HVERNIG MÁ STÓRAUKA VERÐMÆTI Í ÍSLENSKU HAGKERFI?

ÍSLAND NÝJAR HUGMYNDIR • ICELAND NEW IDEAS facebook hugmyndabanki (linkur)
NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS • NEW GOVERMENT OF ICELAND facebook hugmyndabanki (linkur)
NÝSKÖPUN http://www.nyskopun.org Hér er búið að stofna nýja wiki síðu um

EYJAN.IS http://betraisland.eyjan.is/. Þá er Eyjan.is búin að stofna hugmyndabanka í líkingu við þennan hér sem er auðvita hið besta mál.
Fréttina má lesa HÉR. Hef heyrt að mbl.is sé í svipuðum hugleiðingum :)

A) SJÁVARÚTVEGUR OG FISKVINNSLAN
B) ÁL- OG MÁLMIÐNAÐUR
C) ORKUIÐNAÐURINN
D) FERÐAÞJÓNUSTA
E) LANDBÚNAÐUR
F) BYGGINGARIÐNAÐURINN
G) FRAMLEIÐSLUIÐNAÐUR SEM MÁ LEGGJA ÁHERSLU Á
H) HUGBÚNAÐARIÐNAÐURINN
I) SKÓLAR OG KENNSLA
J) HEILBRIGÐISKERFIÐ
K) SAMGÖNGUMÁL
L) BANKASTARFSEMI
M) TÆKNIIÐNAÐUR
N) NÝSKÖPUN OG HUGMYNDAIÐNAÐUR

O) MENNINGARSTARFSEMI
             P) TÓNLIST OG SÖNGUR
             Q) MYNDLIST, BÓKMENNTIR OG HANDVERK
             R) LEIKHÚS
             S) KVIKMYNDAGERÐ OG LJÓSMYNDUN
U) ÍÞRÓTTASTARFSEMI
V) GREINAR SEM VERÐA ILLA ÚTI Í SAMDRÆTTI
W) BRUÐL OG SPARNAÐUR
X) ÚTRÁSIN
Y) STJÓRNSÝSLA OG STJÓRNMÁL
Z) FJÖLMIÐLAR
Þ) MANNLEG GILDI OG TRÚMÁL
Æ) TIL AÐ LÉTTA LUND
Ö) GÓÐAR JÁKVÆÐAR FRÉTTIR AF NÝSKÖPUN, ÁHUGAVERÐUM FYRIRTÆKJUM OG FL.


Hér hef ég verið að taka saman nokkra punkta um hvernig má bæta Íslenskt samfélag og auka fjölbreytni í atvinnumálum.

Upphaflega hugmyndin að listanum hófst þegar ég fór að spá í hvernig spara mætti gjaldeyrir og auka útflutninginn.

Eins og sjá má, þá er listinn langur. En ég vil líka reyna að virkja fleiri og óska ég því eftir að þeir sem þetta lesa komi með flottar og frjóar hugmyndir sem geta hjálpað Íslendingum í þessum þrengingum.

Hugmynd Farið að spá í hugmynd Vinna hafin Hætt við hugmynd Flott Lélegt Hætta! NÝTT Hjarta Spilling


0% 20% 40% 60% 80% 100%



A) SJÁVARÚTVEGUR OG FISKVINNSLAN
1) HEFJA HVALVEIÐAR - Bræðsla, lýsi, kjöt, mjöl, fiskafóður, eldsneyti. (Óskar Á: Telur að eina fiskverndin sem að við þurfum sé að eyða hvölum og selum innan 200 mílnanna. Einnig fínn matur sem hægt er að nota til að styrkja fátækar þjóðir). Nýjar fréttir af málinu HÉR. og það nýjasta HÉR.
2) HEFJA SELVEIÐAR - Skinn (fatnað, skó, veski, útflutningur ...), lýsi, kjöt, bræðsla, mjöl, fiskafóður
3) FLYTJA VINNSLU Á ÖLLUM SJÁVARAFURÐUM TIL LANDSINS - Auka verðmæti á fiskafurðum heima með innlendu vinnuafli eins og hægt er.
4) AUKA VEIÐAR Á SMÁBÁTUM OG STÆKKA VEIÐISVÆÐI - Styrkir landsbyggðina.
5) VINNA ALLT HRÁEFNI BETUR OG ÞANNIG SNARHÆKKA ENDURSÖLUVERÐMÆTI Á AFURÐUM - Nýta mannafla og húsnæði út um allt land og vinnsluhúsnæði sem stendur hvort eð er autt út um allt.
6) ÞRÓA FISKELDI ÞAR SEM MÆTTI NOTA AFGANGA FRÁ SJÁVARÚTVEGI SEM FÆÐU - Hér má nota óspart hval og sel sem fæðu sem nóg er til af.
7) VINNA SÍLD OG MAKRÍL MEIRA - Selja til manneldis í stað þess að setja í bræðslu (Asíuþjóðir borga hátt verð í dag fyrir þessar afurðir). Sjá frétt HÉR.
8) SÆKJA Í NÝJA FISKISTOFNA - Túnfiskur, Makríll eða stofna sem eru fyrir utan kvóta.
9) AFNEMA KVÓTAKERFIÐ OG FESTA VEIÐIKVÓTANN VIÐ BYGGÐARLÖGINN! - Ekki á að vera hægt að flytja kvótann frá byggðarlagi eins og áður, að vísu mætti byggðarlag leigja út kvóta til annarra.
10) STÓRAUKA NEYSLU Á FISKAFURÐUM - Hér er besti matur sem hægt er að fá. Spurning um að lofa gömlum trillukörlum að veiða fyrir utan kvóta og selja beint til almennings.
11) KRÆKLINGAELDI (Birgir Þ) - Norðurskel á Dalvík er að gera góða hluti og eftirspurn í Evrópu er langt umfram framboð. http://www.skelraekt.is/. Spurning hvort að hér sé hægt að nota afganga í fiskvinnslu sem fæðu. Hér má sjá hvernig Kínverjar framleiða perlur http://www.photo.is/kina/perlur/index.html. Sem gæti líka verið möguleiki. Spurning um að nýta heita vatnið frá Reykjanesvirkjun betur?
12) ALÞJÓÐLEGAN SKÓLA Í HAFRANNSÓKNUM Á ÍSLANDI (Dagný R) - Hér er allt til alls, þekking og aðstaða. Frábær hugmynd. Sækja um styrk erlendis frá og fá erlend ríki til að reka Hafró að hluta til (skip og búnað).
13) NÚ ER VERTÍÐ - Nú er hægt að leita út á land aftur. Nóg til af ódýru húsnæði í sjávarþorpum út um allt. Nóga veiði að fá og ef vinnslan er flutt til landsins aftur, þá verður næga vinnu að fá.Sjá frétt HÉR. Fín afvötnun fyrir þá sem hafa orðið undir í fjármálasukkinu.
14) FISKMARKAÐUR FYRIR ALMENNING - Hvernig væri nú að opna fiskmarkað þar sem almenningur getur komið og keypt nýjan ferskan fisk á góðu verði. Í mörgum öðrum löndum er hægt að kaupa fiskmeti sem er meira að segja enn lifandi! Því er það ekki hægt hjá einni mestu fiskveiðiþjóð í heimi?


B) ÁL- OG MÁLMIÐNAÐUR
1) HEFJA VINNSLU Á VÖRUM INNANLANDS ÚR ÁLI - Auka stórlega þróun og skoða nýja tækni eins og vélar til framleiðslu.
2) SETJA UPP RÓBÓTAFRAMLEIÐSLUVERKSMIÐJU - Apple var að setja upp nýja svona verksmiðju þar sem róbótar smíða nýjustu ferðatölvurnar. Með þessari nýju tækni er hægt að sérsmíða smáhluti úr áli á örstuttum tíma með litlum tilkostnaði og fljótlegt er að breyta um form og lögun. Þarf engin mót. Allt skorið með vatni.
3) REYNA AÐ FÁ BÍLAFRAMLEIÐENDUR TIL AÐ FRAMLEIÐA HLUTI Í BÍLA Á ÍSLANDI - Ísland er vel staðsett og með öflugt flutningskerfi.
4) FÁ ÁLFYRIRTÆKI TIL AÐ BÚA TIL SJÓÐ SEM STYÐUR BETUR VIÐ SKÓLAKERFIÐ - Hér mætti kaupa vélar og tæki ásamt því að útbúa sérhæfðar námsbrautir í verkmenntaskólum sem kenna allt sem við kemur álframleiðslu. Einnig mætti búa til námsbraut sem er á háskólastigi og sú braut gæti verið alþjóðleg.
5) LEITA EFTIR VERKEFNUM HJÁ ÁLFYRIRTÆKJUM TIL AÐ ÞRÓA SÉRHÆFÐA TÆKNIVÖRU SEM ÁLIÐNAÐURINN NOTAR - Það er töluverð reynsla og þekking þegar til staðar á Íslandi bæði í smíði á búnaði og hugbúnaði.
6) ÍSLENSKUR SKIPAIÐNAÐUR (Jón A) - Byggja aftur upp Íslenskan skipaiðnað. Íslendingar eiga stóran flota sem þarf viðhald. Mikil þekking er enn til staðar í landinu og aðstaða víða um land sem er lítið notuð. Skipasmíðastöð Akranes, Flotkví Hafnarfirði
7) FRAMLEIÐA ÁLÞYNNU FYRIR PÖKKUN Á MATVÆLUM - Hér er mjög vaxandi iðnaður og er farið að vakumpakka og niðursjóða mat, ávexti ... í þunna álpoka. Einnig er mikil framleiðsla á álþynnu í matvælapökkun, rafþétta ...
8) ER ÁLIÐ STÓRA MÁLIÐ - Oft er ekki mikið sem þarf til til að velta litlum hagkerfum á hliðina. Hér er umfjöllun eða umræðu um málið!! svo hjá AGS (IMF) og Láru um málið HÉR.
9) SETJA ÍSLENSK LÖG UM ÁLFRAMLEIÐSLU OG ÚTFLUTNING - Setja ströng lög sem skilyrða álfyrirtæki að ákveðin % af framleiðslunni fari í framleiðslu og þróun innanlands. Álið verði selt á kostakjörum til innlendra framleiðslufyrirtækja á meðan verið er að byggja upp slíkan iðnað á Íslandi. Hér eiga Íslendingar EKKI að sætta sig við að öll framleiðslan sé flutt óunnin úr landi! Hér má lesa áhugaverða umræðu um málið!!


C) ORKUIÐNAÐURINN
1) FLYTJA ÚT ÞEKKINGU - Í samvinnu við Sameiniðuþjóðirnar reka Íslendingar alþjóðlegan skóla sem kennir allt sem viðkemur orkuvinnslu með hjálp jarðgufu.
2) ÞRÓA AÐFERÐIR TIL AÐ NÝTA GUFUORKUNA BETUR - Aðeins er 10 - 15% nýting á þeirri orku sem kemur frá borholum í dag.
3) FRAMLEIÐA ELDSNEYTI Í SAMVINNU VIÐ ÁLVERIN - Nota útblásturinn frá borholum
4) FJÖLGA HEIMARAFSTÖÐVUM - Hér er lítill iðnaður sem mætti vel styðja við bakið á sjá HÉR
5) KANNA MÖGULEIKA Á OLÍUVINNSLU VIÐ ÍSLAND - Spurning um að leita til Norðmanna.
6) FINNA FLEIRI NOTKUNARMÖGULEIKA FYRIR HEITT VATN - Hér má nota frárennsli frá virkjunum. Meðalrennsli frá Reykjanesvirkjun er svipað og í Elliðaánum sem rennur ónýtt til sjávar. Ómar með blogg um vannýtingu á orku HÉR.
7) REYNA AÐ KOMA Á SAMSTARFI VIÐ FYRIRTÆKI SEM FRAMLEIÐA VINDMYLLUR - Spurning um að setja upp vindmyllur á Íslandi fyrir fyrirtæki eins og VESTAS. Ísland er kjörin staður til að álagsprófa slíkan búnað.
8) KANNA MÖGULEIKA Á STÓRFELLDRI FRAMLEIÐSLU Á VETNI Á ÍSLANDI - Nú er verið að þróa marga nýja notkunarmöguleika á vetni.
9) NÝTA VATNSORKUNA BETUR VIÐ KÁRAHNJÚKA - Það virðist vera mun meiri orka þarna á ferðinni en útreikningar sýndu á sínum tíma. Hvernig væri nú að virkja nýja fossinn?
10) ÚTFLUTNINGUR Á RAFORKU (Steinar I) - Leggja neðansjávar rafkapla til Evrópu og USA, jafnvel til Suðurameríku og Afríku. Sífeld þróun er á jarðstrengjum. Spurning hvert þróun á ofurleiðurum er komin.
11) STÓRAUKA METANFRAMLEIÐSLU (Kristín H) - Nýta metangas sem kemur frá svínabúum, hænsnabúum. Umhverfisvænt, kemur í veg fyrir að sjálft metangasið fari óhindrað út í andrúmsloftið (mun verri gastegund en koltvísýringur). Sparar innkaup á bensíni og olíu.
12) GERVITRÉ SEM BINDA KOLTVÍSÝRING ÚR ANDRÚMSLOFTINU - CarbFix verkefni Orkuveita Reykjavíkur miðar að því að kanna fýsileika þess að binda koltvísýring úr jarðhitagufu sem kristalla í basaltjarðlögum. sjá HÉR
13) ÓDÝRA RAFORKU FYRIR ÍSLENSKAN IÐNAÐ - Með því að bjóða íslenskum framleiðsluiðnaði ódýra raforku, þá má styrkja innlenda framleiðslu til muna og jafnvel styrkja útflutning. Gróðurhúsabændur (Ævar R). Aðgerð sem þarf ekki að kosta mikið en getur haft mikil óbein áhrif á samfélagið.
14) OLÍUVINNSLA Á AUST- OG VESTFJÖRÐUM - Hér eru fréttir sem benda á hugsanlega nýtanlegar olíuauðlindir undir Aust- og Vestfjörðum. sjá HÉR og Drekasvæðið HÉR. Líklega koma Þá Norðmenn og jafnvel Danir sterkir inn. Sjá einnig HÉR og HÉR.
15) SJÁVARFALLAVIRKJANIR (Hlynur Þ) - Á Íslandi eru margir góðir staðir sem eru nánast tilbúnir þar sem hægt er að setja upp stórar sjávarfallavirkjanir. sjá HÉR. Sjávarorka ehf í Stykkishólmi hefur verið leiðandi í að kanna möguleika á að virkja HÉR.
16) ÍSLENSK ORKUFYRIRTÆKI VEKJA ÁHUGA, NÝTA MEÐBYRINN - Hér má lesa góða frétt um velgengni Íslendinga í orkumálum. sjá HÉR
17) PAPPÍRSVERKSMIÐJA Á HELLISHEIÐI - Hér má lesa frétt um hvernig nýta má betur alla umfram orkuna (ca. 75% sem fer til spillis í dag) í pappírsframleiðslu sjá HÉR og HÉR.


D) FERÐAÞJÓNUSTA
1) AUKA NÝTINGU Á AÐSTÖÐU - Með því að lengja ferðamannatímann má bæta nýtingu á hótelum, bílum og mannskap
2) ÍSVETRARFERÐIR - Allt innifalið í pakka, 4x4 ferð á jökull
3) ÓVEÐURSFERÐIR - Hvað er meira spennandi en að lenda í alvöru vondu veðri á Íslandi.
4) VEIÐI Í GEGNUM ÍS - Vinsæl íþrótt sem er að aukast mikið.
5) BORA FYRIR ALVÖRU ELDGOSI - Það tókst við Kröflu á sínum tíma :)
6) FINNA LEIÐIR TIL AÐ NÝTA BETUR LANDSBYGGÐINA YFIR VETRATÍMANN - Hér er vandamálið þjónustustigið sem dettur niður um leið og sumarvertíðin er búin.
7) ÚTBÚA NÝJA HAGKVÆMA 4x4 FERÐALEIÐ Í KRINGUM HENGILINN - Hér þarf aðeins að leggja smá spotta til að klára hringleið. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/285628/
8) ÚTBÚA HRINGLEIÐ FRAMHJÁ FOSSINUM GLYM Í HVALFIRÐI - Vantar að selja ferðamönnum alvöru fjörð eins og Norðmenn eru að gera. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
9) ÚTBÚA ALÞJÓÐLEGT SKÍÐASVÆÐI - Ég hef verið með hugmyndir um að búa til alvöru skíðasvæði á milli Þórisjökul og Geitlandsjökul ásamt því að stækka Gullna hringinn HÉR: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922
10) STÓRBÆTA ALLA AÐSTÖÐU Á FERÐAMANNASTÖÐUM - Bæði byggingar-, rafverktakar og málmiðnaðurinn er í lægð. Hér er auðvelt að búa til verkefni á vegum ríkisins.
11) BÚA TIL NÝJA FERÐAMANNASTAÐI TIL AÐ DREIFA BETUR ÁLAGINU - Finna ný og falleg svæði og reyna jafnframt að vernda önnur betur.
12) REISA STYTTUR AF LANDVÆTTUNUM (Daði) - Reisa 50-60 metra háar styttur af Landvættunum, hver í sínum fjórðungi til að draga að ferðamenn.
13) STÓRBÆTA AÐSTÖÐU SKEMMTIFERÐASKIPA (Elín A) - Íslendingar eiga að reyna að laða að fleiri skemmtiferðaskip og reyna að halda þeim lengur í höfn.
14) STYRKJA NORRÆNU ENN MEIRA (Elín A) - Koma á reglulegum ferjusiglingum frá Seyðisfirði til Bandaríkjanna eða Kanada og opna þannig nýja möguleika á að hægt sé að fara á bíl til Íslands USA og Evrópu. Hér var ég með skemmtilega færslu um svipað efni http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/. Spurning hvort að það sé að opnast möguleiki á sambland af RISAFERJU og SKEMMTIFERÐASKIPI á leiðinni USA-ÍSLAND-EVRÓPA, magnaðar pælingar.
15) SJÓSTANGAVEIÐI (Bjorn E) - Auka sjóstangaveiðar.  Geysi vinsæl grein í Alaska og víðar. Hér er nú enn eitt fáránlegt þrætuepli stjórnmálaaflanna. Aðili reynir að koma upp flottri aðstöðu á Bolungavík og það ætlar ekki að ganga þrautalaust.
16) ÓKEYPIS FLUG TIL ÍSLANDS YFIR VETRATÍMANN - Stefán Helgi Valsson er með óvænta hugmynd HÉR. Bjóðum erlendum gestum ókeypis flug til og frá landinu í vetur. Gæti verið öflugt PR dæmi eins og sárabætur til þeirra sem hafa tapað á viðskiptum sínum við Íslendinga. Í staðin verður skilin eftir gjaldeyrir í landinu fyrir vöru og þjónustu. Ný frétt HÉR
17) KORTALESARAR FYRIR FRJÁLS FRAMLÖG Á VINSÆLA FERÐAMANNASTAÐI (María R + KPS) - Setja upp einfalt kerfi þannig að ferðamenn geti rennt kortinu sínu í gegn til að styrkja gott málefni eins og viðhald á viðkvæmum svæðum myndir hér. Þarf að vera mjög einnfalt kerfi þannig að þú gefur 100 kr. fyrir hvert strauj eða 500 kr. ef kortinu er rennt í gegn 5 sinnum. Því þarf skjá sem sýnir upphæð og hnapp til að samþykkja.
18) ÍSLENSK MENNING Í FERÐAÞJÓNUSTU (María R) - Endurvekja gamalt handverk og gamlar tradisjónir, kveðskap, gömlu dansana osfrv. Það vantar slíka afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn.
19) ÍSLENSKIR SUMARBÚSTAÐIR TIL SÖLU FYRIR ÚTLENDINGA (María R) - Á Íslandi eru 12-15 þús. sumarbústaðir og margir hverjir ekki í notkun eða lítið notaðir. "second home in beautiful Iceland". Gæti aukið ferðamannastrauminn mikið og ég veit að Kínverjar eru þessa dagana að leita eftir ódýrum fjárfestingum á Íslandi Sjá nýja frétt hér.
20) LATIBÆR (María R) - Vantar eitthvað meira fyrir fjölskyldur. Spurning hvort að Latibær geti útbúið einhverskonar fjölskyldugarð.
21) NÁTTÚRUFRÆÐI- OG JARÐFRÆÐISAFN (María R) - Hér vantar veglegt safn þar sem tvinna mætti saman þessi tvö svið. Safnið mætti vera með aðstöðu fyrir erlenda fræðimenn og ýmislegt sem þeim fylgir s.s. ráðstefnur, erlenda skólahópa, og auðvitað almenna ferðamenn.
22) INN Á GAFL - Hér geta Íslenskar fjölskyldur boðið ferðamönnum inn á íslenskt heimili í 1-4 klst. Þar fær erlendi gesturinn að borða íslenskan mat, spjalla og skoða Íslenskt heimili. Hér væri gaman að geta valið á milli bóndans, listamannsins, sjómannsins, alþingismannsins ... myndir hér.
23) RÁÐSTEFNUR OG SÝNINGAR - Hægt er að stórauka ferðir útlendinga með því að markaðssetja Ísland sem land fyrir sýningar. Gott dæmi um slíkt er Sjávarútvegssýningin, Matvælasýningin, Vestnorden, Iceland Airwaves ... Reyna að nýta vetratímann betur.
24) FJÁRSTYRKIR FYRIR FERÐAÞJÓNUSTUSTAÐI (María R + KPS) - Útbúa styrktarkerfi fyrir ferðaþjónustustaði þar sem hægt er að gefa frjáls framlög til uppbyggingar. Einnig mættu opinberir aðilar útbúa öflugri sjóði. Mikið af fólki kemur erlendis frá til að gefa vinnu sína til að laga þessa staði. Spurning um að stækka það kerfi.
25) INNKAUPAÞJÓNUSTA FYRIR FERÐAMENN - Hér geta útlendingar fengið aðstoð til að versla inn ásamt leiðsögn Sjá HÉR.
26) ÓDÝRAN ÍSLENSKAN MAT Í ALLAN FLUGFLOTANN - Frakkar kunna að vekja athygli á sínum séreinkennum og hluti af því er að bjóða upp á alvöru Franskan mat með frönskum eðalvínum (í flöskum og ekki úr plastglösum) um borð í Air France. Hér á að bjóða upp á skyr, fisk, lambakjöt ... þó ekki væri nema að bæta fyrir þann skaða sem Íslendingar hafa valdið í útlöndum.


E) LANDBÚNAÐUR
1) HEIMASLÁTRUN - Eykur atvinnu í sveitum landsins. Ný frétt hér!
2) LEYFA SÖLU BEINT Á AFURÐUM - Bóndinn má þá pakka í sínar eigin umbúðir
3) AUKA ÚTFLUTNING Á HROSSUM OG FJÖLGA MARKAÐSSVÆÐUM - Íslenski hesturinn er þegar orðin heimsþekktur. Stoppa útflutning a graðhestum (stundargróði) að vísu bendir Árni G á að það sé lítil hætta hvað þetta atriði varðar.
4) MARKAÐSSETJA SKYR INN Á FLEIRI MARKAÐI - Það hefur gengið vel að markaðssetja skyr t.d. í New York
5) FRAMLEIÐA MEIRA AF KORNI FYRIR INNLENDA FRAMLEIÐSLU - Á Íslandi er fullkomin mylla til að mala hveiti í hágæða brauð.
6) NOTA HEITT VATN TIL AÐ HITA UPP JARÐVEG OG HRAÐA ÞANNIG VEXTI Á T.D. KARTÖFLUM - Þannig mætti lengja vaxtartímabilið og fá þar með stærri og betri vöru.
7) LEGGJA ÁHERSLU Á HEILSUVÖRUR - Gott dæmi um slíkan búskap er hjá bóndanum á Þorvaldseyri myndir hér
8) REYNA AÐ ENDURBÆTA TENGSLIN Á MILLI LANDSBYGGÐARINNAR OG ÞEIRRA SEM BÚA Á MÖLINNI - Væri ekki kjörið að reyna að koma þessum krakkaormum í sveit aftur til að moka flórinn og stinga út úr fjárhúsunum!
9) KANNA HVORT EKKI SÉ HÆGT AÐ NÝTA EITTHVAÐ AF ÖLLUM ÞEIM JÖRÐUM SEM AUÐMENN HAFA KEYPT UPP - Þetta eru oft á tíðum góðar landbúnaðarjarðir sem sumar eru að fara í órækt. Ríkið er víst að yfirtaka eitthvað af þessum jörðum aftur vegna greiðsluþrota.
10) STÓRAUKIN FJÁRBÚSKAPUR (Bjorn E) - Stórauka fjárbúskap uppí etv 5 milljón rollur eða meira.  Lambakjöt er eftirsóttasta kjöt vegna hollustu (heilsuvara). Auk þess fást gærur, ull og annað gott. Hér má breyta jörðum auðmanna sem eru að fara undir hamarinn í lokuð svæði fyrir sauðfjárrækt.
11) ÍSLAND LÍFRÆNT FRAMLEIÐSLULAND (Elín A) - Ef stjórnvöld myndu lýsa strax yfir að Ísland yrði gert að heilsu- og spa landi númer eitt í heiminum, að þá gætu Íslenskar vörur komist í heilsuhillur í búðir út um allan heim. Íslenskar matvörur eru flestar hverjar nú þegar í þessum flokki.
12) LOÐDÝRARÆKT (Ævar R) - Á Íslandi stendur mikið af ónotuðum húsum eftir loðdýraræktina á sínum tíma. Nú er þessir markaðir búnir að jafna sig og mikil reynsla og þekking til í landinu. Ef Danir geta notað Íslenskan fiskúrgang í sama tilgangi, því ættu Íslendingar sjálfir ekki að geta gert hið sama?
13) HREINDÝRARÆKT - Hvernig væri að setja upp bújarðir og lokuð svæði fyrir hreindýrarækt. Hreindýrakjöt er eitt besta kjöt sem hægt er að fá. Nú síðast mátti veiða 1333 dýr. Á Grænlandi er Íslendingur með stóriðnað í kringum hreindýrarækt, þar má nefna veiðar, matvælaframleiðsla, sláturhús og skinniðnaður. http://hreindyr.is/
14) ÍSLENSKA FÁNANN Á VÖRUR - Flott leið að sérmerkja Íslenskar hágæða vörur eins og Danirnir eru búnir að gera í mörg ár með góðum árangri Sjá HÉR.
15) STÓRAUKA FRAMLEIÐSLU Á NIÐURSUÐUVÖRU FYRIR ERLENDAN MARKAÐ (Bjorn E) - Íslendingar eiga stórt og öflugt dreifikerfi fyrir matvæli. Hér er auðvelt að útbúa bæði manna- og dýrafóður.


F) BYGGINGARIÐNAÐURINN
1) REYNA AÐ KLÁRA SEM FLESTAR NÝBYGGINGAR - Það er betra að reyna að klára hálfklárað verk svo að það nýtist þó einhverjum frekar en að láta dæmið standa og grotna niður. Hér þarf að skoða lánakerfið betur.
2) BYRJA Á HÁSKÓLASJÚKRAHÚSI - Hvað varð um andvirði sölunnar á Símanum sem átti að nota í þá byggingu?
3) KLÁRA VIRKJUNINA Á BÚÐARHÁLSI - Hér má lesa nánar um málið: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/436034/
4) RÍKIÐ KOMI MEÐ VIÐHALDSVERKEFNI Á HÚSEIGNUM VÍÐA UM LAND - Nóg er til af eignum á vegum ríkisins.
5) FARA Í STÓRT VIÐHALDS- OG UPPBYGGINGARVERKEFNI Á ÖLLUM HELSTU FERÐAMANNASTÖÐUM - Slíkt verkefni myndi bæði styrkja byggingariðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn.
6) FRAMLEIÐA BYGGINGAREFNI (Bjorn E) - Framleiða byggingarefni úr áli, bita ofl, að ekki sé talað um pönnur!!  Ódýr álhús fyrir 3ja heiminn,  sem þróunaraðstoð. Hér má sjá myndir af ódýru og einföldu húsi HÉR


G) FRAMLEIÐSLUIÐNAÐUR SEM MÁ LEGGJA ÁHERSLU Á
1) PRENTIÐNAÐUR - Auka innlenda umbúðarframleiðslu. Nú má fara að flytja út prentverk. Ef færð er vinnsla á fiskafurðum aftur til landsins, þá þarf mikið magn af umbúðum. Jákvæð frétt HÉR.
2) PLASTIÐNAÐUR - Auka innlenda umbúðarframleiðslu. Aukin neysla á innlendum vörum kallar á aukið magn af umbúðum.
3) KEX, SÆLGÆTI, ÞVOTTAEFNI - Draga saman innflutning á svona vörum. Væri gaman að sjá Hreinol og grænsápu aftur. Sínalco væri nú ekki slæmt heldur :)
4) FRAMLEIÐA ÍSLENSKAN ÁBURÐ - Öll aðstaða til staðar.
5) FRAMLEIÐA ÍSLENSKT SEMENT - Vélar og tæki til staðar.
6) FRAMLEIÐA ÍSLENSKA ÁVEXTI OG GRÆNMETI - Hvað er hollara en íslensk framleiðsla. Um að gera að auka neyslu á slíkum mat. Selja raforku á lágu verði til þeirra sem eru með gróðurhús og stefna á stórútflutning á heilsugrænmeti fyrir Evrópumarkað.
7) SETJA AFTUR Í GANG ULLARFRAMLEIÐSLU OG GERA SKIPTISAMNING VIÐ RÚSSA - Hér er hægt að fá olíu á skipin og bílaflotan í skiptum fyrir innlenda framleiðslu. Þekking sem er enn til staðar fer að hverfa úr landi ef ekki verður brugðist fljótt við. (Dagný R bendir á að mikið sé til af vöru- og fatahönnuðum og undrar hún sig á því hversu lítil fataframleiðsla er til staðar í landinu).
8) GERA ÍSLAND EINS SJÁLFBÆRT Í MATVÆLAFRAMLEIÐSLU OG HÆGT ER - Þó svo að það kosti eitthvað að vernda innlenda matvælaframleiðslu, þá sýnir það sig best þegar svona árar hversu mikilvæg slík framleiðsla er (staðreyndin er sú að víða er greitt með innlendri matvælaframleiðslu).
9) STÓRAUKA ÚTFLUTNING Á LÝSI (Elín A) - Fjölda fólks sem heldur ekki vatni yfir Lýsi, sérstaklega Ufsalýsi, sem er ófáanlegt annarsstaðar en á Íslandi. Spurning um að koma upp Herbalife dreifikerfi í gegnum Íslendinga búsetta út um allan heim.


H) HUGBÚNAÐARIÐNAÐURINN
1) ÞRÓA HUGBÚNAÐ Í VERÐBRÉFAVIÐSKIPTUM FYRIR ERLENDA BANKAMARKAÐI - Alþjóðleg þekking Íslendinga er orðin mikil á þessu sviði og slæmt ef að hún glatast.
2) ÞRÓA HUGBÚNAÐ Í GREIÐSLUÞJÓNUSTU FYRIR ERLENDA BANKAMARKAÐI - Líklega er eitthvað af svona lausnum nú þegar til staðar á markaðinum.
3) ÞRÓA HUGBÚNAÐ Í SMÁFYRIRTÆKJAREKSTRI FYRIR ERLENDA BANKAMARKAÐI - Vantar hagkvæma lausn fyrir tengingu á smáfyrirtækjum við bankakerfið.
4) FÁ CCP TIL AÐ ÞRÓA MEIRA SINN HUGBÚNAÐ Í SAMSTARFI VIÐ ÍSLENSKA NOTENDUR - CCP er með sterka stöðu til að þróa sínar vörur. Spurning um að nýta betur alla þá Íslensku msn, Faccebook og internetsjúklinga meira í vöruþróun.
5) KANNA MÖGULEIKA Á ÚTFLUTNINGI Á ÍSLENSKUM HUGBÚNAÐI SEM HEFUR REYNST VEL FYRIR ÍSLENSKAN MARKAÐ - Hér er hugsanlega fullt af földum möguleikum. Best hefur reynst að semja við stóra aðila sem eru með svipaðar lausnir og selja í gegnum þeirra dreifikerfi. Góð nýleg grein á visir.is.
6) HIÐ OPINBERA HÆTTIR AÐ KAUPA DÝRAN HUGBÚNAÐ (Árni Richard) - Hið opinbera hætti að nota dýran hugbúnað þegar völ er á opensource hugbúnað. Ísland getur orðið leiðandi í þróun á opensource hugbúnaðar.


I) SKÓLAR OG KENNSLA
1) ENDURMENNTUN - Í stað þess að hanga heima í atvinnuleysisvolæði, þá er kjörið að fara og mennta sig aðeins.
2) BÚA TIL NÝ FÖG TENGD ORKU, ÁLFRAMLEIÐSLU - Fínt að fá stuðning frá álfyrirtækjum og orkufyrirtækjum.
3) MINNKA VÆGI Á LÖGFRÆÐI, HAGFRÆÐI OG VIÐSKIPTAFRÆÐI - Hefur því miður verið offramleiðsla á fólki í þessum fögum síðustu árinn.
4) AUKA VÆGI Á VERKMENNTUN MEÐ MEIRI TENGINGU VIÐ HÁSKÓLAUMHVERFIÐ - Handverk og verkmenntun vantar nauðsynlega inn í Íslenskt samfélag.
5) AUKA ÍSLENSKUKENNSLU Í SKÓLUM (Ingibjörg H) - Íslenska er mjög sérstakt og flókið tungumál sem á sér langa sögu. Það er mjög auðvelt að eyðileggja tungumálið á 2-3 kynslóðum. Íslendingar eru orðnir ein alþjóðavæddasta þjóð heimsins og því þarf að passa alveg sérstaklega upp á þennan lið. Leggja áherslu á aukin lestur á Íslenskum bókum.
6) BÆTA FJARKENNSLU (Steinar I) - Nota sjónvarpið og internetið meira við kennslu.
7) HEITAR MÁLTÍÐIR Í ALLA SKÓLA - Þegar matarskortur fór að gera vart við sig í Finnlandi, þá björguðu skólamötuneytin finnskum skólabörnum.
8) ENDURMENNTUN FYRIR STJÓRNMÁLAMENN - Hér er kjörið tækifæri fyrir einhverja skólastofnunƒ að leggjast í rannsóknir og útbúa námsefni og námsbraut fyrir lögmenn, viðskiptafræðinga og hagfræðinga þar sem fari er yfir hvað var gert vitlaust í stjórnun efnahagsmála síðustu 7 árin. Þetta verður að vera nám sem allir sem huga að stjórnmálum verða að fara í gegnum og viðkomandi aðilar verða að standast próf eins og annað fólk til að fá að bjóða sig fram til þings. Hér væri mjög gott að vera með IQ próf inni í prógramminu. Líklega er nóg að kenna fræði Hannesar H með öfugum formerkjum. Alþingismenn fá gefins bók um hagfræði.
9) REKSTUR FYRIRTÆKJA MEÐ AÐSTOÐ FRÁ REYNSLUBOLTUM (Bjorn E) - Aðstoða fólk að setja upp eigið fyrirtæki, gerð viðskiptaáætlana fyrir lánsumsóknir til fjármagnsstofnana. Leiðbeinendur eru farsælir kaupsýslumenn og eigendur fyrirtækja með reynslu. (Small Business Administration hér í USA og kallast SCORE)
10) FALL ÍSLANDS SETT Í KENNSLU- OG SÖGUBÆKUR - Endurrita kennslugögn í hagfræði en þær séu staðnaðar í oftrú sinni á frjálsum markaði www.visir.is
11) HVAÐ VELDUR EIGINLEGA HRUNI? - Jón Steinar Ragnarsson sendi mér link á þetta kennslumyndband HÉR sem fjallar um hrun og hvaða ber að varast áður en barnið dettur í brunninn.
12) FJÁRMÁLAKENNSLA Í SKÓLUM (María R) - Spurning um að kenna meðferð fjármuna eins og reikning og lestur? Heimilisbókhald, lánaútreikning, grunnhugtök eins og vextir og verðbólga.
13) ALÞJÓÐLEGAN SLYSAVARNASKÓLA Á ÍSLANDI - Hér er allt til alls, skip, búnaður, húsnæði, þekking og aðstaða. Sækja um styrk erlendis frá og fá erlend ríki til að reka aðstöðuna að hluta til. Leggja í leiðinni niður herdeild Björns Bjarnasonar.


J) HEILBRIGÐISKERFIÐ
1) FLYTJA INN SJÚKLINGA - Heilsuhæli þar sem lögð væri áhersla á náttúruleg böð. Í Hveragerði eru 4 - 5 sundlaugar!
2) HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA FYRIR ERLENDA FERÐAMENN - Boðið upp á skurðaðgerðir, hjartaaðgerðir, öldrunarþjónustu, endurhæfing, heita vatnið, hreint loft og ísenskt vatn. Einnig flott að reyna að nýta dýran búnað á spítölum betur. Sjá frétt, Sagði ég ekki, þetta er allt að koma :)
3) AUGNLÆKNAR FLYTJA INN FERÐAMENN - Nú streyma ferðamenn til landsins til að fara í ódýrar. Sjá frétt HÉR. og hér er fyrirtæki sem að ég mæli með Lasersjón
4) NÝTA ÓNÝTTA GISTIAÐSTÖÐU YFIR VETRATÍMANN SEM SJÚKRA- OG HEILSUHÓTEL - Út á landi þarf ekki mikið að gera til að hægt sé að útbúa vetrarhótel. Mývatn er t.d. með 4 baðstaði og flotta náttúru. Hér á að leggja áherslur á staði sem eru með "0" stress.


K) SAMGÖNGUMÁL
1) HEFJA SIGLINGAR Í KRINGUM LANDIÐ - Ríkið tekur yfir hluta af Eimskip
2) FJÖLGA FERÐUM STRÆTISVAGNA - Hér þarf að venja þjóðina á nýjar samgöngumöguleika
3)
4) ÚTBÚA HJÓLASTÍGA OG LEGGJA ÁHERSLU Á HJÓLREIÐAR - Að vera á hjóli á Íslandi er ekkert mál. Holl og góð hreyfing og kostar ekki neitt. (Leggja hjólastíga meðfram öllum stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Sparar bensín og bílnotkun. Árni Richard).
5) LÝSI Í STAÐ OLÍU Á SKIP OG BÍLA (Óskar A) - Hvalalýsi er ódýrt og gæti sparað mikið magn af díselolíu. Fer betur með vélbúnað líka.
6) BÍÐA MEÐ HÖFNINA VIÐ BAKKAFJÖRU - Mig grunar nú að það renni tvær grímur á suma að sjá hver veðurofsinn getur orðið við suðurströndina þegar haust- og vetrarlægðunum rignir yfir landið.
7) BÍÐA MEÐ TVÖFÖLDUN Á HVALFJARÐAGÖNGUM - Hætta að rukka gjald og þá rennur umferðin greiðara í gegn.
8) BÍÐA MEÐ SUNDAGÖNG - Hægt er að gera þessi göng með mun hagkvæmari hætti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366/
9) FÆKKA BÍLUM Á ÍSLANDI OG SETJA LÖG SEM STUÐLA AÐ HAGKVÆMNI - Setja þarf ný lög sem leggur áherslu á sparneyta bíla. Ofurskatta á lúxusbíla. Lækka verð á díselolíu og hærra verð á bensín.
10) VERÐMÆTASTÝRING Í SAMGÖNGUMÁLUM (Árni F) - Innleiða aðferðafræði verðmætastýringar í stjórnun á vegakerfum bæði Vegagerðarinnar og sveitarfélaga. Virkar vel hjá öðrum löndum.


L) BANKASTARFSEMI
1) SAMEINA INNLENDU BANKANNA OG BYGGJA UPP STERKA SÉRSJÓÐI - Spurning um að vera með einn einkabanka og einn ríkisbanka.
2) BYGGJA UPP ÖFLUGAN BANKA OG SJÓÐ TIL AÐ STYRKJA ORKUIÐNAÐINN - Nýfrjálshyggjan lagði því miður niður alla þessa sterku sjóði sem gamla kerfið var búið að koma sér upp. Núna þegar þarf á þeim sjóðum að halda, þá eru allir peningar horfnir.
3) BYGGJA UPP ÖFLUGAN BANKA OG SJÓÐ TIL AÐ STYRKJA SJÁVARÚTVEG - Hvar er Fiskveiðasjóður Íslands í dag?
4) BYGGJA UPP ÖFLUGAN BANKA OG SJÓÐ TIL AÐ STYRKJA LANDBÚNAÐ - Hvar er Framleiðnisjóður landbúnaðarins í dag?
5) BYGGJA UPP ÖFLUGAN BANKA OG SJÓÐ TIL AÐ STYRKJA IÐNAÐINN - Hvar er Iðnlánasjóður í dag? Stórir lífeyrissjóðir stofna fjárfestingarsjóð fyrir atvinnulífið!
6) BYGGJA UPP ÖFLUGAN BANKA OG SJÓÐ TIL AÐ STYRKJA HÚSNÆÐISMARKAÐINN - Það munaði EKKI NEINU að þessum sjóði yrði eytt í fjárglæfrahítina og hvar væri húsnæðismarkaðurinn staddur í dag ef svo hefði farið.
7) ÚTBÚA ÖFLUGAN NÝSKÖPUNARSJÓÐ (Óskar A) - Setja upp fyrirtækjasjóð fyrir þá sem vilja stofna eigið fyrirtæki, með skilyrði að það skapi gjaldeyri. Einnig má gera eins og Danir að styðja við ný fyrirtæki með skattaívilnunum.
8) ÚTBÚA VEF-HUGMYNDABANKA (KPS + Ágúst H) - Útbúa vef-hugmyndabanka sem væri vel aðgengilegur og auðvelt að halda við og er á svipuðu formi og þessi útlistun hér. Einnig má bæta við wiki kerfi, "tree view", netkosningu og "Project Planing". Líklega þarf að sérskrifa slíkan hugbúnað. Inn í bankanum þurfa svo að vera öll fyrirtæki landsins svo að það sé hægt að útbúa tengslanet (Marinó G) http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/687167/ Hugmyndir = Peningar.
9) ÍSLENSKT SPILAVÍTI (Valþór) - Afnema bann við fjárhættuspilum og opna seríu spilavíta og hótela á Reykjanesi. Nóg til af peningafólki sem veit ekkert hvað það á að gera við peningana "sína" eins og nýleg dæmi sanna. Spurning um að reyna að ná þeim aftur. Þessa Rússa bráðvantar að komast í spilaviti!
10) BORGA UPP ÖLL LÁN (Sólveig K) - Þeir sem hafa ráð á því að greiða upp lánin sín núna geri slíkt. Sérstaklega ef um er að ræða Íslendinga sem búa erlendis.
11) ATVINNA FYRIR BANKAMENN (Ævar R) - Nú fara 3-4000 bankamenn á atvinnuleysisbætur. Spurning hvort hægt sé að nýta þekkingu þessa fólks með því að stofna Ráðgjafaþjónustu og öflugt stuðningskerfi fyrir illa sett heimili.
12) STOFNA BANKA ALMENNINGS - Hvernig væri að stofna banka sem væri alfarið í eigu almennings. Öll laun almennings færu inn á þennan banka og eina markmiðið væri að lána aftur til almennings eins og til að kaupa húsnæði. Lán væru án verðtryggingar, heldur aðeins með breytilega vexti.
13) KENNSLUMYNDBAND UM BANKA, LÁN OG FJÁRMAGN - Hér er virkni bankastarfsemi útskírð, hvernig lán virka og ástæða fyrir hruni bankakerfisins. Ógnvænlegar staðreyndir!


M) TÆKNIIÐNAÐUR
1) LEGGJA BETRI GRUNN AÐ HÁTÆKNIIÐNAÐI - Á Íslandi vantar alla grasrót og stuðning frá stjórnvöldum. Eitthvað er Össur að taka við sér Sjá næturblogg HÉR :)
2) SÆKJA ERLEND HÁTÆKNIVERKEFNI Í GEGNUM ALÞJÓÐLEGAR STOFNANNIR OG TENGINGAR ÍSLENDINGA - Hér er kjörið að nýta allt embættismannakerfið í útlöndum til slíkra hluta frekar en að eltast við sæti í öryggisráðinu.
3) KOMA Á SAMSTARFI VIÐ NASA, EVRÓPSKU GEIMFERÐASTOFNUNINA OG NORÐURLÖNDIN - Það er fullt af flottum verkefnum sem verið er að þróa hjá þessum stofnunum.
4)


N) NÝSKÖPUN OG HUGMYNDAIÐNAÐUR
1) LEGGJA ÁHERSLU Á GJALDEYRISSKAPANDI HUGMYNDIR SEM SKAPA STÖRF INNAN LANDS - Hér þarf að hugsa til lengri tíma og þá með útflutning í huga.
2) JARÐLESTAKERFI - Umhverfisvænt neðanjarðarlestarkerfi fyrir stór-Reykjavíkursvæðið sem notar ódýra innlenda orkugjafa. HÉR: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283
3) LÉTTLEST TIL KEFLAVÍKUR - Auðvelt er að þróa ódýrt Íslenskt léttlestarkerfi HÉR: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/ og HÉR: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910
4) ÞRÓA ÁFRAM FRAMLEIÐSLUBÚNAÐ FYRIR SJÁVARÚTVEG - Marel, Pólinn, Naust Marin og fl. fyrirtæki hafa náð að sérhæfa sig í búnaði fyrir fiskveiðiflotann. Enda þægilegt að þróa slíkar vörur þar sem samskiptaleiðirnar eru stuttar og flotinn við höndina.
5) ÞRÓA INNLENDA ELDSNEYTISGJAFA FYRIR FISKISKIPAFLOTANN - Fiskolía (hvalur), CO2 verkefni Orkuveitunnar ... Hér er frétt
6) RAFBÍLAVÆÐING - Spara aðkeypta erlenda orku. Meira samstarf við erlend stórfyrirtæki.
7) LYFJAIÐNAÐUR - Hér eru tengsl út um allan heim. Spurning um að flytja eitthvað af framleiðslunni heim aftur. En hver á Actavis?
8) UMBREYTA ÓSELDUM 4X4 BÍLAFLOTANUM Í SÚPERJEPPA OG FLYTJA TIL ANNARRA LANDA - Mikil sérþekking er á Íslandi til að breyta bílum. Spurning um að hagræða tollalögum og losa svo Íslendinga við fullt af stórum óseldum dýrum bílum. Svo eru auðvita uppi hugmyndir um að flytja út óselda bíla til Noregs.
9) STYÐJA VIÐ BAKIÐ Á AUGLÝSINGA- OG HÖNNUNARGEIRANUM (Emil) - Íslendingar vel samkeppnisfærir í verði og gæðum.
10) KOLTREFJAVERKSMIÐJA (Leifi Ó) - Framtíðarmúsík í byggingu hluta, t.d. bíla, flugvéla.
11) UPPHITUÐ/KÆLD BRAUT TIL AÐ PRÓFA BÍLA - Setja upp aðstöðu fyrir erlenda bílaframleiðendur á Reykjanesi. Road-Test (Elín A)
12) ÍSLENSK PENINGAPRENTUN Í KREPPUNNI - Einhverjir gárungar fundu upp á því að falsa 10.000 króna seðil með mynd af Davíð Oddssyni og tókst að versla fyrir seðilinn. Hér er fréttin. Ég var með svipað spaug fyrir stuttu HÉR.
13) VIÐ HEIMTUM MEIRI AUKAVINNU - Nú fer að opnast stór markaður fyrir aukavinnu. Nóg ætti að vera til af störfum því margir eru að flýja land. Hér er líklega fullt af störfum í boði sem margir unnu á sínum yngri árum. Svo má ekki vanmeta svarta hagkerfið sem fáir þora að tala um en allir vita af. Smáauglýsingarnar eru málið og þar er mikið af góðum hugmyndum!
14) FLYTJA BÍLA ÚR LANDI (Jóhanna) - Í dag er verið að eyða og jafnvel brenna bílum sem eru í fínu standi. Spurning um að lagfæra aðeins og selja til útlanda? Ég las í Dönsku blaði að það væri hægt að gera kjarakaup á dýrum bílum á Íslandi núna.
15) TORFBÆJAHÓTEL ÚT UM ALLT LAND - Byggja torfkofa upp á gamla mátann í afskekktum byggðum, þar sem mestu veðravítin eru, selt síðan ferðamönnum yfir veturinn, vikudvöl þar sem skyr, súrmatur, saltkjöt  og kaplamjólk er eina fæðan og vaðmálsföt eru það sem ver fólk fyrir kuldanum. Þau sem halda út í 7 daga fá ferðina endurgreidda sjá HÉR. Vísir af svona er til á Möðrudalsöræfum sjá HÉR
16) SÆKJA GRIMMT ERLENDA RANNSÓKNARSTYRKI - Mikið framboð er af styrkjum í þróun og nýsköpun. Nóg til af fólki með góðar hugmyndir. Spurning um að reyna að leiða betur saman þá sem eru með fjármagnið og þá sem eru að leita eftir því. Hér má sjá eitt gott dæmi sjá HÉR
17) SMÁAUGLÝSINGARNAR ERU MÁLIÐ - Hér er fullt af störfum og hugmyndum í boði. Hér er líka svarta hagkerfið í öllu sínu veldi. Hér eru nokkrir söluvefir www.mbl.is, www.kassi.is, www.haninn.is, www.tilsolu.is, www.visiri.is, www.ljosmyndari.is


O) MENNINGARSTARFSEMI
1) KYNNING ERLENDIS Á ÍSLENSKRI MENNINGU - Sendiráðin hafa verið dugleg að kynna Íslenska menningu
1) GERA DORRIT MOUSSAIEFF AÐ MENNINGARMÁLASENDIHERRA ÍSLANDS - Þessi ótrúlega kona sem má líkja við París Hilton Íslendinga hefur staðið sig ótrúlega vel í að kynna Íslenska menningu. Sjá frétt HÉR. Henni þarf að veita fálkaorðuna við fyrsta tækifæri.


O) TÓNLIST OG SÖNGUR
1) BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR - Það er nóg að nefna nafnið, en hún er komin á fulla ferð með að styðja við bakið á nýsköpun http://nattura.info/
2) SIGURRÓS - Fínir í að kynna Íslenskt landslag.
3) BUBBI - Er með ráðgjöf í því hvernig á að tapa peningum :)
4) EMILÍANA - Emilíana Torrini er að gera það gott með nýju plötunni sinni
5) LIVE AID ICELAND - Halda risa tónleika í London og New York til styrktar Íslendingum. Hér þarf að búa til baráttusöng og búa til "Band Aid" eða "Supergroup". Þetta gæti orðið eitt besta PR fyrir Íslendinga ef rétt væri að staðið. Ekki ósvipað http://www.indefence.is/ sem er auðvita snilld! Svo er að sjá að einhverjir eru byrjaðir að spá í málið hér: LIVE AID ICELAND (vonum að það sé rétt!)


P) MYNDLIST, BÓKMENNTIR OG HANDVERK
1) MYNDLIST - Hugmyndir sem snerta myndlist
2) MÁLA ALTARISTÖFLUR - Altaristaflan í Bakkagerðiskirkju er frægt dæmi þegar ungur listamaður að nafni Jóhannes Kjarval fékk að spreyta sig. Kvenfélagskonurnar í sveitinni höfðu trú á þessum unga manni.
3) ÍSLENSKT INNLENT HANDVERK - Reyna að smíða alvöru íslenskt handverk í stað þess að vera að selja endalaust "made in China" vörur til ferðamanna.
4) GJÖRNINGUR ER MÁLIÐ Í KREPPU - Hér heldur Jón Sigurðsson á Austurvelli á stjórnarskránni sem brennur upp 1 desember! Jón Sigurðsson "Forseti" brennur!


R) LEIKHÚS
1) BANKALEIKHÚSIÐ - Leikhús eiga að endursegja sögu líðandi stundar.
2) REVÍULEIKHÚS - Nú er rétti tíminn til að semja "Íslenska" ádeilusöngleiki í stað þess að vera endalaust að setja upp ABBA, The Beatles. Innlend framleiðsla er málið.
3) UPPISTAND - Nú er tími fyrir alla helstu grínara landsins að reyna að sjá björtu hliðarnar á bankahruninu þó ekki væri nema til að hressa aðeins upp á sálartetur landans. Hér er fín heimasíða http://www.uppistand.is/
4) KARLINN Á KASSANUM - Sniðugt væri að setja upp kassa niðri í miðbæ eða á fjölförnum stað þar sem fólk gæti farið upp á til að losa eða segja frá öllum syndum í beinni.


S) KVIKMYNDAGERÐ OG LJÓSMYNDUN
1) GRAFA UPP GÖMUL VIÐSKIPTASAMBÖND - Útbúa lista yfir þá sem hafa verið í samskiptum við Ísland varðandi kvikmyndatökur, auglýsingagerð og fréttaöflun á Íslandi. Senda þeim kynningarefni, location efni um Ísland og benda á að núna sé krónan mjög lág og því alveg kjörið að skella sér til Íslands.
2) INNLEND DAGSKRÁGERÐ - Spurning um að í þessu umróti sem er í kringum RÚV núna að reyna að koma að innlendu efni eins og hægt er. En það er krafa um að þeir dragi úr samkeppni við frjálsu stöðvarnar um auglýsingamarkaðinn.
3) HEIMILDAMYND UM BANKAHRUNIÐ - Útbúa kvikmynd og hugsanlega kennsluefni.
4) HEIMILDAMYND UM LYGAR STJÓRNMÁLAMANNA - Útbúa kvikmynd og hugsanlega kennsluefni.
5) ERLENDAR UMBOÐSSKRIFSTOFUR - Spurning um að skrá sig hjá erlendum umboðsskrifstofum.
6) KVIKMYNDAVER Í REYKJAVÍK (María R) - Byggja alvöru kvikmyndaver í Reykjavík sem myndi laða að mun fleiri til kvikmyndagerðar hér og hafa góð afleidd áhrif.
7) FÁ FLEIRI STÓRMYNDIR TIL ÍSLANDS - Á Íslandi ER Í RAUN ALLT TIL ALLS til þess að taka upp stórmyndir eins og næstu James Bond mynd. Hér eru flottar gellur, spilltir embættismenn, lúxusvillur, ofurbílar, einkaþotur, þyrlur og svo æðislegt landslag. Einnig má finna góða rithöfunda og leikstjóra eins og Arnald Indriðason og Baltasar sjá myndband HÉR.
8) ALLT SKATTFRJÁLST FYRIR ERLEND KVIKMYNDAFYRIRTÆKI - Ein besta og ódýrasta auglýsing sem íslenskur ferðaiðnaður getur fengið er Íslenskt landslag í stórmyndum. Talað er um gífurlega aukningu á ferðamönnum til Ástralíu í kjölfar mynda eins og Crocodile Dundee.


U) ÍÞRÓTTASTARFSEMI
1) HALDA ALÞJÓÐLEG ÍÞRÓTTAMÓT Á ÍSLANDI - Til eru mörg góð dæmi eins og maraþon, golf, skák, fatlaðir ... Svona mót auka straum ferðamanna til landsins.
2) HANDBOLTI, FRAMTÍÐ LANDSLIÐSINS ER BJÖRT - Hér er FRÁBÆRT dæmi þegar valið er RÉTT fólk í réttar stöður. Guðmundur Guðmundsson er maður sem vinnur vinnuna sína ... að heilindum og það án 6 lykilmanna! Sjá Hér og Hér.
3) KÖRFUBOLTI - Hugmyndir sem snerta ...
4) FÓTBOLTI - Hugmyndir sem snerta ...


V) GREINAR SEM VERÐA ILLA ÚTI Í SAMDRÆTTI
1) ARKITEKTAR - (hætta á 70-90% atvinnuleysi) Stofna nefnd sem leitar uppi allar alþjóðlegar samkeppnir. Þar eru verulegar upphæðir í verðlaun. Sveitafélög og stærri fyrirtæki geta líka sett í gang ýmis hönnunarverkefni. Sjá frétt hér.
2) BANKASTARFSMENN - Reyna að stofna nýjan alþjóðlegan banka. Spurning með samvinnu við erlenda aðila? Hér má lesa frétt um málið.
3) BYGGINGARSTARFSMENN - Láta ríkið koma með verkefni sem nýtir sem mest innlendar vörur og þjónustu.
4) VERKTAKASTARFSEMI - Láta ríkið koma með verkefni sem nýtir sem mest innlendar vörur og þjónustu. Nóg er til af skurðgröfum og vörubílum sem þarf að finna not fyrir.
5) AUGLÝSINGASTOFUR - Íslendingar erum með fullt af fyrirtækjum út um allan heim. Hvernig væri nú að koma heim með eitthvað af þeirri auglýsingagerð sem þessi fyrirtæki eru að láta vinna fyrir sig. Spurning með sendiráð og aðila sem þeim tengjast.
6) BLAÐAÚTGÁFA - Íslendingar eru búnir að tapa gríðarlegum fjárhæðum á leikaraskap í blaðaheiminum, bæði í Danmörku og USA. Hér er mikil þekking sem þarf að reyna að nota.


W) BRUÐL OG SPARNAÐUR
1) STOFNA RÁÐUNEYTI SEM TEKUR Á BRUÐLI HJÁ ÍSLENDINGA - Hér má safna saman mestu nöldur- og leiðindaseggjum landsins sem koma síðan með tillögur að niðurskurði í þjóðfélaginu. Hér er af nógu að taka. Þeim verður svo skipaður heiðurssess í framtíðinni þar sem þeim er hreinlega skipað að stökka upp á nef sér af hneykslun og vandlætingu ef einhver bruðlbóla er að hefjast á Íslandi.
2) FÆKKA FJÓRHJÓLUM, MÓTORHJÓLUM, SÆÞOTUM - Hækka gjöld á svona lúxus.
3) ALLA YFIRGENGILEG SÝNDARMENNSKU ÞARF AÐ BANNA - Hlutverk fjölmiðla.
4) VERA MEÐ FRÍDAG Í BLAÐAÚTGÁFU OG RUSLPÓSTI - Hér má spara háar fjárhæðir með því einfaldlega að gefa út dagblöð aðeins 5 eða 6 daga vikunnar.
5) STYTTA OPNUNARTÍMA VERSLANA - Þegar ég var í námi úti í Danmörku (Odense), þá var búið að slökkva ljós allstaðar kl. 10 á kvöldin. Ekki neitt sjoppurugl.
6) ENDURVINNSLA (Dagný R) - Hér má skoða ýmsar endurvinnsluhugmyndir, hér er fín grein http://www.reykjalin.com/blog/archives/2008/10/recycle.html
7) TAUBLEIUR (Dagný R) - Hér er fín grein http://www.reykjalin.com/blog/archives/2008/10/eg_meika_ekki_m.html
8) VINNUAÐSTAÐA VIÐ SKÓLA (Unnur S) - Setja upp aðstöðu við skóla þar sem má endurnýta ýmislegt sem verið er að henda eins og reiðhjól. Fínt fyrir krakkana að fá að taka aðeins til hendinni.
9) KLIPPA KREDITKORTIÐ - Hætta að nota kreditkort til að kaupa nauðsynjar. Nota Kredit-kort aðeins þegar verið er að fara til útlanda.
4) SPARA GJAFIR TIL ALLRA RÁÐAMANNA - Hægt er að spara stórar fjárhæðir með því a sleppa ÖLLUM gjöfum til erlendra þjóðhöfðingja Sjá HÉR frétt þar sem Forsetinn gaf Hillary Clinton. Hér er einnig skemmtileg frásögn Sjá HÉR.


X) ÚTRÁSIN
1) ALLIR SJÓÐIR LANDANS HAFA VERIÐ HREINSAÐIR UPP - Íslendingar áttu fjölda sjóða fyrir um 7 árum síðan. Nú virðist vera búið að tæma þá alla, taka stór lán og veðsetja allt í topp. Hér má lesa dapra frétt um fjárfestingafélagið Gift! og Hér má lesa um flóttann frá Gift!.
2) STÍM FÆR RISALÁN - Hvernig er hægt að fá risa lán án þess að tryggingar séu til staðar! Frétt um málið HÉR..
3) ÚTGERÐIN OG KVÓTINN, ALLT VEÐSETT Í TOPP - Útgerðin er sama og gjaldþrota en núna skuldar hún um 800-900 milljarða. Tekjur á móti eru aðeins um 70-80 milljarðar á ári! Frétt um málið HÉR..
4) SKÝRINGAMYND AF HRUNI ÍSLANDS - Fín mynd sem sýnir útrásarferlið frá vöggu til grafar! Sjá HÉR.
5) STÆRSTA FJÁRSVIKAMÁL ÍSLANDSSÖGUNAR - Bankakerfið á Íslandi er ekki mikið skárra en þau viðskippti sem þekkjast í Nígeríu. Hér er stundaður kerfisbundin þjófnaður á sparnaði landsmanna Sjá HÉR og HÉR.


Y) STJÓRNSÝSLA OG STJÓRNMÁL
1) FÆKKA ÞINGMÖNNUM - Fækka þingmönnum og auka skilvirkni. Stór hluti þings ásamt aðstoðarmönnum hefur lítið að gera inni á þingi. Ráðherrar ráða öllu Sjá frétt HÉR og HÉR.
2) AUKA VÆGI ÞINGRÆÐIS OG MINNKA VÆGI RÁÐHERRA Á ÞINGI - Þingmenn eiga að leggja línurnar og reglurnar sem ráðherrar og ráðuneytum ber að fara eftir Sjá frétt HÉR.
3) FÆKKA RÁÐUNEYTUM - 320 þús. manna þjóð HEFUR ekkert að gera með þetta risavaxna stjórnsýslukerfi til að halda þessu litla örþjóðfélagi gangandi.
4) FELLA NIÐUR EFTIRLAUNAFRUMVARPIÐ STRAX - Fylgja sömu reglum eins og aðrir ríkisstarfsmenn. Afnema öll sérfríðindi einhverjum útvöldum til handa. Ef þessi mál eru skoðuð nánar, þá kemur í ljós að þingmenn höfðu það bara nokkuð gott áður en þessi lög voru sett.
5) STYTTA SUMARFRÍ STJÓRNMÁLAMANNA - Láta þá skila vinnuframlagi eins og annað fólk í þjóðfélaginu þarf að gera. Nú er búið að stytta Jólafríið, sjá HÉR.
6) LEGGJA NIÐUR AÐSTOÐARMANNAKERFIÐ - Sem er ekkert annað en falið kerfi til að styrkja flokkskerfið. Í raun er verið að nota skattpeninga til að greiða útvöldum gæðingum flokkanna laun.
7) FÆKKA NEFNDUM OG AUKA SKILVIRKNI - Vera með opið bókhald á netinu sem sýnir störf ALLRA nefnda. Einnig má fækka boðleiðum á milli þingmanna og kjósenda. http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=314
8) EINFALDA REGLUVERK - Skilyrða hraðafgreiðslu á málum (tímamörk), annars verða ALLAR kröfur látnar falla niður. Notast við erlendar samþykktir og staðla eins og hægt er eins og CE merkingar. Ekki vera að búa til eftirlitsstofnanir að óþörfu.
9) FARA EFTIR STJÓRNSÝSLULÖGUM - Það þurfa að vera mjög skýr skilaboð að starfsmenn ríkisins eru að vinna fyrir almenning en ekki fyrir einhverja allt aðra annarlega hagsmuni.
10) FLÝTIAFGREIÐSLU Á MÁLUM - Skilyrða hraðafgreiðslu á málum (tímamörk), annars verða ALLAR kröfur látnar falla niður.
11) SETJA LÖG GEGN PENINGAÞVÆTTI - Erlendis þarf að gera grein fyrir því hvernig eignamyndun á sér stað hjá t.d. fólki sem hefur engar tekjur. Einnig þarf að kanna slík mál betur. Lesið nánar hér:
12) BINDA KRÓNUNA VIÐ ANNAN STERKAN GJALDMIÐIL EINS OG DANIR - Ásamt því að fá tryggan stuðning frá viðkomandi gjaldmiðli sem Íslendingar myndu tengja sig við.
13) GANGA Í ESB EÐA SAMBÆRILEGT KERFI SEM STYRKIR KRÓNUNA - Krónan eða gjaldmiðilinn verður að hafa fasta viðmiðun svo að fólk viti að hverju það gengur. Einnig mætti skoða Norsku krónuna.
14) LEGGJA ÁHERSLU Á SKANDÍNAVÍSKT VELFERÐARKERFI - Við eigum samleið með þessum löndum og svo hefur þetta kerfi verið að reynast mun betur en önnur kerfi. Því að vera að finna upp ný kerfi?
15) MINNKA OPINBER UMSVIF STÓRLEGA - Í tíð Sjálfstæðismanna hafa ríkisumsvif vaxið gríðarlega. Hér þarf að kanna betur hvað er eiginlega í gangi.
16) AFNEMA VERÐTRYGGINGU - Banna verðtryggingu (okur) með lögum. Því verðtrygging er dulin skattheimta á launafólk.
17) ÞVINGA VEXTI NIÐUR Í ÞAÐ SAMA OG ER Í EVRÓPU - Banna hávaxtarstefnu (okur) með lögum. Svona svipað og verðlagseftirlit.
18) VERÐBÓLGAN VERÐI SÚ SAMA OG ER Í EVRÓPU - Íslensk stjórnvöld hafa komist upp með svo slælega efnahagsstjórn í gegnum árin út af því að þau hafa ekkert aðhald. Þegar allt er komið í óefni, þá er bara krónan felld ... reglulega
19) REKA ÞÁ SEM BRJÓTA AF SÉR Í KERFINU - Ef starfsmaður verður uppvís af kvörtunum og endurteknum brotum frá kjósendum, þá BER stjórnvöldum að víkja viðkomandi frá. Þessar boðleiðir þarf að laga.
20) STJÓRNMÁLAMENN VERÐI LÁTNIR SEGJA AF SÉR VIÐ MISTÖK Í STARFI - Eftir bankahrunið, þá hefur engin verið látin sæta ábyrgð. Hér þarf greinilega að setja kvóta. Fínt væri að reka ca. 5-10 manns á ári ef vel ætti að vera til að veita stjórnvöldum eðlilegt aðhald. Lesið nánar hér:
21) SKIPTA ÚT TOPPUM OG STJÓRN HJÁ SEÐLABANKANUM - Mjög alvarleg mistök hafa verið gerð sem er ekki hægt að kalla annað en landráð.
22) SKIPTA ÚT TOPPUM HJÁ FJÁRMÁLAEFTIRLITINU - Mjög alvarleg mistök hafa verið gerð sem er ekki hægt að kalla annað en landráð.
23) KJÓSA AFTUR UPP Á NÝTT SEM FYRST - Mjög alvarleg mistök hafa verið gerð sem er ekki hægt að kalla annað en landráð og þarf því að skipta þeim út sem bera ábyrgð sem fyrst.
24) FÆKKA SENDIRÁÐUM UM HELMING - Samhliða því mætti þróa öflugt samskiptakerfi fyrir ráðuneyti. Síðan þyrfti að vera opið bókhald sem sýnir risnu og dagpeninga þingmanna. Lesið nánar hér:
25) GERA LANDIÐ AÐ FÆRRI KJÖRDÆMUM - Einu eða 3 eins og VG leggja til.
26) ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM ÖLL MIKILVÆG MÁL - Þeir sem færu með stjórn landsmála geta einfaldlega listað upp nokkrum málum á vefnum og svo getur fólk einfaldlega kosið. Með nútíma tölvutækni, þá er auðvelt að framkvæma svona kosningar í matar- eða kaffipásum. auðvelt að nota kerfi eins og heimabankann :)
27) KJÓSA PERSÓNUR Í STAÐ FLOKKA - Það er til fullt af hæfileikaríku hugsjónarfólki sem hefur fókusinn á réttum stöðum sem hefur margsannað sig í starfi fyrir land og þjóð. Ef viðkomandi verður uppvís af mistökum, þá er auðvelt að kjósa viðkomandi út og nýja inn í staðinn. Lesið nánar hér:
28) GEFA KJÓSENDUM KOST Á AÐ KJÓSA ÚT ÞINGMENN SEM VERÐA UPPVÍSIR AF SPILLINGU - Það eitt og sér væri gríðarlega gott aðhald fyrir þingmenn.
29) BANNA ALLAR PÓLITÍSKAR STÖÐUR INNAN STJÓRNKERFISINS - Auðvelt að láta fólk kjósa með hjálp netsins.
30) TÖLVUVÆÐA KOSNINGAKERFI - Hér mætti nýta tölvutæknina og internetið eins og bloggheiminn og bankakerfið meira. (wikipedia, forum bb3, kosningakerfi, ToDo listi, verk og viðverubókhald). Með þessu væri hægt að vera með opið og mjög skilvirkt kerfi þar sem allt væri á borðinu og sæist hvað hver þingmaður væri að vinna.
31) GERA ÚTTEKT Á ÞEIM MISTÖKUM SEM LEIDDU TIL BANKAHRUNSINS MIKLA - Láta erlenda aðila gera úttektina.
32) STYRKJA GAGNRÝNA OG MÁLEFNALEGA UMRÆÐU INNI Á ÞINGI - Það er bara einfaldlega hluti af lýðræðinu.
33) STYRKJA GAGNRÝNA OG MÁLEFNALEGA UMRÆÐU Í FJÖLMIÐLUM - Það er bara einfaldlega hluti af lýðræðinu. Hér þarf að hampa sérstaklega tuðurum og leiðindaafturhaldsseggjum eins og jonas.is!
34) FÓLK FÆR SJÁLFT AÐ VELJA HVERNIG EIGIN GREIDDIR SKATTAR SKIPTAST NIÐUR Á FJÁRLÖG - Auðvelt með tengingu við bankakerfið þar sem hægt er að velja hvernig þínum skattgreiðslum er varið.
35) SETT VERÐI SKÝR SKILABOÐ Í LÖG AÐ ÞEIR SEM VERÐA UPPVÍSIR AÐ LANDRÁÐI VERÐI LÁTNIR SÆTA ÁBYRGÐ - Nú er staðan þannig að forsætisráðherra er kjökrandi í auðmönnum um að koma aftur til baka með allt fjármagnið til landsins!
36) GERVIEFTIRLITSSTOFNANIR OG VERNDAÐIR VINNUSTAÐIR Á VEGUM RÍKISINS VERÐI LAGÐAR NIÐUR OG MEIRI ÁHERSLA LÖGÐ Á STOFNANIR SEM RAUNVERULEGU MÁLI SKIPTA - Búið er að búa til mikið af íþyngjandi eftirlitsstofnunum sem oftar en ekki hafa engan annan tilgang en að fela atvinnuleysi. Hér mætti t.d. leggja meiri áherslu á Fjármálaeftirlitið og endurvekja Þjóðhagsstofnun.
37) SENDA ERLENDA AFBROTAMENN STRAX ÚR LANDI - Í dag virðast heilu glæpagengin geta gengið laus um landið með barsmíðum, ofbeldi og þjófnaði í langan tíma.
38) LOKA LANDINU MEIRA FYRIR ÓHEFTUM INNFLUTNINGI Á FÓLKI - Leggja meiri áherslu á að fá fólk með hátt menntunarstig og leggja meiri áherslu á hálaunastörf. Auðvelt að setja flóknar og erfiðar reglur um visa og dvalarleyfi. Landið er eyja og því auðvelt að fylgjast betur með því fólki sem kemur til landsins. Sjá HÉR.
39) LEGGJA LÁNASJÓÐ NIÐUR OG VEITA Í STAÐIN STYRKI - T.d. hafa Danir litið á menntun sem langtíma fjárfestingu. Veita mætti styrk upp að vissri upphæð og svo gæti fólk unnið sér inn fyrir því sem upp á vantar eða tekið lán.
40) NÁ ÞVÍ FÉ TIL BAKA MEÐ ÖLLUM TILTÆKUM RÁÐUM SEM HEFUR HORFIÐ ÚR LANDI - Það á að vera fyrir löngu búið að frysta fullt af eignum.
41) BANNA STÓRFELLDA FJÁRMAGNSFLUTNINGA ÚR LANDI SEM GETUR HAFT STÓRKOSTLEG ÁHRIF Á SJÁLFSTÆÐI ÞJÓÐARINNAR - Hér þarf að hafa mjög ákveðin lög sem koma í veg fyrir að örfáir einstaklingar geti leikið sér með fjöregg þjóðarinnar.
42) FÁ REYNDAN ÓPÓLITÍSKAN STJÓRNANDA TIL AÐ STJÓRNA LANDINU (Einar)(Ævar) - Þetta er ekki slæm hugmynd. Það eru til margir góðir þekktir stjórnendur sem hafa rétt af risafyrirtæki á örfáum árum Hér er Claus Møller mættur á staðinn! og HÉR.
43) ERLENDUR DÓMSSTÓLL (Sigurður) - hæstaréttadómarar og jafnvel rannsóknarnefnd verði fengin erlendis frá. Hentar líklega vel á meðan verið er að fara í gegnum þessi mál.
44) LEGGJA ÁHERSLU Á AÐ HALDA INNLENDRI FRAMLEIÐSLU INNI Í LANDINU SEM SPARAR GJALDEYRIR FYRIR ÞJÓÐABÚIÐ. - Öll helstu ríki í vestrænum heimi eru að verða búinn að missa stóran hluta af sinni framleiðslu og tækniþekkingu til annarra landa. Allir farnir að versla með pappíra sem svo reynist ekkert á bak við þegar á reynir.
45) SELJA STÓRAR OG DÝRAR SENDIRÁÐSEIGNIR Á VEGUM ÍSLENSKRAR YFIRVALDA Í ÚTLÖNDUM - Hvað ætli séu miklar fjárfestingar í dýrum sendiráðsbyggingum út um allan heim sem er lítið sem ekkert notað. Nóg að vera í samstarfi við aðrar norðurlandaþjóðir og vera með litla skrifstofu hjá þeim undir starfsemina eða þá samstarfssamning. Í dag eru 17 sendiráð. Steinar I kemur með hugmynd um að vera með 1 sendiráð í hverri heimsálfu.
46) TRÚMÁL OG KIRKJA (Óskar A) - Óskar telur bruðl að borga 5 milljarða á ári og að þeir geta séð umsig sjálfir hvað fjarmögnun varðar.
47) LEGGJA NIÐUR HAFRÓ (Óskar A) - Þetta er viðkvæmt mál. En þarna má líklega eitthvað draga úr. Hafró hefur verið sú stofnun sem hefur fengið gríðarlegar fjárhæðir til rannsóknar og sú stofnun sem hefur yfirleitt fengið það sem þeir biðja um. Enda er fjöregg þjóðarinnar í þeirra höndum.
48) ALÞJÓÐLEGT FRÍVERSLUNARSVÆÐI Á ÍSLANDI (Valþór) - "International Free Trade Zone". Afnema öll innflutningshöft og söluskatta gera Ísland að alþjóðlegu fríverslunarsvæði. Öflugt og vel staðsett flutningskerfi.
49) NEFNDIR Á ÍSLANDI (skuldari) - Fækka þarf nefndum eins og hægt er. Auka skilvirkni og að vera með fólk í nefndum og ráðum hefur reynslu og "verklegt" vit á málum http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=314.
50) FÆKKUM Í SJÁLFTÖKUHÓPUM (Gunnar Guðmundsson) - Fækka þingmönnum og aðstoðamönnum. lækkum laun og verum með einn Seðlabankastjóra, ekki þrjá! http://gudmundur.eyjan.is/2008/11/fkkum-sjltkuhpnum.html
51) MEIRI VINNUSKILDA ÞINGMANNA OG STYTTRA FRÍ - Þingmenn ættu að vera skyldugir til að sitja alla þingfundi hámark einn mánuði í frí.
52) NORÐUR ATLANTSHAFSBANDALAG (Bjorn E) - Ísland, ásamt Noregi, Færeyjum og etv Skotlandi svo og Grænlandi stofni með sér bandalag. Sameina landhelgisgæslur þessara ríkja, ásamt lofther og sjóher. Rússland kæmi inn í þetta bandalag á seinna stigi. Nýtt heimsveldi á Norðurhveli jarðar.
53) TVO GJALDMIÐLA Á ÍSLANDI - Væri ekki bara ráðið að vera með tvo gjaldmiðla samtímis. Íslensku krónuna fyrir innlend viðskipti og svo einhvern annan gjaldmiðil eins og Evru fyrir erlend samskipti? Og loka síðan landinu. Hér er skemmtileg lesning um Péturspeninga sem voru notaðir á Vestfjörðum Sjá HÉR
54) LÚXUSBÍLAR FYRIR RÁÐAMENN MEÐ EINKABÍLSTJÓRUM VERÐI LAGT NIÐUR - Hér má gera samning við leigubílastöðvar þegar eitthvað sérstakt ber upp á.
55) HÓTA ÚRSÖGN ÚR NATO - Ómar R. Valdimarsson er með áhugaverðar pælingar ef IMF (Bretar og Hollendingar) ætlar að fara að beita þjóðina þvingunaraðgerðum Sjá HÉR.
56) VERJA ÍSLENSKA SÉRHAGSMUNI EINS OG HÆGT ER - Finnar eru ekki enn búnir að jafna sig á því að erlendir aðilar náðu stórum eignahluta í NOKIA þegar þeir lentu í kreppu 1992. Hér þurfa Íslendingar að passa sínar stærstu mjólkurkýr eins og orkufyrirtækin, fiskinn, ferðaiðnaðinn. En nú þegar er búið að tapa bankakerfinu sem var nýjasta útrásin.
57) NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS - Hvernig væri að velja fólk sem hefur gagnrýnt kerfið hvað mest til að stjórna Íslandi? Kristinn Pétursson Sjávarútvegsráðherra. jonas.is mætti vera Niðurskurðar- og Spillingarráðherra, Vilhjálmur Bjarnason Fjármálaráðherra, Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra með vald.is, Þorvald Gylfason, Guðmund Ólafsson og Ragnar Önundarson sér til aðstoðar. Guðmundur Gunnarsson Iðnaðarráðherra, Lára Hanna, Egill Helgasson og Stefán Ólafsson sameiginlega með Heilbrigðis- og Félagsmálaráðuneytið, Þráinn Bertelsson Menningarmálaráðherra með Hallgrím Helgasson sér til aðstoðar, Ómar Ragnarsson Umhverfisráðherra og í lokin Björg Guðmundsdóttur utanríkisráðherra (það yrði alls staðar hlustað á hana nema í Kína). Hér útbjó ég nýja áhugamannagrúppu á facebook sem heitir: NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS • NEW GOVERMENT OF ICELAND svo er hér áhugaverð frétt og smá ljós í myrkrinu HÉR og önnur samantekt hér HÉR
58) BANNA ALLAN VOPNABURÐ OG BAKSTUNGUR Á HINU HÁA ALÞINGI ÍSLENDINGA - HÉR opinbera þingmaður sitt raunverulega eðli og hvernig kaupin gerast á eyrinni. Svona skítlegt eðli á að vera skilyrðislaus brottrekstrarsök. Tölvupóstur Bjarna Harðarsonar þingmanns Framsóknarflokksins HÉR. Líklega er þetta nákvæmlega svona hjá flestum sem eru inni á hinu háa Alþingi Íslendinga í dag. Verst að nýráðnum aðstoðarmanni skuli hafa líka verð blandað í málið. Sýnir vel hvernig skattpeningunum er vel varið til nytsamra hluta. Þó brýtur Bjarni blað í íslenskri stjórnmálasögu með afsögn sinn og á hann heiður skilið fyrir þann gjörning einan og sér.
59) LYGAMÆLIR FYRIR ALÞINGISMENN - Núna væri þjóðráð að leggja háa fjármuni í að hanna og þróa öflugan lygamæli sem þingmenn þyrftu síðan að hafa á sér öllum stundum á meðan þeir væru að sinna opinberu starfi. Mælirinn hefði þá eiginleika að mæla ástand þingmanns á meðan hann væri að tala í rauntíma þannig að þeir sem á hann hlusta sæju strax ef þingmaður væri að reyna að segja ósatt.
60) TÆKNI Í STAÐ PÓLITÍK - Horfið á boðskapinn sem þessi mynd hefur fram að færa Zeitgeist: Addendum (þar sem að ég er smá tækninörd, þá er ekki annað en hægt að hrífast af þeim boðskap sem þessi mynd hefur fram að færa).
61) ÞINGMENN OG RÁÐHERRAR LÆKI LAUN SÍN STRAX - Nú eiga stjórnmalamenn að sýna samstöðu og ganga á undan með góðu fordæmi og sína viljann í verki með því að lækka launin sín verulega! Sjá frétt HÉR.
62) NÝTA ERLEND TENGSLANET - Hér er gott dæmi um hvernig nýta má samvinnu við erlend ríki. Hér er verið að hjálpa Íslendingum að fá vinnu erlendis. Sjá frétt HÉR.
63) HÁMARKS LAUN 1 MILLJÓN - Alþingi var send áskorun um að engin mánaðarlaun færu yfir 1 milljón króna Sjá frétt HÉR.
64) LÝÐRÆÐ OG ÁBYRGÐ ENDURREIST - Áhersla verði lögð á að endurreisa lýðræði og ábyrgð sem eru talin ein af mikilvægustu grunnþáttum í þróuðum nútíma samfélögum. Sjá áhugaverða grein eftir Bjarna Bjarnason rithöfund hér..
65) GERT ER GRÍN AF SPILLTRI ÍSLENSKRI STJÓRNSÝSLU Í ERLENDUM FJÖLMIÐLUM - Sjá umfjöllun HÉR
66) AUÐVELDA NÝJUM FRAMBOÐUM AÐ KOMAST Á ÞING - Ekki er langt síðan að reglum um kosningar var breytt til að þrengja að lýðræðinu. Núna þarf flokkur að hafa lágmark 5% fylgi í stað 3% sem þurfti áður til að ná manni á þing. Sjá góða umfjöllun HÉR.
67) 3JA ÁRA ÚTLEGÐ AÐ HÆTTI VÍKINGA - Á víkingatímanum, þá var þyngsti dómur sem hægt var að fá 3ja ára útlegð. Spurning um að nýta þessi gömlu lög á útrásarvíkingana, stjórnmálamenn og þá sem bera ábyrgð á bankahruninu. Tryggja þarf að þeir komi hvorki nálægt stjórnmálum eða bankastarfsemi í 3 ár.
68) SKERA NIÐUR Í ALLRI STJÓRNSÝSLUNNI - Draga þarf saman seglin víða í stjórnkerfinu. Aðstoðarmenn, sendiráð, utanlandsferðir, gervistofnanir, herdeildir, dagpeningar ... Sjá góða frétt HÉR.
69) BANNAna ALLAR PÓLITÍSKAR STÖÐUVEITINGAR - Sjá frétt HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og HÉR ...
70) ÓTRÚLEGT VIÐTAL VIÐ GEIR - Hér liggur illa á forsætisráðherra og sýnir hann fréttamanni ótrúlegan skæting Sjá HÉR.
71) ÞETTA SNÚAST STJÓRNMÁL NÚTÍMANS UM - Núna er líklega kominn rétti tíminn til að stíga niður úr pílagrímsturninum og leggja ÖLL spilin á borðið. Hætta lygum og öðrum leikaraskap, segja rétt frá og takast á við hin raunverulegu vandamál. Pólitík snýst ekki um hernað heldur opna og skýra umræðu. Sjá HÉR.
72) KLÍKUR OG EINELTI ÞARF AÐ BANNA MEÐ LÖGUM - Setja þarf lög um ALLA óeðlileg og hættuleg klíkustarfsemi þar sem annarlegum sjónamiðum er haldið á lofti. Það er aldrei að vita nema að það endi með sparki í andlitið eins og gerðist HÉR. Verst er þegar þessi hegðun heldur áfram inn í sali Alþingis. Líklega er Ísland of fámennt til að félög eins og Rótarí, Round table, Frímúrarar, Oddfellow, trúfélög ... og ekki síst stjórnmálaflokkar eigi rétt á sér!
73) HÉR ER SKOÐUN AGS EÐA IMF Á ÞVÍ SEM GERÐIST - Hér má lesa samantekt á hruninu á Íslandi samkvæmt IMF góð grein HÉR.
74) KJÓSIÐ OG GEFIÐ NÚVERANDI MEÐLIMUM RÍKISSTJÓRNARINNAR STIG - Hér er nýtt kosningakerfi þar sem hægt er að kjósa og gefa einstökum þingmönnum stig fyrir árangur í starfi. Ný tækni gefur nýja möguleika, en tæknilegar framfarir skila mestu í velmegun almennings KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/rikisstjorn.html.
75) KJÓSIÐ EÐA VELJIÐ NÝJA RÍKISSTJÓRN - Lengi hefur vantað möguleika á að kjósa FÓLK í stað FLOKKA. Nú er loksins hægt að koma með tillögu að hæfu og vönduðu fólki þar sem hatröm flokkspólitík er látin lönd og leið KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/nyrikisstjorn.html.
76) NÚ ER HÆGT AÐ GEFA BORGASTJÓRN REYKJAVÍKUR STIG FYRIR VEL UNNIN STÖRF - Fróðlegt væri nú að sjá stöðu á einstökum borgarfulltrúum eftir allar hnífstungur í bakið síðustu mánuðina KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/borgarstjorn.html.
77) HÉR ER LISTI YFIR NÝJA OG GAMLA STJÓRNENDUR í BANKAKERFINU - Er ekki ráð að hafa vakandi augu yfir þeim sem eiga að passa upp á peningana okkar og eiga stóran þátt í hruni þjóðarinnar? KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/bankar.html.
78) HÉR ER LISTI YFIR HINA FRÆGU ÚTRÁSAVÍKINGA - Fróðlegt væri að sjá hvað þjóðin gefur hverjum og einum mörg stig! KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/utras.html.
79) MERGJUÐ LÝSING Á SPILLTU VALDI - Alltaf koma sömu mennirnir upp aftur og aftur og aftur ... þegar verið er að tala um spillingu á Íslandi! sjá HÉR.
80) VANTAR VIÐURLÖG GAGNVART STJÓRNVÖLD - Umboðsmaður Alþingis (sem er að vísu tvöfaldur í roðinu eins og margir yfirmenn kerfisins) telur að það vanti lög sem dæmi stjórnvöld fyrir slæma málsmeðferð sjá HÉR og HÉR.
81) ÍBÚÐAVERÐ Á 3 MILLJARÐA! - Hér má sjá enn eina bull hugmyndina frá ráðamönnum um það hvernig megi blóðmjólk almenning ENN MEIRA! sjá HÉR.
82) ENN OFBÝÐUR DAVÍÐ - Hvernig má það vera að ráðherra viðskipta fær ekki að vita fyrr er viku seinna að byrjað er að greiða lánið inn á reikning Seðlabankans! Er Davíð í einhverju sólói við að útdeila þessum peningum til "RÉTTU" aðilanna á meðan hann hefur völdin? Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir því að hann á að koma sér út úr húsi sem fyrst, ef ekki sjálfur, þá með hjálp! sjá HÉR.
83) FLOKKSEIGENDAFÉLÖG FÁ SKATTFRJÁLSA RÍKISSTYRKI - Frábær grein um sukkið sem viðgengs í kringum stjórnmálaflokkana sjá HÉR.
83) ÞINGMENN FARNIR AÐ VINNA VINNUNA SÍNA - Hér hafa orðið mikil umskipti og núna er Össur komin í fluggírinn. Nýsköpun og sprotafyrirtæki er málið, sjá fína grein HÉR og HÉR.
84) RÁÐAMENN ÞURFA AÐ LÆRA AÐ TALA OG VINNA SAMAN - Hér er ótrúlegt dæmi þar sem samskiptin eru á frekar lágu plani svo ekki sé meira sagt sjá HÉR.
85) GÓÐUR LISTI MEÐ 46 ATRIÐUM HVERNIG MÁ GERA ÍSLAND BETRA - Fullt af góðum hugmyndum frá Þorsteini Val sjá HÉR.
86) NORÐMENN KOMNIR LENGRA EN ÍSLENDINGAR Í OPINNI STJÓRNSÝSLU - Hér má fara á netið til að sjá hvað Norðmenn fá í laun og greiða í skatta sjá HÉR.
87) SKATTURINN FARINN AÐ VINNA Í "SÍNUM" MÁLUM - Mikið var að Skatturinn fór að vinna í málum þar sem raunverulegt fé er að finna! sjá HÉR. Við skulum vona að þetta mál verði ekki stoppað af eins og mörg önnur svipuð mál!
88) SÖMU MENN Á ÖLLUM VÍGSTÖÐUM OG TVEIR MÁNUÐIR AF ÁBYRGÐARLEYSI - Hér er búið að taka saman lista yfir lítið brot af spillingunni. Sjá HÉR. Öfluga umræðu um málið má svo lesa HÉR.
89) FLOKKSGÆÐINGAR Á SÚPERLAUNUM ÚT UM ALLT KERFIÐ - Flokkarnir hafa verið iðnir við að koma sínum mönnum á jötuna á ofurlaunum og hinn almenni launþegi endalaust látin borga. Sjá HÉR og HÉR.


Z) FJÖLMIÐLAR
1) FJÖLMIÐLAR VEKI MEIRI ATHYGLI Á MÓTMÆLUM - Það hefur vantað mikið upp á að fjórða valdið, fjölmiðlar fylgi málum nógu mikið eftir. Það er þeirra að sjá um aðhald en ekki að "ignora" eða gera grín af vandamálinu. Hér er eitt af mörgum slíkum málum Sjá HÉR. Hér er þó einn "alvöru" Íslendingur sem þorir að mótmæla. Ástæðan fyrir slíku er yfirleitt langvarandi áhugaleysis þeirra sem eiga að taka á málinu.
2) ÍSLENSKIR FJÖLMIÐLAR TAKI SIG SAMAN Í ANDLITINU - Ógagnrýnin meðvirkni fjölmiðla í gegnum árin hefur verið ótrúlega góð grein HÉR.
3) AUGLJÓS TENGSL FJÖLMIÐLA VIÐ FLOKKANNA - Hér eru 2 dæmi sama daginn um það hvernig pólitíkusar stjórna fjölmiðlum. Fyrst er fyrrum starfsmanni gert að skila spólu HÉR og svo er Gunnar Birgisson ekki sáttur HÉR.
4) HVERNIG STÝRA VALDAMENN FJÖLMIÐLUM - Hér er góð lýsing spillingu og því hvernig stjórnendum Morgunblaðsins var hótað í tíð Davíðs Oddsonar. Ótrúleg grein HÉR.
5) ÓGN ÍSLENSKU ELÍTUNNAR - Elíta valdaflokks Íslands hefur plantað meðlimum sínum í helstu stofnanir landsins og stærstu fjölmiðlana. Þeir stjórna stærsta dagblaðinu, ítök í frísjónvarpi, eiga ritstjóra á stærsta fríblaðinu og þau réðu útvarpsstjórann sem réðst gegn G. Pétri fyrir að segja sannleikann. Góð grein HÉR. Eitt lítið dæmi, þá hef ég fengið að setja inn athugasemdir inn á eyjan.is þar til nýlega var ráðin nýr vefstjóri, Guðmundur Magnússon. Síðan þá hefur athugasemdum verið kerfisbundið hent út!
6) UPPSAGNIR HJÁ RÚV - Páll Magnússon er búinn að reka yfir 40 manns frá því í ágúst. Við skulum vona að pólitík og önnur annarleg sjónamið ráði ekki of miklu í þeim aðgerðum. Hér má lækka laun yfirmanna stórlega. Sjá nánar HÉR. Venjan er að ríkisfyrirtæki ráði mannskap í kreppu. Betra er að láta fólk vinna frekar en að hanga heima á atvinnuleysisbótum. HÉR.
7) ÞARF VIRKILEGA EGILL HELGASSON AÐ FLYTJA ÚR LANDI? - Þegar spillingin er orðin svo mikil að vonlaus barátta skilar nákvæmlega ekki neinu, hvað er á til ráða? Sjá HÉR. Egill má nú eiga það að hafa komist ótrúlega langt án þess að hafa verið stoppaður af. Spurning hvort að það sé farið að þrengja að honum? Hér fer bloggheimurinn hamförum yfir málinu. Sjá HÉR.
8) LÉLEGUSTU FJÖLMIÐLAR Í HEIMI Á ÍSLANDI? - Hér er einn að lýsa íslenskum fjölmiðlum Sjá HÉR.
9) FJÖLMIÐLAR Á ÍSLANDI EINN SAMFELLDUR HARMLEIKUR - Hér kemur stjörnuritstjórinn Reynir Traustason og lýsir ástandinu. Sjá HÉR og HÉR.


Þ) MANNLEG GILDI OG TRÚMÁL
1) HROKI, ÖFUND, REIÐI, ÞUNGLYNDI, ÁGIRND OFÁT OG MUNÚÐLÍF - Þetta eru atriði sem þarf að passa alveg sérstaklega vel upp á. Þegar Íslendingar kunna sig ekki í útlöndum, þá getur því miður svona farið Sjá frétt HÉR og svona fer þegar Frekja og Hroki ....
2) VISKA, HÓFSTILLING, HUGREKKI, RÉTTLÆTI, VON, TRÚ OG KÆRLEIKUR - Hér eru þau atriði sem ber að halda á lofti.
3) KAPP ER BEST MEÐ FORSJÁ - Íslendingar eru þekktir fyrir aga- og hömluleysi. Stundum virkar það vel, bara ekki í fjármálum landans.
4) MEÐALHÓF ER BEST eða VANDRATAÐ ER MEÐALHÓF - Það er búið að sýna sig að allar öfgar hverju nafni sem að þær nefnast reynast landanum illa.
5) OFT ER GOTT ÞAÐ ER GAMLIR KVEÐA eða OFT GEFUR GAMALL MAÐUR GÓÐ RÁÐ - Ungliðavæðing landsins af reynslulausu fólki hefur verið landinu hættulegt. Einnig er slæmt þegar útbrunnin gamalmenni sitja endalaust í embætti.
6) HROKI VEX ÞÁ HÆKKAR Í PYNGJU. ÓHÓFIÐ FÆR SULT UM SÍÐIR. ÚTLENSKT ÓHÓF BÍTUR VERST. EFTIR ÓHÓF KEMUR ÖRBIRGÐ - Orð sem lýsa vel því ástandi sem verið hefur í þjóðfélaginu síðustu 7 árin.
7) ÞRENGJA OPNUNARTÍMA SKEMMTISTAÐA OG KRÁA - Það þarf að koma Íslendingum fyrr í bælið á kvöldin. Það er ekki hægt að láta fólk vera að skemmta sér fram undir morgun og vera svo örþreyttir og úrillir í vinnunni það sem eftir er vikunnar. Spurning hvort að bankaliðið hafi verið aðeins of mikið úti á djamminu? Tvær greinar óbeint um málefnið HÉR og HÉR. Hér er líklega komin raunveruleg ástæða fyrir bankahruninu!
8) EKKI VERA MEÐ SJÓNVARP Á FIMMTUDÖGUM - Þannig má auka menningarstarfsemi og styrkja aðra menningartengda starfsemi. Fá fólk til að tala meira saman. Spurning um að loka fyrir internetið líka á þessum degi :) Hér má lesa um ókeypis stillimynd á fimmtudögum!
9) HVAÐ ER KREPPA - Raunsönn lýsing frá Finnlandi á því hvernig hlutirnir geta orðið Viðtal við Íslenska konu sem bjó í Finnlandi.
10) JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR SJÁI UM VELFERÐARMÁLIN - Hún er óumdeildur leiðtogi þeirra sem minna mega sín á meðan aðrir eru óumdeildir leiðtogar þess sem dansa hrunadans í kringum gullkálfinn! En Jóhanna er í raun sjálfkjörin í þetta embætti.
11) AÐ VERA GÓÐ MANNESKJA - Nýr vefmiðill smugan
12) KREPPUUPPLÝSINGAR Á EINUM STAÐ - Vefmiðill með upplýsingar um kreppuna. Sjá HÉR.
13) SYKUR ER FÍKNIEFNI - Setja lög sem reyna að hamla gegn sykurneyslu barna. Sjá frétt HÉR.
14) LAGAFLÆKJUR FORSETANS - Lög virðast bara virka á Íslandi þegar þarf að framkvæma ólög eins og hjá þingmönnum. Ef það er svona erfitt að lækka laun forsetans, þá er spurning um að útbúinn sé reikningur í banka þar sem hálaunafólk getur lagt inn ákveðna upphæð á mánuð til styrktar góðu málefni! Sjá frétt HÉR.
15) ATVINNULEYSI - Atvinnuleysið eykst hröðum skrefum. Sjá frétt HÉR.
16) Á HAUSINN Í ANNAÐ SINN - Flott viðtal við Davíð Scheving Thorsteinsson. Sjá HÉR og hvað það þýðir að fara á hausinn HÉR.
17) SÖFNUN TIL HJÁLPAR ÍSLENDINGUM - Nú er illa komið fyrir þjóð, byrjað er að safna peningum fyrir fjárvana Íslendinga hjá vinum okkar í Vesturheimi. Sjá HÉR og svo er Geiri búinn að skrifa bréf HÉR.
18) HÚSNÆÐI FYRIR ÚTIGANGSFÓLK - Hér er búið að koma upp góðri aðstöðu fyrir þá sem búa á götunni HÉR.


Æ) TIL AÐ LÉTTA LUND
1) EINKAVINAVÆÐINGIN RÍKISVÆDD - Hér lýsir Þorsteinn Guðmundsson í einlægni, sinni hlið á útrásinni með grátbroslegum hætti: Lundúnasaga úr útrásinni
2) HÚMOR Í KREPPUNNI - Hér er samansafn af nokkrum góðum og vel unnum Photoshop myndum sjá HÉR.
3) KREPPUBRANDARAR - Hér er samansafn af góðum kreppubröndurum sjá HÉR.
4) NAFNI ÍSLANDS BREYTT Í NICELAND - Vegna þess óorðs sem farið hefur af landi og þjóð síðustu dægur, þá eru uppi hugmyndir um að breyta nafni, fána og þjóðsöng landsins. Spurning um að taka upp annað tungumál líka ásamt nýjum gjaldmiðli sjá HÉR.. Líklega er málið ekki flóknara en svo að skipta út spilltum embættis- og stjórnmálamönnum.
5) KREPPU BOND 007 Á ÍSLANDI - Ég get ekki betur séð en að það sé búið að útbúa Íslenska kvikmynd með njósnaranum fræga James Bond sjá frétt HÉR. og sjálft myndbandið HÉR.. Ekki er annað að sjá að kvikmyndagerðarmenn hafi tekið fljótt við sér ef ummæli mín númer 98 eru lesin nánar :)
6) HVERSU VERÐMÆTIR ERU ÍSLENSKIR HAGFRÆÐINGAR? - Hér eru viðraðar skoðanir ... 8 ára barns! Sjá grein eftir Bergsteinn Sigurðsson HÉR.
7) STOFNA KYNLÍFSFLOKK (FUCK) Á ÍSLANDI - Hvar er betra en holl og góð hreifing? Flokkurinn fengi listabókstafinn X6. Sjá nánar HÉR.
8) KVEÐSKAPUR Í KREPPU - Hér fer Hallgrímur Helgason á kostum um Íslensku þjóðina í laginu Ísland "var" land þitt.
9) ÞJÓÐNÝTA ORKUNA SEM FER Í DAVÍÐ ODDSSON - Ef öll sú orka sem fer til spillis út af Davíð Oddssyni yrði nýtt í eitthvað annað, þá væri það líklega eitthvað svipað orkumagn og 2-3 Kárahnjúkavirkjanir myndu skila þjóðabúinu! En annars er annar aðili búinn að fá lán sem nemur 8 Kárahnjúkavirkjunum. Sjá Stjarnfræðilegt vanhæfi HÉR.
10) 8, 16, 24 EÐA 28 ... KÁRAHNJÚKAVIRKJANIR! - Hér er ótrúleg samantekt um hvað SKULDIRNAR hafa náð að vaxa á 7 árum og þá er verið að tala um í öðrum stærðum en tölum! Sjá HÉR.
11) VIÐTAL VIÐ DANSKAN BLAÐAMANN Á YOUTUBE - Útrásavíkingarnir pissudúkkur? Sjá HÉR.
12) SÁLGREINING Á ÍSLENDINGUM - Ein áhrifamesta aðferð hjá fólki sem stundar pólitík á Íslandi er hreinlega að ljúga botnlaust! Það má nefna mörg dæmi um hversu auðvelt það er í raun er að plata auðtrúa landann upp úr skónum. Gott dæmi um slíkt er sala á fótanuddtækjum, ryksugum, herbalife ... og svo "ódýrum" okurlánum Á UPPSPRENGDU VERÐI! Til að bæta gráu ofan á svart, þá eru Íslendingar meðvirkir með eindæmum.
13) VANDAMÁL ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR ER MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK (MR) - Nú er það að koma á daginn að MR hefur líklega framleidd stærstu og mestu fjármálaglæpamenn sögunar Sjá HÉR.
14) VIÐSKIPTATÆKIFÆRI ALDARINNAR - Hér hefur einn auðmaðurinn dottið niður á eina "góða" hugmynd!
15) GÓÐ RÆÐA HJÁ CHARLIE CHAPLIN - Hann stendur alltaf fyrir sínu :) Hér er ræðan sem á vel við í dag!
16) BJÖRN BJARNASON KOMIN Á facebook - Þá er ofurbloggarinn komin með sína eigin facebook síðu sem má sjá HÉR.
17) ICESAVE OG FALL ÞRIÐJA RÍKISINS - Hér er þetta fína video sem sjá má HÉR.
18) FORSTJÓRI STÍMS - Hér er fínt video um gildi peningana sem sjá má HÉR.
19) HEIMSPEKI - Ef þú villt vita hvern mann einhver hefur að geyma, skaltu gefa honum völd. Hann mun þá fljótlega sýna þér sinn raunverulega innri mann. Íslenskur heimspekingur, sjá HÉR.
20) VEIGAR.IS ER GÓÐUR - Flottar skrípómyndir með skemmtilegum texta sjá HÉR. og HÉR.
21) JÓLAMYNDBAND ORKUVEITUNAR - Algjör snild :) Sjá HÉR.
22) GÓÐ LEIÐ TIL AÐ NÝTA GAMLA SKÓ - Ekki gleyma að lesa athugasemdirnar Sjá HÉR.
23) GANDÁLFUR KEMUR VITINU FYRIR DAVÍÐ - Myndband með Dabba Kóng Sjá HÉR.


Ö) GÓÐAR JÁKVÆÐAR FRÉTTIR AF NÝSKÖPUN, ÁHUGAVERÐUM FYRIRTÆKJUM OG FL.
1) EVE ONLINE, CCP - Hér er dæmi um flott fyrirtæki sem er að nýta sér allt það nýjasta sem er að gerast í tölvuheiminum í dag. Sjá nánar lið H.4 og Frétt um málið HÉR. Ef við skoðum heimasíðu fyrirtækisins betur, þá er greinilega nóg af vinnu að fá. Spurning um að flytja meira af þessum störfum heim til Íslands. Vinna í boði hjá CCP.
2 ÞRÁÐLAUSIR SKYNJARAR, CONTROLANT - Hér má sjá vísir af litlu fyrirtæki sem er að þróa þráðlaus skynjarakerfi. Hér eru margir faldir möguleikar til að þróa þessa hugmynd nánar. Frétt um málið má sjá HÉR.
3) ÍSLENSKI BLÖNDUNGURINN, TCT FJÖLBLENDIR ehf - Hér má sjá lítið fyrirtæki þar sem náð hefur að byggst upp gríðarlega mikil þekking á eldsneytiskerfum. En þeir sem þar starfa eru leiðandi í þróun og hafa verið að byggja upp sína þekkingu líklega á síðustu 10 árum. Þeir hafa notast við nýjustu tækni þar sem öll hönnun fer fram í tölvum og er síðan smíðað með CNC vélum. sjá HÉR.
4) ÍSLENSKUR KATTAMATUR MURR ehf - hágæða kattamat úr sláturafurðum Kattamatur framleiddur í Súðavík Frétt um málið má sjá HÉR.
5) ÍSLENSKT SPILSTJÓRNKERFI FYRIR TOGVEIÐISKIP NAUST MARINE hf - Hér er Íslenskt fyrirtæki sem er leiðandi í heiminum í togvindukerfum fyrir togveiðiskip Nánar um málið HÉR. Fyrirtæki í þróun og hönnun fyrir sjávarútveginn sem á mikla framtíð fyrir sér.
6) OPERA VAFRARINN OPERA - Hér er Íslenskt-Norskt fyrirtæki sem er leiðandi í heiminum í hugbúnaðargerð Nánar um málið HÉR.


Þeir sem vilja koma með nýjar hugmyndir og athugasemdir við einstaka liði, er bent á að notast við merkingu eins og þessa Q) 4 SELJA LÚXUSÞOTUR OG ÞYRLUR ÚR LANDI (siggi) - .... og þá mun ég bæta þeim inn í ásamt nafni viðkomandi.


En eins og sjá má, þá er ýmislegt hægt að gera og möguleikar margir. En eins og venja er, þá er fullt af hugmyndasnauðum og tækifærissinnuðum stjórnmálamönnum sem væru alveg vísir til að stökkva á eitthvað af þessum hugmyndum og gera að sínum. Það er í raun bara hið besta mál, enda veitir þeim ekki af þessa dagana en að lappa aðeins upp á ímyndina og sjálfstraustið. Verst er hvernig þeir æða út í hvert fenið eftir annað í fljótfærni.


EN NÚNA SKORA ÉG Á ALLA BLOGGARA OG ÞÁ SEM NENNA AÐ LESA SIG Í GEGNUM ÞESSA BLOGGFÆRSLU AÐ KOMA MEÐ 2-3 GÓÐAR HUGMYNDIR HVER OG FYLLA INN Í EYÐURNAR ÞAR SEM UPP Á VANTAR.


!!! ÞAÐ ÞARF AÐ ÝTA Á RELOAD TIL AÐ ENDURHLAÐA INN SÍÐUNA, EN SÍÐAN ER Í STÖÐUGRI UPPFÆRSLU !!!


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Ekki allt kolsvart á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnús

Það má t.d. spara 2,5 milljarð með því að taka presta landsins af ríkisspenanum.  Mér finnst allavega auðvelt að spara þar og íslendingar myndu flestir ekki finna fyrir því.  Allavega betra en að spara í heilbrigðiskerfinu.

Jón Magnús, 27.10.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég var að spá í að koma inn á þann lið með kirkjurnar og prestanna, en eins og ástandið er á þjóðfélaginu í dag, þá held ég að það sé full þörf á þeirra þjónustu.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.10.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Einar Indriðason

Ráða ópólitíska framkvæmdastjórn yfir Íslandi.  Búið að sýna sig að pólitíkusar eru ... (margir, ef ekki allir (mínus Jóhanna)) bara eyðsla á súrefni fyrir okkur hin.

Einar Indriðason, 27.10.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Jón Magnús

Ég ætla að endurskrifa síðustu færslu, ég var greinilega með hugann við annað. Þú mátt stroka út síðustu færslu ef þú nennir.

En hvernig væri að þessir 2,5 milljarður sem Þjóðkirkjan fær í gegnum sóknargjöldin færu í að borga laun presta.  Af hverju eiga allir landsmenn (jafnvel þeir sem ekki vilja notfæra sér þjónustu presta t.d. trúlausir og múslimar) að borga laun u.þ.b. 150 presta.  Má ég t.d. ekki hafa aðgang að ókeypis sálfræðingi í boði ríkisins í staðin?

Jón Magnús, 27.10.2008 kl. 16:00

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Um að gera að koma með fullt af hugmyndum.  Gaman að lesa þetta, kannski ekki alveg sammála öllu en samt .   

Marinó Már Marinósson, 27.10.2008 kl. 16:01

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gott að einhver er að hugsa uppbyggilega.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.10.2008 kl. 16:30

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Kem með komment seinna. Leyst vel á flest samt. Annars var einhver bandarískur forstjóri sem bauðst til að stýra landinu fyrir okkur í kaffitímunum sínum. Spurning hvort hann sé enn til í það?

Ævar Rafn Kjartansson, 27.10.2008 kl. 16:32

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er afskaplega ýtarlegt hjá þér Kjartan. En við íslendingar þurfum svona almennt að koma okkur upp allskonar framleiðsluiðnaði sem skapar okkur gjaldeyri, sérstaklega allt sem sem byggir á hugviti. Svo er það auglýsinga- og hönnunargeirinn sem dregst mikið saman í svona árferði en þar erum við íslendingar vel samkeppnisfærir í verði og gæðum.

Mætti bæta þessu við í lið N) 9)

Emil Hannes Valgeirsson, 27.10.2008 kl. 17:11

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Einar: Lýst vel á að ráða EINN ópólitíska framkvæmdastjórn yfir landið.

Jón: Við búum enn við leifar af gömlum hefðum sem að við getum ekki kastað frá okkur eins og ekkert sé. Allt snýst þetta um fólk og þeirra störf sem verður að taka tillit til.

Marinó: Þetta var nú bara pikkað inn á tölvuna í dag og ég hef því miður ekki gefið mér mikinn tíma til að kafa niður í einstök atriði. Enda er ég að auglýsa eftir góðum hugmyndum. Svo er nokkuð ljóst að það er sama hvað er sett fram, fólk verður aldrei sammála svo að öllum líki.

Sigurður: Það er naumast jákvæðni út í þennan lista. Mér lýst vel á að hæstaréttadómarar og jafnvel rannsóknarnefnd verði fengin erlendis frá á meðan verið er að taka til eftir bullið sem hefur gengið yfir þjóðina.

Jóhanna: Sammála, það er víst komið að því að það þarf að fara að byggja upp. Ég var búinn að vera að lesa mig í gegnum hugmyndir frá hagfræðimenntuðu liði og þar snérist allt um vísitölur, meiri lán, frysta, gengi ... Ég get ekki séð að ráð hagfræðinga hafi virkað vel eins og staðan er í dag.

Erlingur: Sammála. Líklega hafa úthlutanir úr flestum sjóðum á Íslandi lítið orðið með lýðræði eða réttlæti að gera lengur. Það er orðið ansi mikið um "vina"-greiða í okkar samfélagi.

Ævar: Væri gaman að fá nafnið á þessum forstjóra. Spurning um að grafa upp greinina. Og um að gera að mæta aftur uppfullur af hugmyndum.

Emil: Ég bæti inn auglýsinga- og hönnunargeiranum og reyni að finna til hugmyndir þar líka.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.10.2008 kl. 18:09

10 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Frábært hjá þér nema með bensínið LOL ég vill keyra minn wrangler til æviloka sem er í sjálfu sér sparnaður því að svona bíll endist mansævi og það vegur á móti orkukostnaði hvernig væri að bifreiðagjöld og bensín færu stiglækkandi við aukin aldur bifreiðar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.10.2008 kl. 22:45

11 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Jón: Það er bara búið að vera að leggja svo mikla áherslu á allt sem er grænt og umhverfisvænt. Ekki get ég séð að stjórnvöld hafi gert það sem þau lofuðu eftir að þungaskatturinn fór inn í olíuverðið. Í sumum tilfellum hefur díselolían verið hreinlega dýrari en bensín, þvert á það sem lofað var. Ef bílinn hjá þér er eldri en 20 ára, þá áttu að fá ódýrari tryggingariðngjöld ef ég man rétt.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.10.2008 kl. 23:02

12 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Selja garðyrkjubændum raforkuna á sama verði og álverum - kominn grundvöllur fyrir útflutning? Allavega grundvöllur til að vera sjálfum okkur næg í ýmissi ræktun sem er flutt inn í dag!

Ævar Rafn Kjartansson, 27.10.2008 kl. 23:03

13 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það hljómar vel að lækka verð á raforkunni til Garðyrkjubænda. Ég veit að sum iðnfyrirtæki sem hafa verið stórir orkukaupendur hafa farið út í að setja upp eigin díselrafstöð "á Íslandi" því að þeir fengu ekki viðunnandi verð frá raforkukerfinu og þá er eitthvað mikið að.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.10.2008 kl. 23:16

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er löng lesning, fylla upp í þetta drengur?ég staldraði við fiskeldið,þegar ég sat yfir´í vor var 1 nemandi að þreyta próf í fiskeldi,stúlka sem sagði mér að öllum hennar vinum og ættingjum finndist hún "klikk" að leggja þetta fyrir sig.Mér fannst,þótt ég hefði ekkert fyrir mérí því að nóg væri af peningafræðingum   og það k
æmi að því að þetta gagnaðist henni.        
  
'I liðnum sjávarútvegurog fiskvinnsla,  er liður nr.9 sem brennur á mér,(ég á ekki orð,Eiríkur segir þau á útv.Sögu)

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:17

15 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Námið er nú ekki meira klikk en það að við erum með Iðnaðarráðherra sem lærði allt um kynlíf fiska. varðandi lið 9) í A), þá hef ég það einhvernvegin á tilfinningunni að þetta lið sem fékk bæði gefins kvótann og bankanna hafi skilið eftir sig svo sviðna jörð að annað eins hefur ekki sést á byggðu bóli svo lengi sem elstu menn muna. Því á að taka þetta allt af þessu liði aftur og láta ábyrgari aðila sjá um að stjórna þessum málum - það getur alla vegna ekki orðið mikið verra en það er orði nú þegar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.10.2008 kl. 23:36

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Flott færsla hjá þér Kjartan.  Sammála þér í nær öllum atriðum svo tillaga þín er hér með samþykkt !! 

Óskar Þorkelsson, 27.10.2008 kl. 23:37

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góðar hugmyndir. Lækkun vaxta, sem er á listanum, er lykillinn að því að þeim verði hrint í framkvæmd. Stærsta fjallið í vegi frumkvöðla er dýrt fjármagn.

Theódór Norðkvist, 27.10.2008 kl. 23:38

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Stærsta fjallið í vegi frumkvöðla er dýrt fjármagn.

Humm.. var ekki stærsti vandi íslendinga.. aðgangur að of ódýru fjármagni ?

...... 

Óskar Þorkelsson, 27.10.2008 kl. 23:46

19 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Óskar: Takk :) Það er naumast, þessu var svona hent upp hálfkláruðu inn á netið. Byrjaði á að pikkaði þetta inn í einhverju gerræði í morgun. Fékk svo nóg og óskaði eftir smá aðstoð og hugmyndum frá bloggurum til að ljúka verkinu.

Theódór: Í landi þar sem fjármálin eru svo öfgakennt og mikið bil á milli launþega og hátt verð á öllu. Þá gerist það að sjálfum sér að fjársvelt störf eins og landbúnaður, þróunarverkefni verða hreinlega útundan. Slík störf geta hreinlega ekki lifað af við slíkar aðstæður.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.10.2008 kl. 23:58

20 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Óskar: Ódýrt fjármagn leikur bara í höndum útvaldra. Það gengur oft svo langt að þeir fá það hreinlega gefins eða það sem betra er að viðkomandi er í slíkri stöðu að þeir geta skammtað sér það sjálfir.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2008 kl. 00:01

21 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Rétt er það Kjartan og ég skildi Theodor þannig líka.. ég bara skaut þessu inn því skv þættinum sem ég bloggaði um í kvöld var þetta einmitt talið einn áhrifavaldurinn í hruni fjármálakerfisins hér á landi.

Ef þú hefur tíma ættiru að hlusta á þáttinn, ég tel að þú skiljir norsku :) 

Óskar Þorkelsson, 28.10.2008 kl. 00:04

22 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Er núna að hlusta á þennan norska þátt sem að þú vísaðir mér á Óskar. En annars datt ég inn á skemmtilegan fund í gær. En Steingrímur J. var mættur í Jónshús í Köben og það kjaftaði á honum hver tuskan og ætlaði hann ekki að stoppa fyrr en að tveimur að tímum liðnum. Hann kom inn á margt mjög fróðlegt um bankamálið. En hann var ný búinn að vera á fundi með ráðamönnum í Noregi. Það var flott að fá upplýsingar um þessi mál svona frá fyrstu hendi. Annars hef ég ekki lagt það í vana minn að fara á svona fundi áður.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2008 kl. 00:39

23 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Frábært hjá þér Kjartan, þetta er þó e.t.v. örlítið of ítarlegt fyrir minn smekk en þarna stingur þú sannarlega á mörgum kýlum, s.s. varðandi fiskveiðistjórnunina. Ég tek undir hugmynd Ævars Rafns um raforkuna til garðyrkjubænda, það mætti líka efla framleiðslu á hveiti, byggi, rúg og öðru sem öflugir menn hafa gert tilraunir með undanfarin ár með góðum árangri. Við verðum kannski ekki sjálfum okkur næg með þessa framleiðslu en þetta gæti orðið að góðri undirstöðu auk þess sem það sem ekki heppnast fullkomlega er gott í skepnufóður.

Í liðnum um skólana mætti gjarnan bæta inní að stórefla íslenskukennslu. Sammála þér með verkgreinarnar þær hafa verið útundan í ruglinu undanfarin ár.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 28.10.2008 kl. 09:10

24 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæl Ingibjörg. Ég er búinn að bæta inn þínum hugmyndum. Tek sérstaklega undir þetta með Íslenskukennsluna [sjá I) 5)], en það er auðvita grundvallaratriði ef fólk á að geta tjáð sig í ræðu og riti að það hafi sæmilegt vald á okkar ilhýra tungumáli. Ísland býr í dag í miðju alheimsins en ekki eins og áður í næstum 1000 ára einangrun sem sá um að vernda tungumálið.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2008 kl. 10:28

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hinir háu herrar í Seðlabankanum eru greinilega ekki sammála mér. Stýrivextir komnir í 18%.

Theódór Norðkvist, 28.10.2008 kl. 11:07

26 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þessi upptalning er nú ekki einhver stefnuskrá sem að ég á neitt sérstaklega von á að Davíð og félagar fari að hlaupa upp til handa og fóta yfir. Þeir hafa sýnt það í öllu þessu ferli síðustu vikurnar að þeir hlusti lítið á ráð frá öðrum og ef eitthvað er, þá æða þeir í fljótfærni út í hvert fenið á fætur öðru. Frá upphafi hafa þeir ekki hlustað á "eitt orð" hjá stjórnarandstöðunni. Þar voru strax uppi hugmyndi um að leita t.d. til Norðurlandanna um aðstoð og var það ekki fyrr en í gær sem Geir vaknaði upp af sínum langa þyrnirósarsvefni í þeim málum og þá tilneyddur til að gera eitthvað í málinu.

Mikið að því sem þarna er talið er upp er eitthvað sem gæti verið gaman að stefna að á lengri tíma og margt má setja strax í gang með litlum tilkostnaði.

Mig grunar nú að helsta ástæðan fyrir þessum 18% stýrivöxtum sé vegna þess að staðan er í raun verri en svartsýnustu menn gerðu ráð fyrir. Jöklabréfin eru líklega megin ástæðan fyrir þessum ákvörðunum. Einnig eru stjórnvöld að horfa upp á mikið tap Seðlabankans á Danska FiH-bankanum sem þeir fengu sem tryggingu fyrir risaláni til Kaupþings banka sem nú er tapað.

Á meðan þarf Íslenskur almenningur og fyrirtæki að blæða með hrikalegum afleiðingum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2008 kl. 11:53

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kjartan, næsta myndasería þín verður að vera af þeim sem eiga jöklabréfin, svo við vitum hvar vaxtagjöldin okkar eru.

Theódór Norðkvist, 28.10.2008 kl. 12:00

28 identicon

Þetta líst mér vel á. Svo þarf bara að framkvæma þetta.

Mínar hugmyndir eru:

1) Leggja hjólastíga meðfram öllum stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Sparar bensín og bílnotkun.

2) Hið opinbera hætti að nota Microsoft hugbúnað þegar völ er á opensource hugbúnað. Ísland getur orðið leiðandi á þróun opensource hugbúnaðar.

Árni Richard (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:57

29 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo þegar allt fer að leika í lindi,muna að rækta frændgarðinn,Færeyinga og hinar norðurlandaþjóðirnar.

Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:29

30 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæl Dagný. Er sammála því að nú eiga Íslensk stjórnvöld að hjóla í álfyrirtækin (sjá lið B). Ég mátti til með að setja inn lið 9 til að undirstrika alvöru málsins. Það eru líklega engar þjóðir með eins mikla hlutfallslega framleiðslu á áli miða við þjóðarframleiðslu og Íslendingar og er það fáránlegt að ÞAÐ SKULI VERA ALLT FLUTT ÚR LANDI ÓUNNIÐ! Það munar þessi álfyrirtæki nákvæmlega ekki neinu að láta smá spón aukalega úr aski sínum í svona verkefni.

Varðandi Q) 6), að þá er nú þegar orðið um töluverða endurvinnslu að ræða á Íslandi sem Sorpa sér um. Einnig hefur Vegagerðin verið að nota pappírsafganga þar sem blandað er saman vatni, áburði og fræjum og búinn til grautur sem svo er sprautað á svæði sem þarf að græða upp. Vandamálið með Íslenska markaðinn er að hann er allt of lítill til að það borgi sig að vera að flytja út mikið til endurvinnslu. Magnið er hreinlega ekki nóg. En líklega er eitt flottasta dæmi á Íslandi verkefni sem er í gangi á Sólheimum í Grímsnesi. En þar fer fram sorpflokkun og endurvinnsla http://www.photo.is/08/04/4/ og var Sesseljuhús - umhverfissetur hannað sérstaklega í þeim tilgangi. Varðandi endurvinnslu á stærri hlutum, þá er fyrirtæki eins og Hringrás mjög þekkt. Einnig eru komin ströng lög sem öll sveitafélög landsins eru skyldug til að fara eftir varðandi urðun og endurvinnslu.

Mér lýst vel á greinina sem þú skrifar um hugmyndina með Q) 7) Taubleiur. Pampers er nú ekki beint ódýr rekstrarvara, en þetta einnota dót er bara svo þægilegt. En þarna er góð leið til að spara gjaldeyrir.

Vandamálið með ullarframleiðslu og þá miklu þekkingu sem við Íslendingar eigum þar er nánast að hverfa. Aðeins örfá fyrirtæki eru eftir og allar vélar orðnar slitnar og gamlar. Ef ekkert verður að gert fljótlega, þá verður þessari iðngrein okkar Íslendinga sjálfhætt. Það er auðvita mjög slæmt, því að ullarvörur hafa verið stór hluti af okkar menningu í gegnum aldirnar og ekki skemmir að ferðamenn eru vitlausir í þessa vöru. Það vill svo til að ég þekki aðeins þennan bransa og hef lent í að gera við svona vélar. Svo er einn fremsti stjórnandi á tölvustýrðum prjónavélum mágur minn sem heitir Birgir Einarsson og veit ég að Íslenskir fatahönnuðir hafa fengið hann til að aðstoða sig við að setja inn munstur, form og fleira í þessar vélar.

En ég bæti inn þínum flott hugmyndum í safnið.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2008 kl. 19:35

31 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Árni. Ég bæti þínum hugmyndum á listann. Mér lýst vel á að nota meira frían hugbúnað eins og opensource. Hér þyrfti að samræma reglur milli stofnanna. Ég veit að Þjóðverjar hafa farið þessa leið og sparað ríkinu háar fjárhæðir. Yfirleitt er hægt að gerir þessi hugbúnaður 99% af því sem sambærilegur dýr hugbúnaður kostar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2008 kl. 19:48

32 identicon

Það er aldrei að þú kemst á flug! Þetta er einmitt það sem okkur vantar hér og nú. Bjartsýnt fólk sem finnur leiðir og lausnir. 'Afram svona Kjartan

kveðja Ása Björk

Ása Björk (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 20:36

33 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hei, Ása, þú sleppur ekki svona vel. Þú verður að koma með 2-3 hugmyndir sjálf. Eru ekki einhver atvinnu- og útrásartækifæri í álfabyggðinni sem þú býrð í?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2008 kl. 20:48

34 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér meira en orð fá lýst Kjartan Pétur. Það gleður gamlan mótmælanda eins og mig að sjá svona öflugt fólk eins og þig og alla þá hina tala um allt sem máli skiptir en forðast orðhengilsháttinn um allt það sem engu máli skiptir. Ef tekin væru út 2o veigamestu atriðin í þessari upptalningu og þeim raðað upp sem forgangsverkefni til uppbyggingar á nýju og bjartsýnu samfélagi væri vörðuð leið til þeirra tíma sem fyllt gæti fólk bjartsýni, orku og framkvæmdaþrá. Að byggja upp mannlíf í sátt við náttúru þessa gjöfula lands á að vera verkefni okkar og markmið í átt til betra og heilbrigðara samfélags. Nú þarf að blása til sóknar og kynna allar þessar tillögur fyrir stjórnvöldum og mynda pólitíska samstöðu. Náist hún ekki þarf enn eitt nýtt pólitískt afl og þar má enginn undan víkjast af slysalegri tryggð við gömlu flokkana.

Fyrsta skrefið er fjöldaþrýstingur á opnun fiskveiðiheimilda fyrir smærri fiskiskip á grunnmiðum.

Ein athugasemd: Það er ástæðulaus ótti að útflutningur stóðhesta sé varasamur. Þessu trúði ég sjálfur þegar ég var í stjórn hrossaræktarfélags í Skagafirði en komst fljótt að því að ég hafði haft á röngu að standa. Samkeppni við útlendinga í ræktun íslenska hestsins er nauðsynleg og forsenda fyrir kappsemi í ræktuninni  sem eflir markaðinn vegna aukins áhuga. Við höfum forgjöf sem enginn getur náð af okkur og við köllum hana "storminn í faxinu" sem ekkert annað land býður upp á.

Bestu kveðjur!

Árni Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 21:59

35 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Frjálst krókaleyfi fyrir smærri báta er grunnur að góðu lífi á landsbyggðinni.. og dregur drjúgar tekjur til landsins.

Óskar Þorkelsson, 29.10.2008 kl. 22:22

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað er Ríkið að borga með prestum og gullkálfum (kirkjum) 5 milljarða á ári? Geta þeir ekki séð umsig sjálfir? Aldrei fer ég í kirju nema tilneyddur. Það er nóg af kristnu fólki og það á að borga sjálft fyrir "hobbyin sín", Það er bara einn liðurinn.

Enn þú Kjrtan Pétur , þetta er dæmalaust góður pistill! Ekkert sammála öllum liðum, en strúktúrinn, röð og regla á öllu í pislinum heillar mig og að sjálfsögðu málefnið. ég er að setja upp fyrirtæki í Svíþjóð, enn spennan í bönkunum er þannig að það er slæmt mál að vera íslenskur.Ég kann ekkert á peninga, læt aðra sem kunna á það um allt svoleiðis, ég kann bara að vinna.

Það er albjóðleg vinna, á sér engin landamæri og hvernig hugsa ég þá. Þetta verður bara lítið fyrirtæki. með ca. 30 manns í launavinnu. Ekki koma nálægt Íslandi er mín fyrsta hugsun. Breytti meira að segja e-mailinu sem ég hef haft í fjölda ára vigna þess að iceland var hluti af því.  

Það eru nógu flókið að setja upp fyrirtæki, þanneig að maður verði ekki að hafa "lepp" fyrir fyrirtækið svo það uppgvötis ekki að það er íslendingar sem eiga það. Svona er mórallin í dag.

Eyða hvölum og selum innan 200 mílnana er öll fiskivernd sem við þurfum. Getum lagt niður þessa spákúlu sem kallar sig HAFR'O. Fullt ag gagnslausum fyriortækjum hjá Ríkinu. Hvort kjötinu yry hrnt, selt eða gefið allsaman til fátækra sveltandi þjóða, er ekki aðal atrið. Aðal atriðið er að þessir ca, 100.000 hvalir án selsins, éta 20 sinnum meira af nytjafiski en allur fiskiflotinn fær "leyfi" til að veiða. Það er vúið að dæma í þessu kvótamáli og þar var það dæmt ólöglegt. Það fengju margrir vinnu við að pakka hvalkjöti setja í dósir eða eitthvað. Fyrir utan hvað það er búið að sýna sig heimskt sýstem.

Lýsið gæti hjálpað til þessa að milljónir tonna af diesolíu yrði óþqarfi að nota, hvalalysi er ódýrt, og má nota sem brennsli. Fer betur með vélbúnað líka. 

"No limit" á fiskveiðar núna strax að því tilskyldu að hvölum og seklum sé útrýmt. Ekkert væl um hvað útlendingar tala um Ísland. Að sjálfsögðu myndum við útskýra okkar málstað, enn hvika ekki frá þessari framkvæmd. Hneykslunargjarnir fá stórveislu samtímis myndi það bjarga einhverjum mannslífum hjá sveltandi þjóðum. Samtímis er kvótakerfið bannað með lögum og verðtrygging. Margir tapa einhverju fjarmagni við svona aðgerðir, og þeir verða bara að bíta í það súra eppli. þjóðin sanlögð stórgræðir á þessu. Þetta ásamt miklu fleirum eru mínar hugmyndir. Lækka launskatt niður í 5% miðað við einhverjar ákveðnar tekjur.

Það er nóg af hugmyndum, enn framkvæmdin er vinna. Bjartsynin jókst hraðar enn vextirnir frágu á Íslandi. Þetta er óskaplega lítið, enn ég sé fyrir mér þúsundir ungmenna með fyrsta branið, fyrstu íbíðina og hefur ekki minnsta möguleika á að borga.

Íslendingar hugsa ekki sjálfstætt lengur. Þeir taka við skipunum utan úr heimi. Hvað er að þessum ráðherrum og "elítunni" sem stjórnar okkur og við fáum aldrei að vita hvað eða hver stjórnar þeim.

Hagur þjóðarinnar og hlutabréf myndu hækka í verðir ef Dacíð væri rekin úr Seðlabankanum. Útlendingar með yfirlýsingar að þeir muni ekki taka mark á Seðlabanka meira meðan þessi maður ræður ríkjum, og það er alltaf Davíð sem er nefndur. Það má alveg hlusta á þeirra rök fyrir því.

Setja upp fyrirtækjasjóð fyrir þá sem vilja stofna eigið fyrirtæki, með skilyrði að það skapi gjaldeyri.

Óskar Arnórsson, 29.10.2008 kl. 22:58

37 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Árni: Mælir þú manna heilastur eins og fleiri sem hafa lagt hér orð í belg. Hér að ofan eru auðvita margir góðir punktar sem vert er að skoða nánar. Ef það er ekki núna sem rétti tíminn er fyrir Íslensku þjóðina til að staldra aðeins við þó ekki væri nema eitt örstutt andartak og draga djúpt andann, loka augunum og reyna að hugleiða öll þau gömlu, góðu, hallærislegu gildi sem Íslenska þjóðin átti hér áður fyrr, en hefur því miður náð að glutra niður á nánast engum tíma.

Úr því sem komið er, þá er víst óþarfi að vera að stressa sig á brunarústunnum lengur. Eina sem hægt er að gera núna er að horfa fram á veginn.

Nú fá Íslendingar í raun alveg kjörið tækifæri til að hugleiða öll þessi mál aðeins og spá þá í leiðinni hvernig við viljum hafa Íslenskt samfélag í framtíðinni.

Núna er fínt að fletta nokkrum blaðsíðum aftur í tímann þar sem má finna fullt af góðu minningarbrotum. Spurning um að raða þeim saman upp á nýtt og sjá hvort að það sé ekki hægt að nýta eitthvað af þeirri reynslu sem þar hefur safnast upp.

Varðandi fiskveiðarnar, þá ætti það að vera sjálfsögð mannréttindi fyrir þá sem búa í hinum dreifðu byggðum landsins að geta gert kröfur á þær auðlindir sem eru í næsta nágrenni. Hvernig á það fólk annars að geta lifað af?

Það er alveg hreint ótrúlegt að einn aðili geti upp á sitt einsdæmi selt allan kvótann úr heilu byggðarlagi. Stungið fjármunum í eigin vasa og sagt "goodbye", þið megið eiga rest. Flutt á mölina með allt og keypt nákvæmlega það sem hugann girnist um ókomin ár. Viðkomandi fékk í raun gefins aðgöngumiða að lúxuslífi þar sem hvergi er til sparað. Nú var skyndilega hægt að kaupa upp heilu fyrirtækin, flotta bíla, risahús, þyrlur og jafnvel heilu þoturnar og ef eitthvað var eftir, þá var það flutt úr landi inn á einhverja dulda reikninga til seinni nota.

Það slæma við þetta er að þetta var ALLT gert fyrir lánsfé, lánsfé sem öll þjóðin þarf núna að greiða dýrum dómi. Því miður, þá var þetta allt gert í boði þeirra ráðamanna sem hafa haldið um stjórnartaumanna síðustu árinn.

En fyrst að svona fór, þá hlýtur að vera einföld krafa að kvótanum sé skilað aftur til þess að það sé hreinlega hægt að borga allar þessar skuldir.

Óskar Þ: Sammála eða eins og þú segir "grunnur að góðu lífi á landsbyggðinni".

Óskar A: Sæll, ég sá að þú náðir að lauma inn heilmiklum skrifum áður en ég birti þessa færslu. Svo ég bíð með að svara því þar til á morgun.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.10.2008 kl. 23:43

38 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir það, þetta er áhugavert málefni sem þú hefur sett upp á snillarlega hátt..

Óskar Arnórsson, 30.10.2008 kl. 02:23

39 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Frábært hjá þér Kjartan.

Hvernig væri að koma þessu safni síðar fyrir í hugmyndabanka sem væri vel aðgengilegur og auðvelt að halda við? Þá ég við síðu sem hverfur ekki hægt og rólega úr augsýn eins og bloggsíður.  

Svona hugmyndir eru gríðarlega mikilvægar og geta hjálpað mikið meðan við erum að vinna okkur út ú kreppunni.

Ágúst H Bjarnason, 30.10.2008 kl. 12:35

40 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Flottur listi hjá þér.  Gott framhald af listanum mínum Á hverju munu Íslendingar lifa?

Marinó G. Njálsson, 30.10.2008 kl. 13:38

41 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Flottur listi. Sammála þér um stjórnsýsluna. Þarf að breyta kerfinu til þess að fá inn aðra kvata en þá sem hafa verið að hvetja til þess sem við höfum nú.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2008 kl. 15:12

42 identicon

Vegas norðursins!

Afnema bann við fjárhættuspilum og opna seríu spilavíta og hótela á Reykjanesi.

Þangað gætu útlendingar komið, skilið gjaldeyrinn sinn eftir, og farið. Húsið vinnur alltaf að lokum.

International Free Trade Zone.

Afnema öll innflutningshöft og söluskatta gera Ísland að alþjóðlegu fríverslunarsvæði. Kæmi sér gríðarlega vel m.v. hnattræna stöðu okkar að miðla vörum milli Ameríku og Evrópu.

Valþór (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 15:19

43 identicon

 Góður listi, en hugsanlega erfitt með fjármögnun í ýmsu, en góður listi sem ætti að varðveitast.

BB1) ekki bara ál, heldur líka koltrefjar.  Það er mjög líklega framtíðarmúsík í byggingu hluta, t.d. bíla, flugvéla etc.

Halda ákv % af því inn í landinu (komin hugmynd með þetta á Akureyri)

Leifi Óskarz (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 15:24

44 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Þetta er hreint út sagt hrein snilld hjá þér og ekki aðeins verðugt að skoða heldur heinlega hrinda í framkvæmt og sjá hvað er framkvæmanlegt að þessu nú þegar.

C)

8) Koma upp 10-15 náttúruvænum raforkuverum og hefja útflutning á raforku, leggja neðansjávar rafkapla til evrópu og til usa janfnvel til suðurameríku og afríku.

9) leita leiða við að flytja raforku milli staða í gegnum gerfihnött ( Steinar Sörensson)

I ) 10. Nota ríkissjónvarpið til kennslu, senda út fyrirlestra úr háskólum og framhaldsskólum og gefa fólki þannig kost á því að læra heima, próf yrðu síðan tekin í tölvu og send rafrænt, hægt væri að spara tugi ef ekki hundruðir milljóna á því, m.a. í minni rekstrarkostnaði. ( Steinar Sörensson

O) 45. í stað þeirra sendiráða sem nú eru við lýði setja upp 1 sendiráð í hverri heimsálfu sem þjónustaði öll lönd innan hennar. (Steinar Sörensson )

Steinar Immanúel Sörensson, 30.10.2008 kl. 15:52

45 Smámynd: Júlíus Valsson

Vá!

Júlíus Valsson, 30.10.2008 kl. 15:58

46 Smámynd: Hagbarður

Þetta er frábært hjá þér! Gott að til er hugsandi fólk hér á landi. Það er svona hugsun og viðhorf sem breyta mun ástandinu hérna. Við þurfum á svona tímum að virkja sköpunarkraftinn. Hafðu þökk fyrir gott innlegg.

Hagbarður, 30.10.2008 kl. 16:10

47 identicon

Flottar hugmyndir:

Ég vil láta búa til hluti sem laða að ferðamenn eins og Frelsisstyttan. Reisa 50-60 metra háar styttur af Landvættunum, hver í sínum fjórðungi. Selja landvættaferðir til að sjá allar stytturnar og aðra ferðamannastaði um leið.

Daði (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:22

48 identicon

Samgöngumál:

Innleiða aðferðafræði verðmætastýringar í stjórnun á vegakerfum bæði Vegagerðarinnar og sveitarfélaga. Hefur leitt til sparnaðar og stórbætta nýtingu fjármuna í þeim löndum þar sem þetta hefur verið innleitt. 

Árni Freyr Stefánsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:31

49 identicon

Alveg hreint frábært.  Þúsund þakkir fyrir þetta.

Ein viðbót í Bruðl og sparnað:  Nota vinnuskúra sem nú munu liggja ónotaðir út um allt.  Flytja þá að grunnskólunum, fá reiðhjólin sem hent er í Sorpu og hafa reiðhjólaverkstæði fyrir krakkana.  Ég er með eitt slíkt í Snælandsskóla: www.hjolari.homestead.com   og það er mjög vinsælt.  Ég kostaði nærri engu til, keypti sterkar farangursteygjur og setti þær sem upphengjur í loftið á gömlum leikskólaskúr við skólann, seldi fyrstu hjólin á 1000 kr. og keypti örlítið af verkfærum og lakki.  Núna gengur þetta glymrandi vel.  Við gefum Rauða krossinum um 20 hjól á vetri, skemmtum okkur konunglega á verkstæði í skítagöllum, með matarkex ef svengdin sækir að og ALDREI ER SKORTUR Á HJÓLUM. Krakkarnir læra einföldustu viðgerðir og sum eru og verða mjög góð. Þau njóta þessa því hjólið er þeirra helsta farartæki.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 17:30

50 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jæja já.. þá veit maður hvar maður finnur stolnu hjólin 

Óskar Þorkelsson, 30.10.2008 kl. 18:28

51 identicon

Þetta er dásamleg færsla. Takk fyrir þetta.

Ég er afskaplega sammála N.6. Við eigum það mikið af orku að við eigum ekki að þurfa bensín nema á kveikjara. Ísland er líka tilvalinn staður til að Road-Testa svona hluti við allar hugsanlegar og óhugsanlegar aðstæður. Við ættum að verða leiðandi í þróun svona bíla fyrir íslenskar aðstæður. 

Mig langar að bæta við D) Ferðaiðnað. Íslendingar eiga að reyna að laða að fleiri skemmtiferðaskip og reyna að halda þeim lengur í höfn á Íslandi. Enn fremur eigum við að styðja við Norrænu sem frekast er kostur, og reyna að koma upp reglulegum siglingum frá Seyðisfirði til Bandaríkjanna eða Kanada. Þar með væri komin aðferð fyrir bandarískar fjölskyldur að ferðast á eigin bíl frá Bandaríkjunum til Evrópu með viðkomu á Íslandi - Hægt væri að halda svo á spilunum að ferðir pössuðu vel saman, en einnig þannig að einfalt væri að eyða tveimur dögum eða svo í ferðalagi um Ísland. 

Ekki viss hvar þetta passar, sennilega í A, sjávarútveg - en ég þekki fjölda fólks sem heldur ekki vatni yfir Lýsi, sérstaklega Ufsalýsi, sem er ófáanlegt annarsstaðar en á Íslandi. Ég flyt með mér flöskur í hvert einasta sinn sem ég fer til Tékklands. Aukinheldur eru heilsusinnaðir erlendir vinir mínir með glýju í augunum yfir Omega forte hylkjunum sem ég hamstra þegar ég er heima. (Búsett í Þýskalandi eins og stendur.) Hér er ónotað tækifæri.

E - landbúnaður. Íslendingar gætu, sennilega með tiltölulega lítilli fyrirhöfn, orðið algerlega lífrænt land. Við ættum að styðja við lífræna ræktun og lífrænt dýrahald og markaðssetja okkur og okkar framleiðslu sem slíka erlendis. Íslenskt lambakjöt vekur athygli hvert sem það kemur - með réttri markaðssetningu væri hægt að flytja mun meira út en nú er gert. Sama með Skyr. Við eigum að flytja út grænmeti og ávexti (það sem við borðum ekki heima, það er), styðja vel við bakið á fólki sem stendur í gróðurhúsaræktun (Íslandshreyfingin var með athyglisvert atriði á stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar; meðhöndla gróðurhúsaræktun sem dreifða stóriðju og selja orku til þeirra á kostakjörum) og verða leiðandi í matvælaframleiðslu úr lífrænu hráefni. 

Kv. 

Elín Arna

Elín Arna (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:12

52 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Vá hvad thetta eru tharfar pælingar. Nádi ekki ad lesa mig í gegnum thetta núna, en ætla ad gera thad seinna í kvøld thá hef ég meiri tíma.

Mitt framlag til gjaldeyrissjódsins á Íslandi var ad borga námslánin mín út í gær. Tók lán hér í dk. sem ég bý, og sendi pening heim. Tharf ad hvetja íslendinga (fyrrveerandi námsfólk) búsetta erlendis til thessa, enda fljótt um háar upphædir ad ræda. Margt smátt gerir eitt stórt.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 30.10.2008 kl. 19:22

53 identicon

Það þarf að skipta um alla fulltrúa í starfsgreinaráðum, því búið er að glutra niður verkþekkingu í fjölda iðngreina, því fulltrúar í ráðunum, sem eiga að þróa námið, eru ekki fagmenn heldur skrifstofumenn.

skuldari (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:24

54 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Óskar A: Kirkjujarðir á Íslandi eru margar og ein af ástæðunum fyrir miklum fjölda þeirra er að á sínum tíma voru sett lög að það ætti að greiða skatt sinn til sinnar kirkju og þá fóru allir af stað að byggja sína eigin kirkju. Það eru miklir þjóðagersemar í kirkjum landsins. Nú þegar er búið að loka nokkrum og afvígja sumar og jafnvel breyta yfir í gistiaðstöðu þar sem hægt er að fá að gista innan um ...!

Að sjálfsögðu er ekki hægt að vera sammála öllu sem hér er skrifað. Sem dæmi, þá átti ég nú von á að það yrði allt snarvitlaust þegar ég lagði til sel- og hvalveiðar. Það vill nú svo til að þær hafa verið stór þáttur í mataröflun Íslendinga og bjargaði þjóðinni frá því að verða hungurmorða í kuldaharðindunum hér á árum áður. Gott að það er eitthvað á uppleið eins og hjá þér Óskar þarna úti og ekki gott að heyra að notkun á nafni Íslands sé farið að vekja skömm þarna úti.

Ég tek einnig undir þau orð þín að framtíð ungs fólks sem er að kaupa sínu fyrstu íbúð er ekki björt og því síður ef þau eru komin með börn.

Nú þegar eru auðlyndir þjóðarinnar svo yfirgnæfandi að það ætti leikandi að geta verið þess valdandi að tekjuskattur gæti orðið mjög lágar. Ég hreinlega skil ekki hvernig það sem nú er búið að gerast á aðeins 7 árum getur hafa gerst án þess að aðvörunarbjöllur væru ekki farnar að klingja út um allt.

Einnig tek ég undir að of mikið reglugerðarverk getur orðið þess valdandi að fólk hættir að vilja sína frumkvæði og það getur gengið svo langt að fólk hefur ekki áhuga á að stofna til reksturs, vill bara frekar vinna í banka og fá 13 mánuðinn greiddan og einhverja stóra bónusa upp á 200 milljónir sem þarf svo ekki að greiða.

Ágúst H: Takk fyrir innlitið. Því miður er þetta vandamálið að það sem skráð er á bloggið hverfur fljótt fyrir nýju efni. Ég hef mikið verið að spá í að færa þetta sem hér er sett fram á wiki form og þá getur fólk leiðrétt og sett inn eigið efni og þannig með tímanum hægt að fínslípa efnið. Vandamálið var að finna wiki sem bíður upp á "Tree view" og er ég ekki enn búin að finna eitthvað sem að ég er sáttur við. Einnig væri flott að geta gefið einstökum liðum vægi með netkosningu og þá væri um einskona lýðræðislega skoðunarkönnun að ræða sem gæti gefið vísbendingu til ráðamanna um að hverju bæri að stefna. Svona vef-hugmyndabanka mætti síðan tengja öðru forriti sem héti "Project Planing" sem myndi síðan geta sýnt á vefnum hvernig viðkomandi máli miðaði áfram í raunveruleikanum.

Marinó G: Ég leit á bloggið hjá þér og fínt að fá nöfnin á þessum fyrirtækum líka með. Róland R. Assier (http://photo.blog.is/blog/photo/entry/622792/) sem m.a. kennir við Leiðsöguskólann þekki ég vel því að hann sá um að kenna mér líka og flott að þú skulir hafa lagt leiðsögunámið fyrir þig, enda fjölbreytt og skemmtilegt nám.

Jakobína I: Nú þegar er Íslenska stjórnsýslan orðin allt of stór og sífellt stærra hlutfall skatttekna fer í að halda henni gangandi. Sendiráð og sveit Björn B. mætti líklega skera eitthvað niður til að byrja með.

Valþór: Mér lýst vel á þessar hugmyndir með alþjóðlegt spilavíti (það er alltaf til einhverjir sem vita ekkert hvað á að gera við peningana eins og Íslenska útrásin hefur staðfest). Það hefur oft verið rætt um alþjóðlegt fríverslunarsvæði á Keflavíkurflugvelli, hvernig stendur á því að það er ekki fyrir löngu búið að framkvæma þær hugmyndir?

Leifi Ó: BB1) ál og koltrefjar er líklega framtíðin. Hægt er að kaupa litla flugvél þar sem skrokkurinn er úr koltrefjum og það er hægt að lyfta honum upp með annarri hendinni. Með hitt, þá er spurning um að fara að úthluta % kvóta í áli, fiski ... á byggðir landsins :)

Ég reyni að bæta inn þessum atriðum sem þegar eru komin inn í listann og reyni svo að svara restinni seinna.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.10.2008 kl. 22:37

55 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Kræklingaeldið er komið til að vera. Skoðið hvað Norðurskel á Dalvík er að gera.

Þarna er komin grein þar sem eftirspurn í Evrópu er langt umfram framboð.

Við erum búin að komast yfir flesta byrjunarörðugleika svo að nú þarf að bretta

upp ermarnar og fara að leggja hundruði kílómetra af línum í Breiðafjörðinn,

Hvalfjörð og víðar. Þetta er ólíkt fiskeldi þar sem ekkert þarf að gera nema bíða

eftir að skelin nái markaðsstærð. Skoðið http://www.skelraekt.is/

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 30.10.2008 kl. 23:55

56 identicon

Mál að sinni

A/10  auka sjóstangaveiðar.  Geysi vinsæl grein í Alaska og víðar (BE)

E/10 Stórauka fjárbúskap uppí etv 5 milljón rollur eða meira.  Lambakjöt er eftirsóttasta kjöt vegna hollustu. Auk þess fást gærur, ull og annað gott (BE)

 F/6 Framleiða byggingarefni ú áli, bita ofl, að ekki sé talað um pönnur!!  Ódýr álhús fyrir 3ja heiminn,  sem þróunaraðstoð (BE)

G/9  Vatnsátöppunarverksmiðjur.  Sá iðnaður sem vex mest í heimi hér. Einnig mætti hugsa sér kassaumbúðir, sem nýttust sem byggingarefni í Afríku og víðar. Lokið nýttist í þakplötur. (BE)

Bjorn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 04:32

57 identicon

Mál að sinni

A/10  auka sjóstangaveiðar.  Geysi vinsæl grein í Alaska og víðar (BE)

E/10 Stórauka fjárbúskap uppí etv 5 milljón rollur eða meira.  Lambakjöt er eftirsóttasta kjöt vegna hollustu. Auk þess fást gærur, ull og annað gott (BE)

 F/6 Framleiða byggingarefni ú áli, bita ofl, að ekki sé talað um pönnur!!  Ódýr álhús fyrir 3ja heiminn,  sem þróunaraðstoð (BE)

G/9  Vatnsátöppunarverksmiðjur.  Sá iðnaður sem vex mest í heimi hér. Einnig mætti hugsa sér kassaumbúðir, sem nýttust sem byggingarefni í Afríku og víðar. Lokið nýttist í þakplötur. (BE)

I/9  Koma upp nánskeiðahaldi í viðskiptafræðum og um stofnun fyrirtækja. Leiðbeinendur eru farsælir kaupsýslumenn og eigendur fyrirtækja með reynslu á sínu sviði. Aðstoðin er ókeypis framlag þessara manna, og fer að mestu fram á netinu.   Hugmyndin er að aðstoða fólk að setja upp eigið fyrirtæki, gerð viðskiptaætla fyrir lánsumsóknir til fjármagnsstofnana.  Ríkið hleypur síðan undir bagga með fjármögnun allt að 70%, fyrir samþykkt verkefni.   Fyrirbærið er á vegum Small Business Administration hér í USA og kallast SCORE. Mjög góð reynsla er af þessari starfsemi.

Bjorn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 04:53

58 Smámynd: Óskar Arnórsson

Forgangsröðin er mikilvæg í því sem þarf að gera. Algjörlega sannfærður að númer eitt er að veiða þessa hvali, gefa kjötið til fólks sem er að deyja úr svelti. Hvalfriðunarpíp yrði ekkert hlutað á eða bara kæft við fæðingu. Þetta er bara svolítið sem þarf að gera! Og að sjálfsögðu seli líka. Það má segja að Íslenska Ríkið er að taka risalán, til að geta haft fiskabúr. Maður lætur ekki ketti passa fuglanna, eða hefur friðað refi í hænsnabúi. Það væri af stað keðjuverkun, mjög jákvæð sem þýddi að hægt væri að nýta fiskiflotan betur.

Óskar Arnórsson, 31.10.2008 kl. 06:26

59 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Steinar I: Nóg er til af álinu til að búa til þessa stóru jarðstrengi til að senda rafmagn yfir hafið. Vandamálið er að það eru gríðarleg töp á á löngum leiðum og mjög erfitt tæknilega að halda svona streng gangandi vegna viðhalds og jarðfræðilegra aðstæðna. Sjávarbotninn er ekki ósvipaður yfirborði Íslands með fjöllum og dali sem þarf að þræða.

Að flytja raforku á milli staða í gegnum gervihnött gengur líklega ekki. Það sem að ég hef lært í rafmagnstæknifræði segir mér að þú þarft gríðarlega öflugan sendi og svo loftnet sem endurvarpar merkinu aftur til jarðarinnar og svo móttökubúnað. Þessi búnaður þyrfti að vera svo stór í sniðum að þetta er líklega ekki gerlegt. Svo myndi ég ekki vilja fljúga í veg fyrir þann geisla. GSM sími sendir út orku sem er svo lítil að hún er ekki mælanleg nema með mjög næmum mælitækjum. Sú orka sem er þar á ferð er af allt annarri stærðargráðu en sú orka sem þú ert að spá í.

Nota ríkissjónvarpið til kennslu, ég tel að það sé einfaldara að nota bara internetið strax og þá ertu líka með interaktífa kennslu þar sem að þú getur stjórnað hraðanum sjálfur. Og í lokin, þá tek ég undir þessa sendiráðstillögu þína.

Júlíus V: Já Vá :)

Hagbarður: Sæll og takk fyrir innlitið. Það er til fullt af skapandi fólki á Íslandi. Þetta fólk er allt í kringum okkur. Eitt af vandamálunum gæti verið að þetta fólk er ekki mikið að hafa sig í frammi. Ástæðan fyrir því er sú að það er bara eins og það er. Það er nóg til af fólki sem hefur atvinnu af því að hafa sig í frammi, sem stelur yfirleitt senunni og peningunum líka :) Sköpunarkrafturinn er ekki síðri orka en sú sem leynist í fallvötnunum. Það þarf bara að búa til umhverfið til að nýta þessa orku betur. Eitt af vandamálunum er að hin peningalegu öfl vilja oft fá að ráða of miklu.

Daði: Reisa 50-60 metra háar styttur af Landvættunum. Þarf ekki að vera svo vitlaus hugmynd. Eitt af einkennum mannskepnunnar er að það þarf alltaf að heimsækja einhver tákn eða mannanna verk eins og Perluna, Hallgrímskirkju, Sólfarið .... Það er t.d. aldrei hægt að koma á einhvern stað nema að fara og skoða kirkjuna á staðnum og mynda hana í bak og fyrir, þrátt fyrir að það sé fullt annað að sjá á viðkomandi stað.

Árni Freyr: Aðferðafræði verðmætastýringar í stjórnun á vegakerfum. Þú ert þá líklega með í huga að beina fjármagninu þangað sem mest er umferðin sem hljómar vel. Er það nokkuð flóknara en að setja teljara við vegina sem segir til um umferðina og láta það svo ráða framkvæmdum.

Unnur S: Snilldarhugmynd og í leiðinni verkleg kennsla fyrir krakkana.

Óskar Þ: :)

Elín A: Ég tek undir rafbílavæðingu N6. Það hafa líka verið hugmyndir um að setja upp upphitaða/kælda akstursbraut úti á Reykjanesi. Það er nóg orka og af heitu vatni sem rennur í sjóinn þar ónotuð. Nú þegar koma hátt í 100 skip til landsins á ári með ferðamenn sem eru utan "kvóta". Það myndi vinnast mikið ef það næðist að halda hverju skipi einum degi lengur og næðist það ef væri hugsanlega hægt að fjölga höfnum með fjölbreyttu framboði af þjónustu. Vinsælar hafnir í dag er Seiðisfjörður, Húsavík, Akureyri, Ísafjörður, Ólafsvík og svo Reykjavík. Spurning um að reyna að bæta Vestmannaeyjum inn á listann. Bættar samgöngur myndu líka stórbæta svona nýtingu og hef ég komið með hugmyndir að ódýru umhverfisvænu léttlestarkerfi í því sambandi á nokkrum stöðum á landinu. Þannig væri hægt að aka með farþega á milli staða á meðan skipin sigla hringinn.

Það merkilega við lýsið er að útlendingar líta á þessa vöru sem eitthvert undralyf sem að þeir verða hreinlega að fá og leggja því oft mikið á sig til að nálgast vöruna. Þetta er stundum eina gjöfin sem útlendingar kaupa fyrir foreldra sína. En það er eins og þegar fólk er komið á aldur að þá séu allar leiðir opnar til að passa upp á heilsuna. Hér má stefna á frekari útflutningi og reyna að nýta Íslendinga í útlöndum eins og gert er með Herbalife og það gildir um fleiri Íslenskar vörur :)

Ef stjórnvöld myndu lýsa strax yfir að Ísland yrði gert að heilsu- og spa landi númer eitt í heiminum, að þá gætu Íslenskar vörur komist í heilsuhillur í búðir út um allan heim. Íslenskar matvörur eru flestar hverjar nú þegar í þessum flokki. Það þarf bara að framkvæma þennan einfalda gjörning og útflutningsvörurnar snarhækka í verði. Hér gæti verið dulin stóriðja okkar Íslendinga á heilsusviðinu. Stefna á sérhæfingu og vera ekki bara góður í því, heldur bestir.

Sólveig K: Námslán, svona lán og hinsegin lán. Því miður er Íslenskt samfélag orðið gegnumsýrt af lánastarfsemi sem virðist vera orðið eins og þríhöfða skrímsli sem engin hefur orðið nokkra stjórn á. Flott að geta greitt upp öll lán, byrja að spara og læra að staðgreiða vöruna.

skuldari: Auðvita á að vera fólk í nefndum og ráðum með "verklegt" vit á málum en ekki einhverjir endalausir "hag" fræðingar.

p.s. hef ekki undan að svara eða bæta nýjum hugmyndum á listann :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.10.2008 kl. 07:52

60 identicon

Þetta er  alveg frábær listi og það þarf að koma honum eins mikið á framfæri og mögulegt er.   Er nánast sammála öllu (nema hvalveiðunum, því það er enginn markaður fyrir þetta kjöt auk þess sem þetta er svo viðbjóðsleg veiði).

Mínar hugmyndir C. 10 eða K. 10 passar á báðum stöðum

Auka framleiðslu á metangasi (nú þegar er framleytt metangas úr rusli hjá sorpu) til nýtingu fyrir bíla, en það er t.d. tiltölulega auðvelt að framleiða metangas úr svínaskít.  Þetta er nefnilega mjög umhverfisvænt, kemur í veg fyrir að sjálft metangasið fari óhindrað út í andrúmsloftið (mun verri gastegund en koltvísýringur) en er í staðinn brennt og nýtt úr því orkan.  Á sama tíma spörum við innkaup á bensíni eða olíu.

E. 10

Efla framleiðslu á lambakjöti til útflutnings, lömbin þurfa ekki endilega að fá að ganga frjáls út um allt, er ekki hægt að hafa þau innan girðingar á minni svæðum á sumrin ?

E. 11

Prófa sig áfram með fleiri grænmetistegundir í ræktun, t.d. ætti alveg að vera hægt að rækta spínat, sætar kartöflur, og margt fleira.  Held að það sé einfaldlega ekki gert af því það er ekki "hefð" fyrir því. 

R.

Í sambandi við þennan lið þá er hann mjög mikilvægur, held að hann geti tengst dálítið lið I, því þetta þarf að gerast í gegn um kennsluna.  Hér (http://almaogfreyja.blog.is/blog/almaogfreyja/#entry-693961) er t.d. mjög góð grein um samanburð skólakerfisins á Íslandi og á Nýja Sjálandi, margt sem við getum lært af þeim greinilega. 

Einhvernvegin verður líka að reyna að draga úr því að 16-20 ára krakkar séu komnir með skuldir upp á miljónir, yfirdrætti osfrv.  Kannski ef skólar mundu leggja meiri áherslu á að það sé flott og gott að vera umhverfisvænn en eigngjarnt að vera umhverfissóði.

Hafðu kærar þakkir fyrir listann og gott væri að hann kæmist í moggann á prent.

kv. 

Kristín Hildur Kristjánsdóttir

Kristín Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:32

61 identicon

Frábær listi.

Hvernig væri að spara í utanríkisþjónustunni og leggja niður sendiráð t.d.? Við getum hæglega fengið þessa þjónustu hjá hinum norðurlöndunum og sparað fullt af peningum. 

Big Mama (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:35

62 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Birgir Þ: Kræklingaeldið er auðvita algjör snilld. Ég fór eiginlega ekki að spá í þessi mál fyrr en ég gekk fram á hóp af fólki frá Asíu sem var í vaðstígvélum inni í botni Hvalfjarðar þar sem gömul bryggja er. Fólkið var í óða önn að tína upp mat sem lá þarna út um allt. Það eru margir firðir alveg kjörnir til að stunda svona ræktun. Mörg svæði á Breiðafirði sem heimamenn þekkja eins og puttana á sér. Enda búnir að stunda skurð á þangi í langan tíma. Svo er spurning með firði eins og Gilsfjörð, Hraunfjörð og Kolgrafafjörð sem er alla búið að brúa og því ekki mikið um sterka strauma. Á Austfjörðum mætti skoða fjörð eins og Mjóafjörð, Reyðarfjörð og Berufjörð. Hér má svo sjá myndir sem að ég tók á ferð í Kína af perluframleiðslu. Því ekki að framleiða perlur á Íslandi og nota heita vatnið til að hraða vexti.

Björn E: Það er þegar mikill uppgangur í sjóstangaveiði á Austfjörðum en eins og víða, þá er andskotans pólitíkin að þvælast eitthvað fyrir eða skemma fyrir væri réttara að kalla það. Hér eru myndir úr svona veiðiferðum . Eins og sjá má, þá slá þær hreinlega í gegn hér http://www.photo.is/08/07/2/index_26.html og http://www.photo.is/07/06/9/index_15.html og http://www.photo.is/niels/index_15.html og ekki slæmt þegar mokveiðist risafiskar og stundum margir í einu.

Ég er hlynntur sauðfjárrækt í stórum stíl og væri kjörið að nota afmörguð velgróin svæði sem þola mikla beit og hlífa viðkvæmum stöðum á hálendinu. Það má stórauka grasrækt með því að græða upp stór svæði við suðurströndina. Hvernig stendur á því að það er ekki lengur hægt að fá sviðalappir?

Ég er mjög hrifin af þessari hugmynd hjá þér að (F/6) framleiða byggingarefni ú áli, bita ofl. Sem dæmi, þá mætti byggja ódýr hús í þessum anda úr áli og flytja út http://www.photo.is/06/06/1/index_6.html (þessi eru að vísu úr stáli). Einnig mætti þróa ýmsar klæðningar á hús. Þú minnist á pönnurnar, en Alpan fór á hausinn því að allt fólkið fór líklega að vinna í banka þar sem voru greidd hærri laun (sem voru að vísu fengin að láni)! En það furðulega með það fyrirtæki var að þeir fengu ekki að kaupa ál frá innlendum álframleiðendum!!! Heldur þurfti að flytja inn hráefnið!!!

Nú þegar eru 4-5 aðilar að flytja út Íslenskt vatni G/9 og er líklega mesti kostnaðurinn flutningurinn.

Spurning úr hverju þessar kassaumbúðir ættu að vera sem hægt væri að nota sem byggingarefni í Afríku og víðar. Þetta þyrfti þá líklega að vera einhverskonar LEGO kerfi.

Varðandi námskeiðin, þá eru kennararnir númer eitt og þeir þurfa að vera góðir að koma efninu frá sér og ekki er verra ef væri hægt að fá reynslubolta úr viðskiptalífinu sem getur lagt raunveruleg dæmi á borðið.

Óskar A: Að sjálfsögðu þarf að forgangsraða svona hugmyndum og velja úr það sem er raunhæft að gera. Gott ef hægt væri að vera með netkosningu og svo fá einhverja sem þekkja vel til reksturs til að velja úr það sem er raunhæft og bitastætt. Síðan þarf að útbúa framkvæmdaáætlun og fylgja verkefninu eftir og er netið þægilegt til þeirra hluta. Svo má auðvita ekki gleyma fjármagninu :)

Kristín H: Sammála því að þessi listi er fín byrjun og því meiri umræða því betra. Ég er alveg hissa á því hvað allir eru sammála þessum lista og átti svo sem von á að hvalveiðar væru nú ekki hátt skrifaðar. En ég sé enga ástæðu til að vera að gera upp á milli fæðutegunda. Hversu geðslegt það er snýst svo meira um viðhorf og vana.

Það er metangas út um allt og um að gera að nýta það eins og farið er að gera hjá Sorpu. Nú þegar eru nokkuð stór svína- og hænsnabú sem mætti reyna að nýta.

Suðurströndin þar sem eru stórir sandar mætti græða upp og setja upp stór framleiðslubú fyrir sauðfé. Það eru ekki mörg ár síðan mörg svæði við suðurströndina voru bara sandauðnir en eru í dag stór og flott gróin svæði. Væri ekki hægt að græða upp stórt svæði á Mýrdalssandi og girða af niður í hólf til sauðfjárræktar.

Með heitu vatni, gróðurhúsum og ótakmörkuðu rafmagni má rækta nánast hvað sem er á Íslandi. Því ekki að byggja upp stórframleiðslu fyrir Evrópumarkað af heilsufæði?

Varðandi skólakerfið, þá er líklega best að horfa á það sem frændur okkar Norðurlöndunum eru að nota en áhugavert að sjá hvernig Nýja Sjálandi vinnur þessi mál http://almaogfreyja.blog.is/blog/almaogfreyja/entry/693961/ eins og þú bendir á.

Spurning hvort að Mogginn vilji setja þennan lista á prent er svo annað mál. Þarna má víða finna gagnrýni á núverandi stjórnvöld og þá stefnu sem menn hafa verið að fylgja. En umræða um málið er til alls fyrst.

Big Mama: Það eru margir á því að það þurfi að skera niður "lúxusinn" hjá sendiráðunum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.10.2008 kl. 13:16

63 identicon

Menn tala talsvert um kirkjuna og laun presta. Ég vil benda þeim sem ekki þekkja til á þetta:

http://www.kirkjan.is/biskupsstofa/?log/samkomulag_um_kirkjujardir_og_launagreidslur_1997

Það er semsagt í lögum að ríkið greiði þjóðkirkjunni ákveðna upphæð í skiptum fyrir kirkjujarðir sem hafa verið í umsjá ríkisins frá 1907. Þær jarðir voru víða um land, til dæmis er sveitarfélagið Garðabær á gamalli kirkjujörð.

Steiner (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:01

64 Smámynd: Eva Karlsdóttir

Takk fyrir, mikil lesning en vel þess virði að lesa, hef í raun engu við að bæta þú "coverar" svo mikið

Fín stefnuskrá fyrir hið "Nýja Ísland"

Eva Karlsdóttir, 31.10.2008 kl. 18:14

65 identicon

Vatnskassarnir yrðu gerðir úr frauðplasti. Norðmenn framleiða slíka hleðslu ´steina´og hafa verið byggð stór hús með þessari aðferð, að mig minnir að eitt slíkt hús hafi verið byggt á Kjalarnesi.

Við feðgarnir vorum á skaki í Alaska og rerum frá Seward. Okkur vanhagaði um sökkur. Sonur minn fer í  ´Ellingsen´þeirra þarna í Seward og spyr um sökkur, Jú honum eru sýndar þessar litlu sjóstangaveiðisökkur. Minn kall brást illur við, ég er atvinnusjómaður og er að biðja um alvöru sökkur. Búðarmaðurinn gaf ekkert eftir og sagði að svoleiðis óþjóðalíð hefðu þeir enga þörf fyrir hér, nóg illt hefðu þeir gert af sér og eyðilagt fiskimið, okkar starf er sjóstangaveiði og ekki annað.  Hér má bæta við að ´stór´ floti rússneskra fiskimanna frá Homer , gerir út frá Seward, þaðan gæti óvildin stafað.  Rússarnir höfðu blúndugardínur í brúarglugganum. Í Cordova skreyttu eiginkonur afturámóti bátana með blómapottum.

 Mikil fiskirækta er í Alaska. 'i Valdez er ein slík stöð, þekktu þeir vel til íslendinga  og báru þeim vel orðið.  Svo mikil fiskirækt var þarna einum firði, að 5 þúsund tonna verksmiðjuskip lá þar við akkeri og dældi laxinum beint úr sjó.

Bjorn E (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:32

66 identicon

Þessi listi er nú mun ítarlegri en stefnur stjórnmálaflokkanna. Ég get nú engan veginn verið sammála öllu, enda skiptir það engu máli. Eins og bent er á hér að ofan ætti að vera hægt að setja stóra stefnuskrá saman og ef á að stofna stjórnmálaflokk þá er eitt lykilatriði lýðræðis (sem hefur alls ekki verið virt á Íslandi) að fólk á að fara eftir eigin sannfæringu en ekki vera flokkshollt. Sennilega er Kristinn H. sá eini sem sinnir þessu, enda rekst hann varla í stjórnmálaflokki.

Sá málaflokkur sem ég tel mig hafa eitthvað vit á er skólamál. Ég tel að til að auka þekkingu námsmanna þá þarf ríkið að skaffa öllum nemum á framhalds- og háskólastigi tölvur. Stöðugur aðgangur að upplýsingum kemur öllum til góða og flýtir mjög fyrir öllu námi og nýsköpun. Þetta kostar mun minna en laun presta t.d. Fyrir hvern árgang gæti þetta kostað allt niður í 200 milljónir. Og ef um væri að ræða 8-12 ára verkefni þá mætti þetta kosta allt að 600 milljónir á ári - ef þarf að endurnýja tölvurnar þrisvar (t.d. á 4 ára fresti).

Gjörbreyta þarf skólakerfinu þannig að persónulegar lausnir hvers einasta nemanda verði ofan á. Þetta kostar fjármagn í námsráðgjöf og slíkt en hver einstaklingur verður mun verðmætari þjóðinni ef hann er vel menntaður. Hugsa þarf um hvern og einn sem mjög mikilvægan, ekki síst þá sem eru ofvirkir og með athyglisbrest, því þeir eru oftar en ekki afreksmenn í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Í dag passa þeir ekki inn í menntakerfið og eru alls staðar óvinsælir nemendur. 

Brjóta þarf veggi milli faggreina og breyta forgangsröðun í menntakerfinu. Hvort er mikilvægara að læra manngæsku, umburðarlyndi, kurteisi, sjálfsvitund frekar en það sem við streðum við að kenna í dag? Ný menntastefna er skref í áttina en við þurfum heljarstökk.

Þá legg ég til að Kjartan Pétur, ásamt Hnakkusi leiði okkur inn í nýja tíma.

Ívar Örn (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 08:48

67 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Steiner: Fínn linkur á samninginn á milli Ríkis og Þjóðkirkjunnar. Áður fyrr var pólitíska aflið í höndum kirkjuvaldsins. Það eru víða deilur í gangi um kirkjujarðir eins og þessi hér: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/437761/

Skorrdal: Það hefur mikið verið rifist um kirkjunnar jarðir í gegnum aldirnar og hér er skemmtileg umræða: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/457708/

Eva K: Takk fyrr innlitið Eva. Þetta er líklega ágæt stefnuskrá fyrir hið "Nýja Ísland". En sem slík þá þarf að snyrta hana aðeins og bæta við nokkrum greinum.

Bjorn E: Takk fyrir nánari upplýsingar um frauðplastkubbana. Nú þegar hafa verið framleidd mörg svona hús á Íslandi. Kostirnir eru að það er fljótlegt að reisa þau, eru einangruð bæði að innan og utan. Þægileg járnabinding en að járnunum er bara raðað ofan á kubbanna, minni steypa og svo mætti lengi telja. Á móti kemur að gluggar eru settir í eftir og þarf að þétta vel svo að ekki leki. En á Íslandi er mikið um að rigni frá hlið.

Hér má sjá dæmi um fiskirækt í Berufirði eins og þú ert að tala um: http://www.photo.is/08/07/1/pages/kps07086825hdrpanp.html

Ívar Örn: Þú segir að þessi listi er nú mun ítarlegri en stefnur stjórnmálaflokkanna sem er auðvita hið besta mál. Vandamál með stefnuskrár flokka á Íslandi er að oft eru þar innihaldslaus plögg á ferðinni. Því veldur að kjósendum er í raun ekki boðið upp á í raun hvaða stjórnarfyrirkomulagi er stefnt að. Í Danmörku fá kjósendur að vita áður en gengið er til kosninga hverjir ætla að starfa saman og hver nákvæm stefnuskrá viðkomandi samstarfs muni vera. Á Íslandi veit engin hverjir muni starfa saman og þegar loksins er gengið til samstarfs að þá er útbúinn einhver útþynntur málefnasamningur sem ekkert hald er í og svo rokið til og skipt embættum á milli sín. Þannig gengur kjötkatlapólitíkin http://photo.blog.is/blog/photo/entry/629045/ fyrir sig á Íslandi. Í Danmörku aftur á móti, að þegar viðkomandi afl kemst til valda eins og núna síðast með Annes Fogh Rasmussen (V sem er í raun H!) í forsvari að þá var hægri niðurskurði beitt STRAX á alla þá staði eins og stefnuskráin gerði ráð fyrir. Þannig veit fólk nákvæmlega hvað það er að ganga að þegar verið er að kjósa.

Að sjálfsögðu er ekki hægt að vera sammála þessu öllu, enda eru þetta allt hugmyndir til þess að skapa umræður um þessi málefni og þá meina ég umræður á jákvæðum nótum enda nóg af neikvæði í gangi þessa dagana.

ÉG ER SAMMÁLA ÞVÍ AÐ LÝÐRÆÐI HEFUR EKKI VERIÐ VIRT OG SPILLINGIN ER ÚT UM ALLT.

Það hefur verið gaman að fylgjast með Kristni H. En hann er eins og kötturinn með 9 líf sem skiptir einfaldlega um flokk ef hann kemur ekki sínum málum í gegn. Varðandi klofninginn hjá Frjálslyndum, þá liggur við að maður haldi að maður eins og Jón Magnússon sé hreinlega sendur inn í þessa litlu flokka sem eru að reyna að fóta sig til þess eins að sprengja þá í loft upp. Svona flokkar verða líka að passa sig á að kverúlantar og fólk sem kemur bara til að "tala" verði ekki of áberandi í stefnumörkun. Það þarf að tala við fólkið sem er með fókusinn og hugsjónirnar í lagi en ekki bara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Kristin H. myndi t.d. henta vel í kerfi þar sem boðið væri upp á persónukosningu.

Ég er einhvernvegin alltaf hrifnastur af gamla kerfinu í kennslu, mikil vinna skilar miklum árangri og svo er einfaldlega prófað. Því meira sem að þú hefur fyrir hlutunum, því betur lærir þú þá. Tölvur eyða miklum tíma fólks og gerir oft líf fólks þægilera. Það er bara með þetta þægilegra umhverfi sem skilur svo lítið eftir sig. Ef einhver notar tölvur mikið, þá er það ég og ætti því ekki að segja mikið. Það er auðvita algjört skilyrði að kenna fólki að fá læsi á tölvur eins og að lesa og skrifa. ALLIR þurfa að læra á ritvinnslu, töflureikni, myndvinnslu og internetið, nútíminn hreinlega krefst þess. En fullt af fólki er því miður komið með AAA einkenni og er við tölvur öllum stundum sem er heldur ekki gott. Aðal málið í þessu að þessi tækni sé rétt notuð.

Persónulegar lausnir er af hinu góða og það er starf kennarans að passa upp á að allir í bekknum fái notið sín. Svo er skólinn ekki einhver algild lausn fyrir alla. Ef þú lest árskýrslur stofnenda Bakkavarar, þá eru þeir að titla sig ef mig minnir rétt með gagnfræðaprófi en ekki einhverri hárri gráðu eins og sumir. Þó hafa þeir náð að koma ár sinni vel fyrir borð þó svo að umrót fjármálakerfis heimsins hafi sett þar stórt strik í reikninginn.

Ég er upp með mér að vera settur á stall með Hnakkusi í þessu samhengi en tek fram að ég er langt því frá að vera eins góður penni eins og hann, hef þó vonandi vinninginn hvað hugmyndasmíðina varðar :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.11.2008 kl. 11:25

68 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kjartan Pétur,það býr mikið í þér,þarft ekki að vera bestur í öllu (geturðu nokkuð í handbolta?),aðalmálið er að þið unga fólkið leggist á árarnar,sem mér sýnist þið vera að gera.Skrýtið að þú nefnir perluræktun sem ég stakk upp á að yrði athugandi fyrir heimabyggð mína í Dýrafirði.Ég náði nú ekki að gera þá færslu eins og ég ætlaði.           En vildi segja að ég hlustaði á Þorstein Inga Sigfússon forsöðumann Nýsköpunarmiðstöðvar,í viðtali á einhverri útvarpsrás,þar sem hann rakti tilraunir 8 fyrirtækja í Keflavík(skilst í gömlu herstöðinni) á hinum ýmsu sviðum. Gat ekki punktað það niður,en heyrði hann lýsa meðal annars hvernig mætti nota útblástur álvera,blanda það kolefni úr því fengist eldsneiti sem með tímanum nýttist öllum fiskiflotanum. Hann talaði líka um manngerða þorska.Nú læt ég staðar numið því ég veit ég er ekki með tæmandi lýsingu á þessu ,en með því að vekja athygli þína sem ert með líf og sál eins og allir hér,á framtýðarhag lands okkar og þú átt auðvelt með að sækja þér meiri vitneskju ef vilt. (Það er komin rauða nótt sé ég gleymi svo oft y en síður þegar ég nota penna)           P.S. X-K.J.P.

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2008 kl. 03:54

69 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þar sem ég er alinn upp í litlu frumkvöðlafyrirtæki vil ég leggja fáein orð í belg.

Fyrirtækið Rafagnatækni, sem nú heitir RT ehf, var stofnað árið 1961. Ef til vill fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Það hóf starfssemi sína á að þróa búnað fyrir jarðeðlisfræðirannsóknir, svo sem segulmæla fyrir berg, geislamæla, jarðviðnámsmæla o.fl.   Þróaður var búnaður til að mæla ísskrið í ám, fjargæslu og fjarstýribúnaður til nota á hálendinu, vatnshæðarmælar fyrir ár og vötn, laxateljarar, hitaritar fyrir fiskiðnaðinn, ferskleikamælar fyrir fisk,  stöðuleikavakt fyrir skip, o.m.fl.  Sjá má sögu fyrirtækisins í hnotskurn hér, sem er bein tilvísun á undirsíðu www.rt.is. (Kaflinn hefur reyndar ekki verið uppfærður síðan 2003).

Mest var þetta fyrir innanlandsmarkað, en eitthvað var flutt út.

Það var einkum þrennt sem stóð okkur fyrir þrifum:

1) Kostnaður við markaðssetningu. Markaðssetning er mjög tímafrek og dýr. Ofviða litlum fyrirtækjum.

2) Lítill innanlandsmarkaður. Það er nauðsynlegt að hafa sæmilega stóran markað í næsta nágrenni meðan verið er að þróa búnaðinn. Þróun tekur tíma og þá er mjög gott að vera í nánum tengslum við viðskiptavinina.

3) Fjarlægð frá hinum stóra heimi þar sem hugsanlegir kaupendur eru í þúsundavís, en ekki bara í tugavís eins og hér.

Svo var það auðvitað fjármagnið. Það var ekki á lausu á árum áður. Kosta varð þróun með því að reyna að tryggja sölu fyrirfram, eða nota eigið fé.

Hér þarf hið opinbera að aðstoða. Þannig var t.d. staðið að málum í Finnlandi eftir kreppuna miklu þar 1992. Reistur var fjöldi tæknigarða og frumkvöðlum veittur mikill stuðningur.  Aðstoð við fjármögnun og markaðssetningu er gríðarlega mikilvæg.

Ágúst H Bjarnason, 2.11.2008 kl. 14:34

70 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæl Helga og takk fyrir innlitið. Auðvita þurfum við að vera mest og best í öllu. Ég er sæmilegur í blaki en handboltann hef ég ekki haft mikla möguleika á að stunda (enda að hluta til úr sveit). Aftur á móti er Sigurður og Ómar synir mínir báðir nokkuð góðir í handboltanum. Ég get svo sem glatt þitt Kópavogshjarta með því að ég tók þessar myndir í sumar þegar Sigurður sonur minn var að keppa í handbolta fyrir hönd HK http://www.photo.is/08/03/2/index.html og þeir rúlluðu upp mótinu og greinilegt að dömurnar tvær sem sjá um að þjálfa standa sig mög vel :)

En annars var mér boðið á Ársfund Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 2008. Þar voru margir skemmtilegir fyrirlestrar og að sjálfsögðu Þorsteinn Ingi Sigfússon mættur og iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson. Sigmundur Ernir Rúnarsson fór á kostum og var með skemmtilega frétt úr framtíðinni eða hvernig Ísland væri eftir x ár.

Aðrir sem komu fram voru:

Nýsköpun í veiðarfærum Halla Jónsdóttir verkefnisstjóri í orku- og umhverfistækni.

Umhverfisvæn steinsteypa Ólafur Wallevik forstöðumaður grunnrannsókna.

Frumkvöðlasetur: Stórfyrirtæki framtíðarinnar Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri.

Upplýsingagátt rannsókna og nýsköpunar Rósa Signý Gísladóttir markaðsstjóri.

Áskoranir í orkutækni Ingólfur Þorbjörnsson framkvæmdastjóri efnis-, líftækni- og orkudeildar.

Jarðbundnar rannsóknir: efnisvinnsla í mannvirkjagerð Pétur Pétursson forstöðumaður veg- og jarðtæknideildar.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands færir út kvíarnar Berglind Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Impru.

Sérstaka athygli mína vakti verkefni sem heitir Fab Lab/Stafræn smiðja Neil Gershenfeld prófessor og framkvæmdastjóri Center for Bits and Atoms við MIT. sem er skemmtilegt verkefni fyrir unga frumkvöðla eða frumkvöðlasetur í Vestmannaeyjum. Einnig var gaman að hlusta á skemmtilegan vísindamann sem heitir Ólafur Wallevik um steinsteypu.

P.s. skilaðu kveðju til mömmu :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.11.2008 kl. 15:19

71 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Geri það,fínar myndir, var boðin til hennar,Þórðar og Völu í sumarbústaðinn um helgina en afmæli hjá Júlla í Þorlákshöfn breytti ákvörðun minni.Er að tala við múttu þína hún segist hafa farið til Grétars og Ómars í dag og biður fyrir góðar kveðjur

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2008 kl. 22:29

72 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Ágúst.

Flott að fá lýsinguna svona frá fyrstu hendi hvernig gekk að fóta sig fyrstu árin með frumkvöðlafyrirtæki á Íslandi.

Ef þín saga er skoðuð, þá má sjá að vegna þess hvað markaðurinn er lítill, þá þarftu hreinlega að vera allt í öllu og vera helst með margar vörutegundir í gangi í einu. Einnig hjálpar að vera með einn vel borgandi góðan og þolinmóðan kúnna sem sýnir frumkvöðlavinnu einhvern skilning. Það gefur nauðsynlegt peningaflæði sem sér svo um að borga allan fastan kostnað eins og laun, aðstöðu, efniskaup, tæki og fl. Svo er alltaf gott að vera með nokkur smærri verkefni með til að fylla upp í. Einnig þarf að passa að vera ekki með öll eggin í einni körfu svo ekki fari illa.

Núna er mikið talað um Finnsku aðferðina. en spurningin er hvað ætla Íslensk stjórnvöld að gera?

Ein hugmyndin gæti verið að fá stór og stöndug fyrirtæki til að taka að sér lítil og áhugaverð frumkvöðlafyrirtæki í eins konar fóstur. Geri hreinlega langtímasamning um kaup á þróun, vöru og þjónustu sem gæti komið báðum aðilum til góða. Þannig væri hægt að hjálpa litlu frumkvöðlafyrirtæki til að koma undir sig fótunum og þróa vöruna yfir í söluhæft form og að lokum að koma vörunni á markað. Á móti fengi stuðningsaðilinn vöruþróun og rannsóknarvinnu sem annars hefði aldrei verið farið í.

Önnur leið gæti verið að bjóða frumkvöðli vel launaða kennarastöður (með lítilli kennsluskildu) þar sem frumkvöðulinn fengi aðstöðu eins og Tæknigarði. Þar væri séð um allan daglegan rekstur fyrir viðkomandi á meðan frumkvöðulinn gæti einbeitt sér sem mest að rannsóknum og þróun með aðstoð frá nemum og fl.

Annars eru áherslur hjá Íslenskum stjórnvöldum og skattayfirvöldum oft furðulegar. Í Danmörku er innbyggt í skattalöggjöfina að aðstoða sprotafyrirtæki með ýmsum fríðindum og styrkjum á meðan þau eru að koma undir sig fótunum. Á sama tíma, þá þarf á Íslandi að byrja á því að greiða eitthvað um 90.000 kr. skatt til þess eins að fá kennitölu fyrir nýjan rekstur. Í Danmörku er hreinlega vandamál að fá fólk sem nennir að leggja það á sig að hefja rekstur og leggja þeir því töluverða áherslu á að hjálpa fólki af stað. Íslenska skattkerfið og stjórnsýslan er þekkt fyrir mikla og óþarfa íþyngjandi vinnu sem frumkvöðlar þurfa oft að inna af hendi oft af óþörfu! Væri ekki nær fyrir skattinn og yfirvöld að leita á önnur mið þar sem raunverulegt fjármagn liggur. Hér mættu frumkvöðlar fá svipaða stöðu og listamenn.

Mörg frumkvöðlafyrirtæki hafa fengið ríflegan stuðning frá fyrirtækjum og stofnunum í gegnum árin eins og Marel sem dæmi. Í dag er það fyrirtæki orðið stórveldi, þrátt fyrir að það hafi ekki gengið þrautalaust fyrr sig. Staðreyndin er að það tekur hreinlega 5-15 ár að byggja upp og þróa hátæknivöru. Þessi langi tími er eitthvað sem Íslenskir fjárfestar, stjórnvöld og sjóðir hafa því miður haft litla þolinmæði fyrir!

Annað stórt vandamál með Ísland er að þar er verðlag og skattar svo himin háir að það er nánast ekki fræðilegur séns að koma slíku fyrirtæki á lappirnar.

Margir sem hafa lagt á sig slíka þrautagöngu hafa oftar en ekki þurft að leggja allt undir og stöðugt verið hlaupandi á milli lánastofnanna og fjárfesta ásamt því að þurfa að inna að hendi botnlausa skýrsluvinnu til að fá styrk og annað til verksins. Ég hef heyrt að sú vinna væri oft svo mikil að eftir á að hyggja hefði verið einfaldara að sleppa því algjörlega að sækja um slíka styrki vegna þeirra vinnu og kvaða sem slíku ferli fylgir.

Ég hef heyrt að jafnvel einn besti stuðningur og fjármagn sem lítið frumkvöðlafyrirtæki hafi fengið var þegar forsetinn mætti á staðinn og beitti sínum áhrifum með því einfaldlega að mæla með fyrirtækinu við rétta aðila. Pólitíkin er líka mikið að þvælast fyrir og ósjaldan sem valin gæluverkefni fá ótakmarkað fjármagn á meðan önnur eru svelt.

Það er hægt að nefna margar mjög góðar hugmyndir sem hafa horfið af sjónarsviðinu einfaldlega út að því að stuðningur var engin. Íslenski leigubílamælirinn er gott dæmi um slíkt. Þar var um algjört brautryðjandastarf að ræða og munaði litlu að það verkefni þróaðist út í það að sá mælir yrði notaður sem gjaldmælir í alla leigubíla í New York borg.

Ég hafði t.d. mjög gaman af einum sem er víst nafni þinn ef ég man rétt og býr að ég held í Noregi núna. En hann var með fyrirtæki sem hét Rafrás og vann ég m.a. við að setja saman jónatæki fyrir það fyrirtæki. Hugmyndirnar hjá þeim manni voru margar flottar og það var margt sem var prófað að framleiða. Sjálfsagt muna einhverjir eftir plötuspilurunum og fyrstu samsettu PC tölvunum. Einnig voru stórtækar hugmyndir um að kaupa Lóranstöðina sem er við vík Í Mýrdal og búa til frumkvöðlasetur á frekar geggjuðum stað og að sjálfsögðu í flottri náttúru :)

En í lokin Ágúst, þá er mjög fróðlegt að renna í gegnum sögu þíns fyrirtækis á heimasíðunni sem að þú vísar í og greinilega víða komið við http://rt.is/?sType=Company&iId=0105 og skora ég lesendur að kynna sér nánar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.11.2008 kl. 08:42

73 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Nenni ekki að lesa þetta allt. En er einhversstaðar minnsta á menningu? Kvikmyndagerð?

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.11.2008 kl. 17:36

74 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Hjálmtýr,

Í P) 5. Er ein smá hugmynd.

Megnið af þessum hugmyndum var pikkað inn á tölvuna á einum degi og þá var ég líka búinn að fá nóg. Eins og sjá má, þá eru eyður víða sem þarf að klára að fylla inn í og því auglýsti ég eftir aðstoð frá lesendum.

Varðandi Kvikmyndagerð, þá er spurning um að gera eftirfarandi:

1) Útbúa sameiginlegan lista yfir alla þá sem hafa verið í samskiptum við Ísland í gegnum árin varðandi kvikmyndatökur, auglýsingagerð og fréttaöflun á Ísland og senda þeim kynningarefni, location efni um Ísland og benda á að núna sé krónan mjög lág og því alveg kjörið að skella sér til Íslands.

2) Nú eiga allir Íslendingar hér heima og í útlöndum að rifja upp gömul kynni (hringja og bera sig illa) og agintera fyrir landið og benda á að nú séu mjög góðar aðstæður. Leggja áherslu á landslagið, menninguna, bókmenntasöguna og alla nýju rithöfundana. Sem dæmi, þá skrifaði Steingrímur J. flott bréf í Norskt dagblað og bað hreinlega um hjálp og það stóð sko ekki á Norðmönnum. Einnig var Íslendingur að skrifa flotta grein í Berlinske Tidene í dag um samskipti Íslendinga og Dana.

3) Spurning um að í þessu umróti sem er í kringum RÚV núna að reyna að koma að innlendu efni eins og hægt er. En það er krafa á að þeir dragi úr samkeppni við frjálsu stöðvarnar um auglýsingamarkaðinn.

4) Búa til heimildarmynd um bankahrunið sem síðan mætti nota sem kennsluefni. Ekki er ólíklegt að nýju bankarnir vildu hafa aðgang að slíku efni fyrir sína starfsmenn. Nóg er til af leikurum núna með mikla og góða reynslu.

5) Hvernig væri að útbúa kvikmynd um lygar í Íslensku samfélagi en það er alveg hreint lygilegt hvað hægt væri að fá marga leikara sem hafa þessa sérstöku eiginleika af guðsnáð.

6) Ég veit að Karl Óskarsson frændi hefur verið að gera það gott í útlöndum. En ég held að hann sé skráður hjá erlendri umboðsskrifstofu. Spurning fyrir Íslendinga að kanna slíka möguleika nánar.

Ég frétti að Þráinn Bertelsson hefði skrifað skemmtilega grein í Fréttablaðið í dag „Eigi skal gráta …“

Í greininni bar víst mitt nafn óvart á góma þar sem að hann mælti með mér í stöðu Bankastjóra!. Hjarta mitt tók kipp og ég taldi mig hafa unnið stóran happadrættisvinning og allar mínar fjárhagsáhyggjur um ókomna tíð heyrðu nú sögunni til. Ég var byrjaður á að láta mig dreyma um stórar sumarhöll, flottan sportbíl, villtar meyjar og veislur þar sem mínar uppáhalds stjörnur væru að skemmta.

En Adam var ekki lengi í pardís. Þegar betur var að gáð, þá sá ég að Þráinn var með huglægan banka í huga frekar en peningalegan banka :(

Í framhaldinu af þessum skrifum fór ég að spá í alla þá bankastjóra sem eru að missa vinnuna sína og þau súper laun sem þeir hafa verið á. En mér er tjáð að það sé beint samband á milli ábyrgðar og hversu há launin eru. Að vísu er ein undantekning þar á og það er þessi banki sem er með þessa þrjá bankastjóra sem sitja í Seðlabankanum.

Líklega hefði fjármálum þjóðarinnar verið betur komið ef Árni Matt hefði verið gerður að bankastjóra yfir Blóðbankanum og Davíð Oddsson settur yfir Sæðisbankann þar sem Hannes Hólmsteinn gæti séð um handrukkunina.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.11.2008 kl. 18:49

75 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Árni Matt hefði verið gerður að bankastjóra yfir Blóðbankanum og Davíð Oddsson settur yfir Sæðisbankann þar sem Hannes Hólmsteinn gæti séð um handrukkunina.

ha ha ha þetta bjargaði þessum degi .. degi spillingar í Kaupþingi og alþingi 

Óskar Þorkelsson, 3.11.2008 kl. 19:22

76 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

P 5 er um viðskipti - auglýsingagerð. Ég er reyndar menntaður sem auglýsingateiknari og vann við það í mörg ár. Menning innifleur m.a. listir, sbr. kvikmyndalist og tónlist. Það er margsýnt með rannsóknum að fyrir hverja krónu sem ríkið hefur lagt í kvikmyndagerð fær það 4 - 7 kr. til baka. Þetta er því hrein fjárfesting þótt þetta sé kallað styrkir. Menningargeirinn var við síðustu mælingu stærri en landbúnaður í þjóðhagslegu tilliti og slagaði uppí stóriðjuna. Hugmyndalistinn þinn, svo langt sem hann er kominn, þarf að taka menninguna með í dæmið. Þar á meðal þarf að skoða hlutverk RÚV mjög ítarlega.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.11.2008 kl. 23:03

77 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll aftur Hjálmtýr, þá er ég búinn að bæta við nokkrum menningartengdum liðum sem má sjá frá O) til U). Við það riðlast aðeins röðin svo að tilvísanirnar passa ekki alveg 100% á öllum stöðum við athugasemdirnar sem hafa verið gerðar.

Það má í raun bæta endalaust við svona lista. Nú þurfa lesendur að koma með menningatengdar hugmyndir og ef ég þekki listamenn rétt, þá eiga þeir að vera með fullt af góðum hugmyndum.

Ég vissi ekki að margföldunaráhrifin væru svona mikil að ein króna gæfi á bilinu 4 - 7 kr. til baka!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.11.2008 kl. 00:22

78 identicon

NORÐUR ATLANTSHAFSBANDALAG

Ísland, ásamt Noregi, Færeyjum og etv Skotlandi svo og Grænlandi stofni með sér bandalag, verndað af hinum Norðurlöndunum og NATO, þar með USA, Bækistöð bandalagsins verði á Keflavíkurflugvelli.  Þar verði sameinaðar landhelgisgæslur þessara ríkja, ásamt lofther,  og sjóher sem gerður væri út frá Njarðvík. Fullkomnu gerfihnattar eftirlitskerfi komið á , svo og radarstöðvum. Þarna verði reist stórt netþjónabú, eins og reyndar stendur til.  Olíuhreinsistöð verði byggð á Vestfjördum í sambandi við fyrirhugaða olíuvinnslu á íslensku hafsvæði í samvinnu við Norðmenn.  Keflavíkurflugvöllur yrði jafnframt fríhafnarsvæði og ýtt undir nýjar iðngreinar á svæðinu  og þá helst í sambandi við geimtækni og  netþjónabúið.   Kostnaður af þessu stússi yrði allmikill, en greiddur af viðkomandi aðilum og þarmeð beina fjármagni til Islands.   Í framhaldi af þessu myndi  skýrast staða ríkis ´hvíta kynstofnsins´ hér á jörðu, kynstofni sem nær frá Klettafjöllum í vestur og til Úralfjalla í austur. Rússland kæmi inní þetta bandalag á seinna stigi. Hér er semsé verið að tala um heimsveldi á Norðurhveli jarðar.

Bjorn E (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 03:25

79 identicon

Hugmyndin bak við skrif min Norður Atlantshafsbandlag.

Sennilega verið árið 1958 er ég var að byggja í Kópavogi eins og svo margir á þeim tíma. Ég fór á skrifstofur Rafveitunnar í Steindórsprenthúsinu til fundar við Sigfús Elíasson, prest og spámann, til að fá afrit af teikningum. Ég þekkti Sigfús ekki neitt persónulega en vissi um dulargáfur hans.  Hann bíður mér vingjarnlega inná skrifstofu sína og segist verða segja mér vitrun hans um frið á jörð.  Sigfús sagði hlutverk Islands væri mikið og að ljós heimsins myndi skína á Fjallkonu Íslands sem myndi boða mikinn fögnuð.

Sýnin rættist við undirskrift Regans og Gorbasjofs í Reykjavík um frið á jörðu.

P.s. það hefur haldist friður á jörðu síðan, árasarstríð sem nú eru í gangi, verða að teljast beinverkir nýrra ríkja, að undanteknu Irakstríði, sem var hrein áras á saklaust fólk.

BE

Bjorn E (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 03:39

80 identicon

Þvílík sprengja.

Ég legg ég á og mæli svo um að hugmyndir þínar falli í frjóan jarðveg.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 04:48

81 identicon

Það þarf einnig nauðsynlega að koma öllum þessum bílum sem eru á sölu úr landi. Hlýtur að vera freistandi fyrir útlendinga á meðan gengið er svona að kaupa flotta bílasöluflotann okkar á brunaútsölu!

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 14:05

82 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Loðdýrarækt:

Íslendingar fá nú þriðja hæsta verð heims fyrir framleiðslu sína. Íslendingar ná einnig næsthæstu frjósemi heims á búum sínum, en hún er einn veigamesti þátturinn í afkomu búanna.

miðað við núverandi rekstrarumhverfi og stöðu loðdýrabænda almennt væri mikið sóknarfæri í minkarækt. Nú þegar æ háværari raddir heyrðust um það að gjaldeyrisöflun væri það sem helst gæti bjargað Íslandi úr þeim þrengingum sem nú steðja að bæri að stórefla hana. Enn er verið að urða hráefni sem hægt væri að nýta í loðdýrafóður og auk þess flytja danskir loðdýrabændur út árlega um 40.000 tonn af fiskúrgangi frá Íslandi til fóðurgerðar í danskan mink. Þetta hráefni gæti skapað gjaldeyri fyrir milljarða,“ segir einnig á vef Bændablaðsins.

Útflutningsverðmæti skinna fyrir framleiðslu ársins 2007 var um 600 milljónir króna, sem er metupphæð. Á Íslandi starfa 21 minnkabú í dag. tekið af bondi.is og vb.is

Ævar Rafn Kjartansson, 6.11.2008 kl. 14:11

83 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þú ert snillingur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.11.2008 kl. 10:20

84 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Minni á færslu no 15 líka. En ég vona svo sannarlega að þessi olíuhreinsistöð (færsla 83) verði ekki að veruleika.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.11.2008 kl. 18:13

85 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kjartan. Það er ánægjulegt að fylgjast með hvernig síðan þín vex og dafnar.

Frábært framtak!

Ágúst H Bjarnason, 8.11.2008 kl. 07:52

86 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nýr pistill:

Hvernig styðja má við frumkvöðla og sprotafyrirtæki...

Undanfarið hefur oft verið minnst á "finnsku leiðina".  Á Íslandi erum við miklu betur undirbúin en Finnar voru á sínum tíma. Við eigum mörg stuðningsfyrirtæki og stofnanir, en það þarf að veita þeim meiri styrk og kraft án tafar. Þannig gætum við lyft Grettistaki á skömmum tíma.

Í pistlinum eru þessir stuðningsaðilar taldir upp...

Ágúst H Bjarnason, 9.11.2008 kl. 10:00

87 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þingvellir eru helgur staður,þar er "peningagjá",sem kastað hefur verið í smámynt að minnsta kosti í 100 ár.Væri ekki ráð að leyfa að henni yrði mokað upp,viss um þar leynast sjaldgæfir skildingar,sem væri hægt að bjóða upp og nýta ágóðann í ákveðin verkefni.   Allt er hey í harðindum.      (á fullt af krónum sem ég get kastað í staðinn svo botninn glitri áfram)

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2008 kl. 04:56

88 identicon

Frábært framtak, ég er með nokkrar hugmyndir þá sérstaklega undir ferðaþjónustu þar sem eru heilmörg tækifæri til að efla innflutning gjaldeyris med det samme.

D:

17: Taka aðgangseyri á fjölsóttum ferðamannastöðum. Umdeild hugmynd en raunhæf. Könnun sem ég gerði fyrir nokkrum árum sýndi að bæði útlendingar og Íslendingar, væru til í að borga hóflegt gjald ef peningurinn rynni til staðarins (grein mín um þetta var að birtast í fagtímaritinu Tourism Management). Einfalt dæmi: Ef áætlað að 600.000 ferðamenn komi á Gullfoss á hverju ári x 500 kr = 350 milljónir. Myndi styrkja lið nr. 10 - stórbæta aðstöðu, nokkuð sem hefur vantað stórlega uppá. Og bætt aðstaða = getum tekið á móti fleiri ferðamönnum (og etv hægt að setja pening sem sparast í að byggja upp nýja staði)

18: Endurvekja gamalt handverk og gamlar tradisjónir - kveðskap, gömlu dansana osfrv. Það vantar slíka afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn.

19: Selja útlendingum þá fjölmörgu sumarbústaði sem eru nú auðir - "second home in beautiful Iceland" á spottprís.

20: Meiri fjölskylduvæna afþreyingu fyrir ferðamenn - etv. hægt að virkja Latabæ til einhverskonar samstarfs?

21: Byggja almennilegt náttúrufræði - og jarðfræðisafn/miðstöð. Hingað koma margir áhugamenn um eldfjöll og náttúru landsins - það vantar alveg fræðslu - og skemmtimiðstöð um þessa sérstöðu okkar.

S:

6: Byggja kvikmyndaver í Reykjavík - myndi laða að mun fleiri til kvikmyndagerðar hér og hafa góð afleidd áhrif

I:

12: Efla fjármálakennslu í skólum. Eitthvað sem hefur lengi vantað, oft var þörf en nú er nauðsyn!

María Reynisdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:39

89 Smámynd: Heidi Strand

Mér list mjög vel á hugmyndirnar.

Í myndlistardálknum vildi ég bæta við:
Opna listasöfnin fyrir meira fjölbreytni. Hafa sýningar í mestu lagi í einn mánuð þannig að fleiri komast að.
Gera má fleiri litlir salir fyrir minni sýningum.
Listamenn sem fær opinbera styrki, skuldbindi sér til að gefa eitthvað á móti. Til dæmis í tengslum við skólakerfið.

Heidi Strand, 10.11.2008 kl. 22:40

90 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 verð að lýsa aðdáun minni á ykkur blessuð börn ,um leið og ég tek sterklega undir hjá Erlingi að sá hópur,sem tæki að sér uppbyggingarstarf,sé vandaður siðferðislega.   Það er svo afar mikilvægt.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:40

91 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég bið ykkur um að afsaka að ég hef verið pínu upptekin við aðra vinnu undafarið og reyni nú að bæta úr og setja inn allar nýju hugmyndirnar á listann sem fer stöðugt stækkandi.

Óskar: Ég tek það skýrt fram að síst myndi ég vilja nokkrum manni svo illt að lenda í handrukkun hjá Sæðisbankanum.

Björn E: Ég er búinn að bæta inn þínum hugmyndum á listann.

weltfremd: Þetta er nú lítil sprengja miða við allt það sem á undan er gengið. En það er góð spurning með þennan frjóa jarðveg sem þú talar um.

Jóhanna: Ég var að lesa í Dönskum blöðum að núna gætu Danir gert kjarakaup í "Lúxus" bílum á Íslandi og var tekið dæmi um hlægilegt verð á Porsche.

Ævar R: Ég er búinn að bæta inn þínum athugasemdum. Merkilegt að ef Danir geta verið með arðbæra loðdýraræktun og fengið ódýrt hráefni frá Íslandi, því ættu Íslendingar ekki að geta það líka. Það mætti einnig gera stóran skinniðnað ef farið væri að veiða sel. Man alltaf eftir því hvað selskinnjakkinn hjá Halldóri Ásgrímssyni kom alltaf vel út.

Hjálmtýr: Hér er ég með ein snilldar viðskiptahugmynd fyrir íslenska kvikmyndagerðamenn.

Á Íslandi ER Í RAUN ALLT TIL ALLS til þess að taka upp eins og næstu stórmynd með njósnaranum fræga hennar hátignar 007 eða James Bond.

Hér eru flottar gellur, spilltir embættismenn, lúxusvillur, ofurbílar, einkaþotur, þyrlur og svo æðislegt landslag.

Nú þarf bara að finna góðan rithöfund. Væri ekki Arnald Indriðason fínn til að semja handritið og leikstjórinn Baltasar góður til að leikstýra?

Auðvelt er að fjármagna verkið því nóg er til af peningunum úr ICESAVE verkefninu (þarf bara að finna hvar þeir eru. Hér er einfaldast að nota "Follow the Money" aðferðina!).

Þar sem þegar er búið að setja terrorista lög á Ísland, að þá er komin raunverulegur óvinur og Rússagrýlan sem áður var orðin algjört prump í þessum samanburði. Í dag er ekki verið að nota kjarnorkusprengjur til að leggja heilu þjóðfélögin í rúst, heldur er fjármagnið farið að spila stóra rullu í heimssögunni. Ekki nema eðlilegt að Bretar setji stórt spurningamerki við Íslensku Útrásarvíkingana. Þeir voru í raun ekki að gera annað en að "ræna og rupla" öllu steini léttara út um alla Evrópu.

Núna þarf bara að hringja strax í Pálma (Sterling) og fá hann til að kaupa upp kvikmyndafyrirtækið sem er með framleiðsluréttinn á 007.

Óþarfi er svo að taka fram hvernig endir myndarinnar verður. Njósnarinn frægi, óóseven, mun svo að sjálfsögðu verða gjörsigraður af Íslensku víkingunum með STÆL!

Líklegt er að allar helstu leyniþjónustur heimsins nú þegar komnar á fulla ferð í málið! Hvernig ber annars að skilja nýlegt hvarf á ferðatölvunni hans Pálmars! Sjá nánar frétt á visir.is

Ævar R: Var aðeins búinn að koma inn á þetta með raforkubúskapinn í G.6 og C.13. Að lækka raforkuverð getur verið ódýr og einföld aðferð til að styrkja samfélagið. Var víst eitthvað búinn að blogga áður um olíuhreinsistöðina sjá HÉR og HÉR. En ef að Íslendingar finna nú olía á Drekasvæðinu í miklu magni, þá er spurning hvað þarf að gera í þessum málum. Eins og staðan er í dag, þá vantar alla þekkingu í þessum iðnaði á Íslandi.

Ágúst H: Hugmyndalistinn stækkar stöðugt. Mig langar líka til að benda nýlegan vef eins og þar sem búið er að setja upp wiki kerfi þar sem hægt er að tína saman allt sem viðkemur nýsköpun á einn stað sjá http://www.nyskopun.org/

Ég sendi þér smá skilaboð inn á vefinn hjá þér "í lengra lagi" :)

Það vil svo til að ég hef persónulega reynslu af svona stuðningsaðilum og fékk á sínum tíma einn af stærri styrkjum og þar sem að það var ekki samkomulag í hvaða átt skyldi þróa verkefnið sem vildi nú svo til að ég átti hugmyndina að, að þá afsalaði ég mér styrknum og kvaddi. En þá eins og nú var of mikil pólitísk lykt af málinu (hér skrifar maður með góða reynslu).

Helga K: Sæl. Ég hef farið nokkrar ferðir með ferðamenn á Þingvelli og bendi ég þeim iðulega á að henda öllu fémætu sem þeir eru með á sér í peningagjánna og helst greiðslukortum líka. Það vill svo til að það eru kafarar sem hreinsa upp reglulega það sem til fellur. Ég kom með tillögu á sínum tíma um að koma upp posakerfi þannig að fólk geti straujað fasta upphæð þegar það á leið hjá til styrktar einhverju málefni. Það væri auðvelt að koma upp slíku kerfi við ferðamannastaði í kringum landið . Því miður hefur önnur fræg Íslenska peningagjá verið hriplek á sama tíma.

Dagný R: Vandamálið með hafrannsóknir er svona svipað og með hagfræðina. Það er gott að vera vitur eftir á :) Að sjálfsögðu eiga Íslendingar að leggja mesta rækt við sína stærstu og bestu gullnámu. Hættan er núna að aðrar þjóðir reyna núna með ÖLLUM ráðum að komast yfir þessar auðlindir með ódýrum hætti enda útsala í gangi. Nútímanýlenduhugsunarháttur stórþjóða er því miður enn við lýði! HÉR ÞARF ÞVÍ STERK LÖG OG MIKLA ÁKVEÐNI NÆSTU MÁNUÐI TIL AÐ VERJAST ÞESSARI ÁSÓKN.

Það væri ekki óvitlaust að gera mann eins og Kristinn Pétursson að Sjávarútvegsráðherra. (skoða nánar Y.57 Stjórnmál). Ég bætti inn heilli ríkisstjórn út frá þinni hugmynd svona til gamans :) Flott með þessa tilraunastarfsemi úti á landi. Þetta er viðkvæmt dæmi eins og með lúðueldið og má lítið útaf bera. Út frá þessum pælingum þínum bætti ég inn 2 nýjum hugmyndum að námsbrautum.

María R: Ég endurbætti hugmyndina hjá þér D.17 varðandi að rukka ferðamenn. Ég set 18. lið undir menningu hjá þér og tek undir að viðhalda gömlum og góðum siðum. Ferðamenn eru ekki hér bara til að skoða landslag, heldur líka þetta stórskrítna fólk, sögu þess og menningu. Svo bætti ég við lið um að geta boðið ferðamönnum inn á venjulega Íslensk heimili, eins og t.d. í mat + spjall. Það er til fullt af furðulegu fólki sem MJÖG GAMAN ER AÐ HEILSA UPP Á myndir hér.

Flott hugmynd D.19 að nýta eitthvað af þessum sumarbústöðum. Spurning að setja upp Time Share kerfi eins og þeir hafa gert í USA. En þar tókst góðum sölumönnum að selja sömu íbúðina 52 sinnum eða hver kaupandi fær aðeins afnot í eina viku á ári en borgar í raun margfalt verð og í raun mun dýrara en að fara bara á venjulegt lúxus hótel.

Það vantar skipulagðar ferðir útlendinga í skemmtigarð á Íslandi, Danir hafa Lego og við Latabæ.

D.21 Við erum auðvita með fullt af söfnum út um allt land og það má finna vísi af náttúrufræði- og jarðfræðisafni (Kóp. Leirubakki, og Geysir). Spurning um eitt stórt og flott safn þar sem flestir ferðamenn eru.

S.6 Það er búið að spá mikið í að byggja upp kvikmyndaver í Keflavík. Ég hef heyrt að það blási ekki byrlega fyrir Saga Film eftir nýjustu fjölmiðlahræringarnar. Þarna þarf að finna til sal eða aðstöðu eins og t.d. íþróttastarfsemi og leikhús fá.

I.12 Fjármálakennsla. Börn læra best á því að sjá um sín fjármál sjálf og vinna fyrir sínum eigin peningum. Spurning hvort að það sé hægt að kenna það í skólum. Í bankakerfinu eru færustu og menntuðustu sérfræðingar sem finnast en samt fer allt fjandans til! Ég held að það fengist meira út úr því að senda þetta lið í kirkju :)

Erlingur Þ: Sæll. Við höfum því miður ekki náð að hittast enn, því miður. Mig grunar að það komi margar hugmyndir inn á borð hjá þér og gaman væri að vita % hlutfall þeirra sem ná að verða af veruleika. Það er örugglega fullt til af góðum hugmyndum og það gerist víst lítið nema að leggjast yfir málið og "Brainstorm'a" fyrst. Koma bara með nógu mikið af hugmyndum. Það merkilega er að oft að það þannig að þeir sem eru þér næstir eru þeir sem draga hvað mest úr og stundum gera stjórnmalamennirnir bara gert illt verra.

Svona til gamans, þá bætti ég inn hugmynd að nýrri Þjóðstjórn (Y.57) hér að ofan og nýjum áhugamannahóp á facebook. NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS • NEW GOVERMENT OF ICELAND facebook hugmyndabanki (linkur)

Það er víst að renna upp fyrir alþjóð að klíkustarfsemi er ekki það sem er vænlegt til árangurs. Okkur vantar Jóhönnu Sig. manneskju í öll sæti á þingi þar sem hugsjónin er ofar klíku og eigin hagsmunum.

Heidi S: Fínt að fá loksins eitthvað menningartengt inn á listann. Ég var farin að halda að listamenn væru alveg þurrausnir :)

Helga K: Það er víst eitthvað mikið að siðferðinu hjá mörgum óreiðumanninum þessa dagana. Því miður.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.11.2008 kl. 10:44

92 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég var að spá í hvort ekki væri núna þjóðráð að leggja háa fjármuni í að hanna og þróa öflugan lygamæli sem þingmenn þyrftu síðan að hafa á sér öllum stundum á meðan þeir væru að sinna opinberu starfi. Mælirinn hefði þá eiginleika að mæla ástand þingmanns á meðan hann væri að tala í rauntíma þannig að þeir sem á hann hlusta sæju strax ef þingmaður væri að reyna að segja ósatt.

Ég vildi að ég hefði getað stundað nám á fullum launum. Ég var núna bara um daginn að greiða greiðslu númer 2 á þessu ári um 400.000 kr. Það merkilega við þetta allt saman er að ég lauk námi 1986!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.11.2008 kl. 11:30

94 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Kjartan, þetta er í rauninni grunnhugmyndin. Þú vinnur úr þessu:

3-4000 bankamenn á atvinnuleysisbótum. (Gef mér að einhverjir hafi fundið nýja vinnu). Af þeim er væntanlega stór hluti sem hefur starfað sem þjónusturáðgjafar og gjaldkerar með yfirsýn yfir helstu erfiðleika sem fólk hefur lent í við rekstur heimilanna og fyrirtækja. Stofna mætti nýtt fyrirtæki utan um starfssemina eða setja inn í Ráðgjafaþjónustu heimilanna.

Hugmyndin í hnotskurn er þessi: Hver bankastarfsmaður tekur að sér 10-20 heimili, fer í gegnum fjármál þess, greiðslubyrði oþh. og gerir úttekt á hverju þyrfti að breyta til að heimilið gæti byrjað á nýjum 0 punkti með raunhæfar greiðslubyrðar þar sem nýtt samfélag - fjölskyldan fyrst væri viðmiðið. 1-2000 ráðgjafar sem fylgja eftir starfinu með því að hitta hverja fjölskyldu 1-2 í mánuði = 1-2000 ný störf greidd af heimilunum með sparnaðinum sem hlýst af störfum þeirra. Eða ríkinu með sparnaðinum sem hlýst af því að heimilin fari ekki í þrot.

Ævar Rafn Kjartansson, 11.11.2008 kl. 12:52

95 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð hugmynd Ævar

Óskar Þorkelsson, 11.11.2008 kl. 22:32

96 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Óskar A: Að sjálfsögðu þarf að forgangsraða svona hugmyndum og velja úr það sem er raunhæft að gera. Gott ef hægt væri að vera með netkosningu og svo fá einhverja sem þekkja vel til reksturs til að velja úr það sem er raunhæft og bitastætt. Síðan þarf að útbúa framkvæmdaáætlun og fylgja verkefninu eftir og er netið þægilegt til þeirra hluta. Svo má auðvita ekki gleyma fjármagninu :)"

Ef það verður samþykt að lóga 100 þúsund hvölum af landgrunninu, og eins mikið af selum og hægt er að ná í og drepa, skal ég útvega fjármagnið. ;)

Enn þá vil ég 3% af tekjuaukningu alls afla á Íslandi í staðin.... 

Mér er skítsama hvað verður gert við afurðirnar..

Óskar Arnórsson, 12.11.2008 kl. 14:13

97 identicon

Sæll Kjartan,

Ég vildi bara hrósa þér fyrir þetta frábæra framtak að setja upp þessa síðu. Það er vart hægt að hugsa sér betri leið til þess að virkja sköpunarkraft og úræðasemi okkar Íslendinga sem erum hugmyndarík þjóð og vön því að taka á vandamálum. Helsta vandamálið í dag er hins vegar aðgerðarleysi og að það er enginn að vinna úr hugmyndunum með markvissum hætti. Ef stjórnvöld gæfu líka betri upplýsingar um ástandið og þau mál sem þau eru að vinna í þá gætu hugmyndir almennings líka verið markvissari. Flöskuhálsinn er íslenska ríkið sem með þessu áframhaldi mun sitja með atvinnulífið og heimilin í landinu í fanginu þar sem gjaldmiðilinn er óvirkur og dregst sífellt að tryggja erlenda aðstoð. Yfirvöld verða að sýna auðmýkt og hlusta á almenning sem og virkja hann með sér að taka á vandamálunum. Það dettur engum manni í hug að klífa Mount Everest einn og án sterks stuðnings fylgdarliðs, en stjórnvöld virðast vilja fara þessa för sjálf og án súrefnis frá almenningi.

Ég vona að þú verðir jafn duglegur að berjast fyrir því að hrinda bestu hugmyndunum á síðunni í framkvæmd og þú hefur verið öflugur við að draga þær fram.

baráttukveðja,

Gunnar Páll

Gunnar Páll Tryggvason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:18

98 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ævar R: Búinn að bæta þessu inn á listann frá þér.

Óskar A: Að sjálfsögðu eru þær hugmyndir sem hér eru settar fram ekki allt sem ber að framkvæma. Málið er að tína út bestu bitana, sjá hvað hægt er að framkvæma fljótt og hvað getur komið til með að skila þjóðarbúinu sem mestu. Eins og staðan er núna, þá kallar allt á peningaflæði eða gjaldeyri inn í landið og ekki seinna en núna STRAX. Sumar hugmyndirnar er auðvelt að framkvæma með litlum tilkostnaði og geta byrjað að virka á stuttum tíma. Aðrar aftur á móti eru flóknar og langtímaverkefni sem hentað gæti þeim sem væru hvort eð er að missa vinnuna. Í stað þess að sitja heima á atvinnuleysisbótum og gera ekki neitt, að þá væri hægt að setja upp eins konar starfsstöðvar þar sem fólk gæti meldað sig inn og lýst áhuga á að taka þátt í slíkum verkefnum.

Varðandi hval- og selveiðar, þá er þar á ferð mikið magn af mat (próteini) og öðru hráefni sem hægt er að nýta með ýmsu móti. Grænlendingar settu í gagn risa pylsuframleiðslu þar sem átti að nota selkjöt sem hráefni og pylsurnar átti svo að selja til Kína. Það var sett fullt af peningum í dæmið og pólitíkin spilaði þar stórt hlutverk. Seld voru hlutabréf með látum og bjartsýnin var alsráðandi. En þegar til átti að taka, þá rúllaði allt á hausinn með stæl.

Íslendingar hafa yfir að ráða gríðarlega öflugt vinnslukerfi sem getur unnið lýsi, mjöl ... sem nýtist aðeins hluta úr árinu. Einnig var sett upp beinmjölsverksmiðja austur í Flóa sem átti að vinna úr sláturúrgangi. Ég las áðan að aðilar á Súðavík væru farnir að framleiða dýrafóður úr sláturúrgangi.

Það er til hvalategundir sem eru langt því frá að vera ofveiddar og nóg er til af selnum og skinnin væri hægt að flytja út í fataframleiðslu eða stofna slíkan iðnað hér (nóg til af fatahönnuðum).

Það er nú orðið nokkuð ljóst að Íslendingar fara EKKI út í bankastarfsemi á næstunni, enda er álit heimsins langt fyrir neðan núllið. Því þarf að framleiða og selja vöru og hugverk.

Gunnar P: Ég las greinina frá þér á eyjan.is og ef þú rennir í gegnum það sem Ævar R skrifar hér á undan og það sem er líka á blogginu hans, þá sérðu að þar eru góðar hugmyndir fyrir mann í þinni stöðu.

Vandamálið með Íslendinga er að þeir eru svo miklir einstaklingar að þeir vilja helst vinna allt sjálfir, samvinnu þekkja þeir illa og ef einn er að meika það þá þurfa helst fullt af öðrum að reyna það sama og svo að lokum hrynur allt með stæl því ekkert er að ber sig.

Vandamálið er með þessar og fleiri hugmyndir eru hreinlega ekki komnar á dagskrá en þá. Nú eru flestir að reyna að átta sig á stöðunni, svo kemur áfallið ... og eftir það, þá vill fólk fara að gera eitthvað. Þetta eru orðið um 260 mál og hugmyndir sem hér hafa verið reifaðar og ég sé nú ekki fram á að ég einn hafi mikla möguleika á að hrinda þeim öllum í framkvæmd. En þegar atvinnuleysið verður eitthvað um 10.000 - 30.000, þá verða nægar hendur til að framkvæma og fylla í ÖLL þessi störf.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.11.2008 kl. 10:33

99 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hefja Íslenskan skipaiðnað til vegs á ný reykjavikurborg lét rífa aðstöðu Stálsmiðjunar í Reykjavík en Faxaflóahafnir hafa ekki enn lokið þeim hluta sem að þeir eiga að gera upp í Grundartanga þannig að fyrirtækið gæti flutt þangað. Þessu þarf að ´flýtaóg reisa á Grundartanga iðnaðarsvæði það er nefnilega all vel miðsvæðis vesturland Höfuðborgin síðan er Þorlákshöfn góð fyrir suðurland Höfuðborgarsvæðið Húsavík fyrir NA land Vestfirðir og Höfn eru erfiðari samgangnalega séð það þarf minni einingar á fleiri stöðum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.11.2008 kl. 20:19

100 identicon

Sæll Kjartan, takk fyrir birtinguna og svörin, en mig langaði að bæta nokkrum kommentum við kommentin þín:

D17: ég hef einmitt líka talað fyrir því að koma upp kerfi fyrir frjáls framlög. Það væri mjög einfalt mál. Hinsvegar fengist langtum minni peningur til uppbyggingar gegnum slíkt, en gegnum aðgangseyri. Það er mjög algengt í mörgum löndum með svipaða náttúru og okkar, að það sé tekinn aðgangseyrir að ferðamannastöðum. Ég held ekki endilega að aðgangseyrir væri besti kosturinn í stöðunni (gott væri ef ríkið myndi styðja betur við), en mér finnst að það mætti allavegana skoða þennan möguleika betur.

Ég tek undir hugmyndina um að ferðamenn geti heimsótt "alvöru" heimili og tekið meiri þátt í því sem Íslendingar gera dags daglega. Þetta vantar sárlega - ég hef heyrt fyrirspurnir um hvort þetta sé í boði hérlendis. Lítið mál fyrir viljugan aðila með góð sambönd að setja svona prógramm upp. Viðskiptahugmynd á silfurfati hér.

D21: já ég tel að það yrði mikil búbót að almennilegu náttúru - og jarðfræðisafni. Bæði fyrir Íslendinga og svo myndi það laða að erlenda fræðimenn og ýmislegt sem þeim fylgir s.s. ráðstefnur, erlenda skólahópa, og auðvitað almenna ferðamenn.

S6: Ég tel að svona kvikmyndaver ætti best heima í Reykjavík - það hefur komið fram að leikarar og annað starfsfólk í kvikmyndagerð vill helst vinna nálægt annarri þjónustu, svosem börum! Ég er mikill talsmaður þess að dreifa ferðamönnum um landið og byggja upp atvinnu úti á landi, en Keflavík er að mínu mati ekki rétta staðsetningin fyrir þetta tiltekna verkefni.

I12: já krakkarnir læra margir hverjir af því að vinna fyrir sér - en hvað gerir maður svo við peningana, líka þegar maður verður fullorðinn og málin flækjast - íbúðarkaup og annað? Ég var ekki nógu skýr þarna, en ég er s.s. að tala um kennslu í heimilisfjármálum í grunn - og framhaldsskólum. Heimilisbókhald, lánaútreikning, grunnhugtök eins og vextir og verðbólga ofl. Flest ungt fólk veit ekkert hvað þetta þýðir. Ég er ekki að tala um hvað er kennt í viðskiptafræði á háskólastigi sem er svolítið annað - það mætti þó líklega endurskoða það líka...

María Reynisdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:32

101 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Jón A: Ég bætti þínum hugmyndum við undir B.6 ásamt myndum frá Hfj og Akranesi. Það er mikil þekking enn til staðar í skipasmíðum á Íslandi. Enda Ísland státað lengi að stórum skipastól.

María R: Takk fyrir nánari útlistun á þínum hugmyndum. Einnig bætti ég nýjum lið við undir ferðaþjónusta D.24 varðandi fjármögnun.

Frétti að það hefði verið fundur á Nordica hjá fullt af sprotafyrirtækjum og þar hefði verið fullt út úr dyrum og mikill hugur í fólki.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.11.2008 kl. 09:34

102 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér líst vel á þessa útfærslu. Samt eitt sem mætti fara betur:

Uppsetningin mætti vera betri, hafa bil á milli töluliða og nógu mikið af greinarskilum.

Spurning hvort þú þurfir ekki sérstakan vef fyrir þetta, hugmyndabanki.com, eitthvað slíkt. Skilst að is-vefir séu mun dýrari.

Theódór Norðkvist, 22.11.2008 kl. 14:54

103 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Theódór.

Þetta er að komast á það stig að það fer að verða hægt að setjas niður og forrita málið. Hugmyndabanki.com er flott en að vísu pínu langt. Spurning með hugmynd.com ... Það þarf að fínisera þetta meira og bæta inn tree-view en vandamálið með mbl.is bloggið er að ég get ekki sett inn script. En að er það sem ég þarf að geta gert til að það sé hægt að kjósa um einstaka liði.

.is lén eru 5-10 sinnum dýrara en .com .net ... og er það bara eins og allt annað á Íslandi. Enda einokun í þessu sem öðru.

Ég er nánast klár með þetta dæmi fyrir php og mySQL forritun.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 15:18

104 identicon

E landbúnaður.   Mönnum finnst dósamatur kannski ómerkilegur, en nú samt sem áður víðtækasta aðferð matvælaframleiðslu í heiminum. Hér kannski tækifæri stærra en áliðnaður, sem hægt er að stofna til með lítilli fyrirhöfn, þar sem verksmiðjur eru til staðar viða.  Vanda verður framleiðsluna, bæði ´síld og fisk´og tilbúna kjötrétti, grænmeti ofl.  Ekki má gleyma blessuðum málleysingjunum.  Til að ná alþjóðamarkaði verður að stilla verði í hóf, og nýta afgangsorku og rafmagn á álverði.

Bjorn Emilsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:09

105 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Niðursoðin matur er notaður víða um heim og Íslendingar hafa langa reynslu á því sviði. Sem dæmi, þá var sett upp niðursuðuverksmiðja í Ferjukoti í Borgarfirði þar sem lax var soðin niður í dósir í kringum 1870. Ég man ekki alveg söguna en Einar Benediktsson og einhver greifi eða skoti tengdist því máli sem endaði því miður ekki vel. Einnig blandaðist Höfði líka eitthvað inn í söguna.

En nú er orðið vinsælt að pakka mat í örþunna álpoka. Þar gæti verið stór og nýr markaður fyrir Íslendinga. Pokarnir eru mun ódýrari en dósir og pökkunarvélarnar líka þægilegri. Hvernig væri að setja upp ál-pökkunarlínur fyrir fiskmeti og þá jafnvel um borð í bátunum. Hér þarf líklega að þróa vörur úr fiskmeti og í leiðinni væri hægt að pakka afgöngum um borð og þá sem dýrafóður.

Pökkunarfilmuna mætti svo einnig framleiða á Íslandi enda nóg til af álinu og svo er ört vaxandi markaður fyrir slíka filmu.

Ég bæti þessum hugmyndum á listann.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.11.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband