Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

MYNDIR LOFTBELGUR - LENDING - EGYPTALAND

MYNDIR LOFTBELGUR - LENDING - EGYPTALAND

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-4 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

Hér kemur svo lokasyrpan úr fluginu með loftbelg í Luxor í Egyptalandi.

Eins og sjá má, þá heppnaðist lendingin 100% og er von að allir séu brosandi út að eyrum. Svei mér þá ef lagið "Kútter Haraldur" hljómaði ekki í ósjálfrátt í eyrum ... "en allir komu þeir aftur og engin þeirra ..." (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The passengers seemed to really enjoy their flight! The Hot Air balloon makes save landing on the county site close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image)




Það er mikið mál að halda svon stórum ferlíki á sínum stað og eins gott að það blási ekki hressilega eins og oft vill gerast á fjóni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The navigator smiling and other crew people helping to keep the basket in place. 'Wind gust' can cause lot of problems. The basked have also the name gondola and is made of wicker and ratan, but can be made of aluminum to. (to view gallery: click image)




Þegar er farið að undirbúa næstu ferð. En hér er komið með nýjar gasbyrgðir. Eins og sjá má, að þá þarf mikið magn af gasi til að halda hita á stórum loftbelg. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The helping crew is already started to prepare the next flight. Here they come with a newly filled propane fuel tank. (to view gallery: click image)




Kynda þarf regluega upp til að hitinn fari ekki úr belgnum. Nýr hópur af ferðamönnum er á leiðinni og því gott að nota þá farþega sem fyrir eru sem ballest. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The pilot need to heat up the envelope regularly to keep the balloon in uprigth possition. The envelope is usually made of ripstop nylon, or dacron (a polyester). (to view gallery: click image)




Bændur og búalið voru lítið að stressa sig á þessari uppákomu. Hér má sjá asna fá sér smá snæðing á meðan loftbelgsfarar gera sig klára í næstu ferð. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

We have clearly landet on the country site where the "Real Country People" live. A wonderful picture with two donkey eating in front of the newly landed Hot Air balloon close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image)




Það er vissara að vera vel vopnum búinn ef einhver brjálaður ferðamaður skyldi fara að vera með óþarfa stæla. Hér er ungur maður og ef að líkum lætur, þá er hann ekki komin með skotveiðileyfi eins og gert er á Íslanska vísu að hætti BB (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

It is better to have a good gun if you meet some crazy tourist. The place was protected by armed young residents :) (to view gallery: click image)




Þá er næsta ferð hafin og lendingastaðurinn er ókunnur. Börnin eru alltaf jafn forvitin og oftast fyrst á staðinn þegar eitthvað er um að vera. Þau voru nú ekki öll á því að láta mynda sig og hjálpaði mikið til hversu víð linsan var hjá mér. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Now the next balloon trip or jorney to some unnovned place is already started. The kids are usually the first one to show up when some event or happening like ballon flying is going on in the neighbourhood. (to view gallery: click image)




Svona í lokin, að þá er ekki úr vegi að sýna svefnaðstöðuna á hótelinu sem að við gistum á. Hótelið heitir Bob Marley að hætti frægs tónlistarmanns og vantaði nánast ekkert á staðinn nema reykjarlyktina sem jafnan hefur fylgt þessum kúltúr (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Just to show my bed at the Hotel Bob Marley in Luxor in Egypt. A great five stars expeiens :) (to view gallery: click image)




Kjartan WWW.PHOTO.IS

Blogg um sama flug má svo sjá hér:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/

EGYPTALAND - FLUG YFIR LUXOR MEÐ LOFTBELG

EGYPTALAND - FLUG YFIR LUXOR MEÐ LOFTBELG

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-III 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

En hér heldur svo myndasagan um flug í loftbelg áfram:

Hér er verið að flytja sykurreyr. En Egyptaland er mikið landbúnaðarland þar sem mikið er ræktað af sykurreyr og sykurrófum meðfram öllu Nílarfljóti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Balloons over Sugar Cane, Egypt. Egyptians love sugar, and one of the things we saw them consuming quite frequently was fresh-squeezed sugar cane. Egypt ranks second following South Africa in sugar production among African. Sugar industry in Egypt started back in the year 710. The total production of sugar in Egypt in 2007–2008 is 1,582 million tonnes and the consumption is 2,485 million tonnes. (to view gallery: click image)




Fjöldi starfsmanna fylgir loftbelgnum eftir á litlum pallbíl. Einnig eru 2 litlir rútubílar ekki langt undan sem fylgja hópnum einnig eftir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Some balloons require a lot of people to operate. The air balloon team is following on 3 cars. 2 for picking up the tourist and one to take care of the balloon and the basket. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Tvær litlar rútur fylgdu einnig loftbelgnum til að ná í farþeganna í lok ferðarinnar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Two Minibus to pick up the customers and drive them back to the hotel. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Oft mátti sjá hvar verið var að brenna gömlum plöntuleyfum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Old plants and trees need to be burnt to give space for new plants. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Hér eru nokkrir hvítir fuglar búnir að koma sér fyrir á greinum pálmatrés og nóta þess þegar morgunsólin kemur upp. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Birds and palm trees. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Skepnur og önnur húsdýr þurfa sinn mat eins og aðrir. Hér má sjá konu sem er að sinna gegningum snemma að morgni. Ég tók eftir því að oft er ekki mikið um girðingar, heldur er band sett utan um löppina á dýrinu þannig að það getur aðeins hreift sig takmarkað um svæðið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The Village Women Giving Alms to the Cow. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Hér "smæla" (brosa) þrjár fallegar Egypskar blómarósir framan í loftbelgsfaranna. Gaman að skoða öll smáatriðin í myndinni. Ofn til að baka og svo öll áhöldin sem liggja eins og hráviður út um allt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Three young women with smiling faces to the photographer. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (to view gallery: click image)




Nú fer að líða að því að hópurinn komi inn til lendingar. Hér er karfan þegar farin að sleikja toppanna á sykurreyrnum sem mikið er af í Egyptalandi. Stefnan er sett á lítið svæði rétt hjá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Now it is time to landing after a successful flying with Hot Air Balloon just over the roofs of small town on the opposite site of Nile river close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image)




Aðstoðarmenn koma hlaupandi til að taka á móti. En mikilvægt er að stoppa loftbelginn sem fyrst svo að karfan dragist ekki eftir jörðinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Balloon team came running to help for a save landing and keep the balloon in place. (to view gallery: click image)




Kjartan WWW.PHOTO.IS

Blogg um sama flug má svo sjá hér:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

ÉG VAR ÞARNA Í FYRRADAG!

Ótrúlegt að lesa svona frétt aðeins 2 dögum eftir að hafa verið á sama stað og umrædd sprengingin átti sér stað.

En ég og konan höfum nýlokið 2ja vikna ferð um Egyptaland. Við vorum nákvæmlega á þessum sömu slóðum í upphafi og lok ferðarinnar.

Á þessari mynd má svo sjá stórt plan þar sem komið er með erlenda ferðamenn í rútuförmum til að skoða þessa frægu "Al Hussein mosque" og svo versla í Khan el-Khalili markaðinum í Kaíró

One of the busiest places in Cairo, particularly during Ramadan, is the Al Hussein area which includes the Khan el-Khalili market in Cairo. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá inn í þessa frægu mosku "Al Hussein mosque". En aðeins karlmenn mega koma inn í þennan hluta moskunar.

Hussein Mosque is considered one of the most important mosques in Cairo and a beautiful Islamic monument. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég tók um 4000 myndir í þessari ferð og mikið af myndum af markaðinum "Khan el-Khalili" sem er einn sá magnaðasti sem að ég hef gengið í gegnum.

Annars er magnað að ferðast um Egyptaland og margt og mikið þar að sjá fyrir ferðamenn. En það var sjokk fyrir óvanan íslending eins og mig að sjá svona mikið af hermönnum sem voru bókstaflega út um allt með alvæpni. Á sumum vegaköflum voru hlið með hermönnum með 5 km millibili til að skrá og skoða alla umferð sem átti leið um. En ég mun reyna að koma fljótlega með myndir og ferðasögu úr þessari mögnuðu ferð.

Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Einn látinn eftir sprengingu í Kaíró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - TURNAR - BRÚÐKAUP - 8

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - TURNAR - BRÚÐKAUP - 8

Dagur - 8 / Day - 8 26. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Best að byrja á því að klára söguna frá deginum áður:

Eftir að hafa skoðað EXPO 2010 svæðið í þaula, þá tókum við nýja jarðlest lest sem hafði verið sett upp fyrir EXPO 2010. Þar var einn að dunda sér við að rífa ferðatölvu í sundur á meðan annar var að leika sér í tölvuleik á símann sinn

Shanghai World EXPO 2010 new underground system. Expo 2010 (上海世界博览会) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Áður en við förum í lestina, þá verðum við vitni af smá árekstri. En það var venja að sjá 1 til 3 árekstara á dag! Þegar við erum að koma út úr lestinni, verðum við vitni að slysi þar sem kona með tveggja metra háann hitara/kælir fellur aftur fyrir sig og hreinlega rúllar á aftur á bak niður stóran rúllustigann ásamt skápnum.

Þetta var hrikalegt að horfa upp á. Stiginn skilar svo skápnum og konunni upp á brúnina þar sem hún liggur meðvitundalítil og útlitið ekki gott. Fólk hópast að og Heng ætlar að hringja á sjúkrabíl en konan er að ranka við sér og mótmælir harðlega! Greinilegt er að hún finnur til í baki. Að lokum koma starfsmenn til hjálpar og konan stendur upp við illan leik. Í framhaldinu af þessu ræðum við um heilbrigðismál og tryggingar og segir hún að fátækt fólk í Kína sé mjög illa statt í kerfinu þegar svona kemur upp á. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Við vorum orðin mjög svöng eftir daginn (10-20 km labb) þannig að Heng ákveður að fara með mig á Kóreanskan veitingastað þar sem að ég fæ m.a. "snakk" sem eru kryddaðar sinar úr kýr (greinilega ALLT borðað)!!!

Einnig fengum við okkur litlar bollur á pinnum sem er þeirra pulsa með öllu. Hún sýndi mér að vísu líka pulsu með öllu en þar var hægt að velja um 10-20 tegundir og var ótrúlegt að sjá hvað hægt var að nota sem meðlæti :) Þar mátti m.a. horfa á hárgreiðslu í beinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Um kvöldið var stórfjölskylda Heng búin að skipuleggja borðtennismót. En borðtennis er ein af þjóðaríþróttum Kínverja. Við Heng höfðum verið að spila mikið saman á Íslandi og kom það sér því vel og stóðum við okkur bara nokkuð vel. Gaman var að sjá hversu gamlir karlar og kerlingar voru spræk með borðtennisspaðann. Mótið endaði svo með "of miklum mat" eins og vanalega á veitingarstað þar rétt hjá. Á borði komu þrjár stórar súpuskálar með logandi eld undir og var bætt sallati, pulsur og fl. út í eftir þörfum.

Dagur-8 26. des. 2008 (svo að við reynum að halda tímaplani á þessu bloggi) Þennan dag var ákveðið að fara á verslunargötuna Nanjing Road (南京路 Nánjīnglù) sem er 4km löng með um 4.000 verslanir. Við endann á henni er “Bund” sem Evrópubúar kalla oft Wall Street Shanghai og fyrir miðju er People's Square (人民广场).

Ferðin endaði óvart á Pudong (浦东) is Shanghai's þar sem allar hæstu byggingarnar í Shanghai eru. Svæðið hefur byggst upp á aðeins 15 árum. Það fyrsta sem blasir við þegar komið er út úr lestastöðinni er sjónvarpsturninn frægi sem má segja að sé eitt helsta tákn Shanghai borgar.

Oriental Pearl TV Tower [1] (东方明珠塔 Dongfang Minzhuta) - Built in 1994, it is the 3rd tallest tower in the world (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má sjá hluta úr stórri hringmynd af þessum risavöxnu byggingum á Pudong (浦东) svæðinu. Þær hæstu eru "upptakarinn" Shanghai World Financial Center (100 hæðir, 474 m) og Jinmao Tower (88 hæða, 420m)

To the left is Shanghai World Financial Center 上海(秀仕)环球金融中心 and right Jinmao Tower (金茂大厦) 420m high, 88 storey skyscraper (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




hærri turninn er enn í byggingu og eru framkvæmdir á loka stigi. Við settum stefnuna á að fara upp í Jin Mao Tower og á leiðinni þangað verður þetta brúðarpar á vegi okkar

Happy people in China getting married in the Pudong (浦东) Shanghai. Times Square of Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þegar við erum á leið in í lyftunna, þá hitti ég gamlan félaga, Jackie Chan að nafni sem að ég heilsaði að sjálfsögðu upp á. Síðan var lyftan tekin upp í topp á 88 hæða turni Jinmao Tower sem er risa hótel og skrifstofubygging

Actor Jackie Chan from Hong Kong, (born Chan Kong Sang, 陳港生, 7 April 1954). He is also an action choreographer, film director, producer, martial artist, comedian, screenwriter, entrepreneur, singer and stunt performer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Útsýnið er alveg hreint ótrúlegt yfir borgina og þarna rennur upp fyrr manni í raun hversu stór borgin er. Þarna voru risa blokkir svo langt sem augað eygir í allar átti (mengun). Á meðan margar þjóðir byggja á þverveginn, þá byggja Kínverjar Shanghai lóðrétt upp í loftið. En þar búa núna á milli 16-20 milljón manns og er borgin talin ein öflugasta markaðsborg í Asíu.

Ótrúlegt var að sjá risa skip líða eftir fljótinu með risa auglýsingaskjá (TV)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er horft niður efri hluta Jin Mao Tower turnsins. En þar er hótel þar sem hægt er að fara út á svalir og horft niður eftir miðjum turninum.

A big hotel with balcony is inside Jinmao Tower (金茂大厦) 420m high, 88 storey skyscraper (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það var gaman að sjá helsta tákn borgarinnar, sjónvarpsturninn Oriental Pearl, en á kvöldin er turninn eins og blikkandi jólatré.

Hérna var ég svo heppinn að sjá loftskip með risa auglýsingaskjá líða um himininn rétt yfir toppum háhýsanna

The zeppeling airship is on the right side of the Pearl Tower. A large LCD screen show live video and text. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Næst var farið í alvöru Mall eða risaverslunarmiðstöð upp á 12 hæðir og seig neðri kjálkinn alltaf meira og meira niður af undrun eftir því sem leið á ferðina. Þar inni mátti m.a. finna stóra skautahöll, sérstakan enskuskóla fyrir smábörn, heila hæð fyrir allt sem snýr að börnum ...

Grand Gateway Plaza in Xujiahui. Grand Gateway mall in Shanghai (Chinese: 港汇广场 in chinese it is “Gang Wei”). Grand Gateway is one of the largest and most swanky malls in Shanghai. A "must go" destination for Shanghai shoppers. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Eftir að hafa labbað í gegnum svona risa verslunarmiðstöð, þá er vona að sumir verði þreyttir. Hér er ein búin að fá sér góðan Hammara frá Burger King og steinsofnað á eftir.

Sleeping beauty in Burger King Restaurant in Shanghai Grand Gateway mall. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þessi var með sölubás og greinilega orðin vel þreyttur líka. Spurningin er hvað eru Kínverjar að gera á næturnar þegar þeir eiga að vera að sofa?

What are all the chines doing during the night when they should be sleeping? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Um kvöldið var frænku sem kunni ensku boðið í 12 rétta máltíð og var það greinilega gert til að kanna minn bakgrunn nánar, en pabbi Heng og konan hans skilja ekki stakt orð í ensku. Á meðan fór Heng og hitti gamla skólafélaga. Að sjálfsögðu var ég spurður spjörunum úr og náði ég að verjast fimlega þrátt fyrir allan minn litríka og skrautlega feril :)

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html


mbl.is Vilja „hvítt“ brúðkaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI EXPO 2010 - 7

KÍNAFERÐ - SHANGHAI EXPO 2010 - 7

Dagur - 7 / Day - 7 25. des. 2008 Iceland World EXPO 2010

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Þar sem að við vorum að spá í að bjóða okkar starfskrafta fram til að hanna Íslensku sýninguna EXPO 2010 í Shanghai, þá var ákveðið að fara á sýningarsvæðið til að mynda í bak og fyrir. Við byrjum á að taka strætó og síðan var gengið meðfram Huangpu fljótinu langa leið í gegnum gömul hverfi sem verið var að rífa niður vegna sýningarinnar. Eftir að vera búin að labba í gegnum drullu og mikið svað, þá ákváðum við að reyna að finna leigubíl. Hann fór með okkur yfir risabrú í gegnum flókið gatnakerfi á mörgum hæðum yfir á bakkann hinu megin við ánna þar sem aðal framkvæmdirnar voru. Svæðið virtist vera allt lokað og virtist þurfa hjálm og alles til að fá að fara um svæðið.

Hér má stjá mikið mannvirki eða brúnna Lupu Bridge yfir Huangpu River fljót. En það stendur til að reisa íslenska skálann þar rétt hjá.

The Lupu Bridge (卢浦大桥), in Shanghai, China, is the world's longest arch bridge. The site of the event is the Nanpu Bridge-Lupu Bridge region in the center of Shanghai along both sides of the Huangpu River. The area of the Expo 2010 covers 5.28 km². (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ég sá gat á girðingunni á einum stað og ákvað að fara þar inn og Heng var treg til að elta. Ég benti henni á að mér væru allir vegir færir vopnaður myndavélinni og ekki væri verra að vera útlendingur. En Kínverjar bera meiri virðingu fyrir útlendingum og þarf mikið til að þeir fari að sýna þeim yfirgang. Ég hreinlega fékk að spígspora um allt svæðið og voru tugþúsundir manna eins og maurar að vinna út um allt.

Við byrjuðum á að skoða og mynda aðal táknið þeirra Kínverska Pavilon (China Pavilion) sem er eins og píramídi byggður á hvolfi. Þarna var verið að byggja RISA byggingar út um allt og magnað að fá að skoða þessar beinagrindur í návígi.

Shanghai World EXPO 2010. Expo 2010 (上海世界博览会) will be held in Shanghai, China. The theme of the exposition will be "Better City – Better Life". Chinese architect He Jingtang. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Næst skoðuðum við lengju af RISA blómum sem verið er að byggja á fullu og ætluðum að reyna að komast hinu megin við það framkvæmdasvæði þar sem Íslenska svæðið er. Það leit út fyrir að við kæmumst ekki lengra og var talað við 2-3 verði.

Shanghai Expo Axis. Six spectacular glass “sun valleys” will funnel sunlight and daylight down into the underground floors. 1,000m long Expo Axis. As designed by SBA Architects of Berlin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Að lokum snúum við til baka og fyrir tilviljun, þá sjáum við göng í gegnum svæðið og gengum við þar í gegn eins og ekkert væri eðlilegra þrátt fyrir að allt væri krökkt af lögregluþjónum og vörðum og framkvæmdir á fullu.

A path through Shanghai Expo Axis to the other side where the Icelandic Pavilion is. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það eru gríðalegar framkvæmdir á svæðinu og er von að sumir séu þreyttir. Gott að leggja sig aðeins í hádeginu.

Chinese worker resting in lunch time on the EXPO 2010 construction site. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Því næst héldum við undir risa brú sem liggur yfir svæðið í átt þar sem Ísland verður með aðstöðu. Vegaframkvæmdir voru á fullu og tók smá tíma að finna svæðið þar sem Íslenski skálinn á að rísa.

Hér er verið að setja kantsteinanna meðfram götunum. People working on a new road on Shanghai World EXPO 2010 in China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér var allt á fullu við að mála stálgrindina í einu húsinu

Chinese workes painting a new building on EXPO 2010, Shanghai, China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Íslenska svæðið var lokað og fann ég enn eitt gat á girðingunni sem að við fórum að sjálfsögðu í gegnum (hér kemur sér vel að hafa lært af íslensku sauðkindinni hvernig á að bera sig að). Á svæðinu voru framkvæmdir á fullu við að reisa skálann fyrir Úkraínu sem er í laginu eins og Íslenski skálinn. Eins og sjá má þá er ekki enn farið að byggja Íslenska skálann.

The Icelandic Pavilion will be placed on side of newly build Ukraines Pavilion. The other Scandinavian country will also be build on the same spot. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Búið var að merkja fyrir svæðinu þar sem Íslenski skálinn kemur til með að rísa innan um aðra skálanna frá hinum Norðurlöndunum. Ég tók myndir allan hringinn af stálgrindahúsinu sem verið var að klæða á fullu og var ég ánægður með að geta fengið að sjá beinagrindina af húsinu.

Frá staðnum er flott útsýni í áttina að stóru brúnni, Lupu Bridge, sem liggur yfir Huangpu River fljótið. Ísland er vel staðsett miðsvæðis en allt framkvæmdasvæðið er líklega á stærð við Kópavog með stóru gatnahverfi og bak við Íslenska svæðið er búið að reisa risa upphækkaðan stálpall sem er líklega fyrir gangandi umferð, lest eða bílaumferð.

A long steel frame structure build behind the Icelandic Pavilion. Made for the main traffic going through the EXPO 2010 area. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir myndatökuna gengum við eins og ekkert væri í gegnum nokkur vel vöktuð hlið þar sem var heill her af varðmönnum að passa upp á að óviðkomandi kæmust ekki "inn" á svæðið. Hér sannaðist eins og oft áður að Íslenska aðferðin þrælvirkar en það er "bara að gera hlutina".

Í framhaldinu sendum við Heng inn tillögu í keppnina og hér má sjá okkar hugmynd af Íslenska skálanum. Reynt var að leggja áherslu á hugmynd að lausn sem væri bæði ódýr og fljótlegt að setja upp. Fér til framkvæmdanna var skorið stórlega niður fyrir stuttu.

Our outdoor idea about the Icelandic Pavilion Shanghai World EXPO 2010 (C)2009 Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hugmyndir af innviði Íslenska skálans í keppninni um EXPO 2010

Our indoor idea about the Icelandic Pavilion Shanghai World EXPO 2010 (C)2009 Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá 7.5 Mb PDF skjal með útfærðum hugmyndum af Íslenska skálanum fyrir Heimssýninguna EXP 2010 í Shanghai.

Ná í PDF skjal hér

En niðurstöðu dómnefndarinnar má svo sjá hér hjá Ríkiskaupum:

Vefur hjá Ríkiskaupum

Sex tillögur af 19 fóru í nánari skoðun hjá nefndinni:
· Árni Páll Jóhannsson, hönnuður tillögu ásamt hópi einstaklinga á ólíkum sviðum.
· Hrafnkell Birgisson og Theresa Himmer
· Kjartan P. Sigurðsson og Heng Shi
· List og saga, Björn G. Björnsson ásamt samstarfsaðilum og ráðgjöfum
· Plúsarkitektar, SagaFilm, SagaEvents
· TARK Teiknistofan efh. og Bysted ehf.

Framkvæmdastjórn EXPO 2010 fundaði með valnefndinni , fékk útskýringar og fór nánar yfir tillögurnar sex. Að lokinni þeirri yfirferð er það niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar að óska eftir frekari kynningu frá eftirtöldum tillöguhöfundum:
· Árni Páll Jóhannsson, hönnuður tillögu ásamt hópi einstaklinga á ólíkum sviðum.
· List og saga, Björn G. Björnsson ásamt samstarfsaðilum og ráðgjöfum
· Plúsarkitektar, SagaFilm, SagaEvents
Framkvæmdastjóri EXPO 2010 mun hafa samband við framangreinda aðila á næstu dögum.

Samkvæmt einni fyrirspurn um Þema sýningarinnar, þá má sjá á svari nefndarinnar hverjir skipa nefndina.

Þemað er ákveðið af framkvæmdastjórn um þátttöku Íslands í EXPO 2010(formaður - Pétur Ásgeirsson, utanríkisráðuneyti, Martin Eyjólfsson og Júlíus Hafstein (utanríkisráðuneyti), Jón Ásbergsson (útflutningsráði) og Óskar Valdimarsson (Framkvæmdasýsla ríkisins)) ekki hefur verið gert ráð fyrir að framkvæmdastjórn sé til viðtals um þemað, enda verður nánari útfærsla unnin á grundvelli samstarfs hönnuðar, framkvæmdastjóra og samráðshóps (samráðshópur samanstendur af ýmsum hagsmunaaðilum).

Við óskum þeim sem halda síðan áfram með sínar hugmyndir góðs gengis í þessu spennandi verkefni og bendi þeim á að skoða vel myndirnar af sýningasvæðinu sem að ég tók fyrir stuttu.

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is Litskrúðugur nýársfagnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband