ELDGOS Í EYJAFJALLAJÖKLI MYNDIR - Eruption In Eyjafjallajökull Glacier pictures


Nú loksins er hafið eldgos í Eyjafjallajökli. Talið er að gosið sé í austurhlíðum jökulsins, fyrir ofan Fimmvörðuháls eða á hálsinum sjálfum. Eldurinn sést víða eins og frá Fljótshlíð, Hvolsvelli, Hellu og Vestmannaeyjum. Öskufall byrjað nánast strax í byggð og síðustu fréttir herma að eldgosið í Eyjafjallajökli hefur færst í aukana og jafnvel að bjarminn hafi sést frá Mývatni! Töluvert öskufall hefur verið í Fljótsdal og er fnykurinn sterkur.

Nú er bara að vona að gosið vari ekki lengi, en gosstaðurinn er við eina vinsælustu gönguleið á íslandi og kannski ekki slæmt að fá fallega gígaröð sem ferðamenn geta þá vonandi verma sig við í framtíðinni.

Hér má sjá loftmynd sem að ég tók árið 2008 af gönguleiðinni frá Heljarkambi, Morisheiði og í áttina að Básum í Goðalandi. Líklega má telja að staðsetning á gosinu sé inn á þessari ljósmynd. Í Þórsmörk er einnig að finna skála Ferðafélagsins í Langadal. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Here you can see on this aerialphoto which I took in 2008 of the walking path from Heljarkambur, Morisheidi and towards Básum in Godaland. The location of the eruption is probably on this photo. In Thorsmork you also find huts from Ferdafelagi Islands in Langadalur. (to view gallery: click image) (C)2010 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá hluta úr stórri víðmynd eða panorama mynd af Fimmvörðuháls ásamt gönguleiðinni frá því svæði sem talið er að gosstöðvarnar séu. Leiðin liggur frá Fimmvörðuhálsi og niður að skála Útivistar í Básum í Goðalandi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Here you can see part of a large panoramic image of Fimmvörðuháls with hiking path from the area where it is believed where the eruption is going on. The hiking path runs from Fimmvörðuhálsi and down the hut Útivistar in Básum in Godalandi. (to view gallery: click image) (C)2010 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er kort af hluta af gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls. Eins og sjá má, að þá er ég búinn að leggja jarðskjálftaóróa síðustu klukkustundirnar yfir nákvæmara kort af svæðinu. Rauðu línurnar sína mögulega staði þar sem eldgosið gæti hafa brotist fram (ca. 1 km á lend). Í fréttum kemur fram að það sé ekki undir jökli og því ekki um marga staði að ræða. Á kortinu má sjá gönguleiðina yfir hálsinn ásamt Baldvinsskála (Fúkki) og Fimmvörðuhálsskála. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Here is a map of part of the hiking path over Fimmvorduhals and the volcanic active area. As can be seen, I have put a layers over the map which show the most active earthquake spot last hours in the region. The red line show possible place where the eruption is taking place (around 1 Km eruption crack). The news stated that the eruption is not under a glacier. On the map, you can also see my last hiking path through the aria to hut Baldvin Skála (Fúkki) and hut Fimmvorduhalskala. (to view gallery: click image) (C)2010 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá Bása í Goðalandi, skála Útivistar úr lofti á góðum degi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Here you can see Básar in Godalandi from air on a good day. (to view gallery: click image) (C)2010 Kjartan P. Sigurðsson


Fleirri blogg um Þórsmörk / More blog about Thosrmörk:

Ég hef farið yfir Fimmvörðuháls með gönguhópa og bloggað um þær ferðir hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/257799

Allt á floti allstaðar eins og sjá má á þessum myndum úr Þórsmörk
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/343506

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/300667

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/282354

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/26695054

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/238783


Hér eru svo tengingar á myndir sem teknar hafa verið í Mörkinni við ýmis tækifæri

http://www.photo.is/06/09/2/index_3.html
http://www.photo.is/06/08/4/index_9.html
http://www.photo.is/06/08/3/index_22.html
http://www.photo.is/06/07/6/
http://www.photo.is/06/04/1/index_2.html
http://www.photo.is/06/07/1/index_7.html




Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Demo of my work on Youtube
http://www.youtube.com/watch?v=Y4rcoDD4pYk

mbl.is Gosið færist í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Glæsilegt hjá þér Kjartan ! og já vonum að þetta verði nú ekkert meira en svona "Túristagos" :)

Kristján Hilmarsson, 21.3.2010 kl. 08:24

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sú mynd sem Raxi tók sýnir að þetta virðist ekki vera mjög stórt í sniðum. Sagan segir líka að gos sem hafi verið á þessu svæði séu frekar smá.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.3.2010 kl. 08:31

3 identicon

Sagan segir að eldgos á þessu svæði byrja oftast lítil, en geta endað í miklum látum. Þetta virðist vera einhverskonar endurtekning á eldgosinu árið 1821 til 1823.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 08:40

4 identicon

mikið er gott að fá aðrar fréttir en ráðaleysi stjórnar og stjórnar adsöðu og Iceslave

maggi (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 08:48

5 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Flottur pistill

Birgir Viðar Halldórsson, 21.3.2010 kl. 08:55

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Jón, ég var búinn að lesa það að þau gos sem kæmu upp á þessum stað væru flest lítil. Aftur á móti með gosið 1821 til 1823 varð á um 2 km langri sprungu í toppgígnum. En annars má lesa frábæera skýrslu um gos á þessu svæði hér http://www.almannavarnir.is/upload/files/BLS11-44(1).pdf

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.3.2010 kl. 09:00

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú klikkar ekki meistari.  Þetta virðist vera þarna rett við gönguleiðina við bröttufönn, gott ef þetta er bara ekki á henni.  Þetta virðist ansi veimiltítulegt af myndum Raxa að dæma og mér segir svo hugur um að þetta sé ekki líklegt til stórræða, en hvað veit maður svosem.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2010 kl. 09:12

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fín yfirferð, flottar myndir og kortið gerir útslagið.

Ragnhildur Kolka, 21.3.2010 kl. 09:17

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það væri nú gaman að fá GPS hnit á staðnum eða nákvæmari staðsetningu. Þá ætti að vera auðvelt að uppfæra þetta kort. En ef gosið er við Bröttufönn, að þá þykir mér virknin vera ansi nálægt brúninni niður í Þórsmörk.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.3.2010 kl. 09:20

10 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

 Glæsilegt mikið er þettað vel sett upp,takk fyrir að sýna þessar myndir

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 21.3.2010 kl. 10:36

11 identicon

Frábær samantekt.  Miðað við sjónvarpsmyndir þá virtist mér gosið vera rúma 2 km vestur af skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi.  Opinber GPS staðsetning væri hins vegar vel þegin.

Óskar Aðalbjarnarson (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 10:37

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það væri synd ef hraunið færi niður í Hvannárgil. Það er náttúruperla, sem á sér ekki margar líkar hér. Ætli hnitin fáist ekki hjá veðurstofunni eða á vef Háskólans?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2010 kl. 10:37

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll Kjartan minn! Gott að fá þessar myndir,þakka þér fyrir,betra að átta sig á hvar þetta er að gerast. Kveðja. 

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2010 kl. 10:44

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er framhaldskólanemi, sem hefur brennandi áhuga á þessu og spáði fyrir um gosið þrem tímum áður. Kallar sig Pro.Farnswort á málefnin.is. Hann var einmitt að birta kortið hér að ofan á sínum vef. Ég held að hann hljóti að vera búinn að finna hnitin  út.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2010 kl. 10:44

15 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir allar þessar upplýsingar Kjartan - þú er hreint frábær að koma með þetta svona skilmerkilega nú sem áður / takk og takk

Jón Snæbjörnsson, 21.3.2010 kl. 11:21

16 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæl, hljóp aðeins frá til að fá mér snarl. Er hinu megin á hnettinum þessa stundina, eða í Shanghai, þannig að ég gat dundað mér sunnudagsmorguninn við að útbúa þessa færslu á meðan flestir sváfu á Íslandi. Gott að vera komin með nákvæmari staðsetningu. Samkvæmt myndbandi http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/vefur/innklipp_eldgos_2%20nytt.wmv að þá er að sjá að gosið er nokkuð nálægt brúninni með Útigönguhöfða í bakgrunni hægra megin. Sprungan virðist vera með norð-austur stefnu og einhverja km fyrir vestan við Fimmvörðuhálsskála. Ég mun birta nýtt kort þegar ég fæ betri staðsetningu. En mér sýnist sprungan ganga liggja á hrygg sem gengur inn í jökulinn frá höfða sem nefnist Merkurtungnahaus.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.3.2010 kl. 12:10

17 identicon

Hér má sjá staðsetningu nokkuð vel. Prentað á myndir úr TF SIF

http://lhg.is/frettirogutgafa/frettir/nr/1577 

Gummi (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 12:56

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kjartan minn! Er að sýna mömmu þinni bloggið,hana langar að vita hvenær er best að ná í þig,þú kanski sendir mér skeyti. Beðin að senda kveðju Heng.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2010 kl. 13:44

19 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Gummi,

Ég prófaði að setja inn þessi 4 GPS hnit sem koma fram á miðunargræjunni í TF-SIF og eins og ég skil dæmið, að þá eru staðsetningarnar:

#1 ACFT 201° 7271 FT (N63 34.060 W19 26.550) sem er þá þyrlan með mið á #1 TGT 0.02° 7.7Nm (N63 41.390 W19 26.260).

Mér reiknast fjarlægðin á milli þessa punkta vera 13.6 Km (7.3 Nm) í stefnu 1° og er þyrlan í 7.526 fetum yfir Skógaheiði rétt áður en komið er að vaðinu yfir Skógaá og gosstöðvarnar líklega í um 3000 fetu. Hér er um mikla fjarlægð að ræða svo að það er eðlilegt að nákvæmnin sé ekki mikil.

#2 ACFT 56° 7.526 FT (N63 39.240 W19 27.530) sem er þá þyrlan með mið á #2 TGT 333° 3NM (N63 39.240 W19 27.530).

Mér reiknast fjarlægðin á milli þessa punkta vera 5.4 Km (3.9 Nm) í stefnu 338°. Hér er þyrlan í 7.526 fetum 600m fyrir austan Baldvinsskála.

Greinilegt er að seinni mælingin gefur mun nákvæmari staðsetningu. En báðar TGT mælingarnar virðast vera út í hött.

Fyrri mælingin segir gosið vera í fjöllunum hinu megin við Krossánna og seinni mælingin aðeins ofan í dalnum sem gengur fram hjá Útigönguhöfða á stað sem nefnist Úthólmar og það er heldur ekki rétt!

Ekki veit ég hvort að ég er að gera einhverja vitleysu eða þá að græjurnar hjá gæslunni eru ekki nákvæmari en þetta. En þessar tölur gefa ekki nógu nákvæma staðsetningu. Spurning hvort að einhver er með betri lausn á þessu dæmi, þær ljósmyndir sem að ég hef séð eru frekar ógreinilegar!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.3.2010 kl. 14:26

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég fylgist spenntur með

Óskar Þorkelsson, 21.3.2010 kl. 14:49

21 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er þá spurning um að láta það koma fyrst að Óskar er orðin svona spenntur, ætli þessi staður sé ekki nokkuð nálægt því að vera réttur:

Hér er mynin líka í fulri upplausn, var að spá í að koma með víðmyndina líka í fullri upplausn, en þá legst netið líklega á hliðina.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.3.2010 kl. 15:58

22 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mér sýnist líka staðsetningin á panorama ljósmyndinni vera nokkuð rétt. En ég setti mynd af eldfjalli inn á myndina þar sem gosið er líklega staðsett.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.3.2010 kl. 16:01

23 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Rosalega skemmtilegar myndir og góðar upplýsingar, sem hjálpa til að átta sig betur á staðsetningu og umfangi.

Hafðu kærar þakkir fyrir

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.3.2010 kl. 18:41

24 identicon

Mjög flottur pistill. 

Iris (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 20:34

25 identicon

Staðsetningin er víst 63°38,400 N og 19°26,400 S. Hef ekki kíkt á það á korti ennþá.

En þú klikkar ekki og alltaf eru myndirnar jafn flottar!

Addý (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 20:39

26 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sést eldgosið einhverstaðar af láglendi öðruvísi en bjarmi ?  þetta er í 1000 metra hæð sýnist mér og talsvert inná hálsinum.

Óskar Þorkelsson, 21.3.2010 kl. 21:38

27 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Frábærar myndir og alltaf áhugavert að lesa bloggið þitt. Var að vinna í dag og sýndi túristunum sem spurðu um og vildu vita hvar eldgosið væri mindirnar þínar,þeir voru yfir sig hrifnir og áhuginn gífulegur. Takk vinur.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 21.3.2010 kl. 21:53

28 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Var að vakna kl. 6 hér úti. Greinilega allt en með kyrrum kjörum. Takk fyrir innlitið og kveðjurnar. Ég er sammála Óskari að þetta gos er að mestu í skjóli og því er það líklega bara bjarminn sem fólk er að upplifa. Sæl Addý, ég mun setja inn nýjustu upplýsingar þegar tími gefst til. Þarf að hlaupa og ná í tengdó á spítala kl. 8, var í gallsteinaaðgerð. Svo þarf ég að grafa upp upplýsingar um skákmót sem sonurinn var að taka þátt í, þannig að það er nóg að gera. Einn ljós punktur í þessu öllu er að nú verður vitlaust að gera í ferðamanna bransanum sem er gott mál.

:)

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.3.2010 kl. 22:33

29 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæl Addý, ef þessi staðsetning er rétt hjá þér, að þá er gosið í miðri gönguleiðinni rétt fyrir ofan Bröttufönn í hnjúknum sem er þar fyrir ofan og þá aðeins sunnan megin í honum og þá nákvæmlega í 1000 m hæð. Leiðrétti þetta á eftir. Takk. p.s. en gott væri að vita hvort að þetta er miðjan á sprungunni?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.3.2010 kl. 23:06

30 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Setti þessa staðsetningu af ruv.is ásamt fleiri forsendum, Google-Earth-myndum og gagnaskrá, í loftið á mitt.eigid.net

Gunnlaugur Þór Briem, 22.3.2010 kl. 04:20

31 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Gunnlaugur,

Ég uppfærði myndina í athugasemdunum hjá mér með nýjustu upplýsingum. Vandinn er að ég er búinn að fá nokkur GPS hnit sem ber ekki saman og því hef ég verið að bíða með að sýna endanlega niðurstöðu.

Auðvita er Google Earth alveg kjörið í þetta. Ég prófaði að ná í kmz skránna og kemur þetta vel út. Því miður er nákvæmlega á þessum stað tvær mismunandi loftmyndir þannig að heildarmyndin er ekki mjög góð. Það er hægt að leggja sínar eigin myndir yfir þær sem Google Earth er að nota og fá þannig nákvæmari framsetningu. Spurning um að fá nýlegar myndir frá Loftmyndum eða Landmælingum í góðri upplausn. Væri gaman að útbúa smá video eins og ég gerði hér fyrir nokkrum árum fyrir maraþon hlaup eftir götum í Reykjavík http://www.photo.is/gps/reykjavikgps.swf

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.3.2010 kl. 06:00

32 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þeir sem vilja skoða uppfærð kort og myndir þurfa að endurhlaða inn síðunni með að þrýsta á hnapp "reload". Ég setti núna inn myndirnar í fullri upplausn og því getur tekið smá tíma að hlaða myndunum niður.

Ef þessi staðsetning er rétt, að þá segir það okkur að Brattafönn stefnir í að verða lítið eldfjall.

Þetta þýðir að næst þegar fólk fer að ganga þessa leið, að þá þarf að fara yfir gíg á "virku" eldfjalli og ganga síðan niður brattar hlíðar þess. Líklega verður ekki mikil snjór á þessu svæði á næstunni svo að það er spurning um að breyta nafninu á fjallinu og skýra það Bratti. En líklega kemur fönnin aftur fljótlega svo að gamla nafnið verður líklega látið standa áfram. En það má reikna með að hlíðar nýja fjallsins verði hugsanlega eitthvað brattari og getur því orðið erfiðara að fara um þetta svæði. Það getur verið nauðsynlegt að vera með ísexi eða mannbrodda þegar gengið er þarna niður hjarnið.

En annars eiga skálaverðir ekki að þurfa að ganga langt til að sjá eldsumbrotin. Nóg á að vera að ganga upp á öxlina fyrir ofan Strákagil fyrir ofan Bása. Það ætti líka að vera fínn staður til að ná góðum myndum áður en það verður um seinan. En eins og staðan er núna, að þá skyggir Útigönguhöfði á eldsumbrotin frá Básum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.3.2010 kl. 06:30

33 identicon

Flott síða hjá þér. Var að pósta á þig frá BJ.

Kveðja

Gummi (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 09:06

34 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk Gummi, er búinn að svara póstinum frá þér.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.3.2010 kl. 09:21

35 identicon

Hér er örugg afstöðumynd.

http://notendur.hi.is/~ij/hafis/eyjagos.png

Gummi (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 11:20

36 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Gummi,

Ef þessi mynd er rétt, að þá liggur eldgosið frá litlu hnjúkunum fyrir aftan hnjúkinn sem gnæfir yfir Bröttufönn. Þar er stór hvilft sem er full af snjó og gæti hæglega verið gamall gígur. Það skyldi þó ekki vera að gosið liggi nákvæmlega eftir stikuðu leiðinni sem sjá má á þessum myndum hér:

En sú leið liggur á milli umræddu hnjúka. Ég þarf greinilega að færa línuna enn eina ferðina og þá mjög nálægt þeim stað sem ég teiknaði línuna fyrst!

Ég er hugsanlega búinn að komast að ástæðunni fyrir þessu gosi, en þegar ég gekk þarna yfir síðast, að þá varð á vegi okkar par sem logaði svo eldheit ást á milli að það hefur greinilega ekki náð að kulna í þeim glóðum enn. Mig minnir að daman hafi unnið á Vegamótum og verið frá Ítalíu.

Þessi sterka ást hefur greinilega orðið til þess að mörg þúsund árum seinna skyldi hefjast gos, nákvæmlega á þessum stað.

Nú er spurning hvort að þeir sem hafi meiri tengsl við Guð almáttugan að hvort að þeir geti útskýrt þetta ótrúlega fyrirbæri nánar?

En svona leit ástin út þegar myndatökumaður átti leið hjá.

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.3.2010 kl. 12:31

37 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér er svo slóðin á myndirnar sem vísað er á í textanum hér á undan:

http://www.photo.is/06/06/4/index_23.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.3.2010 kl. 12:34

38 Smámynd: Þorkell Guðnason

Þetta er frábært hjá þér Kjartan - takk sérstaklega fyrir panorama myndina sem þú hefur merkt gönguleiðina og örnefnin inn á.  

Af hverju pírir þú svona augun? - komdu þér heim - það er farið að bera á Kínverskum hreim ;-)

Kveðja Keli

Þorkell Guðnason, 22.3.2010 kl. 13:19

39 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Stundum er gott að píra augun Keli. Sérstaklega ef birtan er sterk sem getur oft villt manni sýn.

Það er gott að vera í Kína og hér er hugsað um mig eins og ungabarn. Ég er orðin grannur og spengilegur og nokkur kíló horfin nú þegar eftir holt og breytt mataræði. Hárið farið að vaxa aftur og hægðirnar eins og bestar verða á kosið. Allt atriði sem Kínverjar leggja mikla áherslu á. Það er gott að komast aðeins úr þessu stressaða maníska íslenska þjóðfélagi þó ekki væri nema í smá tíma.

Svo er líka gott að sjá hlutina utan frá og koma "kannski" aftur ef þrælslundin verð svo vitlaus og blinduð af sannri föðurlandsást. Það er svo mikið að gera að ég hef bara ekki haft tíma til að koma mér á námskeið til að læra Kínversku, á meðan verður engilsaxneskan að duga.

Annars á ég þessa víðmynd sem hringmynd úr lofti af svæðinu, meira spurning um hvenær mér vinnst tími til að klára myndina.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.3.2010 kl. 15:25

40 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vona að þetta hafir ekki verið þú sem varst að krassa fisinu þínu.  Hef dauðans áhyggjur af þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2010 kl. 19:17

41 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég var bara að vakna hér hinu megin á hnettinum og er því í fínum málum. Spurning hver er þarna á ferð, hef ekki fengið neinar fréttir annað en að þarna sé hvít háþekja með flugvélalagi (fis) á ferð.

Líklegt er að einhver hafi ætlað að lenda á fönninni til að teygja aðeins úr sér eftir flugið, en hjólin sokkið að eins of mikið og vélin rúllað fram yfir sig.

Það þarf MIKIÐ að gerast til að menn slasi sig á fisi. Enda er hámarks þyngd með farþega, flugmanni og eldsneyti aðeins 450 kg.

Þær eru að lenda frekar hægt og fljótar að stoppa og grindin og vængur tekur oftast á sig mesta höggið.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.3.2010 kl. 00:08

42 identicon

Amma þín er eldgos !! :)

Alma Lísa (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband