Stór víðmynd úr lofti af Ingólfsfjalli

Ingólfsfjall er merkilegt fjall fyrir margar sakir.

Fjallið er um 551m hátt móbergsfjall. Í lok ísaldar var suðurlandsundirlendið stór flói þegar sjávarstaða var mun hærri en hún er í dag.

Kögunarhóll er höfði sem er rétt suðvestan við fjallið og liggur Suðurlandsvegur á milli fjallsins og hólsins.

Á hryggnum sem er á móts við Kögunarhól má finna silfurberg. Fyrir stuttu voru settir upp krossar við hólinn og segir fjöldi krossanna til um hversu margir hafa látist í umferðarslysum á Suðurlandsvegi.

Fjallið fær nafn sitt eftir landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni og hann er sagður grafinn í grágrýtishæðinni Inghóli uppi á því. Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið,

Hér má sjá loftmynd af Ingólfsfjalli og Kolviðarhóli sem er vinstra megin við endan á fjallinu (ef smellt er á myndina, þá má skoða risa panorama mynd af svæðinu)

Ef klikkað er á myndina, þá opnast stór panorama mynd af svæðinu frá Hveragerði að Selfossi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ekið á milli Kolviðarhóls og Ingólfsfjalls og er talið að upptök skjálftanna séu á þessu svæði

Krossar við Kögunarhól (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálftar undir Ingólfsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verst er hversu illa Selfyssingar vara með Ingólfsfjall.

Þórður (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það getur víst orðið ansi hvasst þarna undir fjallinu :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.10.2007 kl. 12:48

3 identicon

Ingólfsfjall er töff, segir mamma mín! Hættið að skemma ~Ingólfsfjaaaaaall!

Daníel (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 16:06

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég þorði nú ekki að fara að sýna myndir þar sem búið er að grafa fjallið sundur og saman. Er virkilega ekki hægt að framkvæma svona á aðeins minna áberandi stöðum?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.10.2007 kl. 18:32

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var skíthrædd í dag, verð að viðurkenna það. En núna er allt rólegt vona að svo verði.  Getur þú nokkuð gert mynd af fjallinu sem ég get notað sem toppmynd á siðuna mína?? kær kveðja Ásdís

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:48

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það ætti að vera lítið mál að hjálpa þér með mynd af Ingólfsfjalli. Sendum mér netfangið sem að þú vilt fá myndina senda á.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.10.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband