Ég fékk góða reynslu af Land Rover síðustu helgi - Flottur bíll - myndir

Var í ljósmyndaferð fyrir nokkrum dögum þar sem verið var að mynda tvo Land Rover jeppa á leiðinni inn í Landmannalaugar og svo þaðan yfir í Hrafntinnusker og á fleiri flotta staði á Fjallabaki.

Veðrið var ekki mikið til að hrópa húrra yfir, en þrátt fyrir það var tekið mikið af efni á video og svo venjulegar myndir af erlendum og innlendum aðilum.

Ég verð að játa að 38" breyttur Land Rover jeppinn kom verulega á óvart í þessari ferð. Í upphafi ferðar var ég með blendnar tilfinningar um ágæti þessara bíla, enda búinn að vera mikið í sveit þar sem þeir flokkuðust meira sem landbúnaðartæki. Einnig hafði ég ágæta reynslu af því að ferðast mikið í svona bílum sem foreldrar mínir ferðuðust mikið á hér áður fyrr.

En nú er öldin önnur. Fjöðrun er eitt sem verður að hrósa þessum bílum sérstaklega fyrir og er hún líklega ein sú besta sem þekkist. Bílarnir lágu vel á vegi og farið var yfir mikið magn af stórfljótum í ferðinni og Landrover með snorkel var ekki mikið að kippa sér upp við það.

Mikill plús er hvað bílarnir eru léttir en aflið mætti vera aðeins meira.

Hér má sjá tvær panorama myndir sem að ég tók í ferðinni. Sú fyrri er tekin við Nafnlausa fossinn og sú seinni þegar við erum að koma inn að Hrafntinnuskeri.

Hér er mynd af Nafnlausa fossi inn á Fjallabaki.

Nafnlausa fossi inn á Fjallabaki (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)


Hér er mynd af leiðinni inn að Hrafntinnuskeri

leiðinni inn að Hrafntinnuskeri (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)


Hér er Land Rover á góðri "siglingu" frá Gullfossi upp Kjöl

Land Rover ekið eftir malarvegi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er Land Rover ekið yfir jökulá - spurning hvort að hinir þori yfir líka?

Land Rover ekið yfir jökulá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er farið mikið með ferðamenn niður í fjöru.

Fjöruferð á Land Rover (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Landrover Freelander bíll ársins að mati BÍBB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

brostið hefur bílavit blaðamanna !!!

Axel Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 21:31

2 identicon

Rökstyddu þessa fullyrðingu.

Guðmundur Benediktsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 21:57

3 identicon

Ææ var þetta sárt fyrirgefðu . 

Axel Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 23:43

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt er að taka tvennt fram: Bíll ársins er aðeins valinn úr þeim bílgerðum sem fluttar eru nýjar inn í fyrsta sinn á síðasta ári. Valið segir ekkert til um það hvort betri bílar hafi áður verið framleddir. 

Bílarnir sem sýndir eru hér að ofan á ferðalagi eru Landrover Defender og þeir eru allt önnur ella en Landrover Freelander. Driflínan í þeim bíl hefur verið endurbætt mikið og sérstaka athygli vekur að Landrover fer í beina samkeppni við Jeep Wrangler Rubicon hvað snertir lágan lægsta gír. Flestir jeppar eru með lægsta gír á milli ca 1:32 til 1:40 en Rubicon hefur lægsta gír 1:64.

Landrover Defender hefur gert sér lítið fyrir og er nú með álíka lágan lægsta gír "standard" og sérgerðin Rubicon hjá Jeep Wrangler. Mælaborðið er nýtt og dísilvélin er framför, gormafjöðrunin var mikil framför þegar hún kom á níunda áratugnum en í grunninn er Landrover Defender sami bíllinn og kom fram 1948 og verður því sextugur á næsta ári!

Þetta er einstök ending á jafn lítið breyttum bíl.

En auðvitað er hægt að finna ýmsa galla enn hjá þessum gamla jaxli sem hefur þó elst ótrúlega vel.  

Ómar Ragnarsson, 26.10.2007 kl. 23:53

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég keyri töluvert í svona 4x4 ferðum og því haft möguleika á að prófa margar gerðir af bílum við erfiðar aðstæður. Með þessa útgáfu af Land Rover sem að ég fjallaði um í mínum skrifum, þá er því ekki að neita að útlendingar sem koma hingað til landsins og eru að fara í "Safari" ferðir vilja "bara" Land Rover. Einhver hlýtur ástæðan að vera fyrir því að þessi bíll hefur verið mjög vinsæll út um allan heim við erfiðustu aðstæður.

Það eru nokkrir stórir plúsar við nýju útgáfuna að Land Rover, vélin er núna mun öflugri og úr áli, mjög góð fjöðrun, búið að endurbæta bílinn mikið að innan og svo er það bara staðreynd að þessi bíll verður alltaf mikið "cult", sama hvað hver segir.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 26.10.2007 kl. 23:55

6 identicon

Land Rove Defender er án efa með bestu fjöðrun sem hægt er að fá, en restin er ekki hægt að hrópa húrra fyrir. Nauðsynlegt er að vera bifvélavirki til að komast milli staða á þessu tæki. 

Selgrímur Ciselski (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband