HVAR ER FJALLIÐ VINDBELGUR?

Hér er fjallið Vindbelgur og er áætlað að hefja átöppun á fyrstu íslensku loftbílana þar. En hvar haldi þið að fjallið sé staðsett?

Vindbelgur, Vindbelgjarfjall eða Belgjarfjall er 526 m y.s. í Mývatnssveit (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Vindbelgur, Vindbelgjarfjall eða Belgjarfjall er 526 m y.s. í Mývatnssveit (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Fjallið Vindbelgur og sveitabærinn Vindbelgur í forgrunni innan um gerfigíga við Mývatn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Fjallið Vindbelgur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Fjallið Vindbelgur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fjallið er að sjálfsögðu staðsett í Þingeyjasýslu, eða nánar tiltekið fyrir vestan Mývatn. En þjóðsagan segir að íbúar í því sveitafélagi hafa lengi verið þekktir fyrir að vera uppblásnir ....

En annars er málið mjög einfalt, við erum með mikið af háþrýstum gufuborholum sem væri hægt að nota til að hlaða á þrýstikúta til að keyra svona loftbíla. Er það ekki umhverfisvænt?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Bíll sem gengur fyrir lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

EItt af mínum uppáhaldsfjöllum. Takk fyrir myndirnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ekki málið Ásdís, ég mun víst eiga ættir að rekja í þessa sveit. Minnir að ættin heiti Reykjahlíðarætt svo mér er málið að einhverju leiti skylt.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.2.2008 kl. 00:27

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er allt kórrétt hjá þér Erlingur. Vestan Mývatns í Mývatnssveit ( S-Þing. ) rís Vindbelgjarfjall. Vindbelgur eða Belgjarfjall er 526 m y.s. og er móbergskeila. Auðvelt er að ganga á fjallið og gott útsýni er yfir Mývatn og nágrenni svo sem norður yfir Sandvatn og niður Laxárdal.

En það má yfirfæra orðið Vindbelgur yfir á menn og málefni og hafa Þingeyingar orðið mikið fyrir barðinu á slíkum samanburði.

Það hefur verið mikið grín gert af nafngiftinni á þessu fjalli og vilja margir meina að þetta væri réttnefni á þá sem búa á svæðinu.

Hér má lesa skemmtilega grein þar sem Össur belgur notar orðið Vindbelgur á bloggi sínu:

http://ossur.hexia.net/faces/blog/ossurentry.do?id=f919f7c8e5dd77678a7b3d536f283bc7&entry=68143

Svo er það mikið rétt hjá þér að það má finna annan belg nálægt Seðlabankanum. Enda hafa báðir þessir belgir fengið gott og mikið að borða í gegnum tíðina :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.2.2008 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband