Haukur Snorrason ljósmyndari - Til hamingju

Ég má til með að hrósa félaga mínum honum Hauki Snorrasyni ljósmyndara fyrir einstaklega flotta framsetningu á ljósmyndum hans á nýjum vef um Jónas Hallgrímsson.

Hönnun og framsetning á hinum nýja vef er unnið af auglýsingastofunni Hvítahúsið fyrir Mjólkursamsöluna vegna 200 ára afmælis Jónasar.

Þarna má sjá hvað hægt er að gera með flottri og einfaldri framsetningu. En hér er landslagsmyndum og ljóðum blandað saman í eina fallega heild

Það sem vekur athygli er að starfsmönnum Hvítahússins hefur tekist að koma fyrir tæpum þúsund litlum ljósmyndum fyrir í einni andlitsmynd af Jónasi sjálfum!.

Með því að renna bendlinum yfir andlitið, þá stækkar smámynd sem bendilinn er yfir í stærri mynd og ljóð fyrir viðkomandi mynd birtist

Nóg er að smella á myndina til að komast inn á hinn nýja vef.

Skjáskot af vef um Jónas Hallgrímsson þar sem notast er við ljósmyndir frá Hauki Snorrasyni ljósmyndara (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi vefur fær hiklaust 5 stjörnur hjá mér.

Mér reiknast til að fjöldi smá-mynda sem andlit Jónasar er búið til úr sé eitthvað nálægt:

816 ljósmyndir á einni síðu!

Eða 17 smámyndir lárétt og eitthvað um 48 lóðrétt

48 x 17 = 816 ljósmyndir

Annars hef ég verið að aðstoða félaga minn Hauk aðeins í vefmálum. En til að byrja með fékk hann afnot af netfanginu www.photos.is en sjálfur er ég með www.photo.is og svo aðstoðaði ég hann við framsetningu og að koma myndasafninu hans inn í gagnagrunnskerfi sem geri alla leitun mun skilvirkari.

Vefurinn www.photos.is má skoða hér:

Skjáskot af vef Hauks Snorrasonar ljósmyndara (smellið á mynd til að fara inn á vefinn hans)


Á þessum vef má skoða yfir 20.000 ljósmyndir og auðvelt er að leita af myndum í vefnum hjá honum. Á vefnum má einnig finna mikið magn af gömlum myndum frá föður hans, Snorra Snorrasyni og fl.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


Það eru fleiri sem að gera mistök í flugi :)

Hér er linkur á nokkur óhöpp í svifdreka- og svifvængjaflugi:

http://www.photo.is/pic/0704flug.m4v


http://www.photo.is/pic/0704flug.WMV


Hér er svo annar linkur:

http://www.99express.com/galleries/plane_ooops/plane_ooops.htm

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Klessukeyrði nýja Airbus-þotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík er hafin yfir lög! Eða það gilda engin lög þegar pólitík er annars vegar - Á ÍSLANDI?

Það er ótrúlega margt sem sumir virðast geta leyft sér í nafni þess að vera í pólitík á Íslandi.

Það er ekki eins og þeir sem sem eru á hinu háa Alþingi þurfi yfir höfuð að fylgja lögum og reglum samfélagsins. Þrátt fyrir er stór hluti þeirra sem þar starfa hámenntað löglært fólk!

Það er ekki að efa að þeir sem þar starfa í nafni Alþingis Íslendinga, landi og þjóð til heilla, séu hörku duglegir þegar svo ber við - Spurningin er bara fyrir hverja það er gert?

Kjaftagleði þingmanna er margrómuð og það þarf her af liði til að skráir niður allan þann vísdóm sem hrýtur af vörum þessara manna. Væri ekki nær að láta verkin tala meira og að þetta fólk sem þarna starfar væri meira í tengslum við sína umbjóðendur en ekki sett upp á einhvern háan stall

Á sama tíma er svo fólk að væla um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Jafnvel mafían á Sikiley gæti verið ánægð með þá stöðu mála sem sumir starfandi þingmenn hafa inni á hinu háa Alþingi Íslendinga þar sem oftar en ekki er setið báðum megin við borðið við úthlutun á sameiginlegum auðæfum landsmanna til sinna flokksgæðinga.

Og svo einn góður í lokin en almannarómur hefur þetta um lögmenn að segja:

Hvenær ljúga lögmenn?

.... þegar þeir opna munninn!

Því hlýtur að vera mikið logið á Alþingi Íslendinga :|

En það er annars mikil gleðifrétt að Umboðsmaður Alþingis skuli vera farin að vinna vinnuna sína - vonandi þjóðinni til heilla!


mbl.is Alþingi vinni vinnuna sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skulum vona að stjórnmálin liggi betur fyrir Geira harða en skákistinn

Maður fer að efast um hæfni forsætisráðherra vorn fyrst að hann skuli liggja í valnum eftir að 8 ára snót á sviði skáklistarinnar. En það hefur annars verið látið að því liggja að ráðherrar og þingmenn nýttu tímann vel til að þjálfa skáklistina á meðan á þingi stæði!

Spurning að láta Geir tefla næst við páfann?

Er sami litur á reit A og B?

Hver myndi trúa því að það væri sami litur á reitunum A og B (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef þið trúið því ekki, þá geti þið reynt að finna ykkur tól á netinu sem spottmælir lit á skjánum hjá ykkur eða opna þessa mynd í Photoshop og mæla reitina ;)



Reynið að telja svörtu punktana (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Eru línurnar samsíða? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Átta ára stúlka reyndist ofjarl forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

109 daga sumarfrí má líka stytta!

Það er með ólíkindum að í nútíma samfélagi skuli vera enn við líði að þingmenn fari í 109 daga sumarfrí yfir hábjargræðistímann!

Hér eru greinilega leifar af því þegar stór hluti þjóðarinnar stundaði landbúnað og flestir sem að voru á þingi voru bændur sem þurftu að komast frá til að sinna bústörfum.

Nú er því miður staðreyndin sú að flestir á þingi eru orðnir jakkafataklæddir lögmenn, stjórnmálafræðingar og hagfræðingar. Er því ekki komin tími á endurskoðun á þessu eins og öðru?

Hér situr bóndi á traktor sínum með múgavél í eftirdragi

Bóndi á utanverðu Snæfellsnesi að snúa heyi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar sem nú er búið að stytta sumarfrí skólakrakka, hvað með sumarfrí þingmanna?

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

p.s. þetta með að fjölga starfsfólki er algjör óþarfi, fjöldi ríkisstofnanna þessu fólki til handar er þegar orðin nægur og svo er það annað að launagreiðslur til Íslenskra þingmanna eru víst orðnar með þeim hæstu í Evrópu og eru þá undanskilin eftirlaun og aðrar sporslur!

mbl.is Betra Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝJAR MYNDIR AF BRUNANUM!

Ég var að tilviljun viðstaddur þegar eldur kom upp í Cadillac við Vesturlandsveg í dag og hér er ein af mörgum myndum sem að ég tók við erfiðar birtuaðstæður á litla myndavél.

Hér má sjá slökkviliðið vinna við það að slökkva eldinn sem kom upp í gömlum Cadillac á Vesturlandsvegi við Úlfarsfell Cadillac brennur við Vesturlandsveg (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Ekki gaman þegar svona flottur fornbíll verður eldinum að bráð

Hér má sjá slökkviliðið vinna við það að slökkva eldinn sem kom upp í gömlum Cadillac á Vesturlandsvegi við Úlfarsfell Cadillac brennur við Vesturlandsveg (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Eldur í bíl á Vesturlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENSKUM HÁTÆKNIIÐNAÐI

Ef það væri einhver skynsemi í ráðamönnum þjóðarinnar, þá mættu þeir horfa meira á svona lausnir eins og þessi frétt fjallar um og vera ekki allt of mikið með fókusinn á "Stóriðju" og "Álið er Málið" lausnir.

Hátækniiðnaður á Íslandi er full samkeppnisfær við það sem best þekkist erlendis. Enda hátt menntunarstig hér á landi á þessu sviði sem fleirrum.

Vandamálið með ráðamenn er að það vantar þolinmæði og úthald til að gefa svona verkefnum og öðrum sambærilegum einhvern möguleika á að lifa af.

Marel er gott dæmi þar sem fyrirtæki hefur fengið fjöldann allan af styrkjum og stuðning frá hinu opinbera og það hefur sýnt sig að virka vel - en er þá ekki allt þar með upp talið?

Íslendingar geta sótt í fjöldann allan af sjóðum og styrkjum til að þróa sambærileg verkefni.

Ég hef verið að vinna að hugmynd um að létt-lesta-væða suðvestur horn landsins einS og sjá má á eftirfarandi mynd.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins. Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Ef veitt yrði fjármagn í rannsóknir og þróun á svona stóru verkefni, þá gætu mörg hátæknifyrirtæki fengið að koma að slíku verkefni og notið góðs af.

Sem dæmi um að í stað fyrirsagnarinnar þessarar fréttar "Allir bílar undir gervihnattaeftirliti" þá gæti fyrirsögnineins verið "Íslenskt lestarkerfi notast við gervihnattaeftirliti"

Að smíða létt-lestarkerfi eins og hugmyndin gengur út á, þá er það nánast mest spurning um að þora að byrja.

Nánast öll þekking og reynsla er til staðar í landinu til að þróa svona verkefni.

Sem dæmi, þá hafa Íslendingar þróað og smíðað yfirbyggingar yfir rútur í hálfa öld fyrir "sér" íslenskar aðstæður.

Gríðarleg reynsla er á sviði bílabreytinga samanber allir 4x4 ofurjepparnir sem aka um götur bæjarins.

Fyrirtæki eins og Marel og fleiri eru sérfræðingar í að flokka fisk og fl. og því ekki að vera erfitt að yfirfæra þá tækni yfir á mannfólkið, eða þá sem þyrftu að nota slíka vagna.

Þróun í hverskyns eftirlitskerfum hefur orðið gríðarleg síðustu árin og eru fyrirtæki eins og Securitas, Vari, Stjórnstöð Almannavarna og fl.. með mikla þekkingu á því sviði.

Við erum með þeim fremstu í heiminum í dag hvað varðar rafdrifin spil- og togkerfi í skip. Naust Marine / Rafboði byrjaði á sínum tíma að þróa þessi rafdrifnu spilkerfi þar sem notast var við sama rafmótor og skíðalyftur nota. Fyrirtækið fékk lítinn stuðning frá hinu opinbera og var búnaðurinn þróaður við mjög erfiðar aðstæður. Í dag eru Íslendingar fremstir á þessu svið og flytja út svona búnað út um allan heim. Sagt er að norðmenn hafi þróað hátækniiðnað sinn fyrir sjávarútveg að stórum hluta á Íslenskum fiskiskipum. Hvar væri þessi íslenski hátækniiðnaður í dag ef forystumenn stjórnmála þess tíma hefðu hugað betur að þessum málum?

Að vísu er auðvelt að láta svona lest aka um á háþrýstu lofti frá borholum sem eru víða á þessari ökuleið!

Hugmyndin að ofan gengur út á að notast við forsteyptar einingar . Við erum með gríðarlega reynslu á því sviði og líklega um 5-6 slíkar steypuverksmiðjur sem færu létt með að þróa og framleiða fjölnota burðabita fyrir svona léttlest.

Svo í lokin, þá er eitt lítið fyrirtæki sem fer ekki mikið fyrir en það er Fjölblendir sem hefur verið að þróa íslenska blöndunginn þar sem notast er við allt það nýjasta sem til er í dag í CNC stýrðri framleiðslutækni. Hjá Þessu fyrirtæki og fl. eins og Össuri er notast við 3D teikniforrit þar sem hægt er að fullhanna og prófa hlutinn áður. En í dag er notast við 3D prentara eða 3D CNC smíðavél sem fullsmíðar svo hlutinn með gríðarlegri nákvæmni.

Reykjavíkurborg, sveitafélögin og framsækin orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, álfyrirtækin og fl. gætu síðan komið að svona stóru verkefni og veit því þann fjárhagslega og aðstöðulega styrk sem til þyrfti.

Eins og sjá má, þá er öll þekking til staðar hér heima, nú er bara að safna liði og bretta upp ermar og smíða eitt stykki Íslenskt létt-lestar-kerfi þar sem notast er við íslensa útrás, þekkingu, hugvit og ekki síst fjármagn (sem er að vísu líka hægt að fá erlendis frá í stórum samstarfsverkefnum)

Svona framkvæmd er hagvæm, umhverfisvæn og myndi stórbæta ímynd landsins út á við.

Allt um rafdrifna lest má lesa nánar um hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358752/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Hér er svo hreyfimynd af sömu hugmynd.

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/

og hér nánar um málið:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/

Sjá má nánar eldri umfjöllun um nýja útfærslur á Gulla Hringnum hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/

Núna er bara að bíða og sjá hvenær menn fara að taka við sér?

Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Allir bílar undir gervihnattaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fnjóskadalur, Grenivík, Laufás, Dæli - Myndir

Það er með ólíkindum að einstaklingar þurfi að standa sjálfir í svona framkvæmdum og geta ekki sótt í neina sjóði eða styrki til svona framkvæmda. En Geir Árdal, bóndi í Dæli í Fnjóskadal, er að ljúka við lagningu ljósleiðara heim að bænum fyrir eigin reikning – alls rúmlega 7 kílómetra leið.

Hér sést upp Fnjóskadal í áttina þar sem bærinn Dæli er

Grenivík, Svalbarðsströnd, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést svo niður að Grenivík og Svalbarðsströnd

Grenivík, Svalbarðsströnd, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést niður að Grenivík og fremst í myndinni má sjá Laufás og ósa Fnjóskár

Grenivík, Laufás, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er spurning hvort áhrif framsóknarmanna séu að dvína á svæðinu. En stór framsóknarætt á ættir sínar að rekja til Grenivíkur.

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

mbl.is Leggur eigin ljósleiðara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfði er frægt hús - Ýmsar myndir

Þar hafa margir stórviðburðir átt sér stað. Húsið er byggt 1909 af frönskum konsúl Brillouin að nafni. Húsið er innflutt "eininga hús" þess tíma frá Noregi eins og mörg hús í Reykjavík frá þessum árum.

Húsið hefur skipt oft um eigendur og líklega er athafnarmaðurinn og skáldið Einar Benidiktsson einn sá þekktasti.

Í dag er húsið í eigu Reykjavíkurborgar.

Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Leiðtogafundur Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov árið 1986 kom húsinu á heimskortið svo um munaði og fór þá ekki mikið fyrir húsinu í öllu mannhafinu af fréttamönnum og ljósmyndurum sem biðu í ofvæni eftir nýjustu fréttum!

Leiðtogafundur Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov árið 1986 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS

mbl.is Höfði blár í þágu sykursjúkra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er greinilega eitthvað mikið að gerast hjá OR og Landsvirkjun þessa daganna!

Ég get ekki séð annað en jákvætt við það að menn staldri aðeins við og setjist niður og skoði allan þann fjölda af nýjum möguleikum sem bæði þessi fyrirtæki standa frammi fyrir þessa daganna.

Orkuveita Reykjavíkur (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef rétt er á spilum haldið, þá gætu skapast gríðarlega spennandi og ekki síður NÝ sóknarfæri bæði hér heima og erlendis.

Hér má svo sjá háspennulínur ekki langt frá Landmannalaugum sem liggur niður með Tungnaánni

Landsvirkjun, línur að Fjallabaki (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru erlendir starfsmenn að snarla samloku og trópí í hádegismat. En þeir voru að vinna við uppsetningu á nýrri háspennulínu frá virkjunum við Þjórsá til Álverksmiðjunar Norðurál við Hvalfjörð.

Verið að reisa ný háspennumöstur rétt við Háafoss (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá panorama mynd af Skjaldbreið þar sem horft er til austurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri, en þar má sjá Kaldadal, Reyðarvatn, Uxahryggjarleið, Kvígindisfell, Uxavatn, Skjaldbreið, Langjökul...

Víð-ljós-mynd af Skjaldbreiði úr lofti (smellið á mynd til að sjá risa mynd af svæðinu sem er með enn víðara sjónarhorn)


Ef smellt er á myndina fyrir ofan, þá má sjá risa víðmynd af Kaldadal og þar má meðal annars sjá sömu háspennulínu og fer framhjá Háafossi efst í Þjórsárdal.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vilja skoða heildstætt fyrirætlanir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband