SNJÓKARLAR Í EGYPTALANDI! - MYNDIR

HÉR ERU ANNARSKONAR SNJÓKARLAR Í EGYPTALANDI - MYNDIR

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

The White Desert National Park, Sunset, Bahariya Oasis, Egypt

Ég varð þeirra ánægju aðnjótandi að fá að upplifa sólsetur, sólarupprás, fullt tungl og stjörnubjartan himin í Egyptalandi fyrir stuttu. Fyrst varð ég vitni að því þegar sólin settist á alveg á hreint ótrúlegum stað og síðan náði ég að vakna snemma næsta morgun og verða vitni að sólarupprás. Staðurinn var hreint ævintýri líkastur og draumastaður fyrir þá sem hafa áhuga á að taka myndir.

Ég varð þeirra einstöku upplifunar aðnjótandi að fá að sofa eða vaka úti undir berum himni, skjálfandi úr kulda, lengst úti í Sahara eyðimörkinni, með alla þá guðs dýrð sem núna ber fyrir augunum og eftirfarandi myndir sýna. Það er greinilega víða til falleg náttúra en bara á Íslandi!

Það er alveg með ólíkindum að þessi klettur skuli geta staðið einn og óstuddur. Vindur og sandur hafa líklega í sameiningu mótað og formað þennan klett. Eins og Sjá má, þá er ekki mikið eftir. Staðurinn er á stað sem kallast The White Desert. En þar má finna ótrúlegar kalkmyndannir sem hafa myndast á löngum tíma. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A 4x4 desert Safaris in Egypt and Evening walk in Sunset in The White Desert or Mushroom Desert in National Park, Bahariya Oasis, Egypt. A Big, Giant Mushrooms made of agabat rocks. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Spurning hvort að það þurfi að styðja við þennan hnullung. En líklega hefur hann staðið óstuddur í nokkuð marga mannsaldra. Skuggamynd með sólsetur í baksýn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A shadow picture. A 4x4 desert Safaris in Egypt and Evening walk in Sunset in The White Desert or Mushroom Desert in National Park, Bahariya Oasis, Egypt. A Big, Giant Mushrooms made of agabat rocks. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er hver kletturinn öðrum fegurri. Það er nánast sama hvert litið er (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A shadow picture. A 4x4 desert Safaris in Egypt and Evening walk in Sunset in The White Desert or Mushroom Desert in National Park, Bahariya Oasis, Egypt. A Big, Giant Mushrooms made of agabat rocks. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Náttúran getur stundum verið mögnuð. Líklega er þessi sveppur búinn að standa lengi. Hvítur kalksteinn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A main geographic attraction of Farafra is its White Desert (known as Sahara el Beyda, with the word sahara meaning a desert). The White Desert of Egypt is located 45 km (30 miles) north of Farafra. The desert has a white, cream color and has massive chalk rock formations that have been created as a result of occasional sandstorms in the area. The Farafra desert is a typical place visited by some schools in Egypt, as a location for camping trips. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Á wikipedia má lesa nánar eftirfarandi þaðan sem fyrrgreindar upplýsingar eru fengnar (enska).

Gæti hugsast að þessi unga kona ætti eitthvað vandtalað við þennan stóra haus. Það fer allt eftir ímyndun hvers og eins hvaða form og myndanir er hægt að sjá út úr þeim náttúruvættum sem þarna eru. Ég er ekki frá því að þetta sé mynd af Steingrími Hermanssyni fyrrum forsætisráðherra. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Calcium rich White Desert was once a sea bed and the fantastic shapes are created by sand, wind and water erosion. white desert I giant rock formation talking to a young women. The White Desert National Park, Sunset, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér eru 3 vinkonur að mynda hvor aðra (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The White Desert covers an area of about 6,000 square kilometers and lies 500 km southwest of Cairo. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér horfir ung dama á sólina setjast niður út við sjóndeildarhringinn. Við hlið hennar er tröllaukin haus (Steingrímur Hermannsson). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The White Desert National Park, Sunset, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Ég lofa að gera betur grein fyrir þessu svæði í 2-3 bloggum til viðbótar.

Kjartan WWW.PHOTO.IS

Hér má svo sjá önnur blogg úr sömu ferð:

Blogg um flug með loftbelg sem Hassan útvegaði má svo sjá hér ásamt meiru:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/

Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/

Skólahald í Egyptalandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/847341/

NEFERTITI DROTTNING http://photo.blog.is/blog/photo/entry/843600/


mbl.is Snjókarlinn ekki látinn í friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband