Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.9.2008 | 08:27
BAUHAUS MYNDIR
Þessi hús eru orðin það stór, að við fisflugmenn höfum verið að grínast með það að þökin á þessum húsum væru fyrirtaks flugvellir.
Hér má sjá verkamenn vera að reisa risaskilti á þaki Bauhaus sem kemur til með að snúa út að Vesturlandsvegi
Starfsmenn Borgarvirkis hafa verið að sprengja fyrir grunni við Bauhaus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hálfklárað hringtorg við verslunina Bauhaus við Úlfarsfell
WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo mynd af húsinu sem um ræðir þar sem sprengigarnar áttu sér stað
WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá nánar vegaframkvæmdirnar í kringum húsið
Þessi mynd er tekin í júní 2008 og er þá rétt komin upp stálgrindin fyrir húsið. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En út af vaxandi byggð við Úlfarsfell, þá hafa fisflugmenn orðið að leita af nýju svæði til að stunda sitt áhugamál og stendur til að flytja alla starfsemina fljótlega frá núverandi stað sem heitir Grund og er rétt fyrir ofan þar sem bygging Bauhaus er að rísa.
Hólmsheiði eða Reynisvatnsheiði WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá aðra stóra byggingu á svæðinu. Myndin er tekin í ágúst 2007. Þakið á þessari byggingu er á við 2-3 fótboltavelli :)
Stærsta verslunarhúsnæði landsins, 40.000 fermetrar að stærð, er í byggingu við Vesturlandsveg. Þar verða Rúmfatalagerinn, húsbúnaðarverslunin Pier og BYKO meðal annars. Skammt frá, hinum megin Vesturlandsvegar, hefur þýska fyrirtækið Bauhaus keypt lóð og hyggst reisa 20.000 fermetra verslunarhúsnæði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á sama tíma er ekki einu sinni byrjað á byggingu Bauhaus sem ætti þá að vera ofarlega til hægri í þessari mynd
WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En það er þó byrjað á því að sprengja fyrir grunninum eins og sjá má hér. En svona byggingarframkvæmdir taka greinilega langan tíma fyrst að rúmu ári síðar er enn verið að sprengja.
Mikill hvellur vegna sprengingar. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Mikill hvellur vegna sprengingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.8.2008 | 12:18
MYNDIR NORÐURSTRANDIR NORÐURFJÖRÐUR
Hér má svo sjá Stóru-Árvík og Litlu-Árvík. Jón Guðbjörn Guðjónsson ritar á vefinn sinn Litlihajlli.is um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Ófeigsfirði í ánni Hvalá. Eins og sjá má á myndinni, þá skartar Reykjarneshyrna sínu fegursta í baksýn.
Loftið er þegar farið að kólna og rakinn þegar byrjað að þéttast á toppi Reykjarneshyrnu og stutt í það að þokan leggist yfir firðina, flugmönnum til mikillar hrellingar. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Farm Stora-Arvik and Litla-Arvik close to Reykjaneshyrna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Einn mesti örlagavaldur í íslensku þjóðfélagi á 20. öldinni var líklega síldin. Verksmiðjan á Eyrir í Ingólfsfirði
Þessi síldarverksmiðja á Eyri við Ingólfsfjörð er nú að grotna niður eins og aðrar sambærilegar verksmiðjur víða um land. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Fishing plant in Ingolfsfjord at Eyrin. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Norðurfjörður með Reykjarneshyrnu í baksýn
Norðurfjörður. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útgerðarbærinn Verzlunarstaður í Norðurfirði, þegar ekið er í átt að Krossanesi þar sem Krossaneslaug er, þá er komið að þessum litla bæ sem er með bensínsjálfsala, hótel, bryggju og fiskvinnslu.
Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Small town Verzlunarstaður with fishing plant, hotel ... in Nordurfjord. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo hluti af hópnum, Þórhallur, Emil, Lárus og svo einn aðkomumaður (lengst til vinstri) sem að ég man ekki nafnið á í svipan. Hann lánaði okkur bílinn sinn svo að við gætum farið niður í þorp til að ná í bensín á græjurnar.
Stefnt var á að fljúga alla norðurfirðina en því miður kom þokan á undan okkur svo að planið breyttist. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Veðrið var frábært á staðnum og fullt af fólki úti við að njóta veðurblíðunnar
Hér hitti ég fyrir tilviljun einn af kennurum mínum úr Leiðsöguskólanum MK í Kópavogi, sjálfan Roland Assier ásam konu sinni. En hans sérgrein var m.a. Vestfirðir og fiskveiðar :) Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það var ættarmót í Ófeigsfirði þegar við flugum þar yfir. Þokan var að byrja að leggjast yfir norðurstrandirnar svo við gátum ekki gefið okkur mikin tíma til að heilsa upp á fólkið. Á eyrinni var búið að kveikja upp í myndarlegum bálkesti. En nóg er af rekavið sem rekur á strandirnar reglulega.
Fólkið var búið að koma sér fyrir við ósa Húsá sem kemur úr Húsadal. Á myndinni skartar svo Húsárfoss sínu fegursta. Fossinn Húsárfoss heitir Blæja líka. Það er eldra nafn og bara notað af sjó, en fossinn sést langt fram á Húnaflóa og var notaður sem mið fyrir báta. Akvegur fær öllum bílum liggur að Ingólfsfirði, norðan Trékyllisvíkur, en jeppavegur nær alla leið í Ófeigsfjörð. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Ofegsfjord, Husa river and waterfall Husarfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo áin Hvalá og vatnsfallið sem verið er að spá í að virkja. Hér er fossinn Drynjandi í Hvalá. Áin Rjúkandi og fossinn Rjúkandi er aðeins austar og sameinast sú á Hvalá aðeins neðar. Það eru tvö fyrirtæki sem koma að virkjunaráformum í Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum, það er nýsköpunarfyrirtækið Alsýn ehf og VesturVerki ehf. Fyrsti áfangi verkefnisins er uppá 31MW og sá síðari uppá 7 MW.
Mikið vatnasvæði er á heiðinni fyrir ofan sem heitir Ófeigsfjarðarheiði og þar fyrir ofan er svo Drangajökull. Rjúkandi kemur m.a. úr Rauðanúpsvatni og Ullarvötnum á meðan Hvalá kemur úr Nyrðra- og Syðra-Vatnalautavatni. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. River Rjukandi og waterfall Rjukandi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo norður strandirnar kvaddar og haldið til baka. Enda var þokan að loka öllum fjörðum. Steingrímsfjörður var enn opin og því stefnan tekin þangað.
Flugtúrinn þennan daginn endaði svo í botni Miðfjarðar þar sem Laugarbakki er og var þar áð um nóttina í góðu yfirlæti. Á myndinni má líklega sjá út að Hornbjargi. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Vill virkjun í Ófeigsfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.8.2008 | 11:57
VEISTU HVAÐ ÞETTA ER?
Veistu hvað þetta er? |
Svarið er neðst
Þetta er nýtt breskt fangelsi! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þetta er nýtt breskt fangelsi! af því tilefni er hér: |
í fangelsi | á vinnumarkaðinum | |
er meirihluta tímans varið í 3 x 3 m klefa | er meirihluta tímans varið í 1,8 x 1,8 m rými /skrifstofu | |
- eru þrjár fríar máltíðir á dag | - fá menn eitt matarhlé á dag og verða að borga fyrir matinn | |
- er gefið frí fyrir góða hegðun | - er hlaðið verkefnum á þá sem standa sig vel | |
- er vörður sem læsir eða opnar allar hurðir | - þarf oft að bera öryggispassa og opna allar hurðir sjálfur | |
- er sjónvarp og tölvuleikir | - eru menn reknir fyrir að horfa á sjónvarp eða vera í tölvuleik | |
- eru einka salerni | - verður að deila salerni með fólki sem stundum mígur á setuna | |
- er fjölskyldu og vinum leyft að koma í heimsókn | - er ætlast til að þú talir ekki einusinni við fjölskyldu þína | |
- bera skattgreiðendur allan kostnað án þess að nokkurrar vinnu sé krafist af þeim sem þar dvelja | - bera starfsmenn allan kostnað við að komast til frá vinnu og skattar eru dregnir af laununum til þess að greiða kostnað vegna fanganna | |
@ PRISON You spend most of your life inside bars wanting to get out | @ WORK you spend most of your time wanting to get out and go inside BARS ! | |
@ PRISON - You must deal with sadistic wardens | @ WORK - They are called managers |
Komdu þér nú að verki ! Það er ekki verið að borga þér fyrir að vera að blogga eða lesa blogg alla daga. Now get back to work. You're not getting paid for blogging |
(Stílfærði aðeins, en fékk þetta sent frá Kela kunningja mínum)
Hér má svo lesa meira um málefnið í öðrum bloggum hjá mér
Væri ekki ráð að byggja Hilton lúxus fangelsi á íslandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/231629
KVÍABRYGGJA ER FLOTTUR STAÐUR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/389120
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ný eining byggð við Litla-Hraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.8.2008 | 11:50
KRAFLA, GJÁSTYKKI, ÞEISTAREYKIR OG ÖLKELDUHÁLS - MYNDIR OG KORT
Hraunið nær að fljóta yfir stórt svæði og eru skilin á milli eldra og nýja hraunsins mjög greinileg. Fly from Asbyrgi to Leirhnjukur and Krafla close to Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stuttu eftir eldgosið við Kröflu, þá var lagður vegur yfir nýrunnið hraunið
Myndin er tekin í Júlí 2003. Picture of the road over the new lava close to Leirhnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hæð eina sem rétt nær að gægjast upp úr nýja hrauninu
Í svona gosi getur komið upp gríðarlega mikið magn af hrauni á skömmum tíma. Melurinn er greinilega eldra hraun sem komið er með rauðan blæ. A hill close to Leyrhnjukur and Krafla. Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sjást svo gamlir og nýir gígar í bland
Landið hleðst upp lögum á milljónum ára. New and old crater on a long fissure close to Leirhnjukur in north east of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sést ein af mörgum gígaröðum mjög vel. En hraunið sem kom upp á tímabilinu 1975 til 1984. Hraunið var mjög þunnfljótandi og náði að renna yfir stórt svæði á skömmum tíma
Flott var að sjá myndir þar sem hraunið kom upp á einum stað en féll ofan í næstu sprungu jafn harðan. One of many fissure close to Leirhnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft í áttina að Kröflu, Leirhnjúk og Mývatni. Í baksýn sést í Sellandafjall, Bláfjall og Heilagsdalsfjall
Þar sem reykur stígur upp er Kröflusvæðið. Á myndinni sést vel hvernig sprungusveimurinn liggur frá Leirhnjúk í áttina að Gjástykki. Picture of Krafla, Leyrhnjukur and Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kort af svæðinu. Gjástykki er ofarlega fyrir miðri mynd. Neðst á kortinu má sjá leiðina inn að Kröflu við Mývatn.
Kort af Gjástykki. En það virðast vera um 8-10 Km frá Gjástykki að Kröfluvirkjun. Map of Krafla, Gjastykki and Myvatn area (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft í áttina að Leirhnjúk. Í baksýn sést í Sellandafjall, Bláfjall og þar fyrir framan hægra megin sést aðeins í Hverfjall eða Hverfell og Námafjall. En mönnum ber ekki alveg saman um nafnið á gígnum Hverfjalli sem er sprengigígur sem myndast hefur við gos í vatni og því að mestu byggður upp úr sandi.
Vinstra megin við Hverfjall eða fell er svo hraun sem heitir Búrfellshraun. Picture of Leirhnjuk, Sellandafjall, Blafjall, Hverfjall and Namafjall in north east of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rétt við Leirhnjúk má svo sjá hversu þunnfljótandi hraunið hefur verið. Þar sem hraunið mætir kaldri fyrirstöðu getur það krumpast upp eins og myndin sýnir. En hitastigið hefur greinilega verið mjög hátt. Hitastig á hrauni getur verið frá 700 - 1200°C.
Gríðarleg hitamyndun er í iðrum jarðar og stafar hún einkum af niðurbroti geislavirkra efna. Hér er greinilega um flæðigos að ræða þar sem nær eingöngu myndast hraun og gjóskuframleiðsla verður óveruleg. Eins og myndin sýnir, þá er hraunin frekar slétt, rákuð og nefnast helluhraun, og eru úr basalti. Picture of thin flooding lava from Leirhnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Leirhnjúkur er vinsælt göngusvæði og er búið að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn til muna á svæðinu. Búið er að reisa trépalla og öryggisgirðingar svo að fólk verði sér ekki að skaða í brennheitum leirhverunum sem mikið er af á svæðinu.
Vinsælt er að ganga hringleið, en það er stígurinn sem er fjær. Leirhnjukur is a popular hiking area. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sést göngusvæðið betur við Leirhnjúk
Nóg er af leirhverum á svæðinu eins og sjá má. Hiking area around Leirhnjukur and the new crater. Lot of active mud spring seen on the picture. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sést bílaplanið þar sem gönguleiðin inn að Leirhnjúk hefst. Á myndinni má einnig sjá framkvæmdir við Kröflu ásamt lögnum sem tengir virkjunina við um 35 borholur. Leiðslurnar eru lagðar frá Kröflu í stöðvarhúsið sem er hægra megin í myndinni.
Búrfell sést í baksýn ásamt Vestari-Skógarmannafjöllum. En talið er að Búrfellshraun hafi komið úr Kræðuborgum sem er gígaröð lengst til vinstri á myndinni bak við Kröflu sem er framalega vinstra megin í myndinni. Picture of the Leirhnjukur area and parking space close to Viti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo Víti (eða Helvíti eins og hann heitir fullu nafni) er sprengigígur sem myndaðist þegar gaus í Kröflu 1724 Gígurinn er um 300 m í þvermál. Gígurinn varð til þegar rakur jarðvegur yfirhitnar svo mikið að það verður sprenging og jarðvegurinn þeytist í allar áttir.
Með þessu hófst lengsta gos íslandssögunar (5 ár) og fékk það viðurnefni Mývatnseldar. The famous Víti craters “Hell” in Icelandic. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hver virkjun þarf fjölda borhola eins og þessi mynd sýnir. Fyrir Kröfluvirkjun er búið að bora um 35 borholur og féllu sumar þeirra saman í eldsumbrotunum í Leirhnjúk 1975 til 1984
Nú stendur til að reisa 150 MW jarðhitavirkjun við Kröflu. Virkjunin, Kröfluvirkjun II, er hugsuð sem viðbót við virkjunina sem fyrir er og verður byggt nýtt stöðvarhús. Krafla is a caldera of about 10 km in diameter with a 90 km long fissure zone! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo sjálf Kröfluvirkjun sem er líklega erfiðasta framkvæmd Íslandssögunar og mátti litlu muna að illa færi og munaði litlu að Íslendingar gæfust upp á gufuaflsvirkjunum. Kröflustöð var gangsett árið 1977 (30MW) og 1996 var hún stækkuð (60MW).
Það mátti litlu muna að Kröfluvirkjun yrði ekki að neinu eftir að gos hófst í Leirhnjúk og við Kröflu í röð af 9 gosum frá 1975 til 1984. This is the first "steam" or geothermal energy power station in Iceland. It has been in operation since 1977 and give around 60 MW power. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Kröflu, Kröfluvirkjun, Leirhnjúk og Víti.
Krafla, Kröfluvirkjun, Leirhnjúkur, Víti - Map of Krafla, Krofluvirkjun, Leirhnjukur, Viti in north east of Iceland close to Myvatn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Námaskarð eða Hverarönd vinsæll ferðamannastaður
Mikið er af bullandi leirhverum og hér áður fyrr var unnin brennisteinn í Hlíðarnámum og fluttur út. Picture of Namaskard or Hverarond close to Myvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá loftmynd tekna af Þeistarreykjarsvæðinu í september 2005. Hér má sjá gufu stíga til himins víða á svæðinu. Horft er til suðurs á myndinni.
Landsvirkjun og Norðurþing standa sameiginlega að tilraunaborunum á svæðinu vegna virkjanna sem stendur til að reisa á svæðinu vegna Álvers á Bakka við Húsavík. Picture of Theistarreykir geothermal area that will be used for Aluminum company at Bakki close to Husavik. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kort af svæðinu þar sem verið er að bora.
Kort af Þeistareykjum, Þeistareykjabungu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Áður hefur verið ritað um Ölkelduháls eða Bitruvirkjun og sitt sýnist hverjum um þá framkvæmd. En hér má skoða myndaseríu sem að ég tók á sínum tíma af svæðinu.
SPILLUM EKKI SVÆÐINU Í KRINGUM ÖLKELDUHÁLS !!! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/351625/
En þetta var annars stutt samantekt að hinum 3 svæðunum sem verið er að fara í frakvæmdir í á sama tíma, þ.e. Krafla, Gjástykki (það sem þeir kjósa að kalla Krafla II en það er um 10 km á milli þessa svæða) og svo Þeistareykjarsvæðið.
Það er greinilega ekkert slegið slöku við hjá ráðamönnum þessara þjóða þessa dagana. Það virðist virka vel að henda svona sprengjum í fjölmiðla (Bitruvirkjun) svo að það sé hægt að athafna sig í friði á öðrum svæðum á meðan :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Bitruvirkjun á kortið á ný? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.8.2008 | 10:46
LISTAHÁSKÓLINN - EIN AF TILLÖGUNUM - MYNDIR
Hér má sjá unna ljósmynd þar sem byggingin er felld inn í myndina
Ljósmynd tekin á horni Laugavegs og Frakkastígs. Picture of the art school in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá stærri mynd)
Hér er þversnið af austur hlið skólans sem snýr að Frakkastíg. Eins og sjá má, þá fer byggingin stighækkandi í þrepum frá Laugavegi í átt að Hverfisgötu. Byggingin er látin hækka til norðurs þannig að sólin eigi sem greiðasta leið inn í sem flest rými byggingarinnar ásamt því að veita skjól fyrir köldum norðanáttum, en mikið er um opin aðskilin svæði á milli hinna ýmsu deilda
Reynt er að hafa rýmin opin til suðurs og norðurs og myndast flottur útsýnisveggur til norðurs frá byggingunni út yfir sundin blá. Picture of the art school in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef horft er á suðurhluta byggingarinnar sem snýr að Laugaveginum, þá er reynt að hafa lága framhlið með svölum og opnu svæði fyrir gesti og gangandi. Á opna svæðinu fyrir framan bygginguna er gert ráð fyrir hverskyns uppákomum og listviðburðum sem gæti þá laðað til sín þá umferð sem á leið um svæðið.
Einnig er gert ráð fyrir myndskjáum sem gætu sýnd þá viðburði sem væru í gangi á ýmsum hæðum byggingarinnar þar sem stuðst væri við nýjustu tækni. En þar sem byggingin er mjög opin og aðgengileg, þá er auðvelt að vera með marga listviðburði samtímis í byggingunni jafnt inni sem úti í björtum rýmum byggingarinnar. Picture of the art school in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er afstöðumynd sem sýnir byggingarreitinn ásamt nærliggjandi byggingum þar sem búið er að fella tillöguna inn í deiliskipulag svæðisins. Hægt er að vera með stærri sýningar á svæði C og D og var hugmyndin að útbúa hringleið fyrr gangandi umferð í gegnum bygginguna inn á svæði C og D og útbúa þannig lítinn "park" sem fólk hefði gaman að því að ganga í gegnum og skoða nánar.
Græna svæðið sýnir svo vinnusvæði sem hugsað var fyrir grófari vinnu og lokuð rými eins og upptökustudio fyrir hljóð og mynd. Picture of the artschool in Iceland Reykjavik made by Kjartan P. Sigurdsson and Heng Shi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.
1 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 1 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.
2 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 2 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.
3 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 3 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.
4 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 4 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.
5 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 5 floor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.
6 hæð. Picture of the art school in Iceland Reykjavik, 6 topfloor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.
Jarðhæðhæð (-1). Picture of the art school in Iceland Reykjavik, (-1) groundfloor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hverja hæð fyrir sig ásamt hugmyndum að niðurröðum á hinum ýmsu rýmum fyrir mismunandi deildir skólans.
Jarðhæðhæð (-2). Picture of the art school in Iceland Reykjavik, (-2) groundfloor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á þessari mynd má svo sjá hvernig ljósið dreifist um bygginguna ásamt því að vera með góðu útsýni yfir sundin, Esjuna og höfnina
Reynt er að hafa eins mörg opin svæði og mögulegt er svo að listamenn fá i sem mesta tengingu við náttúruna í listsköpun sinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er afstöðumynd sem sýnir svæðið í kvarða 1:1000
Afstöðumynd 1:1000 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er þversnið af austur hlið skólans sem snýr að Frakkastíg.
Sneiðingur 1:500 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er þversnið af suður hlið skólans sem snýr að Laugarvegi.
Sneiðingur 1:500 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En svo við látum orð eða umsögn dómnefndar fljóta með, þá var þau á þessa leið:
"Höfundar setja fram tillögu að fyrirferðamiklum húskroppum sem liggja austur-vestur og hækka hver af öðrum eftir því sem norðar dregur. Inndregin hluti jarðhæðar er drungalegur. Myndir gefa ekki fyrirheit um að byggingin falli vel inn í umhverfið"
Svo mörg voru þau orð.
Það er annars gaman að bera saman tillöguna sem vann og svo þá sem að við lögðum inn í keppnina svona í lokin.
Samanburður á tillögum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hús Listaháskóla fer yfir leyfileg mörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.8.2008 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.7.2008 | 09:00
ERU ÍSLENDINGAR AÐ LESTARVÆÐAST :)
Ég hef verið í ýmsum pælingum og hugmyndarvinnu um lestarvæðingu landsins og má m.a. lesa um eina af mörgum hugmyndum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Ég er eiginlega hættur að nenna að blogga um þetta málefni. Auk þess að hafa sótt um fullt af styrkjum til að þróa svipaðar hugmyndir og komið allstaðar að lokuðum dyrum að þá er greinilegt að það er ekki sama hver er í þessu þjóðfélagi þegar kemur að því að sækja í "pólitískt" stýrða sjóði skattgreiðanda :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Járnbrautarlest smíðuð í Grafarvogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2008 | 07:47
HOLTAVIRKJUN, HVAMMSVIRKJUN, URRIÐAFOSSVIRKJUN - MYNDIR
Hagalón, verður myndað með stíflu í Þjórsá ofan við Minnanúpshólma og stíflugörðum á austurbakka árinnar. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur mynd tekin aðeins nær þar sem Hvammsvirkjun kemur til með að rísa
Hvammsvirkjunar verður u.þ.b. 80 MW og orkugeta hennar verður um 630 GWst/ári. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 80MW. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stöðvarhús verður staðsett nærri norðurenda Skarðsfjalls í Landsveit í landi Hvamms og verður það að mestu leyti neðanjarðar.
Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. Location of the power station in Skardsfjall. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá Minnanúpshólma sem er vel gróðri vaxin, enda fara hvorki menn né skeppnur mikið út í þessa eyju
Eyjan Minnanúpshólmi í Þjórsá liggur á milli Skarðsfjalls og Núpsfjalls. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. A small island in Thjorsa. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá hvar efri mörk á Holtavirkjun kemur til með að vera út frá Árnesi við Búðafoss
Búðafoss er einn af fossunum í Þjórsár sem fer undir lónstæði Holtavirkjunar í Gnúpverjahrepp. Þjórsá er lengsta á Íslands, alls 230 km löng. Hún á upptök sín í Hofsjökli og rennur í suður til sjávar vestan Þykkvabæjar. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Her er flogið nær fossinum Búðafoss þar sem efri mörk á Holtavirkjun liggja
Árneslón, verður myndað með stíflu í Árneskvísl við bæinn Akbraut í Holtum og stíflugörðum í Árnesi. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. Waterfall Budafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stíflan fyrir Holtsvirkjun mun rísa út frá þessum fossi hér sem heitir Hestafoss í Árneskvísl
Holtavirkjun verður u.þ.b. 50 MW að afli og orkugeta hennar verður allt að 390 GWst/ári. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 50MW. Waterfall Hestfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá víðmynd af svæðinu þar sem Urriðafossvirkjun kemur til með að rísa
Inntakslón fyrir Urriðafossvirkjun, Heiðarlón, verður myndað með stíflu í Þjórsá við Heiðartanga og stíflugörðum upp eftir vesturbakka árinnar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þjótand er jörð sem fór í eyði fyrir nokkrum árum, þar til hliðar má sjá gömlu Þjórsárbrúnna. Einnig má sjá Heiðartanga, Lambhaga, Þjórsártún og Krók á myndunum
Inntaksmannvirki verða í Heiðartanga og stöðvarhús neðanjarðar nærri Þjórsártúni. Frá stöðvarhúsinu munu liggja frárennslisgöng sem opnast út í Þjórsá nokkru neðan við Urriðafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvaða foss er þetta sem liggur út frá Heiðartanga?
Virkjun við Urriðafoss verður u.þ.b. 125 MW að afli og orkugeta virkjunarinnar verður um 930 GWst/ári. Pictures of Urriðafossvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 125MW. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo má sjá í lokin myndir af Urriðafossi sem mestu deilurnar hafa staðið um
Urriðafoss í Þjórsá. Waterfall Urriðafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Virkjanirnar í Þjórsá færast nær veruleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 08:30
:)
22.4.2008 | 10:41
SEÐLABANKINN OG DAVÍÐ ODDSSON GEFA FULLT AF PENINGUM TIL NAUÐSTADDRA
Landsmenn geta prentað út eins margar ávísanir og þeir kjósa. "Í tvær vikur gefum við ótakmarkað magn af peningum inn í hagkerfið," segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri. Vika almúgans hófst í gær og frá og með deginum í dag og til 4. maí gilda ávísanirnar í öllum bönkum landsins nema KAUPÞING Banka.
Hér má svo sjá hina umdeildu ávísun sem á án efa eftir að koma mörgum Íslensku fjölskyldum vel sem bera þunga byrðar þessa dagana
Ávísun frá Seðlabankanum og Davíð Oddsyni sem má prenta út eins mikið af og hver vill (smellið á mynd til að sjá nánari skilmála)
Fyrir þá sem vilja nálgast ávísunina á PDF formi geta náð í hana hér:
Gúmmítékki frá Seðlabankanum
áhugasömum er bent á að gúmmítékkinn getur verið þungur í downloadi
Heyrst hefur að Davíð hafi tekið upp á þessu sjálfur því að honum var farið að leiðast seinagangurinn og aðgerðaleysið hjá Geir Haarde forsætisráðherra.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hvetja fólk til að prenta peninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2008 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.4.2008 | 09:35
SIGLT Í KRINGUM VESTMANNAEYJAR 2005 Á SLÖNGUBÁT
Oft er það svo að vegna veðurs er það frekar erfið raun að framkvæma á svona litlum báti. Það var þó ekki í þetta skiptið. Veðrið lék við hvern sinn fingur og miðnætursólin skartaði sínu fegursta og sjórinn spegilsléttur.
Vestmannaeyjar draga nafn sitt af þrælum, vestmönnum. Landnáma segir þá hafa flúið til eyjanna eftir að hafa vegið húsbónda sinn Hjörleifs fóstbróður Ingólfs Arnarssonar.
Í fyrstu voru Eyjarnar í eigu bænda síðan um miðja 12. öld í eigu Skálholtsstaðar. Síðan eignast Noregskonungur eyjarnar í byrjun 15. aldar og þar á eftir Danakonungur til ársins 1874.
Höfuðatvinnugreinar Vestmannaeyja hafa jafnan verið sjávarútvegur og fiskvinnsla.
Árið 1627 var Tyrkjaránið framið og eldgosið í Eldfelli í Heimaey árið 1973.
Hér má svo sjá nokkrar myndir úr ferðinni
Klettshellir er þekktasti hellirinn í Vestmannaeyjum eða Heimaey og sá stærsti. Hellirinn gengur inn í Ystaklett
Fastur liður í útsýnissiglingu umhverfis eyjar er að sigla inn í Klettshellir og leika þar á blásturshljóðfæri fyrir ferðamenn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skerin eða Stöplarnir heita Drengir
Drangar eru víða við Vestmannaeyjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Latur er staki kletturinn þegar að komið er fyrir Ystaklett og Faxasker ætti að vera á hægri hönd
Latur er drangur sem stendur norðan við Miðklett á Heimaey. Kletturinn fékk nafn sitt af því að menn sem reru frá Landeyjum til Vestmannaeyja tóku sér oft hvíld við Lat áður en haldið var inn innsiglinguna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stóri Örn, litli Örn nær Klifinu, og Eiðið fyrir aftan vinstra megin við bátinn
Stóri Örn er stuðlabergsdrangur fyrir norðan Klif (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er verið að sigla leiðinni í gegnum Gatið. Þarna átti brú að hafa legið yfir í klettinn með stóru gati undir (svo segja sögur)
Gatið við Heymaey sem var undir brú sem núna er fallin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hani á hægri hönd og Hæna framundan
Eyjan Hani er 97m hár og dregur nafn sitt af kambi á eyjunni. Hæsti punktur á eyjunni heitir Hanahöfuð. Hæna er syðst af smáeyjunum og er 57 m á hæð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
þarna er verið inní Kafhelli í hænu, horft í átt að Dalfjalli og Blátindur er þar efsti punktur og líklegast sést þarna inní Stafsnesvíkina
Kafhellir er í eyjunni Hænu og talinn fallegasti hellir úteyjanna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vestmannaeyjar, Heimaey víðmynd
Víðmynd af Heimaey, horft til norðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá höfuð af fíl rétt áður en komið er inn í Kapalgjótu
Kynjamyndanir má sjá víða í berginu í Vestmannaeyjum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kaplagjóta
Ekki er ég alveg viss á þessu örnefni en áður var rusli hent í þessa gjótu, en straumar eru sterkir við eyjarnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stórkostleg litadýrð er í hellunum Fjósin í Stórhöfða
Fjósin eru tveir hellar í Stórhöfða. Þeir eru óaðgengilegir nema á báti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mynd tekin út úr "Fjósinu" í átt að Smáeyjum eða á að segja
Gaman væri að vita frekari deili á þessu örnefni og hvernig það beygist (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Suðurey, í fjarska gæti verið Súlnasker, Geirfuglasker og Brandur
Suðurey, eyjarnar Súlnasker, Geirfuglasker og Brandur eru ekki langt undan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er sólin að setjast út við sjóndeildarhringinn
Miðnætursólin skartar sínu fegursta við Vestmannaeyjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér erum við komnir út í einn af hellunum
Hellir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það hefur löngum verið stórviðrasamt á Stórhöfða á Heimaey í Vestmannaeyjum
Á þessari mynd má vel sjá Heimaey og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kort að Vestmannaeyjum og Heimaey
kort af Vestmannaeyjum og Heimaey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Árni tölvukarl var skipstjóri og stýrimaður á slöngubátnum og Árni Sigurður Pétursson átti heiðurinn af mörgum af þeim örnefnum sem hér koma fram, en hann hafði sent mér þær sem athugasemdir hér áður á blogginu hjá mér. Ef einhverjir staðkunnugir þekkja betur til, þá um að gera að senda inn linka á myndir ásamt skýringum.
Varðandi samgöngumál Vestmanneyjar þá vil ég vísa á fyrri skrif mín hér:
Hér má sjá kort og nánari hugmyndir:
JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/
Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Umhverfis landið á slöngubát | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)