Færsluflokkur: Lífstíll
16.6.2008 | 08:34
GAMLIR TRAKTORAR - MYNDIR
Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni
Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni
Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni
Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Farmall traktor var vinnsæll til sveita hér áður fyrri
Farmall kubbur. Pictures of old Farmall traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo annar Farmal með stýrinu til hliðar á safninu á Skógum
Farmall kubbur. Pictures of old Farmall traktor from Skogar museum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Síðan tók við Massey Ferguson trakktorinn og enn má sjá þennan að störfum víða í sveitum landsins
Massey Ferguson traktor. Pictures of old Massey Ferguson traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Zetor var vinsæl á tímabili
Loftmynd af Zetor traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er enn verið að nota gamlan Ferguson til að raka saman heyi.
Massey Ferguson traktor. Pictures of old Massey Ferguson traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En líklega á þessi traktor metið hvað frumleika varðar
Traktor úr rúlluböggum. Á myndinni má sjá Ómar Pétur Kjartansson, Grétar Má Kjartansson og Sigurstein Pálsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Diggadigg gerður upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.6.2008 | 09:29
ÞAÐ ER HÆGT AÐ FÁ SÉR EINA MEÐ ÖLLU Í REYKJAVÍK Í STAÐINN
ein pylsa með öllu útbúin eða á að segja ein pulsa með öllu? The tasty hot dogs are made with famous Icelandic lamb and are topped with all sorts of interesting sauces. Tasty! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér réttir afgreiðsludaman einum viðskiptavininum glaðninginn og greinilegt er að eftirvæntingin skín úr augunum
Líklega er þessi veitingastaður einn eftirsóttasti veitingastaður á Íslandi og venjulega er bara einn starfsmaður á vakt hverju sinni. Icelandic hot dog sausages are made from a mixture of pork, lamb and beef. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er nánast verið að gefa á garðann í orðsins fyllstu merkingu.
Hér er stór hópur af útlendingum í biðröð að fá sér "Hádegismat" eða eina með öllu að íslenskum sið. Icelandic hot dog are often called "the Icelandic national food (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar margir máta á staðinn eins og í þessu tilfelli, þá borgar sig að hafa gott skipulag á hlutunum _ Hér er búið að raða upp gosi
Ekki er verra að fá "Íslenskt" eða pólskt prins póló í eftirrétt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Pulsa í brauði aðeins með sinnepi, heitir “ein Clinton”
Bæjarins beztu - Ein með öllu og kók. Þarna kemur ótrúlegur fjöldi fólks reglulega úr öllum stigum þjóðfélagsins til að fá sér í svanginn. Ef vel er skoðað, þá má sjá fræga mynd teiknaða af Sigmund þar sem Bill Clinton er að fá sér eina „Clinton“ en það ku vera pylsa í brauði aðeins með sinnepi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hvernig verður Ein með öllu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2008 | 06:39
HELLA, GADDSTAÐAFLATIR, HESTAMANNAMÓT - MYNDIR
Horft til suðurs yfir reiðvellina á Gaddstaðaflötum á Hellu. Pictures of Gaddstadaflotum at Hella village in south of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo loftmynd af hesthúsahverfinu á Hellu
Hverfið er staðsett norðan við bæinn. Every town and villages in Iceland have there own riding club. Pictures of Hella's riding clubs houses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ein þekktasta veiðiá landsins Ytri-Rangá rennur í gegnum Hellu. Rétt fyrir ofan bæinn má sjá þennan fallega foss sem heitir Árbæjarfoss
Tveir fossar eru í ánni, Árbæjarfoss og Ægissíðufoss. Nokkur veiði hefur verið í ánni frá fornu fari, Ytri Rangá er í dag einhver besta laxveiðiá landsins með yfir 5000 laxa veidda á síðasta ári. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svo má ekki gleyma flottum flugvelli sem er við Hellu en þar halda svifflugmenn einnig landsmót eins og hestamenn enda aðstaða til svifflugs þar mjög góð.
Fisflugmenn og einkaflugmenn njóta líka góðs af flugvellinum á Hellu sem er löng grasflugbraut. Airport for gliding at Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En annars er fín ferðaþjónusta rétt við hliðina á reiðvellinum á Gaddstaðarflötum
Árhús er smáhúsagisting á eystri bakka Ytri Rangár við Hellu. Árhús is accommodation in cottages located on the east bank on the Ytri Rangá-river in the small village of Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ferðaþjónustan Árhús rétt við hliðina á reiðvellinum á Gaddstaðarflötum
Árhús á eystri bakka Ytri Rangár við Hellu. Árhús is accommodation in cottages located on the east bank on the Ytri Rangá-river in the small village of Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hjólhýsastæði með rafmagni að verða uppseld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.5.2008 | 11:55
SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI FLOTTUR VISTVÆNN VINNUSTAÐUR - MYNDIR
Á Sólheimum í Grímsnesi hefur myndast þéttbýliskjarni þar sem búa um 70 manns. Á staðnum er rekið athvarf fyrir fatlaða einstaklinga. Staðurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þarna má finna sjálfbært byggðahverfið.
Þar eru starfrækt nokkur fyrirtæki eins og í ferðaþjónustu og svo vinnustofur fyrir fatlaða einstaklinga þar sem framleiddar eru ýmsar vörur sem ferðamenn geta m.a. keypt á staðnum.
Vistheimili er fyrir um 40-50 fatlaða einstaklinga. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima árið 1931. Áður hétu Sólheimar Hverakot eftir jarðhitanum sem er á svæðinu.
Á Sólheimum er falleg kirkja hönnuð af ASK arkitektum
Sólheimakirkja, byggð 2006, Sólheimum Grímsnesi. Sólheimar Church, build 2006, Grímsnes, Arkitekts ASK Arkitektar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sesseljuhús umhverfissetur er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar byggingar
Vistmenningarmiðstöðin Sesseljuhús er sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar byggingar. Sesseljuhús er byggt 2002. Sesselja House, build 2002, Sesseluhús Eco-centre. Exemplaric environmentally friendly building. Arkitekts ASK Arkitektar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frárennslis hússins miðar við að skila frárennsli í formi tærs vatns og ómengandi efna. Loftræsing hússins er náttúruleg sem þýðir að loftskipti verða án tilstillis vélbúnaðar. Öll orka sem notuð er í Sesseljuhúsi er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Um er að ræða raforku frá vatnsaflsvirkjunum, íslenskum rafal sem vinnur raforku úr heitu vatni, vindmyllu og sólarrafhlöðum. Ennfremur er um að ræða varmaorku frá hitaveitu Sólheima.
Íþróttaleikhús, byggt 1986. Húsið er íþróttahús og leikhús Leikfélags Sólheima, eins elsta leikfélags landsins
Íþróttaleikhús, byggt 1986. Húsið er íþróttahús og leikhús Leikfélags Sólheima, eins elsta leikfélags landsins. Sportstheatre. Sólheimar sportshall and Theatre for Sólheimar Theatre club, one of Iceland oldest theatre clubs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ingustofa. Húsið er teiknað 1997 sem vinnustofur fyrir vefstofu, listasmiðju, smyrslagerð og sem sýningarsalur. Byggt á árunum 1997-1999.
Á Sólheimum eru 6 vinnustofur. Six workshops are operated by Sólheimar for habilitation purposes. The Carpentry Workshop. The Candle Workshop. The Pottery Workshop. The Weaving Workshop. The Herbal Workshop. A bread-making facility will be added in 2008. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vefað
Vefnaðarvörur unnar í vefstólum. The Weaving Workshop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Föndrað
Föndur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Málað
Hægt er að kaupa málverk unnin af vistmönnum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Verslun Vala og Listhús Sólheima
Verslunin Vala er staðsett miðsvæðis á aðaltorgi Sólheima gegnt kaffihúsinu Grænu könnunni. Verslunin Vala er annarsvegar matvöruverslun, sem hefur á boðstólum almenna nauðsynjavöru, en þó með áherslu á lífrænar vörutegundir, og hinsvegar Listhús. The shop, Vala. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Verslunina Völu og Listhús Sólheima rekur leiðsögukonan Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir
Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir rak fyrst ferðaþjónustuna og gistiaðstöðuna Brekkukot, því næst Kaffihúsið Grænu könnuna og nú sér hún um reksturinn á versluninni Völu og Listhúsinu á Sólheimum. The shop, Vala. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kaffihúsið Græna Kannan
Græna kannan er kaffihús þar sem allar veitingar eru framleiddar úr lífrænt ræktuðu hráefni. Kaffihúsið Græna kannan opnaði í maí 2001 og er staðsett í miðju byggðahverfisins við aðaltorg Sólheima í Grímsnesi. The Brekkukot Guesthouse and the Graena kannan Coffee Shop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kertagerðin Óla-Smiðja
Fullkomin aðstaða til kertaframleiðslu. The Candle Workshop (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ýmsar framleiðsluvörur sem kertasmiðjan Óla-Smiðja framleiðir
Einnig er unnin ný kerti úr gömlum kertafgöngum. The Candle Workshop (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Sólheimum í Grímsnesi er að finna mikið af fallegum listaverkum eins og þetta hljóðlistaverk hér
Hljóðlistaverk búið til úr íslenskum við eins og mikið af framleiðslunni á staðnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Styrktarsjóður Sólheima styður byggðahverfi í Suður-Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.5.2008 | 19:46
Helga Þórarinsdóttir 1943-2008
Lesa má nánar um þessa merku konu ásamt því að hlusta á falleg minningarorð sem var eins og magnþrungið ljóð frá upphafi til enda.
http://ornbardur.annall.is/2008-05-09/helga-thorarinsdottir-1943-2008/#more-389
Ég vil þakka Helgu fyrir góðar stundir og sérstaklega hversu vel hún hefur reynst mér og mínum.
Kjartan
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 11:44
FERÐ Á TVÖ HÆSTU FJÖLL Á ÍSLANDI HVANNADALHNJÚK, SVEINSTIND, SANDFELLSLEIÐ - MYNDIR
Hér má sjá GPS kort frá Google earth og slóðina sem gengin var sem ég fékk að láni hjá Haraldi Sigurðarsyni sem hélt vel utan um tölvumálin í ferðinni.
Kort af gönguleiðinni á tvö hæstau fjöll á Íslandi Hvannadalshnjúk og Sveinstind í sömu ferð, gengnir voru 28.6 km á um 17 klst. Map of two highest peek or mountains in Iceland on Hvannadashnjukur in glacier Vatnajökull (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er teikning af hæðarbreytingum á meðan á göngunni stóð og má sjá að heildar vegalengd sem gengin var er um 28.6 km
Á teikningunni má sjá tindanna 2 sem gengið var á Sveinstind og svo Hvannadalashnjúk. Vertical profile of the hiking track. Elevation up to 2110 meters. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þorvaldur Þórsson (Olli) leiðsögumaður sem tók að sér að koma hópnum upp á topp Öræfajökuls á tvo tinda, Sveinstind og svo Hvannadalshnjúk
Olli er þekktur fyrir að hafa klifrað upp á 100 hæstu tinda landsins á einu ári. Thorvaldur Thorsson (Olli) hike to 100 highest mountain in Iceland in one year. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lagt er upp í ferðina frá Sandfelli í Öræfum
Á sandfelli í Öræfum var áður blómleg byggð sem má muna sinn fífil fegri. Aðeins er eftir eitt tré sem hefur verið vinsælt að ljósmynda og hafa myndir af því tré birts víða. Sandfell in Oraefum where the hiking to highest mountain in Iceland starts. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er hópurinn sem er að leggja á stað frá bílastæðinu við Sandfell. Ákveðið var að ganga Sandfellsleiðina og koma niður Virkisjökulsleiðina.
Á myndinni eru Þorvaldur Þórsson Olli, Elías Óskarsson, Hans Kristjánsson, Haraldur Sigurðarson, Kristján G Þórisson, Ragnar Sverrisson, Svanhvít Ragnarsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson og Haraldur Sigurðarson, á myndina vantar ljósmyndarann Ingólfur Bruun sem tók að sér að bera upp 3ja kg. myndavélina :) Picture of the hiking group on the parking place close to Sandfell. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ingólfur Bruun horfir hér á Hvannadalshnjúk sem er 2110 metra hár síðast þegar hann mældist. Klukkan er 3 að nóttu og sólinn ekki enn komin upp
Ákveðið var að ganga á Sveinstind fyrst á meðan beðið væri eftir sólarupprás sem er í 4-5 km fjarlægð. Picture taken at 3 AM in the middle of the night. New plan came up to hike to Sveinstind while waiting for the daylight on Hvannadalshnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér gengur hópurinn í línu upp á Sveinstind kl. 4:47 að nóttu og það er farið að birta að degi
Hópurinn fikrar sig upp eftir rúmlega 2000 metra háum tindinum Sveinstindi. The group hike to Sveinstindur Iceland second highest mountain places in Oraefajokull in glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hópurinn samankomin á toppi Sveinstinds í Öræfajökli
Hér er hópmynd af gönguhópnum samankomin á toppi Sveinstinds í Öræfajökli. Picture of the group on Sveinstindur Iceland second highest mountain places in Oraefajokull in glacier Vatnajokull (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útsýni yfir Breiðamerkurjökul á Breiðamerkursandi þar sem jökulsárlónið er
Horft frá Sveinstindi í Öræfajökli yfir Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þar má sjá í þrjú jökullón, Breiðárlón, Jökulsárlón og Veðurárlón þar sem Stemma og Veðurá renna. View over glacier Breidarmerkurjokul (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Tveir hópar í bandi á leið frá Sveinstindi yfir að Hvannadalshnjúk í Öræfajökli
Öryggisins vegna verða allir að vera í bandi þar sem víða má finna hættulegar sprungur á jöklinum. For the security reason the hiker have to use rope, there are cracks all over on the glacier (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er lagt á brattann á sjálfan Hvannadalshnjúk sem er hæsti tindur Íslands, 2110 metra hár
Hér fikrar hópurinn sig upp á Hvannadalshnjúk. Here are the hikers on way to the top on highest mountain in Iceland, Hvannadalshnjukur 2110 m high. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Brattinn eykst og erfiðara verður að komast upp eftir því sem ofar dregur. Í baksýn má sjá til suðurs og Dyrhamar er þarna rétt hjá.
Hér þarf að passa sig vel og fara hægt yfir, yfirborðið er á köflum klaki og víða hættulegar sprungur sem þarf að passa sig á. Rock Dyrhamar and hikers on way to the top on highest peek in Iceland, Hvannadalshnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er Kjartani ofurfjallgöngugarpa veitt áfallahjálp eftir erfiða göngu á hnjúkinn, gott er að hvíla sig aðeins og fá sér ískalda og svalandi malt til að byggja upp smá orku aftur
Þegar komið er yfir 2000 metra, getur loftið verið farið að þynnast og þarf þá að hvílast oftar fyrir þá sem eru óvanir. KPS is resting and drinking Icelandic malt to regain some power again. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þó svo að sumir séu orðnir pínu þreyttir, þá lætur Hans Kristjánsson gönguna ekki mikið á sig fá enda vanur fjallamaður þar á ferð. Klukkan er núna 7 að morgni og þegar búið að vera á göngu í rúma 10 klukkustundir
Menn eru mis sprækir eftir lítinn svefn og tíu tíma göngu á hæsta fjall á Íslandi Hvannadalshnjúk. The group have been hiking for more than 10 hours and the time is now 7 in the morning on highest mountain in Iceland Hvannadalshnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ragnar Sverrisson má til með að hringja í sína nánustu og láta alla vita að hann sé búinn að ná takmarkinu að komast á hæsta fjall á Íslandi, sjálfan Hvannadalshnjúk sem er 2110 metra hár.
Ragnar Sverrisson frá Akureyrir brosir sínu breiðasta enda að vonum ánægður með árangurinn að vera búinn að klífa tvo hæstu tinda landsins. Hikers is happy to reach the goal to hike to highest peek or mountain in Iceland, Hvannadashnjukur in glacier Vatnajökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér brosir hópurinn sínu breiðasta enda takmarkinu náð að klífa hæsta tind landsins
Hópmynd af göngu- og klifurhópnum, mynd tekin af Ingólfi Bruun. Picture of the hking group after reaching the two highest mountain in Iceland, first Sveinstindur and now Hvannadalshnjukur both in Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Niðurleiðin getur reynst erfið ekki síður en að klífa jökulinn. Hér fellur maður númer 2 í línunni niður í sprungu á leið í átt að Dyrhamrinum
Leiðsögumaðurinn Þorvaldur Þórsson fellur í sprungu á leið að Dyrhamrinum frá hnjúknum. The 100 top peek hiking guide fell in to a crack in the ice on the way down from the top. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er Hans Kristjánsson að kíkkja ofan í sprunguna til að kanna hvort að það sé ekki allt í lagi með Olla eða Þorvald Þórsson. Á bakkanum á móti er Svanhvít Ragnarsdóttir sem passar að halda bandinu strekktu svo að Olli falli ekki dýpra niður í sprunguna.
Hér borgar sig að fara varlega. Hans is checking if all is OK with Olla in the ice crack. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þorvaldur fellur í sprunguna um kl. 8 og um hálftíma seinna tekst að hífa hann upp eftir að búið er koma á hann fleiri böndum og fjarlægja hluta af snjóbrúni sem er fyrir ofan hann. Þorvaldur sýnir hópnum hvernig á að bera sig að við að komast upp úr sprungu þar sem snjóbrúnin er brotin niður með ísöxum
Hans hjálpar Olla upp á brúnina á meðan Olli brýtur sé leið upp á yfirborðið með tveimur ísöxum. Hans is helping Olli from the crack in the ice. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hætt var við að fara á Dyrhamarinn þar sem veður hafði versnað mikið á toppnum. Gönguhópur frá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum hættir við að fara á hnjúkinn vegna veðurs en við mætum þeim efst á brúninni í um 1900 metra hæð
Hér er hópur frá Íslenskum Fjalaleiðsögumönnum sem ákvað að snúa við frá toppnum öryggisins vegna. Group of people with Icelandic mountain guide gave up to reach the top because of the bat wether. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er hópurinn að losa sig við böndin þegar hann er að nálgast snjólínuna. Klukkan er núna 11:20 að morgni og enn löng ferð fyrir höndum
Vegna veðurs, þá var hætt við að fara Virkisjökulsleiðina niður. Here is the group removing the rope. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru Ragnar Sverrisson og Þorsteinn Sigurðsson á leið niður brattar hlíðar á Sandfelli. Klukkan er 12:42 og enn mikið eftir
Hér er gengið í miklum bratta og eins gott að fara varlega. Göngustafirnir eru margbúnir að sanna sig við þessar aðstæður. Hér borgar sig að hlífa hnénu. Ragnar and Thorsteinn on way down Sandfell. Still long way to go. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo tekin hópmynd af hópnum kl. 13:51 eða 17 klukkustundum eftir að fjallgangan hófst á hæsta tind Íslands. Gengnir voru 28.6 kílómetrar og var meðalhraðinn um 2 km á klst.
Á myndinni má sjá Þorvald Þórsson Olli, Elías Óskarsson, Hans Kristjánsson, Harald Sigurðarson, Kristján G Þórisson, Ragnar Sverrisson, Svanhvíti Ragnarsdóttur, Þorstein Sigurðsson og Ingólfur Bruun. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki var laust við að sumir væru pínu þreyttir eftir erfiða ferð. En ferðin var einu orði sagt frábær :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Lífstíll | Breytt 12.5.2008 kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.4.2008 | 11:33
Á AÐ BANNA VEIÐAR Á LUNDA?
Lundi er oft kallaður prófastur eða prestur á íslensku. Lundinn er af svartfuglsætt sem lifir við sjó og kafa sér til matar. Þeir verpa í djúpum holum sem þeir grafa. Lundinn er staðfugl en heldur sig úti á rúmsjó yfir veturinn.
En hér kemur smá myndasería af lunda sem teknar hafa verið víða um land.
Lundinn er sætur fugl eins og sjá má á þessari mynd
Mynd tekin í heyvagnaferð út í Ingólfshöfða árið 2005 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef lundinn hefur ekki það æti sem hann þarf sem er að stórum hluta sandsíli eins og sjá má á þessari mynd, þá fer hann eitthvað annað
Hér er lundi með gogginn fullann af sandsíli, mynd tekin úti í Ingólfshöfða (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er lundamamma eða lundapabbi að færa ungunum sínum mat
Hér er mynd af lundum úti í Drangey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er vanur lundaveiðimaður að sýna ferðamönnum hvernig á að bera sig að við að háva lundann
Hér er beðið eftir að lundinn fljúgi fram hjá klettasyllunni til að verða hávaður (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lundi í Dyrhólaey 2006
Greinilegt að lundanum hefur eitthvað fækkað á svæðinu í kringum Dyrhólaey, hvort það er út af veðurfari eða einhverjum öðrum orsökum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sýnir veiðikona ferðamönnum hvernig á að bera sig að með hávinn til að fanga lundann í netið
Hér er sýnd staðan sem veiðimaðurinn notar þegar verið er að háfa lundann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frekar var lítið um lunda í Papey 2006
Einn af þeim fáu sem var á staðnum þegar okkur bar að garði var fljótur að forða sér þegar við nálguðumst (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annars er lundi einn sá besti matur sem að ég fæ - því miður :|
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Leggur til að lundinn verði friðaður í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.4.2008 | 08:09
LITLA FLUGAN
eða
"Ekki þarf nema lítinn neista til að kveikja mikið bál"
eða
"Margt smátt gerir eitt stórt"
Spurning um að bæta þessum við safnið
"Getur vængjablak fiðrildis í Brasilíu valdið hvirfilbyl í Texas?"
Það minnir mann svo aftur á lagið:
"Litla flugan"
Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina,
í bænum hvílir íturvaxinn snót.
Ef ég væri orðin lítil fluga
Ég inn um gluggann þreytti flugið mitt
og þó ég ei til annars mætti duga
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.
Lag og texti: Sigfús Halldórsson / Sigurður Elíasson
Svona getur nú lífið og náttúran verið skrítin!
Hvaða foss ætli þetta sé?
Fallegur þekktur foss á sunnanverðu landinu, sumir segja að Hallgrímskirkja fái að hluta til hönnun sína frá þessum fossi, hvað heitir hann :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo annar foss ekki síður fegurri
Foss í Reykjadal, skammt frá þar sem áformað er að reisa Bitruvirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er greinilega til einhver slatti af fallegum fossum á Íslandi
Hvar skildi þessi nú vera? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki eru allir fossar til fjár, nema ef vera skildi þessi hér
Hvað ætli hafi orðið um þennan foss? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annars biðst ég forláts á því að hlaupa svona úr einu í annað í þessu bloggi :|
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Höfundur fiðrildaáhrifanna látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.4.2008 | 09:35
SIGLT Í KRINGUM VESTMANNAEYJAR 2005 Á SLÖNGUBÁT
Oft er það svo að vegna veðurs er það frekar erfið raun að framkvæma á svona litlum báti. Það var þó ekki í þetta skiptið. Veðrið lék við hvern sinn fingur og miðnætursólin skartaði sínu fegursta og sjórinn spegilsléttur.
Vestmannaeyjar draga nafn sitt af þrælum, vestmönnum. Landnáma segir þá hafa flúið til eyjanna eftir að hafa vegið húsbónda sinn Hjörleifs fóstbróður Ingólfs Arnarssonar.
Í fyrstu voru Eyjarnar í eigu bænda síðan um miðja 12. öld í eigu Skálholtsstaðar. Síðan eignast Noregskonungur eyjarnar í byrjun 15. aldar og þar á eftir Danakonungur til ársins 1874.
Höfuðatvinnugreinar Vestmannaeyja hafa jafnan verið sjávarútvegur og fiskvinnsla.
Árið 1627 var Tyrkjaránið framið og eldgosið í Eldfelli í Heimaey árið 1973.
Hér má svo sjá nokkrar myndir úr ferðinni
Klettshellir er þekktasti hellirinn í Vestmannaeyjum eða Heimaey og sá stærsti. Hellirinn gengur inn í Ystaklett
Fastur liður í útsýnissiglingu umhverfis eyjar er að sigla inn í Klettshellir og leika þar á blásturshljóðfæri fyrir ferðamenn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skerin eða Stöplarnir heita Drengir
Drangar eru víða við Vestmannaeyjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Latur er staki kletturinn þegar að komið er fyrir Ystaklett og Faxasker ætti að vera á hægri hönd
Latur er drangur sem stendur norðan við Miðklett á Heimaey. Kletturinn fékk nafn sitt af því að menn sem reru frá Landeyjum til Vestmannaeyja tóku sér oft hvíld við Lat áður en haldið var inn innsiglinguna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stóri Örn, litli Örn nær Klifinu, og Eiðið fyrir aftan vinstra megin við bátinn
Stóri Örn er stuðlabergsdrangur fyrir norðan Klif (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er verið að sigla leiðinni í gegnum Gatið. Þarna átti brú að hafa legið yfir í klettinn með stóru gati undir (svo segja sögur)
Gatið við Heymaey sem var undir brú sem núna er fallin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hani á hægri hönd og Hæna framundan
Eyjan Hani er 97m hár og dregur nafn sitt af kambi á eyjunni. Hæsti punktur á eyjunni heitir Hanahöfuð. Hæna er syðst af smáeyjunum og er 57 m á hæð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
þarna er verið inní Kafhelli í hænu, horft í átt að Dalfjalli og Blátindur er þar efsti punktur og líklegast sést þarna inní Stafsnesvíkina
Kafhellir er í eyjunni Hænu og talinn fallegasti hellir úteyjanna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vestmannaeyjar, Heimaey víðmynd
Víðmynd af Heimaey, horft til norðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá höfuð af fíl rétt áður en komið er inn í Kapalgjótu
Kynjamyndanir má sjá víða í berginu í Vestmannaeyjum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kaplagjóta
Ekki er ég alveg viss á þessu örnefni en áður var rusli hent í þessa gjótu, en straumar eru sterkir við eyjarnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stórkostleg litadýrð er í hellunum Fjósin í Stórhöfða
Fjósin eru tveir hellar í Stórhöfða. Þeir eru óaðgengilegir nema á báti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mynd tekin út úr "Fjósinu" í átt að Smáeyjum eða á að segja
Gaman væri að vita frekari deili á þessu örnefni og hvernig það beygist (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Suðurey, í fjarska gæti verið Súlnasker, Geirfuglasker og Brandur
Suðurey, eyjarnar Súlnasker, Geirfuglasker og Brandur eru ekki langt undan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er sólin að setjast út við sjóndeildarhringinn
Miðnætursólin skartar sínu fegursta við Vestmannaeyjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér erum við komnir út í einn af hellunum
Hellir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það hefur löngum verið stórviðrasamt á Stórhöfða á Heimaey í Vestmannaeyjum
Á þessari mynd má vel sjá Heimaey og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kort að Vestmannaeyjum og Heimaey
kort af Vestmannaeyjum og Heimaey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Árni tölvukarl var skipstjóri og stýrimaður á slöngubátnum og Árni Sigurður Pétursson átti heiðurinn af mörgum af þeim örnefnum sem hér koma fram, en hann hafði sent mér þær sem athugasemdir hér áður á blogginu hjá mér. Ef einhverjir staðkunnugir þekkja betur til, þá um að gera að senda inn linka á myndir ásamt skýringum.
Varðandi samgöngumál Vestmanneyjar þá vil ég vísa á fyrri skrif mín hér:
Hér má sjá kort og nánari hugmyndir:
JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/
Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Umhverfis landið á slöngubát | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.4.2008 | 14:23
ALLT ER VÆNT SEM VEL ER GRÆNT - MYNDIR
Hér má svo sjá lista yfir þá þætti sem Green Globe samtökin eru að skoða hjá ferðaþjónustufyrirtækjum til að þau fái græna vottun?
1. Losun gróðurhúsalofttegunda
2. Orkunýting, orkusparnaður og stjórnun
3. Stjórnun ferskvatnsauðlinda
4. Verndun og stjórn vistkerfa
5. Stjórnun félagslegra og menningalegra áhrifa ferðaþjónustunnar
6. Skipulag og þróun svæða undir ferðaþjónustu
7. Félagshagfræðilegur ávinningur svæðisins af ferðaþjónustu
8. Verndun loftgæða og stjórnun hávaða
9. Stjórnun fráveitumála og ofanvatns
10. Lágmörkun úrgangs, endurnotkun og endurvinnsla
11. Geymsla og notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu
12. Verndun menningarminja
Hér kemur smá myndasería úr flugferð fisflugmanna um Snæfellsnesið í maí 2005.
Flotinn bíður í landi á Arnarstapa í góða veðrinu
Hvar er fiskurinn? Ætli kvótinn sé uppurinn? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá flug sem farið var um Snæfellsnesið á góðum degi
Hér má sjá vel öll smáatriði í fjörunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér flýgur Lárus á sínum heimasmíðaða mótorsvifdreka meðfram stórgrýttri ströndinni á Snæfellsnesi
Hér má sjá vel hvernig bergið er lagskipt og má greina móberg undir nýlegum hraunlögum sem hafa að öllum líkindum komið úr gosi frá Snæfellsjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
http://www.photo.is/snae/pages/kps05050520.html
Það getur verið magnað að sjá hvernig bylgjur hafsins hafa brotið niður blágrýtið
Náttúran fer sínu fram hér sem annars staðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekkta dranga við ströndina
Lóndrangar á Snæfellsnesi eru gamlir goskjarnar þar sem ágangur sjávar hefur náð að hreinsa laust gjall og vikur í kringum hreinan goskjarnann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekktan vita við ströndina
Malarrifsviti á Snæfellsnesi, sannkallað paradís á jörðu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er þekkt vík
Víkin heitir Djúpalónssandur og er sunnan megin utarlega á Snæfellsnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Steinarnir fullsterku, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði á Djúpalónssandi hafa löngum verið vinsælir meðal ferðamanna
Upplýsingar á íslensku, ensku, þýsku og dönsku fyrir ferðamenn um steinana fullsterku, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði á Djúpalónssandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flugið út að Svörtuloftum á Snæfellsnesi var magnað
Hér má sjá hvernig brimið hefur étið sig inn í nýlegt hraunið á þessari leið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stórar hellahvelfingar hafa myndast víða þar sem stórar úthafsöldurnar skella á ströndinni
Hér má sjá hvernig brimið hefur myndað stóra hvelfingu eða helli í nýlegt hraunið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki verður langt þangað til brimið verður búið að grafa sig inn í bergið undir vitann á Svörtuloftum
Vitinn á Svörtuloftum nálægt sundurgrafinni hraunbrúninni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eitt hæsta mannvirki Evrópu var lengi vel á Gufuskálum
Ríkisútvarpið rekur langbylgjustöð á Gufuskálum. Mastrið sem nú er næsthæsta eða um 412 m (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er greinilega mikið um að vera á toppi Snæfellsjökuls
Á toppnum má sjá vélsleða, snjóbíl og fullt af fólki á skíðum í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hópur af fólki á toppi Snæfellsjökuls að stunda vetraríþróttir
Á toppi Snæfellsjökuls má sjá vélsleða, snjóbíl og fullt af fólki á skíðum í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekkert er eins gaman og að fljúga í flottur veðri á mótorsvifdreka yfir Snæfellsjökul
TF-111 flýgur yfir Snæfellsjökul í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvar er svo þessi mynd tekin?
Smá myndagetraun af Snæfellsnesi, hvaða hús er þetta á myndinni? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En það eru fleiri sem fljúga um Snæfellsnesið
Hér er kría að verja ungana sína fyrir ágangi ljósmyndarans (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kirkjan á Búðum er vinsæl meðal ferðamanna
Búðarkirkja á Snæfellsnesi. Ekki oft sem að fólk sér svart málaða kirkju. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er oft talað að það sé kraftur undir jökli en það er margt kynngimagnað sem á sér stað á Snæfellsnesi. Það er von að fólk eins og Guðrún Bergmann heillist að Snæfellsnesi
Á myndinni má sjá völundarhús ekki langt frá Dritvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Hellnum er einnig Hótel Hellnar sem Guðrún Bergmann rekur.
Guðrún G. Bergmann hefur flutt fjölda fyrirlestra um sjálfbæra þróun um umhverfismál, umhverfisvernd og umhverfisstjórnun. Hún hefur verið ötull talsmaður fyrir Green Globe 21 á Íslandi
Fugla og hvalaskoðun er vinsæl við Snæfellsnes, viti, lighthouse, Öndverðarnes
Hér er hópur ferðamanna við vitann á Öndverðarnesi (Fálka) skammt frá Svörtuloftum að skoða stórhveli á sjónum rétt fyrir utan nesið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Söguna um leyndardóma Snæfellsjökuls þekkja allir
Hér má sjá veggspjald frá Gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls um söguna um Jules Verne í ferð sinni að miðju jarðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvaða fyrirbæri er þetta? Til hvers er þetta og hvenær var þetta byggt?
Myndagetraun af Snæfellsnesi, hér vantar nákvæmar upplýsingar um staðinn :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Sjálfbær þróun á Snæfellsnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)