Færsluflokkur: Dægurmál

FAGRIDALUR - MYNDIR OG KORT

Síðast þegar féllu skriður í Fagradal á austfjörðum, þá lokaðist hringvegurinn og var það m.a. út af þessari skriðu hér.

Skriða sem fjéll í Fagradal á Austfjörðum í miklum haustrigningum 2005. Picture of Fagridalur in Eastfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft inn eftir Fagradal frá Reyðarfirði. Eins og sjá má, þá hafa fleirri skriður fallið á sínum tíma.

Skriður sem fjéllu í Fagradal á Austfjörðum í miklum haustrigningum 2005. Picture of Fagridalur in Eastfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það má að sjálfsögðu leysa svona vandamál með flottu jarðgangnakerfi og lestarkerfi sem tengir stærstu þéttbýliskjarnanna á svæðinu betur saman.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir Norðaustur- og Austurland Möðrudalsöræfin (Mývatn - Egilsstaðir), Álhringurinn (Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður)

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðausturland, Möðrudalsöræfi og Álhringurinn (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Möðrudalsöræfin Mývatn - Egilsstaðir 149 km, Álhringurinn Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður 112 km

Gæti verið hagkvæmur kostur til að búa tl eitt atvinnusvæði sem myndi líka nýtast ferðaþjónustunni vel.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Suðvesturhorn landsins hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hætta á skriðuföllum á Fagradal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BAUHAUS MYNDIR

Það eru mörg stór hús að rísa við túngaflinn á félagsheimili fisflugmanna. Eitt af þeim húsum er hús Bauhaus.

Þessi hús eru orðin það stór, að við fisflugmenn höfum verið að grínast með það að þökin á þessum húsum væru fyrirtaks flugvellir.

Hér má sjá verkamenn vera að reisa risaskilti á þaki Bauhaus sem kemur til með að snúa út að Vesturlandsvegi

Starfsmenn Borgarvirkis hafa verið að sprengja fyrir grunni við Bauhaus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hálfklárað hringtorg við verslunina Bauhaus við Úlfarsfell

WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo mynd af húsinu sem um ræðir þar sem sprengigarnar áttu sér stað

WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá nánar vegaframkvæmdirnar í kringum húsið

Þessi mynd er tekin í júní 2008 og er þá rétt komin upp stálgrindin fyrir húsið. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En út af vaxandi byggð við Úlfarsfell, þá hafa fisflugmenn orðið að leita af nýju svæði til að stunda sitt áhugamál og stendur til að flytja alla starfsemina fljótlega frá núverandi stað sem heitir Grund og er rétt fyrir ofan þar sem bygging Bauhaus er að rísa.

Hólmsheiði eða Reynisvatnsheiði WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá aðra stóra byggingu á svæðinu. Myndin er tekin í ágúst 2007. Þakið á þessari byggingu er á við 2-3 fótboltavelli :)

Stærsta verslunarhúsnæði landsins, 40.000 fermetrar að stærð, er í byggingu við Vesturlandsveg. Þar verða Rúmfatalagerinn, húsbúnaðar­verslunin Pier og BYKO meðal annars. Skammt frá, hinum megin Vestur­lands­vegar, hefur þýska fyrirtækið Bauhaus keypt lóð og hyggst reisa 20.000 fermetra verslunarhúsnæði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sama tíma er ekki einu sinni byrjað á byggingu Bauhaus sem ætti þá að vera ofarlega til hægri í þessari mynd

WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En það er þó byrjað á því að sprengja fyrir grunninum eins og sjá má hér. En svona byggingarframkvæmdir taka greinilega langan tíma fyrst að rúmu ári síðar er enn verið að sprengja.

Mikill hvellur vegna sprengingar. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mikill hvellur vegna sprengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLOTT, ÆÐI, FRÁBÆRT :)

Mjólk og Ólaf Magnússon eiga heiður skilið fyrir að taka snarlega á þessu máli eins og höfðingjum sæmir.
mbl.is Fékk styrk til að leysa út vélarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskt lag, þó ekki eftir Kim Larsen ásamt myndbandi

Hér kemur smá myndbútur sem ég var að prófa að setja inn á bloggið hjá mér. Ég tók þetta myndband og vann á sínum tíma. Danska lagið sem er í upphafi myndbandsins er eitt af mínum uppáhaldslögum.

 Lagið fjallar um konu :)

"Men du er en rullesten. Du har ikke nok i en. Derfor må du gå din egen vej. At tiden læger alle sår, sir de vise mænd. Jeg håber de forstår, hvad de taler ..." 

 

"Du sir du har en anden ven. Hvad jeg frygtede mest er hændt mig nu igen. Du fortæller ligesom sidst at det er den store kærlighed. Farvel min blomst behold ham blot i fred. Så længe jeg lever. Så længe mit hjerte slår. Så længe vil jeg elske dig. Men du er en rullesten. Du har ikke nok i en. Derfor må du gå din egen vej. At tiden læger alle sår, sir de vise mænd. Jeg håber de forstår, hvad de taler om. Jeg tror det næppe. Simpelthen fordi. De aldrig prøved dette - helt forbi. Så længe jeg lever. Så længe mit hjerte slår. Så længe vil jeg elske dig. Men du er en rullesten. Du har ikke nok i en. Derfor må du gå din egen vej."

En lag og texti er eftir John Mogensen 

Kjartan

p.s. hvað er hann að meina með "rullesten" í textanum og hvar er myndbandið tekið? 


mbl.is Kim Larsen fer í hart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FÓÐURBLANDA, KORNHLAÐAN, KORNAX, SUNDAHÖFN - MYNDIR

Það er gaman að bera saman myndir af svæðinu þar sem bruninn átti sér stað og sjá hvað það hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma

Hér má sjá Kornax, Fóðurblönduna, Kornhlöðuna og svo Sundahöfn. Myndir teknar í apríl 2004. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo mynd tekin í júlí 2007 aðeins nær og mun skýrari.

Smábátahöfnin er núna komin út á hornið þar sem Skarfasker við Laugarnestanga er. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo myndir teknar í júní 2006

Hér má sjá Fóðurblönduna, Kornhlöðuna, Kornax og svo Sundahöfn. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo önnur mynd úr sama flugi

Þar má sjá afgreiðslu Eimskips fremst í myndinni og svo aftur Kornax, MR, Fóðurblönduna og Kornhlöðuna. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir ekki svo löngu síðan, þá kviknaði í þessum turni hér hjá Kornhlöðunni og skemmdist þá einhverjar raflagnir sem þurfti að endurnýja.

Lyftuhúsið á Kornhlöðunni ásamt sílóum en þau geta verið á milli 20 og 30 talsins þar sem verið er að blanda mismunandi kornum saman til að fá mismunandi eiginleika. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá skemmtiferðaskipið Discovery leggjast að nýju bryggjunni við Skarfabakka í Ágúst 2007

Í baksýn má sjá hversu ört uppbygingin á sér stað á svæðinu. Picture of ship Discovery at Skarfabakki, Sundahofn in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá annað skemmtiferðaskipið við bryggjunni við bryggju í Sundahöfn Ágúst 2007

Það voru 3 skip í höfn í Reykjavík á menningardaginn og virðist vera að einhverjir séu farnir að gera út á þennan viðburð í Reykjavík. Picture of Sundahofn, Skarfabakki in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hafnarsvæðið nánast fullbyggt hvað Skarfabakka varðar

Myndir teknar fyrir stutt eða um miðjan ágúst 2008, eða sama dag og mót fór fram í siglingum á skútum fyrir utan Reykjavík. Picture of Sundahofn, Skarfabakki in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo önnur nýleg mynd sem var líka tekin í ágúst mánuði 2008 og þar má sjá tvö skip sem eru við Skarfabakka í Reykjavík

Hér er stórt skemmtiferðarskip sem heitir AIDA aurora að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. Picture of Sundahofn, Skarfabakki in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




En annars þekki ég aðeins til á þessum stöðum eftir að hafa séð um þjónustu á búnaði fyrir Kornax og Kornhlöðuna í nokkur ár.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Eldur í Fóðurblöndunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEISTU HVAÐ ÞETTA ER?



Veistu hvað þetta er?










Svarið er neðst

Þetta er nýtt breskt fangelsi! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)









Þetta er nýtt breskt fangelsi!


af því tilefni er hér:

Samanburður á
lífi fanga og frjálsra manna


Þetta gæti bætt skilning á aðstæðum fanga borið saman við frjálsa menn

í fangelsi

á vinnumarkaðinum


er meirihluta tímans varið í 3 x 3 m klefa
 
er meirihluta tímans varið í 1,8 x 1,8 m rými /skrifstofu

- eru þrjár fríar máltíðir á dag
 
- fá menn eitt matarhlé á dag og verða að borga fyrir matinn

- er gefið frí fyrir góða hegðun
 
- er hlaðið verkefnum á þá sem standa sig vel

- er vörður sem læsir eða opnar allar hurðir  
 
- þarf oft að bera öryggispassa og opna allar hurðir sjálfur

- er sjónvarp og tölvuleikir
 
- eru menn reknir fyrir að horfa á sjónvarp eða vera í tölvuleik

- eru einka salerni
 
- verður að deila salerni með fólki sem stundum mígur á setuna

- er fjölskyldu og vinum leyft að koma í heimsókn
 
- er ætlast til að þú talir ekki einusinni við fjölskyldu þína

- bera skattgreiðendur allan kostnað án þess að nokkurrar vinnu sé krafist af þeim sem þar dvelja
 
- bera starfsmenn allan kostnað við að komast til frá vinnu og skattar eru dregnir af laununum til þess að greiða kostnað vegna fanganna

@ PRISON
You spend most of your life inside bars wanting to get out
 
@ WORK
you spend most of your time wanting
to get out and go inside BARS !

@ PRISON
- You must deal with sadistic wardens
 
@ WORK
- They are called managers


Komdu þér nú að verki !
Það er ekki verið að borga þér fyrir að vera að blogga eða lesa blogg alla daga.
Now get back to work. You're not getting paid for blogging


(Stílfærði aðeins, en fékk þetta sent frá Kela kunningja mínum)

Hér má svo lesa meira um málefnið í öðrum bloggum hjá mér

Væri ekki ráð að byggja Hilton lúxus fangelsi á íslandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/231629

KVÍABRYGGJA ER FLOTTUR STAÐUR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/389120



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ný eining byggð við Litla-Hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KRAFLA, GJÁSTYKKI, ÞEISTAREYKIR OG ÖLKELDUHÁLS - MYNDIR OG KORT

Hér er flogið til suðurs frá Ásbyrgi í átt að Kröflu meðfram nýja hrauninu sem kom upp í eldsumbrotunum í Leirhnjúk 1975 til 1984. Hér má sjá hvernig hraunið hefur komið upp úr nýrri sprungu og flætt ofan í aðra gamla samsíða sprungu sem er aðeins austar.

Hraunið nær að fljóta yfir stórt svæði og eru skilin á milli eldra og nýja hraunsins mjög greinileg. Fly from Asbyrgi to Leirhnjukur and Krafla close to Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stuttu eftir eldgosið við Kröflu, þá var lagður vegur yfir nýrunnið hraunið

Myndin er tekin í Júlí 2003. Picture of the road over the new lava close to Leirhnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hæð eina sem rétt nær að gægjast upp úr nýja hrauninu

Í svona gosi getur komið upp gríðarlega mikið magn af hrauni á skömmum tíma. Melurinn er greinilega eldra hraun sem komið er með rauðan blæ. A hill close to Leyrhnjukur and Krafla. Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sjást svo gamlir og nýir gígar í bland

Landið hleðst upp lögum á milljónum ára. New and old crater on a long fissure close to Leirhnjukur in north east of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést ein af mörgum gígaröðum mjög vel. En hraunið sem kom upp á tímabilinu 1975 til 1984. Hraunið var mjög þunnfljótandi og náði að renna yfir stórt svæði á skömmum tíma

Flott var að sjá myndir þar sem hraunið kom upp á einum stað en féll ofan í næstu sprungu jafn harðan. One of many fissure close to Leirhnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft í áttina að Kröflu, Leirhnjúk og Mývatni. Í baksýn sést í Sellandafjall, Bláfjall og Heilagsdalsfjall

Þar sem reykur stígur upp er Kröflusvæðið. Á myndinni sést vel hvernig sprungusveimurinn liggur frá Leirhnjúk í áttina að Gjástykki. Picture of Krafla, Leyrhnjukur and Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má sjá kort af svæðinu. Gjástykki er ofarlega fyrir miðri mynd. Neðst á kortinu má sjá leiðina inn að Kröflu við Mývatn.

Kort af Gjástykki. En það virðast vera um 8-10 Km frá Gjástykki að Kröfluvirkjun. Map of Krafla, Gjastykki and Myvatn area (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft í áttina að Leirhnjúk. Í baksýn sést í Sellandafjall, Bláfjall og þar fyrir framan hægra megin sést aðeins í Hverfjall eða Hverfell og Námafjall. En mönnum ber ekki alveg saman um nafnið á gígnum Hverfjalli sem er sprengigígur sem myndast hefur við gos í vatni og því að mestu byggður upp úr sandi.

Vinstra megin við Hverfjall eða fell er svo hraun sem heitir Búrfellshraun. Picture of Leirhnjuk, Sellandafjall, Blafjall, Hverfjall and Namafjall in north east of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt við Leirhnjúk má svo sjá hversu þunnfljótandi hraunið hefur verið. Þar sem hraunið mætir kaldri fyrirstöðu getur það krumpast upp eins og myndin sýnir. En hitastigið hefur greinilega verið mjög hátt. Hitastig á hrauni getur verið frá 700 - 1200°C.

Gríðarleg hitamyndun er í iðrum jarðar og stafar hún einkum af niðurbroti geislavirkra efna. Hér er greinilega um flæðigos að ræða þar sem nær eingöngu myndast hraun og gjóskuframleiðsla verður óveruleg. Eins og myndin sýnir, þá er hraunin frekar slétt, rákuð og nefnast helluhraun, og eru úr basalti. Picture of thin flooding lava from Leirhnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Leirhnjúkur er vinsælt göngusvæði og er búið að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn til muna á svæðinu. Búið er að reisa trépalla og öryggisgirðingar svo að fólk verði sér ekki að skaða í brennheitum leirhverunum sem mikið er af á svæðinu.

Vinsælt er að ganga hringleið, en það er stígurinn sem er fjær. Leirhnjukur is a popular hiking area. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést göngusvæðið betur við Leirhnjúk

Nóg er af leirhverum á svæðinu eins og sjá má. Hiking area around Leirhnjukur and the new crater. Lot of active mud spring seen on the picture. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést bílaplanið þar sem gönguleiðin inn að Leirhnjúk hefst. Á myndinni má einnig sjá framkvæmdir við Kröflu ásamt lögnum sem tengir virkjunina við um 35 borholur. Leiðslurnar eru lagðar frá Kröflu í stöðvarhúsið sem er hægra megin í myndinni.

Búrfell sést í baksýn ásamt Vestari-Skógarmannafjöllum. En talið er að Búrfellshraun hafi komið úr Kræðuborgum sem er gígaröð lengst til vinstri á myndinni bak við Kröflu sem er framalega vinstra megin í myndinni. Picture of the Leirhnjukur area and parking space close to Viti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo Víti (eða Helvíti eins og hann heitir fullu nafni) er sprengigígur sem myndaðist þegar gaus í Kröflu 1724 Gígurinn er um 300 m í þvermál. Gígurinn varð til þegar rakur jarðvegur yfirhitnar svo mikið að það verður sprenging og jarðvegurinn þeytist í allar áttir.

Með þessu hófst lengsta gos íslandssögunar (5 ár) og fékk það viðurnefni Mývatnseldar. The famous Víti craters “Hell” in Icelandic. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hver virkjun þarf fjölda borhola eins og þessi mynd sýnir. Fyrir Kröfluvirkjun er búið að bora um 35 borholur og féllu sumar þeirra saman í eldsumbrotunum í Leirhnjúk 1975 til 1984

Nú stendur til að reisa 150 MW jarðhitavirkjun við Kröflu. Virkjunin, Kröfluvirkjun II, er hugsuð sem viðbót við virkjunina sem fyrir er og verður byggt nýtt stöðvarhús. Krafla is a caldera of about 10 km in diameter with a 90 km long fissure zone! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo sjálf Kröfluvirkjun sem er líklega erfiðasta framkvæmd Íslandssögunar og mátti litlu muna að illa færi og munaði litlu að Íslendingar gæfust upp á gufuaflsvirkjunum. Kröflustöð var gangsett árið 1977 (30MW) og 1996 var hún stækkuð (60MW).

Það mátti litlu muna að Kröfluvirkjun yrði ekki að neinu eftir að gos hófst í Leirhnjúk og við Kröflu í röð af 9 gosum frá 1975 til 1984. This is the first "steam" or geothermal energy power station in Iceland. It has been in operation since 1977 and give around 60 MW power. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Kröflu, Kröfluvirkjun, Leirhnjúk og Víti.

Krafla, Kröfluvirkjun, Leirhnjúkur, Víti - Map of Krafla, Krofluvirkjun, Leirhnjukur, Viti in north east of Iceland close to Myvatn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Námaskarð eða Hverarönd vinsæll ferðamannastaður

Mikið er af bullandi leirhverum og hér áður fyrr var unnin brennisteinn í Hlíðarnámum og fluttur út. Picture of Namaskard or Hverarond close to Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá loftmynd tekna af Þeistarreykjarsvæðinu í september 2005. Hér má sjá gufu stíga til himins víða á svæðinu. Horft er til suðurs á myndinni.

Landsvirkjun og Norðurþing standa sameiginlega að tilraunaborunum á svæðinu vegna virkjanna sem stendur til að reisa á svæðinu vegna Álvers á Bakka við Húsavík. Picture of Theistarreykir geothermal area that will be used for Aluminum company at Bakki close to Husavik. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kort af svæðinu þar sem verið er að bora.

Kort af Þeistareykjum, Þeistareykjabungu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Áður hefur verið ritað um Ölkelduháls eða Bitruvirkjun og sitt sýnist hverjum um þá framkvæmd. En hér má skoða myndaseríu sem að ég tók á sínum tíma af svæðinu.

SPILLUM EKKI SVÆÐINU Í KRINGUM ÖLKELDUHÁLS !!! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/351625/

En þetta var annars stutt samantekt að hinum 3 svæðunum sem verið er að fara í frakvæmdir í á sama tíma, þ.e. Krafla, Gjástykki (það sem þeir kjósa að kalla Krafla II en það er um 10 km á milli þessa svæða) og svo Þeistareykjarsvæðið.

Það er greinilega ekkert slegið slöku við hjá ráðamönnum þessara þjóða þessa dagana. Það virðist virka vel að henda svona sprengjum í fjölmiðla (Bitruvirkjun) svo að það sé hægt að athafna sig í friði á öðrum svæðum á meðan :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Bitruvirkjun á kortið á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU KRISTÍN DÖGG :)

Ég má til með að óska þessari fallegu ungu konu til hamingju með nýja fyrirtækið hennar.

Kristin Dögg Kjartansdóttir snyrtifræðingur opnaði nýverið sína eigin snyrtistofu að Smiðjuvegi 4 í Kópavogi.

Stofan ber nafnið "Snyrtistofan Dögg" og er ný standsett og búin fullkomnum tækjum þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Eftir námið, hóf hún störf hjá Snyrtistofu Ólafar á Selfossi. Í maí 2007 flutti Kristín til Reykjavíkur og hóf jafnframt störf hjá  snyrtistofunni Carítu í Hafnafirði.

Nú ári seinna opnar nú Kristín sína eigin stofu og er jafnframt með aðstöðu hjá Hársmiðjunni.

Hjá Kristínu Dögg er boðið upp á flest allt sem snýr að snyrtingu. Þar má nefna hinar einstöku andlitsmeðferðir frá Guinot, litun og plokkun, vaxmeðferðir fyrir andlit og líkama, meðferðir fyrir hendur og fætur, gel á táneglur og svo förðun.

Markið Kristínar Daggar hefur ávalt verið að veita sínum viðskiptavinum fagmannlega og góða þjónustu og skapa notalegt umhverfi.

Stofan er opin alla virka daga frá kl. 9 til 17 (sumartími) og kl. 9 til 18 (vetratími). Einnig verður opið á laugardögum frá 10 til 14.

Kristín Dögg býður alla nýja sem gamla viðskiptavini sína velkomna á nýju snyrtistofuna sína.

Kristín Dögg er með aðstöðu í Kópavogi á Smiðjuvegi 4 og er með síma 55 22 333

Hún er einnig að koma sér upp heimasíðu www.dögg.is

Félagi minn og vinur Sigurður Valur myndskreytir hjálpaði til við að útbúa þetta fallega "logo" eða merki fyrir Kristínu Dögg

Merki Snyrtistofunnar Daggar, hannað af Sigurði Val myndskreyti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú er bara að vona að þetta gangi allt upp hjá henni og til að svo geti nú orðið, þá skora ég á konur og "menn" að bóka tíma hjá henni í síma 55 22 333, sem fyrst :)

Ég verð nú að viðurkenna að ég lét plata mig í einn svona tíma þegar hún var að læra (svona meira upp á grínið) og má sjá mynd sem tekin var af því tilefni (árið 2005).

Kjartan í andlits .... hjá Kristínu (veit ekki alveg hvað þetta er kallað)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


(mátti til með að monta mig aðeins því að daman er dóttir mín :))

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


NÝBYGGINGAR Í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI - MYNDIR

Hér er nýtt hverfi að byrja að byggjast upp við rætur Úlfarsfells. Mynd er tekin í júní 2007 af nýbyggingum sem eru að rísa við rætur Úlfarsfells

Hverfið markast af Vesturlandsvegi, Úlfarsá að sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar, til norðurs og austurs með sveitarfélagamörkum að og um Úlfarsfell að Vesturlandsvegi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona leit svæði við Úlfarsfell út í ágúst 2007

Slóð sem er fær flestum jeppum liggur upp á Úlfarsfellið að sunnanverðu. Slóðin var á sínum tíma ýtt og lagfærð af svifdrekamönnum. Þarna uppi eru nokkrir fallegir útsýnisstaðir. Torfarin slóð liggur niður að norðaustanverðu. Úlfarsfellið er einnig mikið notað af göngufólki. Ég veit dæmi þess að pöntuð hefur verið Pizza upp á fjallið og ef henni hefði ekki verið skilað innan ákveðins tíma samkvæmt auglýsingu, þá yrði hún frí. Pizzusendlinum tókst að aka upp slóðann á litlum bíl sem á að vera nánast ógjörningur að framkvæma :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En eins og sjá má þá er mikil vinna sem þarf að framkvæma áður en hægt er að byggja húsnæði upp á staðnum

Jarðvegsvinna, gatnagerð, lagnir fyrir heitt og kalt vatn, frárennsli, síma, rafmagn ... þarf að koma fyrir áður en verktakar geta hafist handa við að byggja upp hús sín. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Norðlingaholt við Rauðhóla er að byggjast upp þessa dagana og má víða sjá nýbyggingar í því hverfi sem á eftir að klára

Líklega er hverfið mest þekkt fyrir að 21 maður voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt vegna mótmæla flutningabílstjóra. Einnig var lagt hald á sextán ökutæki í sömu aðgerð. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Miðbærinn í Norðlingaholti er að byggjast upp á fullu. Þegar er byrjað á skóla fyrir hverfið en nemendur hafa orðið að vera í bráðabyrðarhúsnæði fram að þessu

Leik- og grunnskóli í Norðlingaholti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er verið að byggja upp hverfi fyrir skrifstofu- og iðnaðarhverfi rétt við Elliðarvatn í Kópavogi

verslunarhverfi skammt frá Elliðavatni. Skrifstofubygging við Urðarhvarf (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er ekki bara Reykjavík sem hefur þessa sögu að segja. heldur má sjá framkvæmdir í kringum nýbyggingar víða um land eins og hér í Hveragerði

Margir hafa selt húsnæði í Reykjavík og flutt í nágrannabyggðirnar þar sem húsnæði er mun ódýrara. Því miður hefur hækkun á eldsneyti komið mikið niður á þessu fólki sem er að sækja vinnu til Reykjavíkur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En í Hveragerði voru reist mörg hús eins og sjá má á þessari mynd hér

Hér má sjá mynd sem er tekin í júní mánuði 2007 af nýbyggingum í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is „Lítil sem engin sala á lóðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÓTEL RANGÁ OG FRIÐRIK PÁLSSON - MYNDIR

Friðriki Pálssyni er margt til lista lagt og hefur hann m.a. verið hótelhaldari á 4 stöðum. Það fyrsta er á Hótel Rangá. Þar má finna rúmgott og fallegt hótel byggt í norskum bjálkastíl

Hótel Rangá er fyrsta flokks lúxus hótel, staðsett á Suðurlandi mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Hotel Ranga a luxury countryside hotel built in log-cabin style. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona leit hótelið út árið 2005. En hótelið er á Rangárbökkum

Útsýnið frá hótelinu spillir ekki fyrir, Hekla blasir við til norðurs, síðan er fjallahringurinn til austurs og norðausturs, í suðaustri trónir svo Eyjafjallajökull og Vestmannaeyjar í suðri. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá nýjustu myndirnar af hótelinu sem eru teknar í maí og eins og sjá má þá er verið að stækka hótelið. Fyrir miðju er búið að bæta við álmu til austurs þannig að eldhús og veitingaraðstaða hefur stækkað til munar.

Straumur ferðamanna fer sívaxandi og er nánast slegist um hvert herbergi á suðurströndinni þegar ferðamannastraumurinn til landsins er í hámari. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo hótel númer 2 í röðinni, en það er Hótel Háland sem er inn við Hrauneyjafossvirkjun

Stutt er inn í Landmannalaugar, Heklu, virkjanasvæðið í Þjórsá og inn á Sprengisand frá hótelinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er boðið upp á gómsæta fiskisúpu á Hótel Hálandi

Veitingarnar svíkja engan sem gista á hótelunum sem Friðrik hefur umsjón með. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og á öllum alvöru hótelum, þá má finna bar lengst inni á hálendinu

Hér er amerískur gönguhópur á ferð um hálendi Íslands. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo þriðja hótelið sem er líka í Hrauneyjum

Hér er aðeins ódýrara að gista og kjörið fyrir þá sem ætla í veiðiferð inn á hálendið eða á vélsleða eða 4x4 ferð yfir vetratímann. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hótel Rangársel er líklega það hótel sem fæstir vita af en það er ekki langt frá Hótel Rangá. Þar er búið að breyta gömlu fjárhúsi í hótel og ekki hægt að segja annað en að það hafi lukkast vel. Þar sem að ég er ekki búin að finna þær myndir, þá læt ég þessa mynd koma í staðin sem er ekki langt frá hótelinu.

Hótel Rangársel. Small countryside Hotel Rangársel with 8 luxury rooms (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Aðal röddin á Landsmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband