan í 2ja vikna ferð til Egyptalands og átti m.a. leið um þorp á Nílarbökkum sem heitir Luxor. Hinum megin við ánna er fjallendi og svæði sem heitir Valley of the Kings og Valley of the Queens. En þar eru um 500 grafir (Tomb, 4-5000 ára gamlar) ásamt nokkrum þekktum hofum.

Hér má lesa góð grein um sögu egypsku drottningunna Nefertiti. http://www.touregypt.net/featurestories/nefertiti.htm

og svo um sjálfan skúlptúrinn af drottningunni Nefertiti. http://en.wikipedia.org/wiki/Thutmose_(sculptor)

Hér má sjá yfirlitsmynd yfir The Valley of the Kings. En þar eru 63 þekktar grafir (tombs). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Overview over tombs in The Valley of the Kings (Thebes West Bank, Thebes) close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má sjá yfirlitsmynd yfir Tomb eða gröf KV34 Thutmes III. Nýjustu fregnir herma að gröf Nefertiti hafi verið í The Valley of the Kings (Luxor, Egypt), Tomb KV35, sem er inn í botni dalsins og tilheyrir konungnum Amenhotep II. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Overview over tombs KV34 Thutmes III in The Valley of the Kings (Thebes West Bank, Thebes) close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má lesa góð grein um gröf KV35 eða tomb of Amenhotep II. http://en.wikipedia.org/wiki/KV35

Því miður mátti ekki mynda mikið niður í gröfunum enda voru varðmenn út um allt og há viðurlög. Sumstaðar voru ljósmyndarar eltir á röndum og sífellt verið að betla pening þrátt fyrir að vera búið að greiða hátt gjald inn á svæðið. En fyrir 100 Egypsk pund mátti skoða 3 grafir af 63 sem voru á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Guards all over in The Valley of the Kings (Thebes West Bank, Thebes) close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má sjá stóra kistu niður í einni gröfinni, tomb of Tuthmosis IV (KV 43). Í gröfunum mátti einnig finna allan búnað sem fólk þarf á að halda í venjulegu lífi og voru því þessar grafir mjög eftirsóttar af ræningjum og því mikið gert til að fela þær. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Thutmes IV (Tomb KV 43) Valley of the Kings, East Valley, Thebes West Bank, Thebes. The tomb is decorated with representations of the king with various deities. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Nánar má lesa um þessa gröf hér: http://www.touregypt.net/featurestories/tuthmosis4t.htm

og hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Valley_of_the_Kings



Kjartan WWW.PHOTO.IS

Hér má svo sjá önnur blogg úr sömu ferð:

Blogg um flugið sem Hassan útvegaði má svo sjá hér:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/

Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/




mbl.is Nefertiti í fegrunaraðgerðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4x4 FERÐ INN Í GRÍMSVÖTN - GUFA - GÖNGUSKÍÐI - MYNDIR

4x4 FERÐ INN Í GRÍMSVÖTN - GUFA - GÖNGUSKÍÐI - MYNDIR

Hér er ekið á fullbreyttum Landrover á leið inn í Grímsvötn um páskanna í mars mánuði 2008. Færið er frekar erfitt, þó er skyggni eins og best verður á kosið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Iceland 4x4 super jeep trip. Trail distance: 773 kilometers. Reykjavik - Landmannalaugar - Grímsfjall - Vatnajökull - Esjufjöll - Breidamerkurjökull (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Þá er loksins komið á áfangastað sem er skáli jöklarannsóknafélagsins á toppi Grímsfjalls. Skálinn er uppi á toppi fjallsins þar sem næðir vel um og þarf því oft að moka sér leið inn í þá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Grímsvötn lakes lie's in the highlands of Iceland at the northwestern side of the Vatnajökull glacier and are covered by its ice cap. Beneath them is a large magma chamber of a powerful volcano. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Á topp Grímsfjalls eru 3 skálar. Hægt er að gista í 2 skálum og er sá þriðji fyrir ýmsan aukabúnað, salerni, rafstöð, rannsóknartæki og fl. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The hut Grimsfjall II Vatnajökull 4x4 superjeep glacier excursion. A winter trip through the Icelandic highlands by 4x4. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér sést inn í miðskálann sem mest er notaður. Þar er fín upphituð gistiaðstaða. Skálin er að mestu hugsaður fyrir félaga Jöklarannsóknafélagsins en ferðamenn geta fengið að gista líka og þá þurfa þeir að fá lykil hjá félaginu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grímsvötn is on the top of the Vatnajökull Glacier. One nights in mountain hut, heated with natural hot water from an active volcano! (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Veðrið var flott og því um að gera að skella sér strax á gönguskíðin. Hætturnar eru víða á Grímsfjalli, enda er þar eitt mesta háhitasvæði á jörðinni. Stórar sprungur voru nálægt brúninni sem rauk úr. Steinar og Haradur komnir á gönguskíðin uppi á Grímsfjalli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The wether was outstanding for outdoor activity. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Það sem vekur mesta athygli þeirra sem koma í skálann í Grímsvötnum, er að þar er ALVÖRU gufubað. Hér er Steinar Þór Sveinsson að láta lýsið leka af sér í miklum hita. Nóg er af ókeypis orku. Það vill svo til að það er heilt eldfjall sem hitar upp gufuna og alla þrjá skálanna! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

One nights in mountain hut, heated with natural hot water and there is the strangest steam bath in the world - on top of an active volcano, Grímsfjall or Grímsvötn caldera, the most active one in the world! (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Það er þekkt fyrirbæri að það eigi sér oft stað eldgos í kjölfar þess að þungu fargi er létti af yfirborði jarðar. Það getur verið þykkur ís sem bráðnar eða uppsafnað vatn.

Þetta var að gerast um allt land í miklu mæli eftir að ísöld lauk fyrir um 10.000 árum síðan, en þá hafði þykk íshella hulið stóran hluta landsins.

Þegar ísaldarjökulinn hörfaði, þá má reikna með að landið hafi nánast logað stafnanna á milli vegna eldgosa. Á sama tíma lyftist eða reis landið upp og leitaði í nýtt jafnvægi þegar hinu þunga ísfargi var létt af yfirborði þess.

Leifar af svona fyrirbæri erum við núna að upplifa í Grímsvötnum. En árið 2004 þegar síðasta hlaup var í Skeiðará, þá hófst eldgos í Grímsvötnum rúmum sólahringi seinna! Svipað gerðist árin 1998, 1983, 1938, 1934, 1933, 1902 ... eða um 30 gos á síðustu 400 árum! Einnig átti sér stað gos 1996 í Gjálp með afdrifaríkum hætti og hvarf þá vegur og brúarmannvirki á stórum kafla á Skeiðarársandi.

Grímsvötn er stór megineldstöð og risastór 5 km² ísfyllta askja.

Mönnum reiknast til að þar undir leynist eitt öflugasta jarðhitasvæði á jörðinni, sem bræðir stöðugt ísinn og fyllir öskjuna smám saman með vatni sem endar svo í stórum jökulhlaupum með óreglulegum millibilum. En það þarf gríðarlega mikla orku til að bræða svona mikið magn af ís eins og á sér stað í Grímsvötnum.

Það var allt krökkt af flugvélum þegar síðast gaus í Grímsvötnum árið 1998. Eins og sjá má á myndinni, þá hefur gosaskan lagst yfir jökulinn til suðurs.

Eldgos við Grímsfjall í Grímsvötnum 1998 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grímsvötn, Iceland's most frequently active volcano in historical time, lies largely beneath the vast Vatnajökull icecap. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Til eru heimildir um gríðarstór eldgos í Grímsvötnum sem sáust víða að. Í Danmerkurlýsingu P. H. Resen mátti lesa:

"Árið 1684 hófst eldgos í Grímsvatnajökli, sem annars er þakinn eilífum snjó og það með þvílíkum ofsa og magni að eldurinn sást víðsvegar um land. Gosið stóð svo lengi að ennþá í miðjum janúar árið 1685 mátti sjá það. Á undan eldgosinu fór gífurlegt vatnsflóð úr þessu sama fjalli í fljótið Jökulsá."

Eldgosið í Gjálp 1996 hafði afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Kom þá stórt hamfarahlaup með meðalrennsli um 50.000 m3/sek. Hurfu þá vegir og brúarmannvirki á stórum köflum á Skeiðarársandi og framburður varð svo mikill af aur, ís og sandi að ströndin við Skeiðarársanda færðist fram um heila 800 metra!

En hamfaraflóð frá Grímsvötnum geta leitað bæði til suðurs og norður frá Vatnajökli og má m.a. sjá merki um slík inni í Ásbyrgi. Það er talið hafa myndast í slíkum flóðum og er þá talið að meðalrennsli hafi farið upp í um 200.000 m3/sek!

Hér er hópur jeppamanna sem voru fyrstir til að aka yfir þar sem rennur úr Grímsvötnum eftir gosið 1996.

Hópur jeppamanna norðan við Grímsfjall eftir gosið í Gjálp 1996 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En víða á svæðinu mátti sjá stóra sigkatla eftir gosið, sem voru merki þess að mikil eldvirkni og bráðnun hefði átt sér stað þar langt undir.

Hér má svo sjá kort af Grímsvötnum og Grímsfjalli. Gula pílan sínir þá leið sem vatnið fer til suðurs. Þegar uppsöfnun á vatni er orðin nægjanleg, þá á einhverjum tímapunkti flýtur íshellan upp og vatnið ryðst fram og myndast þá jökulhlaup.

Kort af Vatnajökli, Grímsfjall og Grímsvötn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki eru mörg ár síðan að jarðfræðingur ók fram af hömrunum ekki langt frá þessum stað. Allt fór þó vel að lokum þrátt fyrir nokkur hundruð metra fall.

Steinar og Haraldur komnir á gönguskíðin
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080835.html
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080889.html

Það rýkur upp úr hryggnum á Grímsfjalli / Svíahnúk Vestari
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080870hdr.html

Guðmundur myndar á háhitasvæðinu við Grímsfjall
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080874.html

Hrikalegt að horfa niður af brún Grímsfjalls, brúnin öll sundur sprungin
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080898.html

Snjórinn í kringum skálana sannkallað listaverk, Hvannadalshnjúkur í bakgrunni
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080904hdr.html
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080907hdr.html

Kvöldið er fagurt á Grímsfjalli
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080922.html

Innviðir skálans á Grímsfjalli
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080926.html

Grímsvötn virkasta eldstöð á Íslandi
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080930.html

Naktir menn í gufu á toppi Grímsfjalls
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080932.html

Klósett eins og þau gerast best
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080936.html

Ekið niður af Grímsfjalli til austurs í slæmu skyggni
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080940.html
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080943.html


Kjartan WWW.PHOTO.IS




mbl.is Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - FERÐAMANNAÞORPIÐ Zhu Jia Jiao, Quingpu

KÍNAFERÐ - FERÐAMANNAÞORPIÐ Zhu Jia Jiao, Quingpu - 14

Dagur - 14 / Day - 14 Fimmtudagur 1. jan. 2009

Zhu Jia Jiao, Quingpu China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)

Þar sem ferðasagan frá Kína var ekki lokið, að þá kemur framhald hér með fullt af nýjum myndum:

Dagurinn byrjaði með því að fara með lest á Stadium, en Heng vildi kynna sér aðstæður fyrir næstu samkeppni sem við vorum að spá í að taka þátt í. Hún plataði mig síðan rækilega. Sagði að við þyrftum að fara og kanna þorp fyrir utan borgina sem þyrfti að endurskipuleggja (kom svo í ljós að það var rétt að sumu leiti) og til þess þurfti að taka tvo strætisvagna. Sá fyrir var frekar hrörlegur og bílstjórinn skoraði ekki hátt fyrir stórhættulegt aksturslag. Ef vélin var ekki á yfirsnúning, þá var stigið svo harkalega á bremsuna að fólkið í vagninum mátti hafa sig alla við að halda sjó í látunum.

Næst komum við í nýlegt þorp (ca. 600.000 íbúar) og fórum við inn á lítinn veitingastað þar sem hitastigið var líklega við frostmark. Fengum okkur hádegismat sem voru súpur þar sem mátti finna í þurkaða svínapuru og svínamaga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

To keep food fress in China, the best way it to keep it live! A small resturant in town on way to Qingpu District (青浦区) district of Shanghai Municipality, China. There we got a delicious soup which include stomage and skin from pig! (to view gallery: click image)




Næst var haldið aftur út á götuna þar sem reynt var að finna vagn sem færi áfram á staðinn sem Heng var með í huga. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig, enda allir vagnar troðnir út úr dyrum. Hér var ekki annað að gera en að treysta á frumskógarlögmálið og á milli þess sem að við hlupum á milli vagna, eltu okkur 2-3 betlarar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

In China they can easily handle rush-hour loads, they only put more people into the bus! A overloaded bus in town on way to Qingpu District (青浦区) district of Shanghai Municipality, China. (to view gallery: click image)


Að lokum komumst við inn í vel troðin strætó. Þar var ung og falleg kona sem réði þar ríkjum (ásamt bílstjóra) þar sem hún reyndi sem best hún gat að troða sem flestum inn í vagninn á hverri stoppustöð og alltaf tókst henni að troða fleirrum. Hún lét mig snúa mér 180° svo að það raðaðist betur inn í vagninn. Á meðan tróð hún sér á milli með seðlabúntið í annarri og rukkaði stíft með hinni. Gengið virtist vera mismunandi eftir því hver átti í hlut og rukkaði hún mig meira en aðra og líklega út af því að hún hefur séð að ég væri útlendingur. Ég skildi annars ekki orð af því sem að hún sagði. Þetta var annars mögnuð upplifun og náði ég videói af atburðinum og þessari óvenjulegu nálægð sem að ég lenti í við fjölda fólks. Ég mæli ekki með þessari reynslu fyrir þá sem þjást af innilokunarkennd.

Hér er myndband sem að ég tók á síman hjá mér sem sýnir þegar aðstoðarkonan í vagninum fer á milli farþega og rukkar þá:

http://www.youtube.com/watch?v=uPrgqlfqZkM



Hálftíma síðar var þrýstingnum létt og við bárumst út úr vagninum með mannhafinu. Núna vorum við komin í gamalt þorp með þröngum götum.

Það fyrsta sem tók á móti okkur voru nokkrir dansandi kjúklingar sem búið var að hengja upp á þvottasnúru til þerris innan um annan nærfatnað. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

It is winter, it is cold the trip with overloaded bus to the town Zhu Jia Jiao, Quingpu, Zhujiajiao. The first to see was a strange things: 14 chicken legs hanging for drying on the washing lines with some bra and knickers! (to view gallery: click image)




Þetta var eins og að ferðast aftur í tímann. Þarna var allt orginal með gömlum húsum og allt var troðið af fólki! Í ljós koma að þetta var ferðamannaþorpið Zhu Jia Jiao með hundruðum smáverslanna í þessum þrögnu götum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

It was like going back in time. An old orginal Chines town, which now is very popular for the tourist to visit. Town Zhu Jia Jiao, Quingpu, Zhujiajiao. (to view gallery: click image)




Hér er verið að baka risa pönnukökur. En það er gert á stórri eldavélahellu sem snýst á meðan skafið er með sköfu til að gera pönnukökuna þunna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Chinese Super Size thin pancake. Jian bing guo zi is a breakfast fast food sold on the streets of China (煎餅). (to view gallery: click image)




Ferðamönnum var jafnframt boðið og að sigla með gondólum með undirspili með rómantískri tónlist um síkin sem lágu allt um kring. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Boat trip in Zhou Zhuang close to Shanghai in China. (to view gallery: click image)




Þarna var mikið úrval af mat og öðru góðgæti ásamt flottu handverki. Heng viðurkenndi að hún hefði verið að plata mig, það átti EKKI að fara að leggja þennan stað niður og hanna einhverja stórborg í staðin, að vísu átti að hanna stórborg á stórt akursvæði sem tengja átti þetta litla þorp við borgina sem að við vorum ný komin frá! Næstu klukkutímarnir fóru síðan í að skoða ótrúlegt mannlíf og skraut.

Heng keypti lifandi fiska og skjaldböku sem hún henti svo í kanalinn fram af hárri göngubrú. Áður þurfti hún að labba hring í kringum tákn á miðri brúnni. Á meðan pössuðu 2 gamlar konur upp á að allt færi fram samkvæmt ritualinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Heng is throwing turtle and fish into the canal in town Zhu Jia Jiao, Quingpu, Zhujiajiao in China. (to view gallery: click image)




Þar sem lífeyrirskerfið er ekki sterkt í Kína, að þá þarf mikið að fólki að finna sér aðrar aðferðir til að komast af. Her er ein gömul kona að biðja um smá aur og bregst Heng vel við beiðni hennar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Old women in town Zhu Jia Jiao, Quingpu, Zhujiajiao in China. (to view gallery: click image)




Heimferðin var allt annar lúxus, fundum nýlega rútu sem var öll í leðri og flottheitum. Ferðin byrjaði rólega og hafði ég á orði að þessi bílstjóri kynni sko að keyra. En Adam var ekki lengi í paradís. Það færðist skyndilega mikið kapp í bílstjórann sem sönglaði hástöfum á milli þess sem hann byrjaði að æpa á farþeganna um að drífa sig nú fljótt inn eða út úr rútunni. En það var stoppað víða til að safna fólki í rútuna og það sem verra var að hann var í kappakstri við aðra rútu við að ná sem flestum farþegum inn á leiðinni og skiptust rúturnar um foristuna. Það kemur manni ekki á óvart að maður varð vitni að 2-3 árekstrum á dag. Líklega mætti bæta umferðarmenninguna töluvert en flautan er mikið notað samskiptsatæki í umferðinni.

Kvöldið endaði svo með ENN EINU MATARBOÐINU. Það var eitthvað um 20 réttir og má þar nefna lifandi rækjur í sojasósu, sterkt vín með sporðdreka, þunnar sneiðar í raspi.

En hér má svo sjá tillögur sem að við sendum inn í keppni sem tengdist gagnaöflun í þessari ferð:

Green Water City, Shanghai Qingpu New City West Region International Competition of Conceptual Urban Design

(C)2009 Heng Shi & Kjartan P. Sigurdsson (click image to enlarge picture - smellið á mynd til að stækka mynd)


Green Water City, Shanghai Qingpu New City West Region International Competition of Conceptual Urban Design

(C)2009 Heng Shi & Kjartan P. Sigurdsson (click image to enlarge picture - smellið á mynd til að stækka mynd)


Green Water City, Shanghai Qingpu New City West Region International Competition of Conceptual Urban Design

(C)2009 Heng Shi & Kjartan P. Sigurdsson (click image to enlarge picture - smellið á mynd til að stækka mynd)


Green Water City, Shanghai Qingpu New City West Region International Competition of Conceptual Urban Design

(C)2009 Heng Shi & Kjartan P. Sigurdsson (click image to enlarge picture - smellið á mynd til að stækka mynd)


Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html


mbl.is Erfitt ár fyrir Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STÚDENTAKORT VIRKA VEL Í EGYPTALANDI!

STÚDENTAKORT VIRKA VEL Í EGYPTALANDI!

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Viðureignin við Hassan Hóteleiganda - Mannlífið í Lúxor 14. Feb. 2009 Laugardagur

Fróðlegt er að lesa þessi stóru og alvarlegu tíðindi hvað varðar kerfisbilun hjá HÍ varðandi skráningu á "Stúdentakortum".

Það minnir mig á skemmtilegan atburð sem átti sér stað í ferð í Egyptalandi núna fyrir stuttu. En hægt er að sjá m.a. nýlegt blogg um flug með loftbelg á umræddu svæði í 4 færslum hér í blogginu á undan.

Í ferðinni var einn áfangastaðurinn bær sem heitir Luxor og liggur hann við ánna Níl.

Hér er stigið út úr gamalli næturlest í bænum Luxor snemma að morgni eftir að hafa ekið með lestinni frá Kaíró í um 9 klukkustundir. En það hentar vel og í leiðinni sparast hótel í eina nótt.

Sleeper train from Cairo to Luxor. "A first class night train" 9 hours trip! First-class overnight train from Ramses Station in Cairo incl. breakfast and lunch. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það voru nokkur atriði sem stóðu sérstaklega upp úr í þessari ferð og voru minnisstæð.

Það fyrsta er maður sem er mikið kvennagull, Hassan að nafni. Hann er víst ekki mikið fyrir augað enda eineygður og minnti meira á sjóræningja og rekur hann Hótel Viagra (Venus). Hann er Egypti giftur japanskri konu. Það merkilega við þennan auðuga hóteleiganda er að á meðan konan hans býr í Japan að þá rekur hann hótel sitt í Egyptalandi.

Eins og sönnum múslima sæmir, að þá var hann minnisstæður fyrir margt eins og að þegar við heimsóttum karlinn eitt skiptið, að þá gengu tvær japanskar ofurskutlur út úr svefnherberginu hans. En Japanir eru víst þekktir fyrir ansi skrautlegt líf í svefnherberginu og það á greinilega við Egypta líka. Aðra stundina þurftum við svo að hlusta á hann með tárin í auganu um hversu slæmur hann væri og hvað hann syndgaði mikið og að hann ætti engan vegin skilið sína góðu eiginkona í Japan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




En umræddur Hassan er með lítið hótel sem nýtur mikillar vinsældar og hann beitir öllum brögðum til að ná í nýja viðskiptavini. En einn af hans útsendurum beið á lestarstöðinni til að fanga nýja ferðamenn sem koma grænir með lestinni frá Cairo á hverjum degi. Við urðum auðvita eitt af hans fórnarlömbum.

En þannig var að við höfðum óskað eftir því að það yrði náð í okkur á lestarstöðina frá hótelinu sem að við skráðum okkur á í gegnum netið (Hótel Bob Marley - Hotel Sherif). Við spurðum til vegar og hvort að umræddur útsendari væri að bíða eftir okkur og hann svaraði auðvita "já" en í stað þess að aka okkur á Hótel Bob Marley (Hotel Sherif), að þá var farið með okkur beinustu leið á Hótel Venus! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Frá fyrstu mínútu var byrjað á að reyna að selja okkur alskyns pakka og ferðir og auðvita allt á uppsprengdu verði. En eins og gefur að skilja, að þá höfðum við lítinn verðsamanburð. Það var bókstaflega stjanað við okkur í einu og öllu og vorum við með einkabílstjóra í boði Hassan sem sá fyrir öllum okkar þörfum. Við féllumst að lokum á að kaupa af umræddum Hassan flug með loftbelg næsta dag fyrir 350 pund á mann ásamt því að fara í hálfs dags ferð yfir í Valley of Kings.

En áður vildi Hassan í sinni góðmennsku að við myndum útbúa "Teacher og Student Card" eða Kennara- og Stúdentakort til að fá aðgang inn á öll söfnin á hálfvirði!

En til að svo mætti verða, að þá þurfti að fara í passamyndatöku með tilheyrandi veseni. En það munar umtalsverðu í ferð til Egyptalands að hafa slíkan passa við höndina enda er ca. helmingur af "öllum" ferðakostnaði í Egyptalandi aðgangseyrir! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má svo sjá starfsmann útbúa "stúdentakort" snarlega og virðist þetta vera mjög algeng þjónusta sem að veitt er ferðamönnum og margir nýta sér. Á eftir var ég svo orðin Prófessor Sigurdsson in Archeology og Heng Student ... :)

Eftir allar þessar sviptingar, að þá reyndi Hassan að fá okkur færð af ódýra hótelinu yfir á sitt, en konan mín lét sér ekki segjast og sagðist treysta umræddum Hassan svona rétt mátulega. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Að lokum vorum við keyrð yfir á upprunalega hótelið og mátti greinilega sjá að Hassan var ekki alveg sáttur við sitt hlutskipti í baráttunni við konuna mína. Við áttum síðan ágætt spjall við hóteleigandann á Hóteli Bob Marley og taldi hann það vera lítið mál að eiga við Hassan og sagðist geta útvegað okkur ferðina með lofbelgi fyrir 250 egypsk pund! Seinna kom í ljós að það var skollið á stríð milli þessa tveggja hóteleiganda um mig og konuna og að sjálfsögðu nutum við góðs af því í verulega lækkuðum verðum. Um kvöldið vildi konan fara til Hassan og heimta að fá endurgreitt fyrir loftbelgsferðina og kom þá í ljós að hinn hóteleigandinn var mættur á staðin og þeir greinilega góðir vinir. Hassan átti von á okkur og var komin með mótleik og bauð nú loftbelgsferðina á 200 pund á mann sem að við samþykktum ásamt fínum veitingum og skemmtilegu spjalli þá um kvöldið. En Hassan varð að viðurkenna að hann hefði aldrei lent í konu sem væri svona erfið í viðskiptum eins og konan mín! Hassan hafði fengið sér aðeins í tánna þetta kvöldið og varð því óvenju lausmáll og voru það ótrúlegar sögur sem fengu að flakka þetta kvöldið. En velsæmisins vegna læt ég þær sögur kjurt liggja að sinni (svona að hætti Davíð Oddsonar til betri tíma). En eitt vorum við þó sammála um, en það er að japanskar og kínverskar konur væru alveg sér á báti :)

Lífsspeki Hassans var ótrúleg og var þar greinilega reyndur og klár maður á ferð. Hann gagnrýndi egypskt kerfið og sá ég að margt sem hann benti á mætti yfirfæra yfir á Ísland þessa dagana. Hann talaði um hvernig embættismenn eins og tollarar snéru við öllum hans farangri þegar hann kæmi reglulega frá Japan og kallaði hann það helv. öfund í sinn eigin garð frá sínum samlöndum.

Hassan lét egypska karlmenn fá það óþvegið og byggði sína lífskoðun að sjálfsögðu á því að hann hafði ferðast víða um heim og séð hvernig aðrar þjóðir lifa. Það sama gilti um hinn hóteleigandann sem var ungur af árum og tjáði okkur að hann væri ný komin með visa til USA og væri að flytja þangað til Ameríska kærustu.

En ég held að Hassan sé einmitt málið fyrir þjóð eins og Egypta, hann lætur ekki berast með straumnum og er harður í að gagnrýna kerfið, en það er eitthvað sem veitir ekki af í Egyptalandi.

Það merkilega við þessa ferð er að allir vildu Egyptarnir fá að kaupa konuna mína. Enda eiga egypskir karlmenn því ekki að venjast að konur séu að standa uppi í hárinu á þeim í harðri samningagerð. Fyrir mig var þetta alveg sérstaklega skemmtileg upplifun að fylgjast með öllu þessu sjónarspili úr fjarlægð þar sem íslömsk og kínversk menning tókust á. Oftar en ekki komu þeir svo vælandi til mín eftir að hafa gefist upp á að semja við þessa erfiðu konu. En þá passaði ég mig á því jafnan að benda alltaf á hana og að ég væri alslaus og konan sæi um peningamálin.

En svo er það annað mál hvort að þessi kort sem greinin fjallaði um voru notuð í ferðinni eða ekki. Ég vil benda fátækum námsmönnum, kennurum og öðrum Íslendingum á að þetta getur verið ágætt mótvægi við allt það peningaplokk sem annars er látið viðgangast í þessu landi :)

Kjartan WWW.PHOTO.IS

Blogg um flugið sem Hassan útvegaði má svo sjá hér:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/

Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/
mbl.is Þúsundum vísað úr HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYNDIR LOFTBELGUR - LENDING - EGYPTALAND

MYNDIR LOFTBELGUR - LENDING - EGYPTALAND

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-4 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

Hér kemur svo lokasyrpan úr fluginu með loftbelg í Luxor í Egyptalandi.

Eins og sjá má, þá heppnaðist lendingin 100% og er von að allir séu brosandi út að eyrum. Svei mér þá ef lagið "Kútter Haraldur" hljómaði ekki í ósjálfrátt í eyrum ... "en allir komu þeir aftur og engin þeirra ..." (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The passengers seemed to really enjoy their flight! The Hot Air balloon makes save landing on the county site close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image)




Það er mikið mál að halda svon stórum ferlíki á sínum stað og eins gott að það blási ekki hressilega eins og oft vill gerast á fjóni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The navigator smiling and other crew people helping to keep the basket in place. 'Wind gust' can cause lot of problems. The basked have also the name gondola and is made of wicker and ratan, but can be made of aluminum to. (to view gallery: click image)




Þegar er farið að undirbúa næstu ferð. En hér er komið með nýjar gasbyrgðir. Eins og sjá má, að þá þarf mikið magn af gasi til að halda hita á stórum loftbelg. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The helping crew is already started to prepare the next flight. Here they come with a newly filled propane fuel tank. (to view gallery: click image)




Kynda þarf regluega upp til að hitinn fari ekki úr belgnum. Nýr hópur af ferðamönnum er á leiðinni og því gott að nota þá farþega sem fyrir eru sem ballest. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The pilot need to heat up the envelope regularly to keep the balloon in uprigth possition. The envelope is usually made of ripstop nylon, or dacron (a polyester). (to view gallery: click image)




Bændur og búalið voru lítið að stressa sig á þessari uppákomu. Hér má sjá asna fá sér smá snæðing á meðan loftbelgsfarar gera sig klára í næstu ferð. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

We have clearly landet on the country site where the "Real Country People" live. A wonderful picture with two donkey eating in front of the newly landed Hot Air balloon close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image)




Það er vissara að vera vel vopnum búinn ef einhver brjálaður ferðamaður skyldi fara að vera með óþarfa stæla. Hér er ungur maður og ef að líkum lætur, þá er hann ekki komin með skotveiðileyfi eins og gert er á Íslanska vísu að hætti BB (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

It is better to have a good gun if you meet some crazy tourist. The place was protected by armed young residents :) (to view gallery: click image)




Þá er næsta ferð hafin og lendingastaðurinn er ókunnur. Börnin eru alltaf jafn forvitin og oftast fyrst á staðinn þegar eitthvað er um að vera. Þau voru nú ekki öll á því að láta mynda sig og hjálpaði mikið til hversu víð linsan var hjá mér. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Now the next balloon trip or jorney to some unnovned place is already started. The kids are usually the first one to show up when some event or happening like ballon flying is going on in the neighbourhood. (to view gallery: click image)




Svona í lokin, að þá er ekki úr vegi að sýna svefnaðstöðuna á hótelinu sem að við gistum á. Hótelið heitir Bob Marley að hætti frægs tónlistarmanns og vantaði nánast ekkert á staðinn nema reykjarlyktina sem jafnan hefur fylgt þessum kúltúr (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Just to show my bed at the Hotel Bob Marley in Luxor in Egypt. A great five stars expeiens :) (to view gallery: click image)




Kjartan WWW.PHOTO.IS

Blogg um sama flug má svo sjá hér:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/

EGYPTALAND - FLUG YFIR LUXOR MEÐ LOFTBELG

EGYPTALAND - FLUG YFIR LUXOR MEÐ LOFTBELG

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-III 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

En hér heldur svo myndasagan um flug í loftbelg áfram:

Hér er verið að flytja sykurreyr. En Egyptaland er mikið landbúnaðarland þar sem mikið er ræktað af sykurreyr og sykurrófum meðfram öllu Nílarfljóti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Balloons over Sugar Cane, Egypt. Egyptians love sugar, and one of the things we saw them consuming quite frequently was fresh-squeezed sugar cane. Egypt ranks second following South Africa in sugar production among African. Sugar industry in Egypt started back in the year 710. The total production of sugar in Egypt in 2007–2008 is 1,582 million tonnes and the consumption is 2,485 million tonnes. (to view gallery: click image)




Fjöldi starfsmanna fylgir loftbelgnum eftir á litlum pallbíl. Einnig eru 2 litlir rútubílar ekki langt undan sem fylgja hópnum einnig eftir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Some balloons require a lot of people to operate. The air balloon team is following on 3 cars. 2 for picking up the tourist and one to take care of the balloon and the basket. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Tvær litlar rútur fylgdu einnig loftbelgnum til að ná í farþeganna í lok ferðarinnar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Two Minibus to pick up the customers and drive them back to the hotel. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Oft mátti sjá hvar verið var að brenna gömlum plöntuleyfum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Old plants and trees need to be burnt to give space for new plants. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Hér eru nokkrir hvítir fuglar búnir að koma sér fyrir á greinum pálmatrés og nóta þess þegar morgunsólin kemur upp. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Birds and palm trees. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Skepnur og önnur húsdýr þurfa sinn mat eins og aðrir. Hér má sjá konu sem er að sinna gegningum snemma að morgni. Ég tók eftir því að oft er ekki mikið um girðingar, heldur er band sett utan um löppina á dýrinu þannig að það getur aðeins hreift sig takmarkað um svæðið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Village Women Giving Alms to the Cow. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Hér "smæla" (brosa) þrjár fallegar Egypskar blómarósir framan í loftbelgsfaranna. Gaman að skoða öll smáatriðin í myndinni. Ofn til að baka og svo öll áhöldin sem liggja eins og hráviður út um allt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Three young women with smiling faces to the photographer. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Nú fer að líða að því að hópurinn komi inn til lendingar. Hér er karfan þegar farin að sleikja toppanna á sykurreyrnum sem mikið er af í Egyptalandi. Stefnan er sett á lítið svæði rétt hjá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Now it is time to landing after a successful flying with Hot Air Balloon just over the roofs of small town on the opposite site of Nile river close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image)




Aðstoðarmenn koma hlaupandi til að taka á móti. En mikilvægt er að stoppa loftbelginn sem fyrst svo að karfan dragist ekki eftir jörðinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Balloon team came running to help for a save landing and keep the balloon in place. (to view gallery: click image)




Kjartan WWW.PHOTO.IS

Blogg um sama flug má svo sjá hér:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

EGYPTALAND - MYNDIR ÚR LOFTBELG

EGYPTALAND - MYNDIR ÚR LOFTBELG

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-II 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

Ég tók svo mikið af myndum í þessari flugferð yfir þorpið Lúxor í Egyptalandi að ég neyðist til að búta flugið niður. Hér kemur svo kafli II í þessu annars skemmtilega flugi.

Eftir að ég fór að skoða þessi mál betur, að þá rakst ég á nýja grein um fyrsta flug í loftbelg á Íslandi sem Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifar um hér:

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/774915/

Áður var ég búinn að lesa "skemmtilega" frásögn eftir Ómar Ragnarsson hér:

Minnir mig á skelfileg augnablik.

Framhald loftbelgssögunnar.

En hér heldur svo myndasagan um flug í loftbelg áfram:

Einnig mátti sjá falleg og snyrtileg hús

Flying by Hot Air Balloon from Luxor in Egypt. Barely clearing the roofs of a small town on opposite side of river Nile. Lots of nice houses. (to view gallery: click image) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Dagurinn byrjar snemma í Egyptalandi. Hér er maður að ná í fóður fyrir húsdýrin sín.

Work start early in Egypt. Here is farmer getting some "food" for his animals at home. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Heita loftið í Egyptalandi gerir það að verkum að auðvelt er að sofa undir berum himni, ef það skildi nú rigna, að þá er það smá sýnishorn sem varir yfirleitt aðeins í nokkrar mínútur. En á myndinni má sjá Egypta sem er ekki enn risin á lappir. Algengt er að vefja um sig þykku teppi og er höfuðið hulið líka til að halda hita yfir blánóttina sem getur orðið mjög köld.

Why do you need a roof in Egypt, you almost never get rain. The best way to sleep is outside with a fress air. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hani, hæna, kind, hundur, köttur, kýr ... Hænur og önnur húsdýr voru á vappi á meðan bændur og búalið voru í óða önn að sinna morgunverkum.

A rooster and hens, sheeps, cat, dog, cow ... This looks like Animal Farm! Where is George Orwell and his pigs? Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ekki er að sjá að það sé verið að aka börnum í skólann eins og gert er orðið víða.

No school bus here. What is better than a fress morning walk for the kids? Kids looking up to the Hot Air Balloon flying just above theyr heads. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það er greinilegt að Egyptaland er mikið landbúnaðarland. Húsdýr eru hvert sem litið er. hér er einn bóndinn að sinna búskap.

Ancient Egyptian farmers depended on the flooding cycle of the Nile to grow their crops. In 2009 is still like it was for 4-5000 years ago. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er ein falleg mynd af konu sem virðist vera sú eina sem vöknuð er í þorpinu.

A lonly women on the street in small town close to Luxor in Egypt. Picture taken from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Margar skemmtilegar myndir náðust af börnum sem voru út um allt

Many of the best picture from this air photo baloon trip was from the kids playing, working, on way to school ... Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það liggur við að það sé flogið svo lágt að karfan festist í trjánum. Það er í lagi á meðan ekki eru háspennulínur að þvælast fyrir eins og í ferðinni hjá Ómari Ragnarssyni á Íslandi forðum

Balloon flyers have to be careful not to fly into trees, powerlines, houses ... There were probably flying arond 20 Hot Air Ballons in the Luxor area at the same time. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Gott er að fá sér eina vatnspípu sem mikil hefð er fyrir í Egyptalandi. En reykurinn er látin fara í gegnum vatn.

Photo of Egyptian man smoking water pipe (Shisha, hookah) on street in town close to Luxor. Problem is they do not change the mouthpiece, the tube or the water? Becearfule of the bacteria resides. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. þessar myndir voru unnar með nýrri tækni svo að litir, skerpa og fl. gæti verið smá vandamál. Einnig var sólin að koma upp sem gerir svona myndatöku pínu erfiða. Sumar myndir líta út fyrir að vera teknar í björtu snemma að morgni, en svo er ekki, það var mjög dimmt þegar flugið hófst. En með góðum stafrænum myndavélum, þá er hægt að lýsa upp svona dökkar myndir.

Fyrsta hlutann má svo sjá hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/


LOFTBELGUR Í EGYPTALANDI

LOFTBELGUR Í EGYPTALANDI

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-I 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

Það vill svo til að ég og konan erum ný komin úr ferð frá Egyptalandi. Þó að það sé mikið til af spilltum stjórnmálamönnum (eins og þeir sem verið er að ræða um í fréttinni), að þá er margt þar merkilegt að sjá fyrir ferðamenn.

Upphaf þessa bloggs er að ég las fyrir stuttu skemmtilega sögu frá Ómari Ragnarssyni um hrakfarir hans í sínu fyrsta flugi með loftbelg.

Minnir mig á skelfileg augnablik.

Framhald loftbelgssögunnar.

Sagan Ómars rifjaðist upp fyrir mér þegar mér var boðið í slíkt flug í Egypska bænum Lúxor fyrir stuttu af eineygðum og vægast sagt sérkennilegum hótelhaldara, Hassan að nafni (hægt að skrifa heila bók um karlinn).

Upphaflega átti ferðin að kosta 350 egypsk pund, en eftir skemmtilega rimmu við tvo hóteleigendur sem voru að bítast um okkur, að þá fengum við ferðina lækkaða niður í 200 egypsk pund á mann og umræddur Hassan endurgreiddi konunni minni 300 pund til baka þá um kvöldið og í kjölfarið grét hann stórum krókódílatárum og hélt mikla ræðu um hvað hann væri slæmur maður. En kvöldið var hin ágætasta skemmtun og verður lengi í minnum haft.

Loftbelgurinn átti að fljúga snemma næsta morgun yfir hluta af bænum Luxor sem liggur ofarlega upp með Nílarfljóti yfir á svæði sem oft er nefnt "staður hinna dauðu"! (þar sem sólin sest, vestan við ánna). Austan megin við ánna er svo bærinn Luxor (staður hinna lifandi þar sem sólin kemur upp).

Við þurftum að vakna kl. 5:00 og vera mætt á hótel Venus fyrir kl. 5:30 (Hótel Venus sem Hassan á sem að ég kalla oft Hótel Viagra). Þegar við komum niður í anddyrið á hótelinu okkar (Hótel Bob Marley House Hostel), að þá lágu þar 4 sofandi manneskjur. Ekki vildum við vekja neinn svo að við læddumst út á götu til að finna leigubíl (10 egypsk pund). Við komum tímalega á Hótel Venus þar sem rútubíll ók okkur svo áfram um borð í bát sem beið eftir okkur. Í bátnum var uppábúið borð með te og kaffi ásamt meðlæti sem gestir fengu á meðan siglt var með hópinn yfir ánna Níl. Í okkar hóp voru að mestu þjóðverjar frá skemmtiferðarskipi sem siglir reglulega með stóra hópa upp og niður Níl.

At 5:30 in the morning. A boat trip over Nile river to west bank at town Luxor in Egypt. On way to an Adventure Hot Air Balloon trip. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hinu megin við ánna biðu svo litlar rútur eftir okkur sem keyrðu á mikilli ferð með okkur í átt að fjöllunum (Valley of the Kings and Valley of the Queens) þar sem um 500 grafir (Tomb, 4-5000 ára gamlar) eru ásamt nokkrum þekktum hofum. Ekið var að stóru bílaplani þar sem verið var að gera risastóran loftbelg kláran til flugs.

Loftbelgurinn lá á hliðinni og sáu fjórir stórir gasbrennarar um að hita upp loftið inn í belgnum. Byrjað var á því að fara yfir öryggisatriði varðandi flugtak og lendingu ásamt því að finna út þyngd á farþegum.

Egypt sunshine Hot Air Ballooning trips over town Luxor. Early in the morning heating up the air so the balloon can fly over the area of West Bank of Luxor. Flying over Valley of the Kings and Valley of the Queens (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er belgurinn búinn að lyfta sér upp og að verða klár. Það þarf mikið af fólki til að halda svona útgerð gangandi eins og sjá má á myndunnum.

Egypt sunshine Hot Air Ballooning trips over town Luxor. Early in the morning heating up the air so the balloon can fly over the area of West Bank of Luxor. Flying over Valley of the Kings and Valley of the Queens (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Fljótlega varð loftbelgurinn klár og um 20 manna hópur kom sér fyrir í stórri körfunni. Flugtakið tókst vonum framar og liðum við í hægum morgunvindinum rólega upp í loftið á meðan flugmaðurinn hitaði loftið í belgnum.

Soon the Air Balloon trip could start when the air was getting hot enough to lift up those 20 people. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er svo loftbelgurinn komin á loft og eins og sjá má, þá eru fjöldi starfsmanna sem veifa

Hot air balloon flying is one of the oldest successful human-carrying flight technology. Around 20 people in the balloon basket. Total around 2 ton incl. basket! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er mynd sem að ég tók af einu frægasta hofi Egypta Deir el-Bahri, Djeser-Djeseru – Hatshepsut's temple. Hofið er gert fyrir konu. Árið 1997 voru 58 ferðamenn og 4 Egyptar drepnir af öfgafullum trúmönnum. Drápin höfðu mjög slæm áhrif á ferðaþjónustu Egypta í mörg ár á eftir.

Deir el-Bahri, Djeser-Djeseru – Hatshepsut's temple. In 1997, 58 tourists and 4 Egyptians where killed in this place. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hægt er að lesa meira um þetta fræga hof hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Deir_el-Bahri

Við vorum greinilega ekki þau einu sem voru að fara snemma í loftið á loftbelg þennan morgunninn. Hér má sjá 9 loftbelgi taka í loftið á sama tíma. Líklega hafa verið um ca. 20 loftbelgir sem tóku í loftið þennan morguninn.

Luxor is one of the most popular tourist place in Egypt. Nowadays it is very save to fly with an air ballon. Luxor area is probably one of the best you can find to make a save balloon flying. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Við flugum í aflíðandi boga yfir nokkur hof og svo þorpið í átt að ánni Níl og síðan upp með ánni að vestan verðu. Sólin var að koma upp og greinilegt að fólkið í þorpinu var að vakna til lífsins. Hænur og önnur húsdýr voru á vappi á meðan bændur og búalið voru í óða önn að sinna morgunverkum. _

Í landi sem aldrei rignir, þá þarf varla að hafa áhyggjur af því að setja þak á húsið. En eins og sjá má á mörgum myndum, að þá er venja að ein hæð sé ókláruð á hverju húsi fyrir næsta fjölskyldumeðlim.

In country where you never get rain you have no need for roof. In muslim country you have always on floor ready for new family member. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér þarf líklega einn að taka aðeins til hjá sér. Það er ekki bara á Ísland sem hægt er að finna einhvern bónda sem nennir ekki að taka til mikið heima hjá sér.

One messy place. House on the west bank close to Luxor town. Picture taken from a hot air ballon tour. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ég tók eitthvað um 400 myndir í þessari flugferð. Verð því að reyna að dreifa þessu myndabloggi á 2-3 blogg til að reyna að gera því góð skil

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. þessar myndir voru unnar með nýrri tækni svo að litir, skerpa og fl. gæti verið smá vandamál. Einnig var sólin að koma upp sem gerir svona myndatöku pínu erfiða. Sumar myndir líta út fyrir að vera teknar í björtu snemma að morgni, en svo er ekki, það var mjög dimmt þegar flugið hófst. En með góðum stafrænum myndavélum, þá er hægt að lýsa upp svona dökkar myndir.
mbl.is Eitt umtalaðasta dómsmál Egyptalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG VAR ÞARNA Í FYRRADAG!

Ótrúlegt að lesa svona frétt aðeins 2 dögum eftir að hafa verið á sama stað og umrædd sprengingin átti sér stað.

En ég og konan höfum nýlokið 2ja vikna ferð um Egyptaland. Við vorum nákvæmlega á þessum sömu slóðum í upphafi og lok ferðarinnar.

Á þessari mynd má svo sjá stórt plan þar sem komið er með erlenda ferðamenn í rútuförmum til að skoða þessa frægu "Al Hussein mosque" og svo versla í Khan el-Khalili markaðinum í Kaíró

One of the busiest places in Cairo, particularly during Ramadan, is the Al Hussein area which includes the Khan el-Khalili market in Cairo. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá inn í þessa frægu mosku "Al Hussein mosque". En aðeins karlmenn mega koma inn í þennan hluta moskunar.

Hussein Mosque is considered one of the most important mosques in Cairo and a beautiful Islamic monument. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég tók um 4000 myndir í þessari ferð og mikið af myndum af markaðinum "Khan el-Khalili" sem er einn sá magnaðasti sem að ég hef gengið í gegnum.

Annars er magnað að ferðast um Egyptaland og margt og mikið þar að sjá fyrir ferðamenn. En það var sjokk fyrir óvanan íslending eins og mig að sjá svona mikið af hermönnum sem voru bókstaflega út um allt með alvæpni. Á sumum vegaköflum voru hlið með hermönnum með 5 km millibili til að skrá og skoða alla umferð sem átti leið um. En ég mun reyna að koma fljótlega með myndir og ferðasögu úr þessari mögnuðu ferð.

Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Einn látinn eftir sprengingu í Kaíró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - KVÖLDMYNDIR - ÁRAMÓT - 13

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - KVÖLDMYNDIR - ÁRAMÓT - 13

Dagur - 13b / Day - 13b Miðvikudagur 31. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)

Shanghai borg er mjög falleg á kvöldin þegar farið er að dymma. Hér er tákn borgarinnar, Orient Pearl TV Tower, sem verður eins og ljósasjóv á kvöldin

Shanghai Oriental Pearl TV Tower (上海东方明珠塔). Located at the tip of Lujiazui in the Pudong district, by the side of Huangpu River, opposite The Bund of Shanghai. It was designed by Jia Huan Cheng. Construction began in 1991 and the tower was completed in 1995. At 468 m (1,535 feet) high, it is the tallest tower in Asia, and the third tallest tower in the world. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér eru 2 hæstu byggingar borgarinar Shanghai World Financial Center og Shanghai Jinmao Observatory 88 Jin Mao Tower

Shanghai World Financial Center - 上海环球金融中心 - 1997-2008 - Designed by Kohn, Pedersen & Fox and East China Architectural Design & Research Institute Co. Ltd, the Shanghai World Financial Center. Highest building in China reaching 1614ft (491,9m). Shanghai Jinmao Observatory 88 Jin Mao Tower (金茂大厦), Lujiazui, Pudong, Shanghai 1998 Skidmore, Owings & Merrill - SOM Architects 420m high, 88 storey skyscraper Incorporating offices + Grand Hyatt Hotel with thirty storey high atrium Jin Mao Shanghai building : Tallest building in China since 2005 Seventh tallest building in world at time of writinger. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Og nokkrir turnar til viðbótar. Merkilegt hvað allt þetta svæði hefur náð að byggjast upp á aðeins 15 árum

Shanghai Night pictures. And few more towers in the Pudong district in Shanghai China. High-rise building at night. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér er ég komin hinu megin við ánna Hunagpu River og það fyrsta sem fyrir augum ber, er stór bátur með risa auglýsingaskilti

Shanghai Night pictures. Night Cruise on the Huangpu River. Shanghai skyline in the background. A boat-trip on Huang-Pu-river in Shanghai at night, between The Bund and Pudong. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



En fallegust er borgarmyndin yfir fljótið Hunagpu River séð frá "The Bund" hverfinu við endan á verslunargötunni Nanjing Road (南京路 Nánjīnglù) sem er 4km löng með um 4.000 verslanir. Við endann á henni er svæði sem kallað er “Bund” og oft kallað Wall Street Shanghai.

Shanghai at night. Shanghai is one of the most modern and cosmopolitan cities in China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ein tengin með minni aðdrætti

Shanghai Night pictures (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Smá víðmynd af Pudong svæðinu

Shanghai Night pictures. Panoramic picture of the Pudong district where Shanghai Oriental Pearl TV Tower, Shanghai World Financial Center and Shanghai Jinmao Observatory 88 Jin Mao Tower are the higest one. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



The HSBC Building in Bund the old part of Shanghai.

Shanghai Night pictures. The HSBC Building has been called "the most luxurious building from the Suez Canal to the Bering Strait" (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér er gosbrunnur á svæði sem heitir "Bund" sem er við endann á Nanjing Road við árbakkann the Huangpu River

Shanghai Night pictures of fountain on Bund with Orient Pearl TV Tower in background. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html

Tók jarðlest sem fór m.a. undir The Bund og ánna Hunagpu River og fjármálahluta borgarinnar þar sem sjónvarpsturninn frægi með kúlunum Orient Pearl TV Tower,


mbl.is Skelfilegir þurrkar í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband