Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

DETTIFOSS - MYNDIR OG KORT

Það eru nokkrir fossar á Íslandi sem lengi vel voru í eigu útlendinga. Þeir voru hreinlega seldir til erlendra aðila fyrir tilstuðla Einars Benidiktssonar athafnaskálds.

Þá stóð til að virkja marga af tilkomumestum fossum landsins eins og Gullfoss og Dettifoss.

Hér má sjá Dettifoss í öllu sínu veldi, 100 metra breiður þar sem hann fellur fram af 44 metra hárri skör. Smellið á mynd til að sjá risa-panorama-mynd af fossinum

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá risamynd af fossinum)


Rétt fyrir ofan Dettifoss er Selfoss og annar tilkomumikill fyrir neðan sem heitir Hafragilsfoss.

Hér sést vel hvað maðurinn er lítill við hliðina á þessu stóra vatnsfalli. Þarna falla um 200 m3 af vatni niður á hverri sek.

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ekki langt frá Dettifoss er Selfoss og er hann í göngufæri við Dettifoss

Selfoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Aðkoman og aðstaðan að fossunum hefur stórbatnað og má hér sjá göngustíg niður að Dettifossi að vestanverðu þar sem ég er þeirra skoðunar að Dettifoss er mun tilkomumeiri að sjá

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má svo sjá Dettifoss austan megin frá

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aðkoman er einnig mjög góð að austan verðu við Dettifoss eins og sjá má hér

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum að austan verðu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á báðum stöðum er komin góð salernisaðstaða. Það sem hefur háð aðkomunni að Dettifossi hefur aðallega verið lélegt ástand á vegakerfinu. En nú stendur til að laga það. Vegurinn að vestanverðu hefur oftast nær aðeins verið fær 4x4 og vel búnum bílum.

Þeir sem ekki vita það, þá eru norðanmenn með sína útgáfu af Gullna hringnum og heitir hann Demantshringurinn og er meðal annars náttúruperlan Dettifoss á þeirri leið.

Ég hef haldið á lofti ýmsum hugmyndum varðandi lestarsamgöngur víða um land og hér má sjá eina hugmynd fyrir norðurlandið þar sem léttlestarkerfi myndi sjá um að tengja byggðirnar saman á norðurlandi við vinsælustu ferðamannaleið þeirra norðanmanna.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir DEMANTSHRINGINN (Húsavík - Ásbyrgi - Dettifoss - Mývatn) og Tröllaskagann (Sauðárkrókur - Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Dalvík - Akureyrir).

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðurland, Demantshringinn og Tröllaskagann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það var haft samband við mig fyrir stuttu og ég beðin um að útfæra svipaða samgönguhugmynd fyrir Norðurlandið eins og ég hafði gert fyrir suðvestur horn landsins.

Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Demantshringurinn 241 km, Akureyrir - Siglufjörður 73 km og svo Siglufjörður - Sauðárkrókur 90 km.

Svona lausn myndi efla stórlega atvinnu-, skóla-, heilbrigðis-, ferðamálmál fyrir Norðurlandið.

Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðum á Norðurlandi - ALLT ÁRIÐ.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir suðvestur horn landsins hér:


http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Dettifossvegur tilbúinn 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BOLUNGARVÍKURJARÐGÖNG, VEGURINN UM ÓSHLÍÐ Á MILLI ÍSAFJARÐAR OG HNÍFSDALS - MYNDIR

Það er nóg að gera hjá Kristjáni Möller þessa dagana. Þá má segja að Bolungarvíkurgöngin séu orðin að veruleika. Hér má sjá myndaseríu af veginum sem að jarðgöngin koma til með að leysa af hólmi.

Hér má sjá veginn sem liggur á milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Sá vegur verður áfram óbreittur. En síðan verður farið frá Hnífsdal yfir í Bolungarvík.

Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óshlíðina þekkja margir úr fréttum í gegnum árin. En hún hefur löngum verið erfiður farartálmi fyrir Bolvíkinga og aðra ferðamenn. Mikið grjóthrun hefur verið úr hlíðum fjallana yfir veginn á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.

fjöllin Óshyrna, Arafjall, Búðarhyrna ásamt Ófæru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í gegnum þessi fjöll er búið að skipuleggja jarðgöng. En á myndunum má sjá að vegurinn meðfram ströndinni hefur víða verið settur í stokka til að verja umferð, sem fer um veginn, grjóthruni.

Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík sem farin var á mótordrekanum.

kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt eftir að búið er að aka fyrir Óshlíðina á leið til Bolungarvíkur, þá blasir Bolafjall við hinu megin við lítinn fjörð. Þá er stutt í Minjasafnið Ósvör sem er uppgerð verbúð frá árabátatímanum. Verbúðin er ein elsta sinnar tegundar á landinu.

Minjasafnið Ósvör (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Verksamningar Bolungarvíkurganga undirritaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER BRÚIN NOKKUÐ AÐ HRYNJA Á SELFOSSI? - MYNDIR

Við verðum að vona að það verði ekki of margir þungaflutningabílar á brúnni í einu í mótmælum vörubílstjóra sem standa yfir á Selfossi þessa stundina

Hér má sjá hvað gerðist hér um árið þegar Ölfusárbrú hrundi og vörubíll fór í ánna.

Mynd á safni niður á Eyrabakka sem sýnir þegar Ölfusárbrú hrundi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ölfusárbrú, hér er horft til suðurs yfir hluta af nýja miðbænum sem verið er að byggja upp þessa dagana

Ölfusárbrú horft til suðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér skartar Selfoss, brúin og svo Hekla í fjarska sínu fegursta

Mynd af Selfossi, eldfjallinu Heklu í fjarska og svo brúnni sem um ræðir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það stendur víst til að leggja nýja brú yfir Ölfusá fljótlega og skulum við þá vona að bílstjórar fái nóg að gera fyrir þessi dýru tæki sín.

Hugmyndir eru uppi um að útbúa nýja brú og er þá líklegt að sú brú verði á allt öðrum stað. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er mikið vatn sem rennur þarna til sjávar en Ölfusá við Selfoss er með meðalrennsli um 423 m3/sek

Gríðarlegt vatnsrennsli er í Ölfusá enda samsett úr Soginu og svo Hvítá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við skulum vona að það sé svo ekki eitthvað annað sem að sé að angra blessuðu vörubílstjórana okkar. En mig grunar nú að hluti af vandamálinu geti legið í snöggum samdrætti þessa dagana.

Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Bílstjórar mótmæltu á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYNDIR FRÁ ÞINGVÖLLUM - ÖXARÁ OG ÖXARÁRFOSS Í KLAKABÖNDUM

Svona til að minna á fyrsta þjóðgarð okkar Íslendinga, þá má sjá myndaseríu sem að ég tók í góða veðrinu fyrir nokkrum dögum síðan.

Hér byrjuðum við félagarnir að ganga fram á brún Almannagjár þar sem Öxará fellur fram af og myndar fossinn Öxará. Fossinn mun víst vera manngerður af víkingum sem vantaði vatn niður á flatirnar fyrir neðan til að brynna mönnum og skepnum.


Á brún við Almannagjá á Þingvöllum þar sem Öxarárfoss fellur fram af (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hefðbundna mynd af fossinum Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum


Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Víðmynd eða panoramamynd af Öxarárfossi


Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú fer að líða að vori og leysingar lita eða grugga vatnið. Hér má vel sjá hraðan á vatninu sem streymir fram hjá linsu myndavélarinnar


Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Áin Öxará og fossinn Öxárárfoss eru greinilega enn í klakaböndum


Öxará í klakaböndum á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki er auðvelt að taka myndir af fossinum sökum úða og sterks skyn sólarinnar. Hér má svo sjá mynd af flúðum aðeins lengra frá fossinum


Öxará í klakaböndum á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Lyngdalsheiðarvegur boðinn út í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUNNLENDINGAR ORÐNIR LANGÞREYTTIR Á SAMGÖNGUMÁLUNUM

Á meðan ALLIR ráðherrar samgöngumála hafa hver á fætur öðrum samþykkt samgöngumannvirki fyrir milljarða í formi jarðgangna og fl. fyrir fámenn byggðarlög úti á landi, þá þarf suðvestur horn landsins stöðugt að líða fyrir seinagang og naumt fjármagn í samgöngumálum.

Nú eiga Sunnlendingar í samstarfi við Reykvíkinga og Orkuveituna að sameinast um að fá að setja upp umhverfisvænt létt-lestarkerfi milli Selfoss og Reykjavíkur.

Hér er aðeins verið að tala um 50 km vegspotta!

Áætla má verð fyrir steypta tvöfalda braut á hvern kílómeter eitthvað í kringum 35 milljónir (35 x 50 = 1750 milljónir!). Til samanburðar, þá kostar að leggja venjulegan tvöfaldan malbikaðan veg um 65 milljónir hvern kílómeter.

Með þessu móti mætti þróa og byggja upp hagkvæmt ódýrt íslenskt lestarkerfi sem myndi notast við umhverfisvæna orkugjafa (vetni, rafmagn, þrýstiloft, heit vatn).

Til að byrja með þyrfti að leggja sem fyrst 25 km tilraunabraut frá Hellisheiðarvirkjun til Reykjavíkur sem myndi jafnframt nýtast sem hitaveituleiðsla þar sem hluti af orkunni yrði notuð til að tryggja að brautin yrði snjófrí og þar með fær í öllum veðrum - allt árið um kring.

Eins og staðan er í dag, þá eiga framkvæmdaraðilar í stökustu vandræðum með að losa sig við allt það umfram heitavatn sem kemur upp á Hellisheiðarsvæðinu. En þeir leita með logandi ljósi eftir stöðum til að bora á þar sem hægt er að dæla þessu vatni og ónýttu orku niður í jörðina aftur!

Í dag sækir fjöldi fólks reglulega vinnu frá þessum svæðum inn á Stórreykjavíkur svæðið. Sökum ófærðar og veðurs þessa daganna, þá er það ekki auðvelt.

Ef byggð yrði upphituð braut með svipuðu snið og hitaveitustokkarnir fyrir íslenskt léttlestarkerfi, þá yrði ekki vandamál með "beðið með mokstur", "þungt færi", "hálkubletti", "snjóþekja", "skafrenningur", "ekkert ferðaveður" og fl. Allt vel þekkt orð sem notuð eru í fjölmiðlum þegar vetur konungur leggst yfir

Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Umhverfisvænn loftbíll - Ætli það sé framtíðin fyrir íslenskan markað?

Á vef Viðskiptablaðsins mátti lesa þessa skemmtilegu frétt um það nýjasta í þróun á bílum.
Indverskur loftbíll fyrir íslenskan markað


Ef að Íslendingar myndu líta sjálfum sér aðeins nær, þá gætum við orðið þau fyrstu í heiminum að setja upp "Bensínstöð" sem yrði einskonar "Orkustöð" þar sem tappað væri á farartæki beint frá gufuborholu. En þrýstingur frá slíkri holu getur verið um 200 bör og ef tappað væri á kerfi bíls með slíkri orku, þá væri hægt að aka allt að 200 km á umhverfisvænni frírri orku sem við íslendingar eigum nóg af!!!!!

Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/

Lesa má nánar um útfærslu á þessari hugmynd og öðrum sambærilegum hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. þá er bara að sjá hvenær aðrir fara að eigna sér þessar hugmyndir líka :)
mbl.is Hvergerðingar vilja strætó austur fyrir fjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞORLÁKSHÖFN - KÍSILVINNSLA - MYNDIR

Það hljómar vel ef hægt er að hugsa á öðrum nótum en bara álið er málið. Þetta hljómar vel ef satt reynist að þarna sé þá á ferð lítið mengandi iðnaður.

Spurning hvar kísilvinnsla í Þorlákshöfn kemur til með að rísa.

Hér er horft til vestur eftir ströndinni frá Þorlákshöfn.


Loftmynd af Þorlákshöfn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nýr staðsetning við Þorlákshöfn?

Loftmynd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Ný kísilvinnsla í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝ TÆKNI LEYSIR GÖMUL VANDAMÁL - HÁSPENNULÍNUR

Flott að Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar og formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs skuli taka af skarið og leggja til að sem flestum háspennulögnum verði komið í jörðu á viðkvæmum stöðum.

Það er víða sem að maður er á ferð um ósnortna náttúru landsins að maður lendir í því að háspennulínur blasa fyrir augum þar sem síst skyldi.

Spurning um að bæta inn í svona hugmyndavinnu að reyna að samræma lagnir á vegum, vatnslögnum, raf- og háspennulögnum.

Það verður þó að viðurkennast að framkvæmdir við virkjanir og fleira á hálendi landsins hefur kallað á vegakerfi sem ísendingar og ferðamenn hafa fengið að njóta.

Hér má sjá sjá 2 háspennulínur sem liggja rétt við Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háspennulínur við Háafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Línan vinstra megin er ný og var lögð á mettíma vegna stækkunar á Norðurál.

Nú hefur kostnaður við að leggja jarðstrengi lækkað mikið. Verð á lagningu á jarðstreng samanborið við loftlínur er frá því að vera lítið hærri upp í tífalt verð sem hlýtur þá að ráðast af því hvað háa spennu er verið að flytja og svo hvernig jarðvegurinn er.

Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háifoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá háspennulínur ekki langt frá Landmannalaugum sem liggur niður með Tungnaánni

Landsvirkjun, línur að Fjallabaki (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru erlendir starfsmenn að snarla samloku og trópí í hádegismat. En þeir voru að vinna við uppsetningu á nýrri háspennulínu frá virkjunum við Þjórsá til Álverksmiðjunar Norðurál við Hvalfjörð.

Verið að reisa ný háspennumöstur rétt við Háafoss (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá panorama mynd af Skjaldbreið þar sem horft er til austurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri, en þar má sjá Kaldadal, Reyðarvatn, Uxahryggjarleið, Kvígindisfell, Uxavatn, Skjaldbreið, Langjökul...

Víð-ljós-mynd af Skjaldbreiði úr lofti (smellið á mynd til að sjá risa mynd af svæðinu sem er með enn víðara sjónarhorn)


Ef smellt er á myndina fyrir ofan, þá má sjá risa víðmynd af Kaldadal og þar má meðal annars sjá sömu háspennulínu og fer framhjá Háafossi efst í Þjórsárdal.

Það er gaman þegar umræða um svona brýnt málefni skilar sér að reynt sé að gera betur. Spurning hvort að bloggið hafi haft einhver áhrif?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tími háspennulína liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TEIKNINGAR AF NEÐANJARÐARLESTARKERFI FYRIR REYKJAVÍKURBORG OG KÓPAVOG

Flott að það skuli vera komið á fulla ferð bæði hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi og Samgönguyfirvöldum að skoða möguleika á lestarsamgöngum fyrir Stórreykjavíkursvæðið. Það er gaman að sjá hvað fréttamenn eru fljótir að taka við sér núna allt í einu.

Hér má horfa á frétt sem Lára Ómarsdóttir hjá Stöð2 fjallar um hugmyndir undirritaðs í fréttum í gærkveldi.

Smellið á hér til að horfa á frétt um neðanjarðarlestarkerfi fyrir Reykjavík á Stöð-2

Bloggað hefur verið áður um málefnið hér á mbl

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/458910/

og svo á visir.is

http://blogg.visir.is/photo/2008/02/08/hugmynd-jarðlestarkerfi-fyrir-reykjavik-og-kopavog/

og svo ýmis samantekt á skrifum um lestarmál hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/450120/

Hér má sjá hugmynd að neðanjarðarlestarkerfi eða metró sem komið var með fyrir rúmum mánuði síðan hér á blogginu

Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.



Léttlest að koma til Reykjavíkur - og til Keflavíkur líka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Vilja skoða lestakerfi í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ ER ILLT Í EFNI

Rauði krossinn beinir sjónum að fólki í greiðsluerfiðleikum.

Til hvers eru stjórnvöld, ef ekki til að taka á svona málum.

Líklega er næsta mál að leita eftir aðstoð erlendis frá.

Spurningin er hvað er að klikka í hagfræðinni hjá þeim sem sitja inni á hinu háa Alþingi þessa dagana.


mbl.is Rauði krossinn beinir sjónum að fólki í greiðsluerfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSLENSKIR EMBÆTTISMENN FULLIR Í VINNUNNI?

NÚ ER ILLA KOMIÐ FYRIR ÍSLENSKUM EMBÆTTISMÖNNUM OG EKKI Í FYRSTA SKIPTIÐ OG HELDUR EKKI ÞAÐ SÍÐASTA!

Hér er enn eitt skýrt dæmi um sofanda- og sauðshátt íslenskra embættismanna. Embættismenn sem fá að vinna aga- og eftirlitslaus út í eitt og þurfa aldrei að taka ábyrgð á einu né neinu í gerðum sínum.

Íslendingurinn, Sævar Óli Helgason, hefur því miður undanfarnar fjórar vikur búið á heimili í Danmörku fyrir pólitíska flóttamenn. Hann hefur óskað eftir hæli í Danmörku vegna þeirra ofsókna sem hann segist hafa orðið fyrir frá íslenskum embættismönnum.

Þar sem ALDREI hefur þurft að virða eitthvað sem kallast stjórnsýslulög á Íslandi, þá er ekki nema von að venjulegt fólk þurfi að grípa til svona óyndis úrræðis.

Því miður á fólk eins og Sævar litla möguleika á að leita réttar síns hér á landi þar sem íslenskar eftirlitsstofnanir, lögmenn og stjórnmálamenn sem eiga að passa upp á svona mál eru ekki starfi sínu vaxnir.

Ísland á heimsmet miða við höfðatölu í fjölda mála sem þarf að senda til Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld eru hvað eftir annað tekin með buxurnar niður á hæla þegar sjálfsögð mannréttindi eru annars vega!

Hver ætli sé ástæðan?

Gæti hún verið sú að Íslendingar eru sérfræðingar í að útbúa ýmiskonar nefndir sem taka í raun aldrei á neinum málum samanber Breiðavíkurmálið.

Hvað ætli séu mörg slík máli í gangi á Íslandi í dag?

Grein sem birtist á visir.is. Spurning hvort að aðrir fjölmiðlar muni beita þöggun í þessu máli?

Grein á visir.is um ofsóttan flóttamann, Sævar Óla Helgason í baráttu við Íslensk stjórnvöld (smellið á texta til að sjá grein)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fullur á skriðdreka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband