Margt fallegt við Steingrímsfjörð

Norður strandirnar á Vestfjörðum eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

Hér man ég eftir einni laug í fjöruborðinu á leiðinni frá Hólmavík út að Drangsnes og má sjá hvernig Vegagerðin hefur passað upp á laugina þegar vegurinn hefur verið endurnýjaður. Laugin er Í Hveravík skammt innan við þorpið þar sem eru heitir hverir í fjöruborðinu alveg í vegarkantinum. Þar lifa sérstakar hitaþolnar flær.

Laug í Hveravík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En annars man ég eftir nokkrum laugum sem eru svona í sjávarmálinu víða um land. Ein er á Barðaströnd við Flókalundi og önnur í Hvammsvík í Hvalfirði. Skemmtilegasta sagan er líklega laugin sem er lengst úti í ballarhafi í skeri á miðjum Breiðafirði og er aðeins hægt að baða sig í þeirri laug á fjöru. Gott er að hafa nákvæma GPS staðsetningu og flóðatöflur á hreinu áður en farið er í þá laug. Kannast við einn sem rekur ferðaskrifstofu hér í bæ sem hélt upp á stórafmæli sitt með því að sigla óvænt með ferðamenn á þennan stað sem vakti að vonum mikla athygli og kátínu.

Linkar á fleirri myndir:
  Grettislaug í Skagafirði 
  Laug í fjörunni við Flókalund 

Hér má sjá uppgert og vel við haldið dráttarspil og útihjallur eða þurrkhjallur frá gömlum tíma í Steingrímsfirði

Fjörumynd (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Æðarungar komnir á flot við Steingrímsfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíminn er naumur - hér er hugmynd :)

Áhugavert að fylgjast með umræðunni um brunarústirnar niður í miðbæ. Ég átti leið þar framhjá fyrir nokkru og þá var verið að girða svæðið af.

Datt mér þá í huga að sniðugt væri að skreyta aðeins útlitið á veggnum sem verið var að reisa í kringum svæðið.

Hugmyndin hélt áfram að þróast og því ekki að byggja flott glerhús með baklýsingu sem væri einstakt í veröldinni upp á nokkrar hæðir og þekja útveggi 100% með slíkum myndum. En svona hús baklýst að kvöldi myndi eflaust vekja mikla athygli á dimmum vetrarmánuðum

Í dag eru til gluggafilmur sem sést vel út um og því óþarfi að hafa sýnilega glugga á slíku húsi.

Til að byrja með, þá þyrfti að hreinsa allt í burtu og flytja upp í Árbæjarsafn og endurbyggja.

Svo væri möguleiki á að byggja hús á 1 hæð og þá með opnu útisvæði ofan á toppnum með kaffihúsaaðstöðu m.m.
Hugmyndir Kjartans P. Sigurðssonar um hús á 1 hæð
Hús á einni hæð og þá með möguleika á kaffiaðstöðu og jafnvel sviði til hljómleikahalds fyrir miðbæinn

Stór mynd má skoða hér

eða …

byggja hús 2 hæðum
Hugmyndir Kjartans P. Sigurðssonar um hús á 2 hæðum
Hús á tveimur hæðum og þá með möguleika á kaffiaðstöðu og jafnvel sviði til hljómleikahalds fyrir miðbæinn

Stóra mynd má skoða hér

Húsið yrði klætt með baklýstum 360° ljósmyndum úr íslensku landslagi. Sem myndi að sjálfsögðu lýsa fallega upp skammdegið og vekja mikla athygli.

Starfsemi: Alhliða upplýsingar fyrir ferðamenn, kaffihús, samkomuaðstaða og bókunarmiðstöð.

Í Húsinu yrðu nokkur herbergi með 360°hringmyndum sem yrði líka baklýst og væri þá t.d. hægt að labba inn í mismunandi rými með mismunandi þema. T.d. Íshellir, hraunhellir, jökulsárlón, eldgos, hverasvæði, foss eða önnur flott svæði á íslandi.

Svo mætti fá upplýsingar á tölvuskjáum eða hlusta á hljóðupplýsingar á mismunandi tungumálum.

Þetta hús er það sérstakt að eftir því yrði tekið - enda annað eins ekki sést áður


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. Þar sem reikna má með að um 3-500 þús. ferðamenn muni eiga leið um miðbæinn í sumar, þá er mikilvægt að ásýnd miðbæjarins sé smekkleg og ekki verra ef það er eitthvað fallegt sem gleður augað. En fljótlegt er að klæða núverandi svæði af með slíkri mynd.


Hægt er að skoða útfærslu á baklýstri risamynd 16m x 2.35m í nýja sýningarsalnum í Bílabúð Benna hér (3 myndir)
Skaftafell - Vatnajökull
Skaftafell - Vatnajökull



mbl.is Bruninn blási lífi í Lækjartorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir - Reykholt - Surtshellir og fl.

Edduhótel er rekið í Reykholti. Þar var áður skóli. Gaman er að koma á hótelið í Reykholti en þar hefur verið útbúin skemmtileg tenging við goðafræðina í sögu og myndum. Ýmsa afþreyingu og skemmtun má finna í næsta nágrenni eins og fara á Langjökul upp í Jaka, mikill hiti er á svæðinu eins og í Húsafelli og svo er vatnsmesti hver landsins, Deildartunguhver með um 200 lítra á sek. og í Reykholti er hin fræga Snorralaug sem kennd er við Snorra Sturluson. Hraunfossar og Barnafoss eru fallegir fossar í Hvítá, vötnin á Arnarvatnsheiði og Surtshellir, Stefánshellir og Víðgelmir og svo má lengi telja. Laxveiði er í Grímsá, Hvítá, Þverá, Norðurá, Norðlingafljóti, allar í næsta nágrenni.

Hér má sjá hvar uppgröfturinn fór fram 2004 og var þá verið að grafa út göngin sem lágu út að Snorralaug.

Reykholt (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Deildartunga.

Vatnsmesti hver landsins, Deildartunguhver með rennsli um 200 lítra á sek. sér um heitt vatn til bæja í "næsta" nágrenni eins og Akranes sem er í um 40 km fjarlægð.

Deildartunguhver úr lofti 2004 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á næstu mynd má sjá tengingu á nýlegar myndir af hellinn Víðgelmir, hvernum í Reykjadalsá, Reykholti, Deildartungu m.m.

Bændur finna sér ýmsar aðferðir til að nýta heita vatnið á svæðinu. Hér má sjá búnað sem tekur loftið úr vatninu.

Nýting á heitu vatni sem nóg er af á svæðinu(klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flogið var fyrir stuttu yfir Reykholt og nágrenni og má sjá sveitabæi og ýmsar náttúruperlur úr lofti

Hér er loftmynd af Reykholti

Hér má vel sjá framkvæmdirnar sem að fornleifafræðingarnir eru með í gangi þessa daganna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hellaferðir eru að verða mjög vinsælar fyrir ferðamenn. Fyrir ekki svo mörgum árum síðan voru aðeins þekktir um 20 hellar. Með kerfisbundinni leit og aukinni þekkingu, þá hafa fundist í dag um 500 hellar. Lauslega má áætla að það finnist um 10.000 hellar á landinu öllu og er þá miðað við hvað stór svæði er enn ókönnuð.

Það merkilega við þessi fræði er að það er ekki ein mönnuð staða hjá ríkinu sem heldur utan um þessi fræði. Þessar rannsóknir hafa að mestu verið unnar af áhugamannafélögum hér heima og erlendis. Þeir sem fara með ríkisfjármálin telja víst peningunum betur varið í aðra hluti en að láta kanna þessi sérstæðu íslensku náttúrufyrirbæri, sem eru í raun einstök.

Hér má sjá hóp af Ameríkönum á ferð í Surtshelli sem er einn af stærri hraunhellum landsins

Þrátt fyrir háan aldur sumra þá létu þeir það ekki á sig fá að brölta í gegnum stórgrýtið í hellinum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Grafir aldinna klerka finnast í Reykholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki ráð að byggja Hilton lúxus fangelsi á íslandi

Líklega er eitt af fallegri bæjarstæðum á Íslandi undir fjallinu Kirkjufelli í Grundarfirði. En hér má sjá lúxus fangelsið Kvíabryggju sem er hannað fyrir þá sem stunda hvítflippaglæpi.

Spurning hvernig dömunni myndi líða á þessum stað í nýju fínu rúmunum sem Árni Johnsen var fljótur að útvega eftir að hann mætti á staðinn til að leggja stund á ríkisstyrkta listsköpun sína.

Kvíabryggja séð úr lofti með fjallið Kirkjufell í baksýn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við fisflugmenn fljúgum ansi oft eftir suðurströndinni í góðum veðrum og hér má sjá myndaseríur úr slíkum ferðum af Litla-Hrauni.

Spurning hvernig dömunni myndi líða á Litla-Hrauni

Ekki annað að sjá en þarna sé fín aðstaða (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Loftmynd af hrauninu tekin fyrir nokkrum dögum.

Loftmynd tekin í löngu flugi ofan úr Borgarfirði á leið til Reykjavíkur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Myndir teknar til suðurs árið 2006

Loftmynd tekin í flugi á leið til Reykjavíkur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að hanna loftnets-, síma- og kallkerfi fyrir fangelsið og var ekki annað að sjá en að það væri veglega staðið að verki.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is París Hilton sögð hafa það ágætt í fangelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ubs! Líklega á ég einhverja sök :|

Ég verða að viðurkenna að ég grínast stundum með það í hálfkæringi við ferðamenn að henda "öllum" sínum peningum í gjánna og nú sé hefðin sú að það sé líka tekið á móti greiðslukortum í takt við nýja tíma!

Svo er að heyra að einhverjir hafi tekið mig á orðinu sem er hið besta mál fyrir skattsvelt ríkisbákn. Spurning um að strauja umrædd kort og kanna hver viðbrögðin yrðu.

T.d. mætti láta færsluna heita: "Gjald fyrir að óska sér .... 100 kr þar af virðisauki ... 24.5 kr samtals 124.50"

Peningagjá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars er ég búinn að fljúga nokkrar ferðir inn að Þingvöllum eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

Hér má sjá Peningagjá úr lofti. Staðurinn er einn að vinsælli ferðamannastöðum á landinu enda á Gullnahringnum sem um 4-500 þúsund ferðamenn fara á ári

Peningagjá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Peningagjá er í raun Nikulásargjá sem er eystri grein í Flosagjá. Flosahlaup er norðarlega í gjánni þar sem hún er mjóst eða rétt rúmir 3 m

Nikulásargjá er kennd við Nikulás Magnússon sýslumann. Hann fannst dauður í gjánni eftir að hann sturlaðist á Alþingi árið 1742.

Um leið og brúin var gerð yfir Nikulásargjá, 1907, hófst sá siður að kasta peningum af brúnni í gjána og er hún nú þar kölluð Peningagjá. Einstöku menn hafa kafað eftir peningunum og jafnvel lyklum sem að þeir hafa misst. En gjáin er djúp og vatnið kalt, ekki nema 4°C.

Hér má sjá Hakið á Þingvöllum þar sem þjónustumiðstöð og sýningarhús er fyrir ferðamenn

Hakið Þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Öxaráfoss er fyrsti manngerði foss á Íslandi

Hér fellur fossinn fram af klettunum í öllu sínu veldi

Öxaráfoss (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá nýjustu myndirnar af svæðinu. En vormyndir geta verið frekar litlausar eins og sjá má.

Þingvallakirkja og Þingvallabærinn sem er að hluta til sumarhús forsætisráðherra og aðstaða fyrir þjóðgarðsverði

Þingvallakirkja og Þingvallabærinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ástin getur verið takmarkalaus

Þessi hjón vöktu athygli mína í skemmtilegri ferð með Dani um landið. Það var dásamlegt að fylgjast með þeim hversu samrýmd þau voru alla ferðina - sama hvað á gekk. Hér koma þau frá peningagjánni stuttu eftir að þau eru búin að óska sér. Ætli þau hafi óskað sér áframhaldandi hamingju í sínu sambandi? Hver veiti.

Þessi hjón leiddust í gegnum alla ferðina - sönn ást? (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


  Lesið saman í Landmannalaugum 
  Nesti snarlað við Hljóðakletta 
  Klifrað upp Drangey - Ekki voru allir sem þorðu upp 
  Gengið um Drangey og lundinn skoðaður 
  Á leið í land með Drangey í baksýn 

Það er annars margt fallegt að sjá á Þingvöllum eins og Valhöll, Þingvallakirkju, Almannagjá, Drekkingarhyl, Öxará og fl. góða staði.

Ég lofa í framtíðinni að mæla ekki með að ferðamenn greiði með greiðslukortunum sínum aftur - spurning um að koma upp posa þannig að fólk geti straujað fasta upphæð þegar það á leið hjá til styrktar einhverju málefni :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Greiðslukortum kastað í Peningagjá á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig má það vera að það skuli vera svona ólæti í svona fallegu bæjarfélagi

Flug fisflugmanna hringinn í kringum landið sumarið 2004

Hér er búið að fylgja allri suðurströndinni frá Reykjavík til Hafnar með viðkomu á nokkrum fallegum stöðum

Höfn í Hornafirði og ósinn sem bærinn er kenndur við (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það eru fáir bæir sem hafa eins fallegt útsýni til fjalla eins og þeir sem búa á Höfn í Hronafirði

Vestrahorn. Það eru víst deildar meiningar um nafnið á horninu.

Vestrahorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Aðsúgur gerður að lögreglu á Höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona leit Langjökull út fyrir rúmri viku síðan

Hér má sjá aðstöðu Fjallamanna uppi í Skálpa rétt vestan við Bláfellsháls í blíðskaparveðri. Starfsmenn eru að taka niður tjöld og búnað eftir annasaman dag frá deginum áður. Þá var mikið fjölmenni á jöklinum og í nógu að snúast. Enda komu vel á annað hundrað manns í sleðaferð þann daginn.

Flogið var frá Reykjavík inn á Langjökul í einstöku veðri og aðstæður á jöklinum eins og best verður á kosið

Skálpi, skáli Fjallamanna/Activity við Langjökul (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurning er? Hvert er fegursta fjall á Íslandi? Hlöðufell verður oft útundan í þeirri umræðu. En það er stapi eins og Herðubreið sem fékk titilinn drottning íslenskra fjalla fyrir stuttu.

Hlöðufell sunnan við Langjökul. Myndin er tekin til suðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er að sjá að það ríki vetrarríki enn uppi á Skjaldbreið. En Skjaldbreið er dyngja sem myndaðist í gosi eftir að síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum síðan. Hlöðufelli myndast aftur á móti undir jökli í gosi á síðustu ísöld sem spannaði um 3.000.000 ár! Á þessum tveimur myndum má því sjá hvað einkennir fjöll sem myndast við þessar tvær mismunandi aðstæður.

Skjaldbreið er sunnan við Langjökul og norðaustur af Þingvöllum. Myndin er tekin til suðvesturs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Varðandi hlýnun jarðar og bráðnun íss og snjós, þá eru íslenskir jöklar mjög sérstakir að því leitinu að þeir eru mjög nálægt því að vera við 0 °C og hegða sér því eins og "softice" á meðan t.d. jöklar á grænlandi eru massífir líklega í kringum -20 °C. Því eru íslenskir jöklar mun viðkvæmari fyrir breytingu á hitastigi en aðrir jöklar. Einnig er skrið þessara tveggja jöklategunda mismunandi. Á meðan t.d. Grænlenskir jöklar skríða fram massífir eftir yfirborðinu, þá flæða íslenskir jöklar meira eins og síróp eftir yfirborðinu þar sem hraðinn er mestur efst og fer svo stiglækkandi því sem neðar dregur.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Bráðnun íss hraðar áhrifum hlýnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geysir er nú eitthvað farin að slappast líka

Hér má sjá Strokk í öllu sínu veldi sem virðist vera sísprækur enda ungur að árum og á því líklega enn mikið eftir af sínum líftíma :)

Hér gýs Strokkur reglulega á 5-10 mín fresti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


þó Geysir gamli hafi nú alltaf staðið fyrir sínu, þá er hann nú farinn að eldast greyið og yngri og sprækari teknir við.

Þegar Geysir var upp á sitt besta, þá náði hann svipað háu gosi og Hallgrímskirkjuturn er eða um 70-80m (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nafnið Geysir er eitt af fáum alþjóðlegum nöfnum sem er íslenskt að uppruna og þýðir að sjálfsögðu goshver.

Á myndinni af Geysi má sjá op sem er um 2 metrar í þvermál. Einnig má sjá rennuna frægu sem útbúinn var á sínum tíma til að lækka yfirborðið á Geysi. Þetta var Viagra þess tíma og aðferð sem reynt var að nota til að koma honum í gang aftur. Ekki er ólíklegt að Strokkur taki eitthvað frá honum af þeirri orku sem hann hafði áður þannig að það streymir líklega ekki eins mikið í Geysi eins og áður.

Þrátt fyrir þessar aðgerðið, þá lét gosið eitthvað standa á sér. Eitthvað er enn um að það sé notuð sápa á tyllidögum til að koma honum til :)

En Sápan virkar þannig að hún lækkar yfirborðsspennu vatnsins þannig að loftbólur eigi auðveldara með að myndast á miklu dýpi sem að lokum myndar keðjuverkandi suðu og allt að 100m vatnssúla þenst skyndilega út og þá nær hverinn að gjósa. Við hvert gos kólnar hverinn og þarf hann þá aftur smá stund til að ná að hita sig aftur upp í suðumark. En á ca. 100 metra dýpi þarf vatnið að sjóða við 120-130 gráður til að þessi suðuvirkni eigi sér stað. Spurning um það hvort að svona goshver nær að gjósa eða ekki ræðst að því hversu mikil orka kemur inn í hann neðan frá og hversu mikil kælingin er á yfirborðinu og þá hvort að orkan er nægjanleg til að láta hann gjósa af sjálfum sér.

Gaman væri að prófa að þræða rör niður í botninn á Geysi og skjóta þrýstilofti inn í hann neðan frá. Spurning er hvort að það væri nægjanlegt til að koma honum af stað aftur með einföldum hætti og þá þyrfti bara lítinn þrýstihnapp fyrir ferðamennina til að fá að sjá Geysi gjósa :)

En það er alltaf von á að Geysir lifni við eða verði eitthvað sprækari ef jarðskjálftar hafa verið öflugir á svæðinu en þá gliðnar bergið og heita vatnið nær að finna sér nýja leið upp á yfirborðið. Einnig er eins og að það hitni vel undir þegar gosvirkni verður meiri í næsta nágreni.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Rússneskt hverasvæði eyðilagðist þegar skriða féll á það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hús ÖBÍ - Miðbær Kópavogs og ný sundlaug

Hér má sjá Fannaborg 1 í Miðbæ Kópavogs. Húsið er 9 hæða lengst til hægri í myndinni.

Fannaborg 1 í Miðbæ Kópavogs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Kópavog er komin ný sundlaug sem margir hafa ekki áttað sig á að væri til. Læt hér með fljóta loftmynd af lauginni.

Nýja sundlaugin í Kópavogi

Sundlaugin í Versölum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Sundlaugin í Versölum var formlega vígð á sumardaginn fyrsta, 21. apríl 2005 og íþróttahúsið í septembermánuði sama ár. Í íþróttamiðstöðinni er að finna 25x15m útisundlaug, 16,67x10m innlaug, tvo heita potta, nuddpott, og rennibraut (fljót), sem hefst í lítilli laug (hyl) og endar í straumlaug (fljót). Íþróttahúsið er 2300m2 að stærð, með séraðstöðu fyrir fimleikaíþróttina, þar sem Gerpla hefur aðstöðu. Íþróttakennsla í Salaskóla, Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla fer fram í húsinu, auk íþróttaæfinga annara íþróttafélaga.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Níu hæða blokk til sölu í einu lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir - Grindavík - Reykjanesið - Fisfélagið Sléttan 10 ára

Hér er mynd af Grindavík tekin á fallegu sumarkvöldi

Grindavík úr lofti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Grindavík er bær á sunnanverðum Reykjanesskaga. Sjávarútvegur er aðalatvinnugrein enda er Grindavík einn öflugasti útgerðarbær landsins. Land Grindavíkur nær frá Reykjanestá og austur að sýslumörkum Árnessýslu. Íbúar eru um 2.400.

Fisflugmenn á Reykjanesinu eiga svo sinn eigin fisflugvöll sem heitir Sléttan

Hér má svo sjá loftmynd af flugvelli Sléttumanna á 10 ára afmælishátið þeirra (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Mikil ölvun og ólæti í Keflavík og Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband