HVAR ER ÞESSI MYND TEKIN - MYNDAGETRAUN #2

HVAR ER ÞESSI MYND TEKIN - MYNDAGETRAUN #2 Spurning um að kanna þekkingu bloggara og lesendur mbl.is

Myndagetraun - 2

Veit einhver hvar þessi mynd er tekin? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


1) Hvar er myndin tekin?

2) Hver er jarðfræði svæðisins?

3) Hvers vegna er sandurinn svona á litin?

Verðlaun? Er ekki alveg búinn að hugsa það mál, en það má koma með tillögu :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé nú ekki betur - þótt ég sé ekki vanur að horfa á staðinn frá þessu sjónarhorni - en þetta sé vestur á Snæfellsnesi, þetta sé Skarðsvík, á leiðinni út á Öndverðarnes, skammt vestan við Gufuskáqlamóðu. Það er nokkuð langt mál að fara út í jarðfræðina þarna í kringum jökulinn, þessa sérstæðu eldstöð meðal íslenskra, en hraunið þarna er líklega komið frá eldstöðinni Neshólum. Liturinn á sandinum stafar frá skeljamulningi, en hann er anski stór hluti af fjörusandi um sunnanvert Nesið og einni þarna á þessu svæði. Svo hverfur hann þegar kemur inn fyrir Hellissand.

Ellismellur (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 06:51

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Ellismellur :)

Ég vissi það að það væri ekki auðvelt að koma með myndagetraun sem tengist Íslandi. Var að vísu búinn að blogga um þennan stað áður hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/239658/

Það sem að ég hjó eftir er með litin á sandinum en þar eru 2 skoðanir skoðanir í gangi. Önnur er að þarna sé um að ræða mulið berg að gerðinni ríólít (líparít) og hin skoðunin sem að þú kemur með að þarna sé skeljarmulningur.

En út undan ströndinni á að vera mikið um skeldýr sem steinbíturinn bryður að mikilli lyst sem síðan skolast sem mulningi upp á ströndina. Ekki veit ég hvað er rétt nema að þetta sé sambland af báðu.

En takk fyrir þátttökuna og mun ég reyna að hafa næstu myndagetraun eins erfiða og mér er mögulegt :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.3.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband