STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENSKUM HÁTÆKNIIÐNAÐI

Ef það væri einhver skynsemi í ráðamönnum þjóðarinnar, þá mættu þeir horfa meira á svona lausnir eins og þessi frétt fjallar um og vera ekki allt of mikið með fókusinn á "Stóriðju" og "Álið er Málið" lausnir.

Hátækniiðnaður á Íslandi er full samkeppnisfær við það sem best þekkist erlendis. Enda hátt menntunarstig hér á landi á þessu sviði sem fleirrum.

Vandamálið með ráðamenn er að það vantar þolinmæði og úthald til að gefa svona verkefnum og öðrum sambærilegum einhvern möguleika á að lifa af.

Marel er gott dæmi þar sem fyrirtæki hefur fengið fjöldann allan af styrkjum og stuðning frá hinu opinbera og það hefur sýnt sig að virka vel - en er þá ekki allt þar með upp talið?

Íslendingar geta sótt í fjöldann allan af sjóðum og styrkjum til að þróa sambærileg verkefni.

Ég hef verið að vinna að hugmynd um að létt-lesta-væða suðvestur horn landsins einS og sjá má á eftirfarandi mynd.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins. Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Ef veitt yrði fjármagn í rannsóknir og þróun á svona stóru verkefni, þá gætu mörg hátæknifyrirtæki fengið að koma að slíku verkefni og notið góðs af.

Sem dæmi um að í stað fyrirsagnarinnar þessarar fréttar "Allir bílar undir gervihnattaeftirliti" þá gæti fyrirsögnineins verið "Íslenskt lestarkerfi notast við gervihnattaeftirliti"

Að smíða létt-lestarkerfi eins og hugmyndin gengur út á, þá er það nánast mest spurning um að þora að byrja.

Nánast öll þekking og reynsla er til staðar í landinu til að þróa svona verkefni.

Sem dæmi, þá hafa Íslendingar þróað og smíðað yfirbyggingar yfir rútur í hálfa öld fyrir "sér" íslenskar aðstæður.

Gríðarleg reynsla er á sviði bílabreytinga samanber allir 4x4 ofurjepparnir sem aka um götur bæjarins.

Fyrirtæki eins og Marel og fleiri eru sérfræðingar í að flokka fisk og fl. og því ekki að vera erfitt að yfirfæra þá tækni yfir á mannfólkið, eða þá sem þyrftu að nota slíka vagna.

Þróun í hverskyns eftirlitskerfum hefur orðið gríðarleg síðustu árin og eru fyrirtæki eins og Securitas, Vari, Stjórnstöð Almannavarna og fl.. með mikla þekkingu á því sviði.

Við erum með þeim fremstu í heiminum í dag hvað varðar rafdrifin spil- og togkerfi í skip. Naust Marine / Rafboði byrjaði á sínum tíma að þróa þessi rafdrifnu spilkerfi þar sem notast var við sama rafmótor og skíðalyftur nota. Fyrirtækið fékk lítinn stuðning frá hinu opinbera og var búnaðurinn þróaður við mjög erfiðar aðstæður. Í dag eru Íslendingar fremstir á þessu svið og flytja út svona búnað út um allan heim. Sagt er að norðmenn hafi þróað hátækniiðnað sinn fyrir sjávarútveg að stórum hluta á Íslenskum fiskiskipum. Hvar væri þessi íslenski hátækniiðnaður í dag ef forystumenn stjórnmála þess tíma hefðu hugað betur að þessum málum?

Að vísu er auðvelt að láta svona lest aka um á háþrýstu lofti frá borholum sem eru víða á þessari ökuleið!

Hugmyndin að ofan gengur út á að notast við forsteyptar einingar . Við erum með gríðarlega reynslu á því sviði og líklega um 5-6 slíkar steypuverksmiðjur sem færu létt með að þróa og framleiða fjölnota burðabita fyrir svona léttlest.

Svo í lokin, þá er eitt lítið fyrirtæki sem fer ekki mikið fyrir en það er Fjölblendir sem hefur verið að þróa íslenska blöndunginn þar sem notast er við allt það nýjasta sem til er í dag í CNC stýrðri framleiðslutækni. Hjá Þessu fyrirtæki og fl. eins og Össuri er notast við 3D teikniforrit þar sem hægt er að fullhanna og prófa hlutinn áður. En í dag er notast við 3D prentara eða 3D CNC smíðavél sem fullsmíðar svo hlutinn með gríðarlegri nákvæmni.

Reykjavíkurborg, sveitafélögin og framsækin orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, álfyrirtækin og fl. gætu síðan komið að svona stóru verkefni og veit því þann fjárhagslega og aðstöðulega styrk sem til þyrfti.

Eins og sjá má, þá er öll þekking til staðar hér heima, nú er bara að safna liði og bretta upp ermar og smíða eitt stykki Íslenskt létt-lestar-kerfi þar sem notast er við íslensa útrás, þekkingu, hugvit og ekki síst fjármagn (sem er að vísu líka hægt að fá erlendis frá í stórum samstarfsverkefnum)

Svona framkvæmd er hagvæm, umhverfisvæn og myndi stórbæta ímynd landsins út á við.

Allt um rafdrifna lest má lesa nánar um hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358752/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Hér er svo hreyfimynd af sömu hugmynd.

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/

og hér nánar um málið:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/

Sjá má nánar eldri umfjöllun um nýja útfærslur á Gulla Hringnum hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/

Núna er bara að bíða og sjá hvenær menn fara að taka við sér?

Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Allir bílar undir gervihnattaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Góðar hugmyndir þarna.  En... eins og stundum hefur verið sagt "ál er málið".  (Nei, ég sagði það ekki, styð þig í þessu.)

(Ál-væðingar eru margir hverjir það blindir, að ekkert annað kemst að hjá þeim, sem möguleiki.  Nei, ÁL skal það vera.)

Einar Indriðason, 14.11.2007 kl. 14:17

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Svona eru eftirlits kerfin innleidd hægt og rólega, og alltaf réttlætt af öryggisástæðum.

Það er hægt að selja fólki öryggið dýru verði. Fyrir þau ykkar sem ætlið að kaupa bendi ég á varúðarorð Benjamin Franklin, einn af stofnendum Bandaríkjanna: "Fólk sem skiptir frelsi sínu fyrir tímabundið öryggi á hvorugt skilið og mun glata hvoru tveggja." 

Hvað er næst? Kannski verða sett staðsetningartæki í okkur. Þau eru þegar til og hafa verið samþykktir að Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Sjá hér

Er þetta upphafi af endi einkalífsins?

Jón Þór Ólafsson, 14.11.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband