Flott - Glæsilegur árangur - En hvað er svo rekbelti?

Ísland er sannkölluð gullnáma fyrir jarðfræðinga.

Líklega eru fáir staðir í heiminum eins aðgengilegir og þægilegir þegar jarðfræði er annars vegar. Hér er eitt virkasta eldsumbrotasvæði jarðarinnar með rúm 50 virk eldfjöll og yfirborðið ekki þakið endalausum gróðri og þykkum jarðvegi eins og víðast hvar annars staðar.

Auðvelt er að ferðast um yfirborð landsins og komast í beina snertingu við hverja jarðfræðináttúruperluna á fætur annarri með ótrúlega lítilli fyrirhöfn og landið allt eins og orðabók í jarðfræði.

Það er sama hvort að það eru svartir sandar, stórar hraunbreiður, jöklar, goshverir, gígar, móbergsfjöll, stór gljúfur, djúpir dalir, sprungur, hellar og fl. En mörg af þessum jarðfræðifyrirbærum eru mörg hver í meira magni hér á landi en víðast hvar annarsstaðar á jörðinni.

Samkvæmt nýjust fréttum, þá er núna hægt að rekja sig í gegnum jarðsögu og þróun landsins síðustu 24 milljón árinn fram til dagsins í dag. Yngsti hluti landsins liggur þvert í gegnum landið frá Reykjanesi og upp til norðaustur horn landsins og er þessi lína jafnframt virkasta gossvæði landsins. En þar sem að þessar tvær plötur eru að reka frá hvor annarri, Þá er fyllt upp í bilið sem myndast jafnóðum með nýjum jarð- og gosefnum. Beint út frá þeirri línu eldist svo landið jafnt og þétt og má finna elstu berglögin þar sem lengst er frá þessum plötuskilum. Má þar nefna Vestfirðina og Hornafjörð og Lónssveitina á suðaustur hluta landsins.

Þessi frétt sýnir okkur hvað jarðfræði Ísland er enn lítið kannað fyrirbæri. Stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar og kenningar sem eru að koma á óvart.

En rekbelti má líkja við stóra sprungu eða flekaskil sem liggur á milli tveggja fleka sem fljóta á yfirborði jarðar. Á sínum tíma lágu þessi skil eftir Snæfellsnesinu og nú liggja þau um Reykjanesið og svo kom ég með þá hugmynd á sínum tíma að þau séu að flytja sig yfir þar sem Hekla, Vestmannaeyjar, Surtsey liggi og að öllum líkindum muni myndast nes þar sem þessar eyjar eru með myndarlegum fjallgarði eftir miðjunni eins og sjá má á Reykjanesi og Snæfellsnesi í dag.


mbl.is Jarðvísindamenn finna eldfjall á Reykjaneshrygg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband