FJÖLSKYLDAN FÉKK HJÁ MÉR MYNDIR TIL MINNINGAR

Það vildi svo til að ég átti ljósmyndir af svæðinu þar sem mest var leitað af mönnunum sem týndust í Vatnajökli á sínum tíma. Ljósmyndirnar birti ég á blogginu mínu ásamt korti á meðan á leitinni stóð.

Eftir að leit var lokið, þá hafði unnusta annars aðilans sem týndist beint samband við mig og spurði hvort að það væri hægt að fá afrit af myndunum til minningar um atburðinn.

Mér þótti það auðsótt mál og gaf ég henni þær myndir sem hún óskaði eftir til útprentunar í fullri upplausn.

En þessi 2 blog má svo lesa nánar hér:

Svínafellsjökull. Hvar eru þýsku ferðamennirnir? - Myndir og kort http://photo.blog.is/blog/photo/entry/292383/

Er hér með þrjár myndir sem komast næst staðnum þar sem tjöldin fundust! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293781/

Að öðru leiti vil ég votta fjölskyldum þessara manna fulla samúð og leitt að svona skyldi hafa farið.

Við sem eftir sitjum fáum enn eina staðfestingu á því hversu viðsjárverð íslensk náttúra getur verið og greinilega margt sem ber að varast.

Kjartan

mbl.is Minningarskjöldur um týnda fjallgöngumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband