4x4 FERÐ INN Í GRÍMSVÖTN - GUFA - GÖNGUSKÍÐI - MYNDIR

4x4 FERÐ INN Í GRÍMSVÖTN - GUFA - GÖNGUSKÍÐI - MYNDIR

Hér er ekið á fullbreyttum Landrover á leið inn í Grímsvötn um páskanna í mars mánuði 2008. Færið er frekar erfitt, þó er skyggni eins og best verður á kosið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Iceland 4x4 super jeep trip. Trail distance: 773 kilometers. Reykjavik - Landmannalaugar - Grímsfjall - Vatnajökull - Esjufjöll - Breidamerkurjökull (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Þá er loksins komið á áfangastað sem er skáli jöklarannsóknafélagsins á toppi Grímsfjalls. Skálinn er uppi á toppi fjallsins þar sem næðir vel um og þarf því oft að moka sér leið inn í þá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Grímsvötn lakes lie's in the highlands of Iceland at the northwestern side of the Vatnajökull glacier and are covered by its ice cap. Beneath them is a large magma chamber of a powerful volcano. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Á topp Grímsfjalls eru 3 skálar. Hægt er að gista í 2 skálum og er sá þriðji fyrir ýmsan aukabúnað, salerni, rafstöð, rannsóknartæki og fl. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The hut Grimsfjall II Vatnajökull 4x4 superjeep glacier excursion. A winter trip through the Icelandic highlands by 4x4. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér sést inn í miðskálann sem mest er notaður. Þar er fín upphituð gistiaðstaða. Skálin er að mestu hugsaður fyrir félaga Jöklarannsóknafélagsins en ferðamenn geta fengið að gista líka og þá þurfa þeir að fá lykil hjá félaginu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grímsvötn is on the top of the Vatnajökull Glacier. One nights in mountain hut, heated with natural hot water from an active volcano! (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Veðrið var flott og því um að gera að skella sér strax á gönguskíðin. Hætturnar eru víða á Grímsfjalli, enda er þar eitt mesta háhitasvæði á jörðinni. Stórar sprungur voru nálægt brúninni sem rauk úr. Steinar og Haradur komnir á gönguskíðin uppi á Grímsfjalli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The wether was outstanding for outdoor activity. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Það sem vekur mesta athygli þeirra sem koma í skálann í Grímsvötnum, er að þar er ALVÖRU gufubað. Hér er Steinar Þór Sveinsson að láta lýsið leka af sér í miklum hita. Nóg er af ókeypis orku. Það vill svo til að það er heilt eldfjall sem hitar upp gufuna og alla þrjá skálanna! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

One nights in mountain hut, heated with natural hot water and there is the strangest steam bath in the world - on top of an active volcano, Grímsfjall or Grímsvötn caldera, the most active one in the world! (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Það er þekkt fyrirbæri að það eigi sér oft stað eldgos í kjölfar þess að þungu fargi er létti af yfirborði jarðar. Það getur verið þykkur ís sem bráðnar eða uppsafnað vatn.

Þetta var að gerast um allt land í miklu mæli eftir að ísöld lauk fyrir um 10.000 árum síðan, en þá hafði þykk íshella hulið stóran hluta landsins.

Þegar ísaldarjökulinn hörfaði, þá má reikna með að landið hafi nánast logað stafnanna á milli vegna eldgosa. Á sama tíma lyftist eða reis landið upp og leitaði í nýtt jafnvægi þegar hinu þunga ísfargi var létt af yfirborði þess.

Leifar af svona fyrirbæri erum við núna að upplifa í Grímsvötnum. En árið 2004 þegar síðasta hlaup var í Skeiðará, þá hófst eldgos í Grímsvötnum rúmum sólahringi seinna! Svipað gerðist árin 1998, 1983, 1938, 1934, 1933, 1902 ... eða um 30 gos á síðustu 400 árum! Einnig átti sér stað gos 1996 í Gjálp með afdrifaríkum hætti og hvarf þá vegur og brúarmannvirki á stórum kafla á Skeiðarársandi.

Grímsvötn er stór megineldstöð og risastór 5 km² ísfyllta askja.

Mönnum reiknast til að þar undir leynist eitt öflugasta jarðhitasvæði á jörðinni, sem bræðir stöðugt ísinn og fyllir öskjuna smám saman með vatni sem endar svo í stórum jökulhlaupum með óreglulegum millibilum. En það þarf gríðarlega mikla orku til að bræða svona mikið magn af ís eins og á sér stað í Grímsvötnum.

Það var allt krökkt af flugvélum þegar síðast gaus í Grímsvötnum árið 1998. Eins og sjá má á myndinni, þá hefur gosaskan lagst yfir jökulinn til suðurs.

Eldgos við Grímsfjall í Grímsvötnum 1998 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grímsvötn, Iceland's most frequently active volcano in historical time, lies largely beneath the vast Vatnajökull icecap. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Til eru heimildir um gríðarstór eldgos í Grímsvötnum sem sáust víða að. Í Danmerkurlýsingu P. H. Resen mátti lesa:

"Árið 1684 hófst eldgos í Grímsvatnajökli, sem annars er þakinn eilífum snjó og það með þvílíkum ofsa og magni að eldurinn sást víðsvegar um land. Gosið stóð svo lengi að ennþá í miðjum janúar árið 1685 mátti sjá það. Á undan eldgosinu fór gífurlegt vatnsflóð úr þessu sama fjalli í fljótið Jökulsá."

Eldgosið í Gjálp 1996 hafði afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Kom þá stórt hamfarahlaup með meðalrennsli um 50.000 m3/sek. Hurfu þá vegir og brúarmannvirki á stórum köflum á Skeiðarársandi og framburður varð svo mikill af aur, ís og sandi að ströndin við Skeiðarársanda færðist fram um heila 800 metra!

En hamfaraflóð frá Grímsvötnum geta leitað bæði til suðurs og norður frá Vatnajökli og má m.a. sjá merki um slík inni í Ásbyrgi. Það er talið hafa myndast í slíkum flóðum og er þá talið að meðalrennsli hafi farið upp í um 200.000 m3/sek!

Hér er hópur jeppamanna sem voru fyrstir til að aka yfir þar sem rennur úr Grímsvötnum eftir gosið 1996.

Hópur jeppamanna norðan við Grímsfjall eftir gosið í Gjálp 1996 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En víða á svæðinu mátti sjá stóra sigkatla eftir gosið, sem voru merki þess að mikil eldvirkni og bráðnun hefði átt sér stað þar langt undir.

Hér má svo sjá kort af Grímsvötnum og Grímsfjalli. Gula pílan sínir þá leið sem vatnið fer til suðurs. Þegar uppsöfnun á vatni er orðin nægjanleg, þá á einhverjum tímapunkti flýtur íshellan upp og vatnið ryðst fram og myndast þá jökulhlaup.

Kort af Vatnajökli, Grímsfjall og Grímsvötn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki eru mörg ár síðan að jarðfræðingur ók fram af hömrunum ekki langt frá þessum stað. Allt fór þó vel að lokum þrátt fyrir nokkur hundruð metra fall.

Steinar og Haraldur komnir á gönguskíðin
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080835.html
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080889.html

Það rýkur upp úr hryggnum á Grímsfjalli / Svíahnúk Vestari
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080870hdr.html

Guðmundur myndar á háhitasvæðinu við Grímsfjall
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080874.html

Hrikalegt að horfa niður af brún Grímsfjalls, brúnin öll sundur sprungin
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080898.html

Snjórinn í kringum skálana sannkallað listaverk, Hvannadalshnjúkur í bakgrunni
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080904hdr.html
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080907hdr.html

Kvöldið er fagurt á Grímsfjalli
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080922.html

Innviðir skálans á Grímsfjalli
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080926.html

Grímsvötn virkasta eldstöð á Íslandi
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080930.html

Naktir menn í gufu á toppi Grímsfjalls
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080932.html

Klósett eins og þau gerast best
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080936.html

Ekið niður af Grímsfjalli til austurs í slæmu skyggni
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080940.html
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080943.html


Kjartan WWW.PHOTO.IS




mbl.is Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gaman að sjá þig kominn heim í snjóinn. Var í sumarbústaðnum hjá mömmu þinni um helgina,ætluðum að ná sambandi á tölvunni en tókst ekki,hringdum í Grétar sem er eins og þú veist feiki klár en allt kom fyrir ekki .Meiningin var að hringja í þig í gegnum tölvuna.  Það gengur bara betur næst.

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2009 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband