14.11.2007 | 19:47
NÝJAR MYNDIR AF BRUNANUM!
Ég var að tilviljun viðstaddur þegar eldur kom upp í Cadillac við Vesturlandsveg í dag og hér er ein af mörgum myndum sem að ég tók við erfiðar birtuaðstæður á litla myndavél.
Hér má sjá slökkviliðið vinna við það að slökkva eldinn sem kom upp í gömlum Cadillac á Vesturlandsvegi við Úlfarsfell
Cadillac brennur við Vesturlandsveg (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki gaman þegar svona flottur fornbíll verður eldinum að bráð
Hér má sjá slökkviliðið vinna við það að slökkva eldinn sem kom upp í gömlum Cadillac á Vesturlandsvegi við Úlfarsfell
Cadillac brennur við Vesturlandsveg (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hér má sjá slökkviliðið vinna við það að slökkva eldinn sem kom upp í gömlum Cadillac á Vesturlandsvegi við Úlfarsfell

Ekki gaman þegar svona flottur fornbíll verður eldinum að bráð
Hér má sjá slökkviliðið vinna við það að slökkva eldinn sem kom upp í gömlum Cadillac á Vesturlandsvegi við Úlfarsfell

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Eldur í bíl á Vesturlandsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.11.2007 | 09:53
STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENSKUM HÁTÆKNIIÐNAÐI
Ef það væri einhver skynsemi í ráðamönnum þjóðarinnar, þá mættu þeir horfa meira á svona lausnir eins og þessi frétt fjallar um og vera ekki allt of mikið með fókusinn á "Stóriðju" og "Álið er Málið" lausnir.
Hátækniiðnaður á Íslandi er full samkeppnisfær við það sem best þekkist erlendis. Enda hátt menntunarstig hér á landi á þessu sviði sem fleirrum.
Vandamálið með ráðamenn er að það vantar þolinmæði og úthald til að gefa svona verkefnum og öðrum sambærilegum einhvern möguleika á að lifa af.
Marel er gott dæmi þar sem fyrirtæki hefur fengið fjöldann allan af styrkjum og stuðning frá hinu opinbera og það hefur sýnt sig að virka vel - en er þá ekki allt þar með upp talið?
Íslendingar geta sótt í fjöldann allan af sjóðum og styrkjum til að þróa sambærileg verkefni.
Ég hef verið að vinna að hugmynd um að létt-lesta-væða suðvestur horn landsins einS og sjá má á eftirfarandi mynd.
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.
Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef veitt yrði fjármagn í rannsóknir og þróun á svona stóru verkefni, þá gætu mörg hátæknifyrirtæki fengið að koma að slíku verkefni og notið góðs af.
Sem dæmi um að í stað fyrirsagnarinnar þessarar fréttar "Allir bílar undir gervihnattaeftirliti" þá gæti fyrirsögnineins verið "Íslenskt lestarkerfi notast við gervihnattaeftirliti"
Að smíða létt-lestarkerfi eins og hugmyndin gengur út á, þá er það nánast mest spurning um að þora að byrja.
Nánast öll þekking og reynsla er til staðar í landinu til að þróa svona verkefni.
Sem dæmi, þá hafa Íslendingar þróað og smíðað yfirbyggingar yfir rútur í hálfa öld fyrir "sér" íslenskar aðstæður.
Gríðarleg reynsla er á sviði bílabreytinga samanber allir 4x4 ofurjepparnir sem aka um götur bæjarins.
Fyrirtæki eins og Marel og fleiri eru sérfræðingar í að flokka fisk og fl. og því ekki að vera erfitt að yfirfæra þá tækni yfir á mannfólkið, eða þá sem þyrftu að nota slíka vagna.
Þróun í hverskyns eftirlitskerfum hefur orðið gríðarleg síðustu árin og eru fyrirtæki eins og Securitas, Vari, Stjórnstöð Almannavarna og fl.. með mikla þekkingu á því sviði.
Við erum með þeim fremstu í heiminum í dag hvað varðar rafdrifin spil- og togkerfi í skip. Naust Marine / Rafboði byrjaði á sínum tíma að þróa þessi rafdrifnu spilkerfi þar sem notast var við sama rafmótor og skíðalyftur nota. Fyrirtækið fékk lítinn stuðning frá hinu opinbera og var búnaðurinn þróaður við mjög erfiðar aðstæður. Í dag eru Íslendingar fremstir á þessu svið og flytja út svona búnað út um allan heim. Sagt er að norðmenn hafi þróað hátækniiðnað sinn fyrir sjávarútveg að stórum hluta á Íslenskum fiskiskipum. Hvar væri þessi íslenski hátækniiðnaður í dag ef forystumenn stjórnmála þess tíma hefðu hugað betur að þessum málum?
Að vísu er auðvelt að láta svona lest aka um á háþrýstu lofti frá borholum sem eru víða á þessari ökuleið!
Hugmyndin að ofan gengur út á að notast við forsteyptar einingar . Við erum með gríðarlega reynslu á því sviði og líklega um 5-6 slíkar steypuverksmiðjur sem færu létt með að þróa og framleiða fjölnota burðabita fyrir svona léttlest.
Svo í lokin, þá er eitt lítið fyrirtæki sem fer ekki mikið fyrir en það er Fjölblendir sem hefur verið að þróa íslenska blöndunginn þar sem notast er við allt það nýjasta sem til er í dag í CNC stýrðri framleiðslutækni. Hjá Þessu fyrirtæki og fl. eins og Össuri er notast við 3D teikniforrit þar sem hægt er að fullhanna og prófa hlutinn áður. En í dag er notast við 3D prentara eða 3D CNC smíðavél sem fullsmíðar svo hlutinn með gríðarlegri nákvæmni.
Reykjavíkurborg, sveitafélögin og framsækin orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, álfyrirtækin og fl. gætu síðan komið að svona stóru verkefni og veit því þann fjárhagslega og aðstöðulega styrk sem til þyrfti.
Eins og sjá má, þá er öll þekking til staðar hér heima, nú er bara að safna liði og bretta upp ermar og smíða eitt stykki Íslenskt létt-lestar-kerfi þar sem notast er við íslensa útrás, þekkingu, hugvit og ekki síst fjármagn (sem er að vísu líka hægt að fá erlendis frá í stórum samstarfsverkefnum)
Svona framkvæmd er hagvæm, umhverfisvæn og myndi stórbæta ímynd landsins út á við.
Allt um rafdrifna lest má lesa nánar um hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358752/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Hér er svo hreyfimynd af sömu hugmynd.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/
og hér nánar um málið:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/
Sjá má nánar eldri umfjöllun um nýja útfærslur á Gulla Hringnum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/
Núna er bara að bíða og sjá hvenær menn fara að taka við sér?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hátækniiðnaður á Íslandi er full samkeppnisfær við það sem best þekkist erlendis. Enda hátt menntunarstig hér á landi á þessu sviði sem fleirrum.
Vandamálið með ráðamenn er að það vantar þolinmæði og úthald til að gefa svona verkefnum og öðrum sambærilegum einhvern möguleika á að lifa af.
Marel er gott dæmi þar sem fyrirtæki hefur fengið fjöldann allan af styrkjum og stuðning frá hinu opinbera og það hefur sýnt sig að virka vel - en er þá ekki allt þar með upp talið?
Íslendingar geta sótt í fjöldann allan af sjóðum og styrkjum til að þróa sambærileg verkefni.
Ég hef verið að vinna að hugmynd um að létt-lesta-væða suðvestur horn landsins einS og sjá má á eftirfarandi mynd.
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.

Ef veitt yrði fjármagn í rannsóknir og þróun á svona stóru verkefni, þá gætu mörg hátæknifyrirtæki fengið að koma að slíku verkefni og notið góðs af.
Sem dæmi um að í stað fyrirsagnarinnar þessarar fréttar "Allir bílar undir gervihnattaeftirliti" þá gæti fyrirsögnineins verið "Íslenskt lestarkerfi notast við gervihnattaeftirliti"
Að smíða létt-lestarkerfi eins og hugmyndin gengur út á, þá er það nánast mest spurning um að þora að byrja.
Nánast öll þekking og reynsla er til staðar í landinu til að þróa svona verkefni.
Sem dæmi, þá hafa Íslendingar þróað og smíðað yfirbyggingar yfir rútur í hálfa öld fyrir "sér" íslenskar aðstæður.
Gríðarleg reynsla er á sviði bílabreytinga samanber allir 4x4 ofurjepparnir sem aka um götur bæjarins.
Fyrirtæki eins og Marel og fleiri eru sérfræðingar í að flokka fisk og fl. og því ekki að vera erfitt að yfirfæra þá tækni yfir á mannfólkið, eða þá sem þyrftu að nota slíka vagna.
Þróun í hverskyns eftirlitskerfum hefur orðið gríðarleg síðustu árin og eru fyrirtæki eins og Securitas, Vari, Stjórnstöð Almannavarna og fl.. með mikla þekkingu á því sviði.
Við erum með þeim fremstu í heiminum í dag hvað varðar rafdrifin spil- og togkerfi í skip. Naust Marine / Rafboði byrjaði á sínum tíma að þróa þessi rafdrifnu spilkerfi þar sem notast var við sama rafmótor og skíðalyftur nota. Fyrirtækið fékk lítinn stuðning frá hinu opinbera og var búnaðurinn þróaður við mjög erfiðar aðstæður. Í dag eru Íslendingar fremstir á þessu svið og flytja út svona búnað út um allan heim. Sagt er að norðmenn hafi þróað hátækniiðnað sinn fyrir sjávarútveg að stórum hluta á Íslenskum fiskiskipum. Hvar væri þessi íslenski hátækniiðnaður í dag ef forystumenn stjórnmála þess tíma hefðu hugað betur að þessum málum?
Að vísu er auðvelt að láta svona lest aka um á háþrýstu lofti frá borholum sem eru víða á þessari ökuleið!
Hugmyndin að ofan gengur út á að notast við forsteyptar einingar . Við erum með gríðarlega reynslu á því sviði og líklega um 5-6 slíkar steypuverksmiðjur sem færu létt með að þróa og framleiða fjölnota burðabita fyrir svona léttlest.
Svo í lokin, þá er eitt lítið fyrirtæki sem fer ekki mikið fyrir en það er Fjölblendir sem hefur verið að þróa íslenska blöndunginn þar sem notast er við allt það nýjasta sem til er í dag í CNC stýrðri framleiðslutækni. Hjá Þessu fyrirtæki og fl. eins og Össuri er notast við 3D teikniforrit þar sem hægt er að fullhanna og prófa hlutinn áður. En í dag er notast við 3D prentara eða 3D CNC smíðavél sem fullsmíðar svo hlutinn með gríðarlegri nákvæmni.
Reykjavíkurborg, sveitafélögin og framsækin orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, álfyrirtækin og fl. gætu síðan komið að svona stóru verkefni og veit því þann fjárhagslega og aðstöðulega styrk sem til þyrfti.
Eins og sjá má, þá er öll þekking til staðar hér heima, nú er bara að safna liði og bretta upp ermar og smíða eitt stykki Íslenskt létt-lestar-kerfi þar sem notast er við íslensa útrás, þekkingu, hugvit og ekki síst fjármagn (sem er að vísu líka hægt að fá erlendis frá í stórum samstarfsverkefnum)
Svona framkvæmd er hagvæm, umhverfisvæn og myndi stórbæta ímynd landsins út á við.
Allt um rafdrifna lest má lesa nánar um hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358752/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Hér er svo hreyfimynd af sömu hugmynd.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/
og hér nánar um málið:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/
Sjá má nánar eldri umfjöllun um nýja útfærslur á Gulla Hringnum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/
Núna er bara að bíða og sjá hvenær menn fara að taka við sér?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Allir bílar undir gervihnattaeftirliti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2007 | 08:23
Fnjóskadalur, Grenivík, Laufás, Dæli - Myndir
Það er með ólíkindum að einstaklingar þurfi að standa sjálfir í svona framkvæmdum og geta ekki sótt í neina sjóði eða styrki til svona framkvæmda. En Geir Árdal, bóndi í Dæli í Fnjóskadal, er að ljúka við lagningu ljósleiðara heim að bænum fyrir eigin reikning alls rúmlega 7 kílómetra leið.
Hér sést upp Fnjóskadal í áttina þar sem bærinn Dæli er

Grenivík, Svalbarðsströnd, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sést svo niður að Grenivík og Svalbarðsströnd

Grenivík, Svalbarðsströnd, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sést niður að Grenivík og fremst í myndinni má sjá Laufás og ósa Fnjóskár

Grenivík, Laufás, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er spurning hvort áhrif framsóknarmanna séu að dvína á svæðinu. En stór framsóknarætt á ættir sínar að rekja til Grenivíkur.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hér sést upp Fnjóskadal í áttina þar sem bærinn Dæli er

Grenivík, Svalbarðsströnd, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sést svo niður að Grenivík og Svalbarðsströnd

Grenivík, Svalbarðsströnd, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sést niður að Grenivík og fremst í myndinni má sjá Laufás og ósa Fnjóskár

Grenivík, Laufás, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er spurning hvort áhrif framsóknarmanna séu að dvína á svæðinu. En stór framsóknarætt á ættir sínar að rekja til Grenivíkur.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Leggur eigin ljósleiðara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2007 | 07:51
Höfði er frægt hús - Ýmsar myndir
Þar hafa margir stórviðburðir átt sér stað. Húsið er byggt 1909 af frönskum konsúl Brillouin að nafni. Húsið er innflutt "eininga hús" þess tíma frá Noregi eins og mörg hús í Reykjavík frá þessum árum.
Húsið hefur skipt oft um eigendur og líklega er athafnarmaðurinn og skáldið Einar Benidiktsson einn sá þekktasti.
Í dag er húsið í eigu Reykjavíkurborgar.
Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Leiðtogafundur Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov árið 1986 kom húsinu á heimskortið svo um munaði og fór þá ekki mikið fyrir húsinu í öllu mannhafinu af fréttamönnum og ljósmyndurum sem biðu í ofvæni eftir nýjustu fréttum!

Leiðtogafundur Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov árið 1986 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Húsið hefur skipt oft um eigendur og líklega er athafnarmaðurinn og skáldið Einar Benidiktsson einn sá þekktasti.
Í dag er húsið í eigu Reykjavíkurborgar.
Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Leiðtogafundur Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov árið 1986 kom húsinu á heimskortið svo um munaði og fór þá ekki mikið fyrir húsinu í öllu mannhafinu af fréttamönnum og ljósmyndurum sem biðu í ofvæni eftir nýjustu fréttum!

Leiðtogafundur Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov árið 1986 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Höfði blár í þágu sykursjúkra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |