Færsluflokkur: Ljósmyndun
2.9.2008 | 11:01
MANNABEIN Í KIRKJUMEL, BREIÐAVÍK - MYNDIR OG KORT
Þarna er mikið af fallegu myndefni þar sem andstæðurnar eru miklar. Sjórinn, rauðir sandarnir og svo Snæfellsjökull í bakgrunni.
Ekki þekki ég vel til grafreitsins í svonefndum Kirkjumel sem Sæmundur Kristjánsson, svæðisleiðsögumaður á Rifi talar um, þó er ég búinn að fara ófáar ferðirnar þarna niður í fjöru. Spurning hvort að þessi umgjörð verði næsti söguþráður í spennusögu hjá Arnaldi Indriðasyni. En umgjörðin sem þarna er, er mjög þekkt og hefur verið mikið notuð af ljósmyndurum og kvikmyndafyrirtækjum.
Spurning um að byrja á yfirlitsmynd af svæðinu. Hér skartar Snæfellsjökull sínu fegursta. Einnig má sjá Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd og svo hluta af Breiðuvík. Einnig sést í Breiðavatn og Langavatn (nær) sem liggja við jaðarinn á Búðahrauni.
Búðahraun er nefnt Klettshraun í fornum heimildum og er talið vera um 5000-8000 ára gamalt. Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd, Breiðuvík, Breiðavatn, Langavatn and lava Búðahraun (Klettshraun) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er líklega ein af mínum þekktari myndum af Snæfellsjökli, tekin af klettinum yfir fjöruna í Breiðuvík. Mynd þessi er samsett og birtist í Íslandsbókinni 1996.
Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðahraun (Klettshraun). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur mynd tekin á sama stað nokkrum árum seinna. Nema þessi mynd er hluti úr 360° mynd.
Panoramic picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á skilti við Búðir má lesa um gönguleiðir sem liggja um hraunið og þar er minnst á gamla þjóðleið um Búðahraun sem hét Klettsgata.
Picture of hiking track over lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning hvort að hér séu mannabeinin komin fram sem einn þekktasti fjöldamorðingi Íslandssögunnar gæti verið valdur af? Sá hét Axlar-Björn og var kenndur við bæinn Öxl sem er undir Axlarhyrnu í grennd við Búðir á Snæfellsnesi.
Axlar-Björn eltist við ferðamenn sem áttu leið um svæðið, rændi þá peningum, fötum og hestum og drap þá síðan. Hann náði að myrða 18 manns áður en upp um hann komst. Að vísu segir sagan að hann hafi dysjað líkin í flórnum á Knerri eða í Íglutjörn fyrir neðan túnið á Öxl. En hvaðan koma þá beinin sem frétt mbl fjallar um? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér hleypur rebbi yfir veginn við fjallið Axlarhyrnu rétt fyrir ofan bæinn Miðhús við Breiðuvík
Refir hafa stundum þann háttinn á að skreppa niður í fjörur landsins til að ná sér í æti og kemur stundum fyrir að þeir sem aka þar um í ljósaskiptunum rekist á rebba þegar svo ber undir. Picture of Icelandic fox running over the road at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Breiðuvík, Miðhúsum, Hraunslöndum, Kirkjumelur, Búðum, Arnarstapa á Snæfellsnesi
Map of Breiðavík, Miðhús, Hraunslönd, Kirkjumelur, Búðir, Arnarstapi on Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Mannabein í Kirkjumel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2008 | 06:49
EDEN HVERAGERÐI - MYNDIR
Bragi Einarsson stofnaði fyrirtækið sumardaginn fyrsta 1958 og var haldið upp á 50 ára afmælið í vor. Bragi rak Eden til ársins 2006, eða í 48 ár, er hann seldi reksturinn. Picture of Eden in Hveragerdi in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá Hótel Örk í Hveragerði og Eden sem er efst í horni myndarinnar hægra megin
Loftmynd af Hveragerði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo mynd af Braga Einarssyni ásamt ferðahópi. Bragi byggði upp einn af vinsælli ferðamannastöðum á Suðurlandi - Eden í Hveragerði. Myndin er tekin af hóp eldri borgara sem var á ferð við Hjálparfoss í Þjórsárdal árið 2005 eða stuttu áður en Einar fellur frá.
Bragi Einarsson frumkvöðul í ferðamennsku á Íslandi. Bragi er með dökku gleraugun og í ljósa frakkanum fyrir miðri mynd. Picture of Bragi Einarsson in front of Helping waterfall (Hjálparfoss) in Iceland the owner of Eden in Hveragerdi in year 2005. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Eden í Hveragerði gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 12:39
ER EITTHVAÐ MEIRA UM MÁLIÐ AÐ SEGJA :)?
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ís er mitt uppáhald
Bananasplitt að hætti norðlendinga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Til hamingju með silfrið á ólimpíuleikunum í Kína.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Til hamingju Ísland! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2008 | 12:18
MYNDIR NORÐURSTRANDIR NORÐURFJÖRÐUR
Hér má svo sjá Stóru-Árvík og Litlu-Árvík. Jón Guðbjörn Guðjónsson ritar á vefinn sinn Litlihajlli.is um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Ófeigsfirði í ánni Hvalá. Eins og sjá má á myndinni, þá skartar Reykjarneshyrna sínu fegursta í baksýn.
Loftið er þegar farið að kólna og rakinn þegar byrjað að þéttast á toppi Reykjarneshyrnu og stutt í það að þokan leggist yfir firðina, flugmönnum til mikillar hrellingar. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Farm Stora-Arvik and Litla-Arvik close to Reykjaneshyrna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Einn mesti örlagavaldur í íslensku þjóðfélagi á 20. öldinni var líklega síldin. Verksmiðjan á Eyrir í Ingólfsfirði
Þessi síldarverksmiðja á Eyri við Ingólfsfjörð er nú að grotna niður eins og aðrar sambærilegar verksmiðjur víða um land. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Fishing plant in Ingolfsfjord at Eyrin. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Norðurfjörður með Reykjarneshyrnu í baksýn
Norðurfjörður. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útgerðarbærinn Verzlunarstaður í Norðurfirði, þegar ekið er í átt að Krossanesi þar sem Krossaneslaug er, þá er komið að þessum litla bæ sem er með bensínsjálfsala, hótel, bryggju og fiskvinnslu.
Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Small town Verzlunarstaður with fishing plant, hotel ... in Nordurfjord. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo hluti af hópnum, Þórhallur, Emil, Lárus og svo einn aðkomumaður (lengst til vinstri) sem að ég man ekki nafnið á í svipan. Hann lánaði okkur bílinn sinn svo að við gætum farið niður í þorp til að ná í bensín á græjurnar.
Stefnt var á að fljúga alla norðurfirðina en því miður kom þokan á undan okkur svo að planið breyttist. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Veðrið var frábært á staðnum og fullt af fólki úti við að njóta veðurblíðunnar
Hér hitti ég fyrir tilviljun einn af kennurum mínum úr Leiðsöguskólanum MK í Kópavogi, sjálfan Roland Assier ásam konu sinni. En hans sérgrein var m.a. Vestfirðir og fiskveiðar :) Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það var ættarmót í Ófeigsfirði þegar við flugum þar yfir. Þokan var að byrja að leggjast yfir norðurstrandirnar svo við gátum ekki gefið okkur mikin tíma til að heilsa upp á fólkið. Á eyrinni var búið að kveikja upp í myndarlegum bálkesti. En nóg er af rekavið sem rekur á strandirnar reglulega.
Fólkið var búið að koma sér fyrir við ósa Húsá sem kemur úr Húsadal. Á myndinni skartar svo Húsárfoss sínu fegursta. Fossinn Húsárfoss heitir Blæja líka. Það er eldra nafn og bara notað af sjó, en fossinn sést langt fram á Húnaflóa og var notaður sem mið fyrir báta. Akvegur fær öllum bílum liggur að Ingólfsfirði, norðan Trékyllisvíkur, en jeppavegur nær alla leið í Ófeigsfjörð. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Ofegsfjord, Husa river and waterfall Husarfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo áin Hvalá og vatnsfallið sem verið er að spá í að virkja. Hér er fossinn Drynjandi í Hvalá. Áin Rjúkandi og fossinn Rjúkandi er aðeins austar og sameinast sú á Hvalá aðeins neðar. Það eru tvö fyrirtæki sem koma að virkjunaráformum í Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum, það er nýsköpunarfyrirtækið Alsýn ehf og VesturVerki ehf. Fyrsti áfangi verkefnisins er uppá 31MW og sá síðari uppá 7 MW.
Mikið vatnasvæði er á heiðinni fyrir ofan sem heitir Ófeigsfjarðarheiði og þar fyrir ofan er svo Drangajökull. Rjúkandi kemur m.a. úr Rauðanúpsvatni og Ullarvötnum á meðan Hvalá kemur úr Nyrðra- og Syðra-Vatnalautavatni. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. River Rjukandi og waterfall Rjukandi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo norður strandirnar kvaddar og haldið til baka. Enda var þokan að loka öllum fjörðum. Steingrímsfjörður var enn opin og því stefnan tekin þangað.
Flugtúrinn þennan daginn endaði svo í botni Miðfjarðar þar sem Laugarbakki er og var þar áð um nóttina í góðu yfirlæti. Á myndinni má líklega sjá út að Hornbjargi. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Vill virkjun í Ófeigsfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.8.2008 | 22:26
FÓÐURBLANDA, KORNHLAÐAN, KORNAX, SUNDAHÖFN - MYNDIR
Hér má sjá Kornax, Fóðurblönduna, Kornhlöðuna og svo Sundahöfn. Myndir teknar í apríl 2004. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo mynd tekin í júlí 2007 aðeins nær og mun skýrari.
Smábátahöfnin er núna komin út á hornið þar sem Skarfasker við Laugarnestanga er. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo myndir teknar í júní 2006
Hér má sjá Fóðurblönduna, Kornhlöðuna, Kornax og svo Sundahöfn. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur mynd úr sama flugi
Þar má sjá afgreiðslu Eimskips fremst í myndinni og svo aftur Kornax, MR, Fóðurblönduna og Kornhlöðuna. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrir ekki svo löngu síðan, þá kviknaði í þessum turni hér hjá Kornhlöðunni og skemmdist þá einhverjar raflagnir sem þurfti að endurnýja.
Lyftuhúsið á Kornhlöðunni ásamt sílóum en þau geta verið á milli 20 og 30 talsins þar sem verið er að blanda mismunandi kornum saman til að fá mismunandi eiginleika. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá skemmtiferðaskipið Discovery leggjast að nýju bryggjunni við Skarfabakka í Ágúst 2007
Í baksýn má sjá hversu ört uppbygingin á sér stað á svæðinu. Picture of ship Discovery at Skarfabakki, Sundahofn in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá annað skemmtiferðaskipið við bryggjunni við bryggju í Sundahöfn Ágúst 2007
Það voru 3 skip í höfn í Reykjavík á menningardaginn og virðist vera að einhverjir séu farnir að gera út á þennan viðburð í Reykjavík. Picture of Sundahofn, Skarfabakki in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hafnarsvæðið nánast fullbyggt hvað Skarfabakka varðar
Myndir teknar fyrir stutt eða um miðjan ágúst 2008, eða sama dag og mót fór fram í siglingum á skútum fyrir utan Reykjavík. Picture of Sundahofn, Skarfabakki in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur nýleg mynd sem var líka tekin í ágúst mánuði 2008 og þar má sjá tvö skip sem eru við Skarfabakka í Reykjavík
Hér er stórt skemmtiferðarskip sem heitir AIDA aurora að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. Picture of Sundahofn, Skarfabakki in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En annars þekki ég aðeins til á þessum stöðum eftir að hafa séð um þjónustu á búnaði fyrir Kornax og Kornhlöðuna í nokkur ár.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Eldur í Fóðurblöndunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt 22.8.2008 kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 21:22
MYNDIR AF ESJUNNI
Mig langar til að prófa smá nýjung hér á blogginu og athuga hvort að það sé hægt að vera með margar smá myndir í einu með einföldum hætti.
En annars er stutt síðan ég bloggaði um gönguleiðina upp á Esjuna og má lesa nánar um hana hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/579994/
page 6 of 14 |
Photographer Kjartan Petur Sigurdsson ©2007 KPS • www.photo.is
Order to: (C)2008 KPS - www.photo.is - gsm 8923339
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Leitað að manni á Esjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2008 | 09:09
MYNDAGETRAUN - HVAÐA KLETTUR ER ÞETTA - RISAMYND?
2) Hvar er hann staðsettur?
3) Hvernig varð hann til?
4) Hvaða fuglar eru þetta og hvernig raðast þeir niður eftir klettinum?
Myndagetraun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gangi ykkur vel.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Jarðskjálftar við Grímsey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
18.8.2008 | 08:48
RISA MYND - FOSSINN GLYMUR
Myndin sýnir risa víðmynd af fossinum Glym sem er í Botnsá innst inni í botni Hvalfjarðar. Fossinn Glymur er jafnframt hæsti foss landsins eða um 198 metrar á hæð.
Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá fólk sem er á göngu allt í kringum gljúfrið sem fossinn fellur í. Að fossinum Glym liggja 3 gönguleiðir (Vegalengd: um 4 km, 2-3 kl.st., hækkun 300 m) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Botnsá kemur úr Hvalvatni og rennur meðfram Hvalfelli. Hvalfell myndaðist í gosi undir ís í miðjum dalnum og myndar eins konar tappa sem stíflar dalinn. Því er að finna eitt dýpsta vatn landsins þar sem Hvalvatn hefur safnast upp.
Að neðan er fjallið móberg, en ofan hefur þunnfljótandi hraunið náð upp á yfirborðið og náð að mynda hraunhellu ofan á fjallið (hatt) og mynda eins konar móbergsstapa í líkingu við Hlöðufell, Herðubreið og fleiri sambærileg fjöll. Með þessu móti er auðvelt að átta sig á hversu þykkur ísinn hefur verið þegar gosið átti sér stað. Picture of Hvalfell and Botnsa river and waterfall Glymur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Glymur kemur fram í þjóðsögu þar sem hvalur á að hafa synt inn fjörðinn, upp Botnsá og upp Glym og endað að lokum örmagna í Hvalvatni.
Í fossinum barðist hvalurinn mikið við að komast upp og komu þá miklar drunur og dregur fossins nafn sitt af þeim. Picture of waterfall Glymur in Hvalfjord, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá víðmynd af Hvalfjarðarbotni og ber við himinn Selfjall, Háafell, Miðhamrafjall, Hvalfell, Botnssúlur, Miðsúla, Súlnaberg, Syðstasúla og svo Múlafjall
Í botni fjarðarins rennur svo Botnsá. Picture of Botnsa river, mountain Selfjall, Haafell, Midhamrafjall, Hvalfell, Botnssulur, Miðsula, Sulnaberg, Sydstasula og svo Mulafjall in Iceland, Hvalefjord. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skemmtilegur hellir er neðarlega í gljúfrinu þar sem jafnframt er hægt að fara yfir ánna á lítilli göngubrú.
Einnig er hægt að ganga niður með gljúfrinu austanverðu en þá þarf að vaða Botnsá fyrir ofan fossinn. Ekki er mælt með því að ganga eða vaða inn eftir gljúfrinu. Þar hafa orðið alvarleg slys á fólki vegna hruns. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo tengingar á ýmsar spennandi hugmyndir varðandi Glym og Hvalfjörð sem gæti verið vert að skoða nánar:
Lausnin er að hafa tvær leiðir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950
Það eru til fleiri góðar leiðir til að fjölga spilum á hendi í ferðaþjónustu á suðausturhorni landsins. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781
Flott - Nýjar hugmyndir! leiðir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551
Hér má svo sjá fossanna við Hálslón, útbúnir af guði og ... endurgerðir af mönnum :)
NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA - SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA (þar má svo sjá þessa frægu rennu) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/584517
SVÆÐIÐ OG FOSSARNIR SEM HURFU - MYNDIR. (það sem manngerði fossinn kom í staðin fyrir) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379467
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Níutíu metra foss myndast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2008 | 08:23
SVÍNSLEGA ERFIÐAR MYNDASPURNINGAR MEÐ ÞJÓÐLEGU ÍVAFI
[A]
1) Hvaða ryðkláfur er þetta?
2) Í hvað var hann notaður?
3) Hvaðan kemur ryðkláfurinn?
4) Hvar er hann staðsettur?
5) Hver ritaði orðin "Bókin Blífur" og fyrir hvað er sú persóna merkileg?
6) Hvar var eins stærsta hvalstöð í heimi staðsett og hver er saga hennar?
Mynd A. Myndagetraun. Ljósmynd Kjartan Pétur Sigurðsson, www.photo.is. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
[B]
1) Hvaða fjall er þetta?
2) Fyrir hvað er þetta fjall merkilegt?
3) Hver á hestinn?
4) Hvaðan kemur allur þessi sandur?
5) Hvar er stærsta eyðimörk í Evrópu?
Mynd B. Myndagetraun. Ljósmynd Kjartan Pétur Sigurðsson, www.photo.is. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
[C]
og svo ein auðveld í lokin. Hvað er þetta?
Mynd C. Myndagetraun. Ljósmynd Kjartan Pétur Sigurðsson, www.photo.is. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þeir sem geta svarað þessu munu að sjálfsögðu vinna vegleg verðlaun sem verða í boði .... :)
Gangi ykkur vel.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. þessar áttu víst að koma líka ... Hverjar verða lokatölurnar í næstu Borgarstjórnarkosningum og hvað verða margir "Borgarstjórar" á biðlaunum í lok þessa kjörtímabils í Reykjavíkurhreppi?
Samstarfið á endastað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.8.2008 | 12:18
DRANGEY - DRANGEYJARJARLINN - MYNDIR Hluti-I
Jón Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd, oft kallaður Drangeyjarjarlinn, stundar siglingar út í Drangey með farþega frá Sauðárkróki og frá Reykjum. Jón "Drangeyjarjarl" hefur í áraraðir siglt með ferðamenn út í Drangey og sagt þeim sögur af Gretti sterka og mörgu öðru merkilegu sem tengist sögu eyjarinnar. Hann hefur byggt upp Grettislaug og aðstöðu fyrir ferðamenn á Reykjaströndinni, fyrir utan þrotlausa vinnu við uppbyggingu og viðhald á aðstöðunni í Drangey. Hann varð ferðafrömuður ársins 2007 og er vel að titlinum komin.
Til er þjóðsaga um uppruna Drangeyjar að tvö nátttröll sem áttu heima í Hegranesi. Þau vildu leiða kú sína undir naut sem var að finna vestur á Ströndum. Lögðu þau af stað í ferðalagið og karlinn teymdi kúna en kerlingin gekk á eftir. Ekki voru þau komin langt út á fjörðinn þegar dagur ljómaði úr austri og urðu þau öll að steini.
EKerlingin er klettadrangur sem enn stendur sunnan eyjunnar og karlinn er annar drangur sem stóð norðan hennar og hrundi í jarðskjálfta árið 1755, en kýrin er eyjan sjálf, enda var hún löngum sannkölluð mjólkurkýr fyrir Skagfirðinga. Drangey (Pinnacle Island) in Iceland is a high, flat-topped island in Skagafjörður. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það gengur oft mikið á þegar verið er að koma farþegum til og frá borði úti í Drangey og stundum verður frá að hverfa sökum mikils öldugangs við eyjuna. Aðkoman að Drangey er oft erfið og þarf að passa sig vel þegar stigið er í land.
Ekki kemur á óvart að Jón karlinn hafi náð að detta eins og einu sinni í sjóinn í öllum þeim fjölda ferða sem hann hefur farið út í eyjuna. Enda menn ekki alvöru sjómenn nema hafa m... í saltan sjó :) Pictures from Drangey island in Skagafjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
http://www.photo.is/08/07/2/pages/kps07081360.html
Ein af mörgum skemmtilegum raunum í þessari ferð er að komast í land. Hér er báturinn búinn að lyfta sér upp og þarf stundum að bíða og sæta lagi áður en stokkið er í land
Allt fer þó vel að lokum og hópurinn heldur næst gangandi eða klifrandi upp á eyjuna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá meira af myndum úr annarri ferð sem ég fór með danskan hóp út í Drangey árið 2005
http://www.photo.is/niels/pages/kps07050812.html
Það getur verið mikil raun fyrir lofthrædda að klifra upp á eyjuna Drangey. En þarna hefur verið vel staðið að öllu og er búð að leggja stiga á erfiðustu kafla leiðarinnar. Einnig eru keðjur og bönd sem hægt er að halda sér í (fyrir lofthrædda).
Eyjan er úr þverhníptu móbergi og ca 180 metrar á hæð og aðeins kleif á þessum einum stað sem nefnist Uppganga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Margar þjóðsögur eru tengdar við Drangey. Ein sagan segir að Drangey hafi verið vígð af Guðmundur góða Arasyni sem var biskup á Hólum í Hjaltadal. Hér er búið að setja skjöld með kvæðinu "Faðir Vor, þú sem ert á himnum ..."
Staðurinn heitir Gvendaraltari. Það er siður að hver og einn leggist þar á bæn áður en lengra er haldið, ef vel á að farnast (á þá líklega seinna meir í lífinu). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar hópurinn var kominn upp á eyjuna, þá var gengið að Drangeyjarskála (byggður 1984). Þar fann sonur Jóns fugl sem hafði lokast inni í húsinu.
Hér er Sigurður Kjartansson að klappa skógarþrestinum (Turdus iliacus) sem fannst í skálanum á meðan bróðir hans Ómar Pétur Kjartansson fylgist spenntur með því sem fram fer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Byrjað er á því að ganga á stað þar sem Grettiskofi er. Þar dvöldu tveir frægi útlagar, þeir Grettir og Illugi Ásmundarsynir, sem sagt er frá í Grettissögu. Talið er að þeir hafi dvalið í Drangey frá 1028 í þrjú ár.
Áður en Grettir kom í Drangey, var hún almenningur. Eftir að hann er drepinn (ca. 1030), þá kemst eyjan undir biskupsstólinn á Hólum í Hjaltadal. Eftir það höfðu Hólabiskupar mest yfirráð yfir eynni ásamt nytjar af fugli og fiskiafla. Grettir's Saga (Grettis saga Ásmundarsonar), written around 1300, tell how the famous outlaw Grettir and his younger brother Illugi, from Bjarg, survived for 3 years in Drangey. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú er Drangeyjarjarlinn orðin frægur eins og Grettir "Sterki" Ásmundason. En Grettir er frægur fyrir sund sitt úr Drangey að Reykjum á Reykjaströnd þegar hann sótti eld sem hafði óvart slokknað hjá þeim bræðrum. Sund þetta þykir frækilegt afrek og hafa margir reynt að synda sömu leið og Grettir. Því miður tókst Jóni ekki eins vel upp og Gretti í þetta skiptið og vonum að honum hafi ekki orðið meint af volkinu.
Gott tækifæri gefst til dæmis til að skoða sjófugla í Drangey þar sem mikið er af svartfugli. Hefur eyjan verið sett á lista yfir mikilvæg fuglasvæði í Evrópu. Sagt er að veiðst hafi þar yfir 200 þúsund fuglar á einu vori í Drangey og eyjan oft nefnd forðabúr eða matarkista Skagfirðinga af þeim sökum.
Hér er horft fram af þar sem Hæringur norski hljóp í sjó fram, eftir að hann klifraði upp eyjuna og reyndi að drepa þá bræður Illuga og Grettir. Kerling blasir við úti á sjónum. Hér er líka einn af fáum stöðum þar sem hægt er að horfa beint niður í sjóinn með því að leggjast niður á bjargbrúnina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Auk þess að Drangey sé fræg fyrir fugla- og eggjatekju sem þar hefur verið stunduð að þá er eyjan mjög grasgefin að ofan. Nóg er líka af áburðinum (fugladrit, gúanó) sem fuglinn skilur eftir sig. Öldum saman var fé flutt út í eyjuna til beitar.
Þegar Grettir og bróðir hans Illugi komu til Drangeyjar, þá drápu þeir sér til matar allt fé sem bændur úr sveitinni áttu. Að vísu fékk einn hrútur að lifa. Sá hét Hösmagi og var mannýgur. Þeir bræður Grettir og Illugi höfðu gaman að honum. Hrútur þessi var vanur að banka á hurðina hjá þeim bræðrum á hverjum morgni. Um hrútinn má m.a. lesa í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Drangey
Tíbrá frá Tindastóli
titrar um rastir þrjár;
margt sér á miðjum firði
Mælifellshnjúkur blár.
Þar rís Drangey úr djúpi,
dunar af fuglasöng
bjargið, og báðum megin
beljandi hvalaþröng.
Einn gengur hrútur í eynni,
Illugi Bjargi frá
dapur situr daga langa
dauðvona bróður hjá.
Jónas Hallgrímsson
Ungur nemur, gamall temur, hér er Jón að kenna Sigurði Kjartanssyni hvernig á að bera sig að við að stjórna "SKIPINU" Nýi Víkingur SK 95
Jón Drangeyjarjarl og Sigurður að stýra skipinu á leið til hafnar eftir velheppnaða ferð til Drangeyjar. "Ég hef klifið Drangey og snert rætur Íslands!" er mottó Jóns Drangeyjarfara og er hægt að fá merkta boli með þessum texta á í lok ferðar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sem leiðsögumaður, þá verð ég að segja að ferðir út í Drangey með Jóni og hans fjölskyldu eru með þeim skemmtilegri sem að ég hef farið í. Í einni og sömu ferðinni er hægt að upplifa margt eins og að fara í sund (ekki eins og Jón fór í) í Grettislaug, bátasiglingu, veiðar, fjallaklifur, fuglaskoðun, söguferð, gönguferð, selur, hvalur og þannig mætti lengi telja.
Frábær ferð í alla staði (seinni hluti ferðalýsingar væntanlegur von bráðar).
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. Hluti-II kemur seinna.
Jarlinn synti sitt Drangeyjarsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)