2.2.2009 | 22:25
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA PANORAMA MYND - 12
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA PANORAMA MYND - 12
Dagur - 12 / Day - 12 Mánudagur 30. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)
Farið með mynd sem var um 400 Mb á stærð í útprentun á þann stað þar sem stóra myndavéabúðin er. Útkeyrslan kostaði ¥420 ásamt innrömmun, allt framkvæmt á meðan beðið er.
Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. A heaven for camera lovers 星光摄影器材. I got a good price for big format print out including framing. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Síðan var ákveðið á síðustu stundu að fara með myndina í lest (250 x 60 cm) því hún passaði ekki inn í leigubílinn. Ekki annað hægt að segja en að það var frekar fyndið að ganga með þessa óinnpökkuðu risa mynd af Jökulsárlóni innan um mannlífið á götunni sem rak auðvita upp stór augu.
Ekki tók betur við þegar komið var niður í jarðlestastöðina. Það var Rush-hour og lestin sem að ég hugðist taka var troðin út að dyrum, tók ég því öfugan hring með lestinni. En Adam var ekki lengi í Paradís, því fljótlega fylltist þessi lest einnig og átti ég fullt í fangi með að verja viðkvæma myndina fyrir ágangi úr öllum áttum. The taxi was to small for my big panoramic picture so I had to take it on underground trip at rush-our time in Shanghai :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ferðin hafði gengið að óskum, en nú var farið blása og umferðin var þétt á götunni sem að ég þurfti að fara með myndina um og þegar komið var að hliði bakdyramegin inn á svæðið þar sem Heng býr, þá var ekki hægt að koma myndinni þar í gegn. Sá ég þá gat á girðingunni sem myndin rétt passaði í og fékk ég einn sem selur appelsínur til að rétta mér myndina í gegnum gatið.
Eftir það tóku við tvö varðhlið og svo rétt slapp myndin inn í lyftunna með því að skáskjóta henni horn í horn. Pabbi Heng tók á móti mér og varð að vonum hissa þegar ég birtist með þetta 2.5 metra ferlíki. Myndin var að sjálfsögðu drifin upp á vegg á besta stað í stofunni. I had a great fun with this big picture in the underground in Shanghai. Glacier lagoon Breidamerkurlon in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gömlu hjónin launuðu myndina með enn einni stórmáltíðinni sem var rauðvín ásamt svínaeyrum, krydduðum hænsnalöppum (uppáhald hjá Heng)
Heng's father was happy with the big panoramic picture from Iceland. and I got Shanghai pig ears and chicken legs and other delicious food as usual. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hrískaka, hvítt þykkt hlaup sem var eins og að tyggja skósól og svo gult brauð sem var líklega búið til úr sojabaunum.
Rice cake was thick as a chewing-gum and the yellow bread was mad of soya beans. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Varðandi þessa fínu risa panorama mynd, þá var mjög skrítið að sjá hana upp á vegg hjá Halldóri Sigurðssyni sem var í viðtali við CNN 1. og 2. feb. í þætti sem heitir iReport. Það væri fróðlegt að vita hvar hann hefur fengið myndina. Man ekki neitt sérstaklega eftir því að hann hafi falast eftir henni hjá mér! (En myndin er greinilega orðin fræg).
Kvöldið endar svo í 2ja tíma nuddi á nuddstofu í nágrenninu fyrir alla fjölskyldumeðlimi.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Dagur - 12 / Day - 12 Mánudagur 30. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)
Farið með mynd sem var um 400 Mb á stærð í útprentun á þann stað þar sem stóra myndavéabúðin er. Útkeyrslan kostaði ¥420 ásamt innrömmun, allt framkvæmt á meðan beðið er.
Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. A heaven for camera lovers 星光摄影器材. I got a good price for big format print out including framing. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Síðan var ákveðið á síðustu stundu að fara með myndina í lest (250 x 60 cm) því hún passaði ekki inn í leigubílinn. Ekki annað hægt að segja en að það var frekar fyndið að ganga með þessa óinnpökkuðu risa mynd af Jökulsárlóni innan um mannlífið á götunni sem rak auðvita upp stór augu.
Ekki tók betur við þegar komið var niður í jarðlestastöðina. Það var Rush-hour og lestin sem að ég hugðist taka var troðin út að dyrum, tók ég því öfugan hring með lestinni. En Adam var ekki lengi í Paradís, því fljótlega fylltist þessi lest einnig og átti ég fullt í fangi með að verja viðkvæma myndina fyrir ágangi úr öllum áttum. The taxi was to small for my big panoramic picture so I had to take it on underground trip at rush-our time in Shanghai :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ferðin hafði gengið að óskum, en nú var farið blása og umferðin var þétt á götunni sem að ég þurfti að fara með myndina um og þegar komið var að hliði bakdyramegin inn á svæðið þar sem Heng býr, þá var ekki hægt að koma myndinni þar í gegn. Sá ég þá gat á girðingunni sem myndin rétt passaði í og fékk ég einn sem selur appelsínur til að rétta mér myndina í gegnum gatið.
Eftir það tóku við tvö varðhlið og svo rétt slapp myndin inn í lyftunna með því að skáskjóta henni horn í horn. Pabbi Heng tók á móti mér og varð að vonum hissa þegar ég birtist með þetta 2.5 metra ferlíki. Myndin var að sjálfsögðu drifin upp á vegg á besta stað í stofunni. I had a great fun with this big picture in the underground in Shanghai. Glacier lagoon Breidamerkurlon in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gömlu hjónin launuðu myndina með enn einni stórmáltíðinni sem var rauðvín ásamt svínaeyrum, krydduðum hænsnalöppum (uppáhald hjá Heng)
Heng's father was happy with the big panoramic picture from Iceland. and I got Shanghai pig ears and chicken legs and other delicious food as usual. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hrískaka, hvítt þykkt hlaup sem var eins og að tyggja skósól og svo gult brauð sem var líklega búið til úr sojabaunum.
Rice cake was thick as a chewing-gum and the yellow bread was mad of soya beans. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Varðandi þessa fínu risa panorama mynd, þá var mjög skrítið að sjá hana upp á vegg hjá Halldóri Sigurðssyni sem var í viðtali við CNN 1. og 2. feb. í þætti sem heitir iReport. Það væri fróðlegt að vita hvar hann hefur fengið myndina. Man ekki neitt sérstaklega eftir því að hann hafi falast eftir henni hjá mér! (En myndin er greinilega orðin fræg).
Kvöldið endar svo í 2ja tíma nuddi á nuddstofu í nágrenninu fyrir alla fjölskyldumeðlimi.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Tvöfalda útflutninginn til Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ljósmyndun | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vá mig langar til Shanghai. Ekkert smá spennandi ....girnilegt og fræðandi. En færi ekki baun nema með góðan leiðsögumann meðferðis en ætli maður hafi nú efni á þvi næstu árin eins og staðan er orðin. Mestalagi efni á smá ferðalagi innalands kannski hringferð. Engu að síður er ég heilluð takk fyrir mig. Kveðja úr sveitinni.
JEG, 3.2.2009 kl. 17:08
Hæ JEG og takk fyrir innlitið :)
Ég skil vel að þig langi til að fá að smakka. Þó á ég nú ekki neitt sérstaklega von á því að þú viljir bíta í svínaeyrun eða naga hænulappirnar. Þótt ótrúlega megi virðast, þá bragðaðist bæði mjög vel. En ég mæli hiklaust með að fá sér leiðsögumann þar sem því verður við komið eða einhvern staðkunnugan.
Annars er ekki svo dýrt að fara til Kína. Og þetta með að hafa efni á hlutunum, að þá er ég löngu hættur að skilja hvað er í gangi á Íslandi. Miða við minn aldur, að þá ætti ég að vera fyrir löngu búinn að eignast mína eigin íbúð og vera byrjaður að safna inn á bók. Daman sem að ég er með, hún er um þrítugt og á sína íbúð skuldlausa úti í Shanghai, það er eitthvað annað en það sem er í gangi á Íslandi í dag ... því miður!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.2.2009 kl. 00:17
Sæll Kjartan.
Þetta er flott mynd sem þú lést prenta út þarna en mér finnst hún ekkert ódýr. Þetta eru ekki mjög dýrir prentarar og þegar þú hefur nóga vinnu fyrir þetta og blekið er ódýrt (stundum jafnvel heimatilbúið og gæðin eftir því hvað sem sölumenn segja) þá kostar þetta skít á priki.
Í Kína eru allar, ég meina ALLAR verslanir og þjónustufyrirtæki með skilti prentuð á þennan veg og þykir gott ef þau endast árið. Sumstaðar eru öll svona skilti uppfærð einu sinni á ári, þ.e. í byrjun desember. Svo í ljósi þess að prentarinn fékk þarna ókeypis afrit til að selja á markaði þá var þetta rándýrt.
Er hægt að kaupa kopíu af þessu hjá þér og þá skal ég segja þér hvað þetta kostar í raun og veru.
Annars bara bestu kveðjur.
ES: Á 3D kortinu sem ég linkaði á má vel sjá hvað þurfti að víkja fyrir Heimssýningunni. http://sh.edushi.com/ Vona að þetta takist núna ;-) Fórnakostnaður í byggingalist getur oft verið ansi mikill.
Gummi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 09:07
Sæll Gummi,
Það vill nú svo til að ég þekki aðeins þennan bransa, enda staðið í viðgerðum á stórformat prenturum í nokkur ár. Gæði á bleki er mjög mismunandi. Til er blek sem getur gufað upp á 2-3 mánuðum ef myndin er látin standa í sólarljósi og er það jafnframt algengasta og mest notaða blekið. Síðan er til inni- og útiblek og svo er til blek sem þolir UV ljós (sólarljós), oft talað um endingu í 50 ár eða 100 ár. Mestu skiptir að láta myndir ekki standa í sólarljósi, en það er ekki auðvelt þegar þú ert með útiskilti sem snýr á móti sól.
Innrömmun, plöstun og útkeyrsla á sömu mynd kostaði mig síðast á Íslandi um 25.000 kr. (og hér er ég að tala um sérstaka meðferð þar sem keyrt er út á málverkastriga + plöstun með mjög þunnu plasti) og var sú mynd aðeins 150 x 40 cm en ekki 250 x 60 cm.
En eins og þú segir, þá eru flest allir að prenta út með ódýra blekinu á venjulega bleksprautuprentara, en ekki með bleki sem hefur 50-100 ára endingu. Að auki var prentað með 12 litum en ekki 4 litum eins og venjulega og gefur það mun meiri litadýpt!
Við hljótum að geta reddað þér copyu af myndinni :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.2.2009 kl. 09:58
Ég var nú aðeins að hugsa það þó ég skrifaði það ekki áðan að það mikill munur á ljósmyndagæðum og svo auglýsingarskilti í lítilli upplausn. Ég þekki þetta líka.
Blindramminn í venjulegu auglýsingaskilti í Kína venjulega 1” ferkantað rör án ryðvarnar og endist það kannski tvö til þrjú ár. Oftast eru þetta kassar ca: 20 cm á dýpt og með flúrperum innaní.
Svo eru líka sumir professional í þessu þó megnið sé rusl. Vandamálið við Kína er hvað gæði eru víða ‘mjög’ slök. Ég veit að það er akki algilt en það eru meira en örfáir svartir sauðir þar.
Því tek ég undir það sem þú segir að nauðsinlegt er að hafa leiðsögumann eða einhvern kunnugan með sér. Það er ekki svo dýrt.
Þarf að ræða betur við þig um kopíu. Hún er nánast tóm hjá mér stofan ;-).
Gummi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:10
Sæll aftur :)
Gæðin eru mjög mismunandi og ég var svo heppin að vera með Pró ljósmyndara með mér sem þekkti allt og alla þarna. Sem dæmi, þá fórum í aðra búð í sama húsi og buðu þeir upp á pró útkeyrslu á EPSON prentara og voru þeir með þrisvar sinnum hærra verð. Venjulega sendi ég dömuna til að rífast um verðið og læt þá ekki sjá mig á meðan. En það virðist vera að það komi oft sérstakur útlendingaskattur á vöruna. Núna er farið að nota meira LED ljósadíóðuljós til að baklýsa svona myndir i stað þess að vera með flúorperur.
Gegnumflæðið er svo mikið á öllu úti í Kína að það er fljótt að koma niður á gæðunum. Því þarf að vera alveg sérstaklega vel á varðbergi.
Þessi mynd sem að þú sást þarna, má keyra út og hafa allan hringinn í stofunni hjá þér, eða hreinlega að klæða veggina með myndinni (myndin er í það miklum gæðum). Þannig að þá er eins og þú sért staddur á staðnum - það er flottast en til þess að svo sé, þá þarf myndin að vera 400Mb + og unnin sérstaklega fyrir slíka útprentun.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.2.2009 kl. 12:29
Í gær sat ég í rútu uppi á hakinu, og þá kom hlaupandi kínversk stúlka og spurði mig hvar Ping village væri. Gat ég rétt til strax að ég tel, og að hún hafi átt við Þingvelli. Ef rétt er að ping þýði ís samanber Pingdao - Ísland, þá hefur hún haldið að hún fengi að sjá þar ísþorp eða borg, en ég sé að þú hefur lagt þitt til ða breiða út þá hugmynd um land ísa með dreifingu panoramamyndum um kínaveldi.
Hermann Bjarnason, 14.2.2009 kl. 13:23
Alltaf gaman að fá athugasemdir frá þér Hermann :)
Það er að sjá að þú hefur lagt þig fram við að læra smá kínversku. Eins og sjá má, að þá er ég óstöðvandi við að breiða út þá trú "allt sem Íslenskt er". En nú er staðan þannig að maður læðist frekar með veggjum frekar en að auglýsa að maður sé Íslendingur. En líklega er náttúran það eina sem eftir er sem ekki er fallið í áliti úti í hinum stóra heimi.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.3.2009 kl. 06:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.