Margt fallegt við Steingrímsfjörð

Norður strandirnar á Vestfjörðum eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

Hér man ég eftir einni laug í fjöruborðinu á leiðinni frá Hólmavík út að Drangsnes og má sjá hvernig Vegagerðin hefur passað upp á laugina þegar vegurinn hefur verið endurnýjaður. Laugin er Í Hveravík skammt innan við þorpið þar sem eru heitir hverir í fjöruborðinu alveg í vegarkantinum. Þar lifa sérstakar hitaþolnar flær.

Laug í Hveravík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En annars man ég eftir nokkrum laugum sem eru svona í sjávarmálinu víða um land. Ein er á Barðaströnd við Flókalundi og önnur í Hvammsvík í Hvalfirði. Skemmtilegasta sagan er líklega laugin sem er lengst úti í ballarhafi í skeri á miðjum Breiðafirði og er aðeins hægt að baða sig í þeirri laug á fjöru. Gott er að hafa nákvæma GPS staðsetningu og flóðatöflur á hreinu áður en farið er í þá laug. Kannast við einn sem rekur ferðaskrifstofu hér í bæ sem hélt upp á stórafmæli sitt með því að sigla óvænt með ferðamenn á þennan stað sem vakti að vonum mikla athygli og kátínu.

Linkar á fleirri myndir:
  Grettislaug í Skagafirði 
  Laug í fjörunni við Flókalund 

Hér má sjá uppgert og vel við haldið dráttarspil og útihjallur eða þurrkhjallur frá gömlum tíma í Steingrímsfirði

Fjörumynd (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Æðarungar komnir á flot við Steingrímsfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband