Færsluflokkur: Samgöngur
25.8.2009 | 13:26
FERÐ TIL GRÍMSEYJAR - TRIP TO GRIMSEY ISLAND - MYNDIR
FERÐ TIL GRÍMSEYJAR - TRIP TO GRIMSEY ISLAND - MYNDIR
Ég var á ferðalagi um Mývatn fyrir stuttu og bauðst þá að skjótast til Grímseyjar með flugfélaginu Mýflug. Örn Sigurðsson flugmaður veitti mér og mótordrekanum húsaskjól á flugvellinum á Mývatni við Reynihlíð eftir erfitt flug frá Hrauneyjum yfir Hálendið nóttina áður.
Flugstöðin í Grímsey er ekki stór, en ferðamenn hafa löngum sótt þessa merku eyju heim. Þegar von er á flugi til eyjunnar, þá þarf að reka upp fugl af brautinni og þurfa flugmenn jafnvel að beita sérstakri tækni í flugtaki og lendingu til að forðast að fá fugl í hreyfilinn. Í Grímsey er margt að sjá og boðið er upp á leiðsögn með ferðafólk þar sem m.a. er farið með fólkið yfir bauginn, í kirkjuna, að vitanum, í fiskverkun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grímsey Airport, one problem is all the birds on the airfield. Lot of Arctic tern are covering the airfield during the breading season. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Það má segja að það hafi verið allt morandi í kríu í Grímsey og mátti leiðsögukonan sem ók okkur um eyjuna hafa sig alla við að aka ekki yfir unganna sem voru á hlaupum út um allt. _ Young Arctic Tern running away from the guide (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kría Sterna paradisaea fugl ætt þerna farfugl Íslandi verpir norðurslóðum Krían hvít kviði stéli væng svartan koll svarta vængbrodda rauða fætur rautt nef Ungar ungi Havternen Sterna paradisaea Die Küstenseeschwalbe Arctic Tern Kría seabirds puffins Lundi (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Fiskvinnsla og smábátaútgerð er stór atvinnuvegur í Grímsey, enda ekki langt að fara til að komast á miðin. Ferðaþjónusta hefur aukist mikið og eru regluleg flug og hægt að taka ferju frá Dalvík. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The principal industrial activity is commercial fishing. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má sjá minnismerki sem reist var í nafni Willard Fiske. En hann var velgjörðamaður eyjunnar og styrkti íbúa með ýmsum hætti. Meðal annars gaf hann eyjarskeggjum skákborð enda Grímseyingar slyngir skákmenn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
A chess player Willard Fiske took a protective interest in Grímsey in the 1870s, sending supplies, supporting the economy and leaving money in his will, though he never once visited (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Mikið er um lunda í Grímsey. Í klettabeltinu fyrir framan kirkjuna var gott að skoða lundann og þar var líka klettur sem var eins og mannshöfuð í laginu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grimsey island is a perfect place for puffins. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Í eyjunni búa rúmlega 100 manns og er lítil kirkja á staðnum, Miðgarðakirkja sem þjónað er frá Dalvík. Hún var á sínum tíma byggð úr rekavið (1867) og svo endurbyggð 1956. Kirkjan hefur sérkennilegan byggingarstíl, hún er mjög mjó en háreyst, virkar stór úr fjarlægð en lítil og mjó þegar komið er inn í hana. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The church on Grímsey was built from driftwood in 1867 and renovated in 1956. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Í lok ferðar, þá er hægt að fá skrautskrifað viðurkenningarskjal. En allir fá viðurkenningarskjal frá flugfélaginu Mýflugi fyrir að fara yfir heimskautsbaug. Hér ritar Ragnhildur Hjaltadóttir leiðsögumaður: Hér með vottast að Kjartan Pétur Sigurðsson hefur í dag stígið fæti sínum norður yfir Heimskautsbaug í Grímsey á undan norðurströnd Íslands. 66°33 N, 18° 01 V (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grímsey is also a popular tourist destination for visitors who wish to experience the Arctic Circle. You will get a signature as a provident for your trip to Grímsey island (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Til að staðfesta að greinarhöfundur hafi náð þeim merka áfanga að hafa komið á Norðurheimskautsbauginn eða stigið yfir 66° norðlæga breiddagráðu að þá var tekin mynd þar sem staðið er við minnisvarða sem er rétt norðan við flugstöðina í Grímsey. Lengi vel voru sögusagnir um að þessi lína hefði skipt hjónarúmi presthjónanna eða var það hjónarúm oddvitans á Básum í tvennt og hefðu þau því sofið sitthvoru megin við línuna. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið, til þess eins að stíga norður fyrir baug. Saga segir að eitt sinn hafi heimskautsbaugurinn, sem er á örlítilli hreyfingu, legið um mitt hjónarúm oddvitans á Básum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Arctic circle on Grímsey. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má svo sjá loftmynd af suðurhluta Grímseyjar. En flogið var frá Mývatni með Mýflugi á 6 sæta Cessnu flugvél (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aerial photo of Grímsey island north of Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má sjá kort af Grímsey ásamt örnefnum, Kaldagjá, Eyjarfótur, Básavík, Almannagjá, Vænghóll, Handfestagjá, Flatsker, Hlíðarstapi, Flesjar, Grenivík og Sterta (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Map of Grímsey island in Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Eftir þessa ótrúlegu ferð til Grímseyjar, þá útbjó ég myndband sem sett var síðan inn á Youtube.
Flying over the Polar circle to Puffin island Grímsey 66° North of Iceland https://www.youtube.com/watch?v=dMhabEmH-Wo
Á wikipedia má lesa nánar eftirfarandi á ensku þaðan sem m.a. fyrrgreindar upplýsingar eru fengnar
Grímsey is a small island 40 kilometres (25 mi) north of Iceland, situated directly on the Arctic Circle. The island constitutes the hreppur (municipality) Grímseyjarhreppur, which is part of the county Eyjafjarðarsýsla. The population is approximately 100; the only settlement is Sandvík.
Geography and climate Grímsey is the northernmost inhabited Icelandic territory; the islet of Kolbeinsey lies further north, but is uninhabited. The closest land is the island of Flatey, Skjálfandi, 39.4 kilometres (24.5 mi) to the south. There are steep cliffs everywhere except on the southern shoreline. Grímsey has an area of 5.3 square kilometres (2.0 sq mi), and a maximum altitude of 105 metres (344 ft). Despite the northerly latitude, the climate is generally mild, due to the North Atlantic Current which brings warm water from the Gulf of Mexico. A maximum temperature of 26°C (79°F) has been recorded, which equals that of the much more southerly capital Reykjavík. Though treeless, the vegetation cover is rich, consisting of marshland, grass, and moss, and the island is home to many birds, in particular auks.
Economy and society The principal industrial activity is commercial fishing. Agriculture and collecting seabirds' eggs are also common. Grímsey is also a popular tourist destination for visitors who wish to experience the Arctic Circle. The island is served by regular ferry and aircraft passenger services from the mainland.[1] The church on Grímsey was built from driftwood in 1867 and renovated in 1956. It is within the parish of Akureyri. The island also features a community center and a school from kindergarten to Grade 8. Beyond this age, students travel to Akureyri for further education. The island has acquired a long-standing reputation for being a bastion of chess-playing. On learning this, the American scholar and keen chess player Willard Fiske took a protective interest in Grímsey in the 1870s, sending supplies, supporting the economy and leaving money in his will, though he never once visited. A local legend holds that the Arctic Circle runs exactly through the middle of the bed of Grímsey's priest. The fact that the circle shifts by a few meters per year makes this unlikely.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Æsingur á sjóstöng við Grímsey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 8.4.2022 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.7.2009 | 07:42
Hótel Valhöll brennur - Video
Hér má sjá stutt myndband sem að ég útbjó af flugi austur þar sem teknar voru nokkrar myndir af brunanum af Hótel Valhöll.
https://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA
Og þar sem eitthvað misfórst með söng Helga Björnssonar í laginu, að þá er hægt að ná í sama myndbút hér með undirspili.
http://www.photo.is/video/Trike_flug_Valholl/
En ég mun fljótlega koma með myndbúta frá Mývatni, Mýflugi, flugferð yfir Sprengisand og svo að lokum hringferð um landið.
Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:
Hér má svo sjá nýtt myndband af Sverrir Valdimarssyni í Hólminum frá Kirkjubæjarklaustri
http://www.youtube.com/watch?v=D1LGn1pLFlQ
Hér má svo sjá nýtt myndband af flugi til Grímseyjar
http://www.youtube.com/watch?v=dMhabEmH-Wo
Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q
Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0
Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY
Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8
Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ
Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ
Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS
Klóakið stíflaðist og hótelið brann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 8.4.2022 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 10:36
Beint flug inn í Langasjó - Video
Fyrir nokkrum dögum var ég að prófa nýja litla videomyndavél sem að ég festi á vængendann á mótordreka. Síðan var flogið austur sem leið lá inn í Langasjó. Á myndbandinu má sjá miklar sandauðnir, fjallgarða, hálendisvötn og iðagrænan mosa þar sem tært lindarvatnið sprettur fram. Í miðjum Langasjó er eyja sem heitir Ást og væri gaman að fá að vita hvernig það nafn er tilkomið. Á sínum tíma rann Skaftá í gegnum Langasjó og hafa verið uppi hugmyndir um að nota þetta fallega lón sem uppistöðulón fyrir virkjanir á suður hálendinu.
Lesa má nánar um Bjallarvirkjun og fyrirhugað lón Tungnaárlón í Tungnaá hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/638713/
Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:
Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q
Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0
Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY
Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8
Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ
Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ
Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA
Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS
Beint flug til Seattle | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 8.4.2022 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2009 | 15:21
Geimskip lendir rétt hjá Skógum
Rétt hjá Skógum á Sólheimasandi niður við sjó má finna undarlegt flak af flugvél sem þurfti að nauðlenda á sandinum á sínum tíma. Gaman væri að fá sögu þessa dularfulla flaks frá blogglesendum.
Í leiðinni læt ég fylgja með smá flug-myndband sem að ég tók fyrir stuttu af þessu fallega svæði þar sem sjá má tvær geimverur fljúga yfir Skógafoss!
Einnig er hægt að skoða flugið hér:
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ
og hér:
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY
Kjartan P. Sigurðsson
Vél United lent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 8.4.2022 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2009 | 10:57
Mynd af manni í hjólastól við Seljalandsfoss!
Ég var á ferð með hóp af erlendum ljósmyndurum fyrir nokkrum dögum við Seljalandsfoss. Náði ég þá þessu skemmtilega skoti af manni í hjólastól fyrir framan Seljalandsfoss. Ég átti stutt spjall við manninn sem var frá Noregi og kom þá í ljós að hann var lærður ljósmyndari en vann núna hjá norsku hafrannsóknarstofnunninni.
A Photographer from Norway on trip around Iceland in of-road 2WD wheelchair. (click image to see more pictures) photo: kjartan p. sigurdsson
Ég hafði tekið eftir honum á ferð stuttu áður við Skógarfoss og var fróðlegt að fylgjast með norðmanninum þar sem hann var að klöngrast yfir íslenskt urð og grjót á hjólastól. Hér má svo sjá panorama mynd þar sem vel má sjá stærðarhlutföllinn.
Panoramic picture of Seljalandsfoss with a Norwegian photographer traveling around Iceland in a of-road 2WD wheelchair. (click image to see more pictures) photo: kjartan p. sigurdsson
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Ætlar að skipuleggja ævintýraferðir fyrir lamaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.5.2009 | 14:48
GRÓTTA - GRÓTTUVITI - SELTJARNARNES - MYNDIR
Hér er horft til vesturs út nesið þar sem sjá má Gróttuvita yrst á Seltjarnarnesi. Grótta er yzti hluti Seltjarnarness. Hún er í rauninni eyja, sem tengist landi með skerjum sem standast upp úr á fjöru. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er horft í norður átt í áttina að Gróttu. Hér má sjá vel lukkaða ljósmynd af Seltjarnarnesi sem tekin er að vori til árið 2004. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér sjást svo húsakynnin betur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er svo sumarmynd af Gróttu og Gróttuvita (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Grótta og Gróttuviti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Það er oft fallegt úti á Gróttu þar sem Gróttuviti stendur. Á fjöru er auðvelt að labba út í Gróttuvita (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Tjörnin úti á Gróttu. Bakkatjörn, Búðatjörn og Tjörn í Dal eru á Nesinu. Bakkatjörn var áður leiruvogur inn úr Bakkavík en ósnum var lokað um 1960. Að norðanverðu eru Vatnavík, Vesturvik, Austurvik og Eiðisvík. Að sunnan má nefna Sandvik og Bakkvík. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grotta island on Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Sjálfsagt hafa margir gaman að því að renna yfir stækkaða útgáfu af myndinni og sjá hvað hefur breyst síðan þá.
Loftmynd af bæjarfélaginu á Seltjarnarnesi. Ef smellt er á mynd, þá má sjá stækkaða panorama-loftmynd af svæðinu (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Seltjarnarnes peninsula, Reykjavik, Iceland Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Föst út í Gróttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 19:18
FERÐ YFIR VATNAJÖKUL - MYNDIR OG KORT
FERÐ YFIR VATNAJÖKUL - TRIP OVER VATNAJÖKULL GLACIER
Ekki er ólíklegt að dömurnar hafi farið í skálann á Grímsfjalli en vegalengdin þaðan í Tjaldaskarð er um 52 km. Frá Jökulheimum eru svo aðrir 50 km í Grímsvötn. Þannig að þær hafa verið búnar að leggja af baki um 100 km vegalengd. Ef einhverjir eru að huga að ferð á svipaðar slóðir á næstu dögum, að þá er gott að fara inn á
Sem dæmi, þá verður gríðarleg mikil ofankoma næstkomandi miðvikudag um kl. 3 og má þá búast við í nokkra daga á eftir geti verið mikið magn af púðursnjó á svæðinu og færi mjög erfitt. Hér má sjá skjáskot af veðrinu þennan dag í kringum Öræfajökul og suður hluta landsins (smellið á mynd til að fara inn á gamli.belging.is)
Wether map of Vatnajökull. Biggest glacier in Iceland placed on the east-coast of Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er horft upp eftir Svínafellsjökli, en í fjarska efst upp á brúninni er Tjaldskarði á Öræfajökli. Á þessum stað hlémegin við Hvannadalshnjúk getur verið gríðarlega mikil úrkoma og oft mjög erfitt færi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
A view up the glacier tong Svinafellsjökul (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er komið nærri brúninni og má sjá hvernig skriðjökulinn lekur niður á milli fjallshrygga sem eru sinn hvoru meginn. Nokkurn vegin þarna efst á brúninni er staðurinn þar sem konurnar voru með tjöldin sín. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
A view up the glacier tong Svinafellsjökul (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má svo sjá mynd af svæðinu uppi á jöklinum með Öræfajökul og Hvannadalshnjúk í baksýn. Það var einmitt á þessum sama kafla sem færið fór að verða verulega erfitt fyrir mikið breytta bíla. Það var þó ekki fyrr en við komum niður á sléttuna fyrir neðan Hermannaskarðið að færið varð virkilega erfitt og var þá meðalhraðinn ekki nema 2-3 km/klst! Myndir af jeppaleiðangri sem farin var páskana svipaða leið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
On top of glacier Vatnajökull close to Svinafellsjökul and Tjaldskarð (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er stoppað til að taka nokkrar myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
A super 4x4 jeep trip over glacier Vatnajökull close to Svinafellsjökul and Tjaldskarð. Stop to make pictures (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Ógleymanleg fegurð á fjöllum þegar veðuraðstæður eru eins og voru þetta kvöldið hjá okkur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
A super 4x4 jeep trip over glacier Vatnajökull close to Svinafellsjökul and Tjaldskarð. Stop to make pictures (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má svo sjá kort af Vatnajökli, Öræfajökli, Hvannadalshnjúki og svo Tjaldskarði þar sem konurnar tjölduðu eftir 10 daga ferð á jöklinum (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Map of Vatnajökull glacier on south coast of Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Ferð yfir Vatnajökull - Trip over Vatnajökull Glacier http://photo.blog.is/blog/photo/entry/839736/
Moka þurfti tjöld kvennanna upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 09:15
HÁLENDISFERÐIR Í AFRÍKU - VIDEO
Samgöngur | Breytt 8.4.2022 kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2009 | 09:08
4x4 FERÐ INN Í GRÍMSVÖTN - GUFA - GÖNGUSKÍÐI - MYNDIR
Hér er ekið á fullbreyttum Landrover á leið inn í Grímsvötn um páskanna í mars mánuði 2008. Færið er frekar erfitt, þó er skyggni eins og best verður á kosið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Iceland 4x4 super jeep trip. Trail distance: 773 kilometers. Reykjavik - Landmannalaugar - Grímsfjall - Vatnajökull - Esjufjöll - Breidamerkurjökull (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Þá er loksins komið á áfangastað sem er skáli jöklarannsóknafélagsins á toppi Grímsfjalls. Skálinn er uppi á toppi fjallsins þar sem næðir vel um og þarf því oft að moka sér leið inn í þá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The Grímsvötn lakes lie's in the highlands of Iceland at the northwestern side of the Vatnajökull glacier and are covered by its ice cap. Beneath them is a large magma chamber of a powerful volcano. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Á topp Grímsfjalls eru 3 skálar. Hægt er að gista í 2 skálum og er sá þriðji fyrir ýmsan aukabúnað, salerni, rafstöð, rannsóknartæki og fl. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The hut Grimsfjall II Vatnajökull 4x4 superjeep glacier excursion. A winter trip through the Icelandic highlands by 4x4. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér sést inn í miðskálann sem mest er notaður. Þar er fín upphituð gistiaðstaða. Skálin er að mestu hugsaður fyrir félaga Jöklarannsóknafélagsins en ferðamenn geta fengið að gista líka og þá þurfa þeir að fá lykil hjá félaginu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grímsvötn is on the top of the Vatnajökull Glacier. One nights in mountain hut, heated with natural hot water from an active volcano! (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Veðrið var flott og því um að gera að skella sér strax á gönguskíðin. Hætturnar eru víða á Grímsfjalli, enda er þar eitt mesta háhitasvæði á jörðinni. Stórar sprungur voru nálægt brúninni sem rauk úr. Steinar og Haradur komnir á gönguskíðin uppi á Grímsfjalli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The wether was outstanding for outdoor activity. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Það sem vekur mesta athygli þeirra sem koma í skálann í Grímsvötnum, er að þar er ALVÖRU gufubað. Hér er Steinar Þór Sveinsson að láta lýsið leka af sér í miklum hita. Nóg er af ókeypis orku. Það vill svo til að það er heilt eldfjall sem hitar upp gufuna og alla þrjá skálanna! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
One nights in mountain hut, heated with natural hot water and there is the strangest steam bath in the world - on top of an active volcano, Grímsfjall or Grímsvötn caldera, the most active one in the world! (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Það er þekkt fyrirbæri að það eigi sér oft stað eldgos í kjölfar þess að þungu fargi er létti af yfirborði jarðar. Það getur verið þykkur ís sem bráðnar eða uppsafnað vatn.
Þetta var að gerast um allt land í miklu mæli eftir að ísöld lauk fyrir um 10.000 árum síðan, en þá hafði þykk íshella hulið stóran hluta landsins.
Þegar ísaldarjökulinn hörfaði, þá má reikna með að landið hafi nánast logað stafnanna á milli vegna eldgosa. Á sama tíma lyftist eða reis landið upp og leitaði í nýtt jafnvægi þegar hinu þunga ísfargi var létt af yfirborði þess.
Leifar af svona fyrirbæri erum við núna að upplifa í Grímsvötnum. En árið 2004 þegar síðasta hlaup var í Skeiðará, þá hófst eldgos í Grímsvötnum rúmum sólahringi seinna! Svipað gerðist árin 1998, 1983, 1938, 1934, 1933, 1902 ... eða um 30 gos á síðustu 400 árum! Einnig átti sér stað gos 1996 í Gjálp með afdrifaríkum hætti og hvarf þá vegur og brúarmannvirki á stórum kafla á Skeiðarársandi.
Grímsvötn er stór megineldstöð og risastór 5 km² ísfyllta askja.
Mönnum reiknast til að þar undir leynist eitt öflugasta jarðhitasvæði á jörðinni, sem bræðir stöðugt ísinn og fyllir öskjuna smám saman með vatni sem endar svo í stórum jökulhlaupum með óreglulegum millibilum. En það þarf gríðarlega mikla orku til að bræða svona mikið magn af ís eins og á sér stað í Grímsvötnum.
Það var allt krökkt af flugvélum þegar síðast gaus í Grímsvötnum árið 1998. Eins og sjá má á myndinni, þá hefur gosaskan lagst yfir jökulinn til suðurs.
Eldgos við Grímsfjall í Grímsvötnum 1998 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Grímsvötn, Iceland's most frequently active volcano in historical time, lies largely beneath the vast Vatnajökull icecap. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Til eru heimildir um gríðarstór eldgos í Grímsvötnum sem sáust víða að. Í Danmerkurlýsingu P. H. Resen mátti lesa:
"Árið 1684 hófst eldgos í Grímsvatnajökli, sem annars er þakinn eilífum snjó og það með þvílíkum ofsa og magni að eldurinn sást víðsvegar um land. Gosið stóð svo lengi að ennþá í miðjum janúar árið 1685 mátti sjá það. Á undan eldgosinu fór gífurlegt vatnsflóð úr þessu sama fjalli í fljótið Jökulsá."
Eldgosið í Gjálp 1996 hafði afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Kom þá stórt hamfarahlaup með meðalrennsli um 50.000 m3/sek. Hurfu þá vegir og brúarmannvirki á stórum köflum á Skeiðarársandi og framburður varð svo mikill af aur, ís og sandi að ströndin við Skeiðarársanda færðist fram um heila 800 metra!
En hamfaraflóð frá Grímsvötnum geta leitað bæði til suðurs og norður frá Vatnajökli og má m.a. sjá merki um slík inni í Ásbyrgi. Það er talið hafa myndast í slíkum flóðum og er þá talið að meðalrennsli hafi farið upp í um 200.000 m3/sek!
Hér er hópur jeppamanna sem voru fyrstir til að aka yfir þar sem rennur úr Grímsvötnum eftir gosið 1996.
Hópur jeppamanna norðan við Grímsfjall eftir gosið í Gjálp 1996 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En víða á svæðinu mátti sjá stóra sigkatla eftir gosið, sem voru merki þess að mikil eldvirkni og bráðnun hefði átt sér stað þar langt undir.
Hér má svo sjá kort af Grímsvötnum og Grímsfjalli. Gula pílan sínir þá leið sem vatnið fer til suðurs. Þegar uppsöfnun á vatni er orðin nægjanleg, þá á einhverjum tímapunkti flýtur íshellan upp og vatnið ryðst fram og myndast þá jökulhlaup.
Kort af Vatnajökli, Grímsfjall og Grímsvötn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki eru mörg ár síðan að jarðfræðingur ók fram af hömrunum ekki langt frá þessum stað. Allt fór þó vel að lokum þrátt fyrir nokkur hundruð metra fall.
Steinar og Haraldur komnir á gönguskíðin
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080835.html
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080889.html
Það rýkur upp úr hryggnum á Grímsfjalli / Svíahnúk Vestari
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080870hdr.html
Guðmundur myndar á háhitasvæðinu við Grímsfjall
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080874.html
Hrikalegt að horfa niður af brún Grímsfjalls, brúnin öll sundur sprungin
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080898.html
Snjórinn í kringum skálana sannkallað listaverk, Hvannadalshnjúkur í bakgrunni
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080904hdr.html
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080907hdr.html
Kvöldið er fagurt á Grímsfjalli
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080922.html
Innviðir skálans á Grímsfjalli
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080926.html
Grímsvötn virkasta eldstöð á Íslandi
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080930.html
Naktir menn í gufu á toppi Grímsfjalls
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080932.html
Klósett eins og þau gerast best
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080936.html
Ekið niður af Grímsfjalli til austurs í slæmu skyggni
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080940.html
http://photo.is/08/03/3/pages/kps03080943.html
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 6.4.2009 kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 17:12
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - JÓL - Matur - 6
Ekki kemur á óvart að Kínverjar skuli vilja sækja Íslendinga heim þegar kemur að flugnámi, enda Íslendingar með langa og góða hefð á því sviði. Kína hefur vaxið svo hratt á sumum sviðum að þeir hafa hreinlega ekki undan að bæta við og mennta sitt eigið fólk. Ég sem fisflugmaður var aðeins að kíkja eftir hvort að það væri eitthvað um slíkt flug í Kína, en fann lítið um slíkt. Þarna gæti verið áhugaverður vaxtabroddur fyrir Kínverja að hefja smíði á léttum flugvélum.
Að vísu eru þeir komnir langt með að smíða sínar eigin stórar þotur og voru að prófa eina slíka um daginn með góðum árangri. En svo að ég haldi áfram með dagbókina úr Kínaferðinni, þá læt ég hana fylgja með hér á eftir:
En fyrstu myndina má svo tengja flugi fyrir þá bloggara sem hafa áhyggjur af tengingum hjá mér við fréttir dagsins :)
Dagur - 6 / Day - 6 24. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Lítið fór fyrir jólahátíð hjá mér eins og haldin er á Íslandi í Kínaferðinni.
Spurning um að sýna mynd af þessum mat hér. En hænulappir eru æði góðar og fékk ég þær í mismunandi útfærslu. Í Kína er greinilega ALLT borðað. Enda er þetta ekkert annað en prótein og holl næring með mismunandi útliti.
Shanghai chicken legs. Chicken Legs with barbecue Sauce! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Farið yfir texta í dagbók og stillt lýsing og litur í myndum sem búið er að taka í ferðinni. Hjálpaði félaga heima á Íslandi með ýmis mál eins og kaup á 20 km af ljósleiðara og endabúnaði fyrir ljósleiðaratengingu.
Fórum aftur í litlu Risatölvubúðina og lá leiðin beinnt á veitingastaðinn. Núna pantaði Heng mat sem við þurftum að elda sjálf! Á borði var borið mikið magn af hráu fæði og svo lítil tölvustýrð eldavél.
Síðan elduðum við matin sjálf og settum í tvöfalldan pott. Annar helmingurinn sterkkrydduð súpa og svo hin núðlusúpa. Resturant in Digital Malls Shanghai Metro City - 美罗城. Shanghai’s PC Mall - 5 Stories of Computer and Electronic Goodness - huge 5 story mall - http://www.shmetrocity.com/ Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í "litlu" dótabúðinni leitaði m.a. af heyrnatóli með míkrófóni sem væri þráðlaust (fann eitthvað um 10 mismunandi gerðir). Hægt var að fá þau í mismunandi gerðum eins og Bluetooth, RF, WiFi, VoIP, FM.
Var að leita að þægilegri og einfaldri lausn þar sem væri hægt að nota slíkan búnað sem leiðsögumaður eða sem Skype síma á tölvu. Þarna var hægt að finna endalaust af heyrnatólum fyrir tölvur. I was looking for special wifi headset. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annað eins úrval er líklega hvergi til í heiminum, enda búðin upp á heilar 11 hæðir.
Seinna um daginn spjallaði ég við Kristján B. Ómarsson félaga minn á Skype sem hannaði m.a. "Íslenska Blöndunginn" (www.tct.is) og er hér úti í Kína í borginni Weihei. Hann er að vinna að hönnun á nýjum báti fyrir fyrirtæki sem heitir www.scandic.is (Benedikt G. Guðmundsson framkvæmdastjóri). Þeir eru saman að vinna að fullt af sniðugum hugmyndum í samstarfi við aðila í Dubay.
Annars fór lítið fyrir jólahaldinu hjá Kínverjum en þó hafði pabbi Heng áhyggjur af því hvort að ég þyrfti jólagjöf og hristi ég bara hausinn og brosti enda kunni hann ekkert í ensku og ég því síður í kínversku nema einstök orð.
Að vísu rakst ég á þessar dömur hér í jólasveinabúningum á básnum hjá Sony Ericsson símafyrirtækinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um kvöldið, þá var eiginkonu bróðir pabba Heng í heimsókn hjá okkur og sáu gömlu hjónin um að galdra fram enn eina stórmáltíðina.
Big Chinese launch with some family members. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Kínverjar koma í flugnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)