Öndverðarnes þar sem slysið átti sér stað

Að Svörtuloftum á Öndverðarnesi liggur skemmtileg leið sem bílstjórinn hefur líklega verið að aka. Leiðin er mjög flott þar sem ekið er eftir mjóum vegi sem getur verið ansi hrikalegur á köflum. Leiðin að Skarðsvík er með bundnu slitlagi en þaðan út að Svörtuloftum og Öndverðarnesi er leiðin aðeins fær vel búnum bílum.

Hér er svo fjaran sem er oftast farið með ferðamennina í:

Skarðsvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má sjá vitann við Svörtuloft úr lofti

Svörtuloft (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líklegt er að bílstjórinn hafi verið að að aka Öndverðarnesveg til að komast í fjöruna í Skarðsvík sem má sjá hér:

Skarðsvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ferðahópur á Öndverðanesi á ferð að skoða hvali sem eru að synda rétt fyrir utan ströndina

Vitinn á Öndverðanesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þekkt er gönguleiðin: Móðuvör - Skarðsvík - Öndverðarnes

Leiðin er gríðarlega falleg (rúmir 4 km). Skarðsvík er falleg vík með ljósum sandi í skjóli kletta.

Á Öndverðarnesi má sjá minjar eftir útræði og búskap fyrri tíma. Brunnurinn Fálki er ævafornt vatnsból Öndverðarness.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mikil skelfing greip um sig þegar rúta vó salt á klettabrún
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að setja inn þessar myndir.  Æðislegt að fá þetta svona beint í æð.  Ég hefði ekki viljað vera þarna um borð í rútunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Myndirnar eru teknar til að einhverjir geti fengið að njóta þeirra.

Svo er ódýrara og svo er meira "Safe" að ferðast á netinu :)

Hef keyrt þessar leiðir og þetta er mjög flott svæði að koma á.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.6.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband