MYNDIR NORÐURSTRANDIR NORÐURFJÖRÐUR

Nokkrir fisflugmenn tóku sig saman og flugu á Vestfirðina núna seinnipart sumars. Stefnan var tekin á Norður Strandir.

Hér má svo sjá Stóru-Árvík og Litlu-Árvík. Jón Guðbjörn Guðjónsson ritar á vefinn sinn Litlihajlli.is um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Ófeigsfirði í ánni Hvalá. Eins og sjá má á myndinni, þá skartar Reykjarneshyrna sínu fegursta í baksýn.

Loftið er þegar farið að kólna og rakinn þegar byrjað að þéttast á toppi Reykjarneshyrnu og stutt í það að þokan leggist yfir firðina, flugmönnum til mikillar hrellingar. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Farm Stora-Arvik and Litla-Arvik close to Reykjaneshyrna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einn mesti örlagavaldur í íslensku þjóðfélagi á 20. öldinni var líklega síldin. Verksmiðjan á Eyrir í Ingólfsfirði

Þessi síldarverksmiðja á Eyri við Ingólfsfjörð er nú að grotna niður eins og aðrar sambærilegar verksmiðjur víða um land. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Fishing plant in Ingolfsfjord at Eyrin. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Norðurfjörður með Reykjarneshyrnu í baksýn

Norðurfjörður. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Útgerðarbærinn Verzlunarstaður í Norðurfirði, þegar ekið er í átt að Krossanesi þar sem Krossaneslaug er, þá er komið að þessum litla bæ sem er með bensínsjálfsala, hótel, bryggju og fiskvinnslu.

Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Small town Verzlunarstaður with fishing plant, hotel ... in Nordurfjord. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo hluti af hópnum, Þórhallur, Emil, Lárus og svo einn aðkomumaður (lengst til vinstri) sem að ég man ekki nafnið á í svipan. Hann lánaði okkur bílinn sinn svo að við gætum farið niður í þorp til að ná í bensín á græjurnar.

Stefnt var á að fljúga alla norðurfirðina en því miður kom þokan á undan okkur svo að planið breyttist. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Veðrið var frábært á staðnum og fullt af fólki úti við að njóta veðurblíðunnar

Hér hitti ég fyrir tilviljun einn af kennurum mínum úr Leiðsöguskólanum MK í Kópavogi, sjálfan Roland Assier ásam konu sinni. En hans sérgrein var m.a. Vestfirðir og fiskveiðar :) Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það var ættarmót í Ófeigsfirði þegar við flugum þar yfir. Þokan var að byrja að leggjast yfir norðurstrandirnar svo við gátum ekki gefið okkur mikin tíma til að heilsa upp á fólkið. Á eyrinni var búið að kveikja upp í myndarlegum bálkesti. En nóg er af rekavið sem rekur á strandirnar reglulega.

Fólkið var búið að koma sér fyrir við ósa Húsá sem kemur úr Húsadal. Á myndinni skartar svo Húsárfoss sínu fegursta. Fossinn Húsárfoss heitir Blæja líka. Það er eldra nafn og bara notað af sjó, en fossinn sést langt fram á Húnaflóa og var notaður sem mið fyrir báta. Akvegur fær öllum bílum liggur að Ingólfsfirði, norðan Trékyllisvíkur, en jeppavegur nær alla leið í Ófeigsfjörð. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. Ofegsfjord, Husa river and waterfall Husarfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo áin Hvalá og vatnsfallið sem verið er að spá í að virkja. Hér er fossinn Drynjandi í Hvalá. Áin Rjúkandi og fossinn Rjúkandi er aðeins austar og sameinast sú á Hvalá aðeins neðar. Það eru tvö fyrirtæki sem koma að virkjunaráformum í Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum, það er nýsköpunarfyrirtækið Alsýn ehf og VesturVerki ehf. Fyrsti áfangi verkefnisins er uppá 31MW og sá síðari uppá 7 MW.

Mikið vatnasvæði er á heiðinni fyrir ofan sem heitir Ófeigsfjarðarheiði og þar fyrir ofan er svo Drangajökull. Rjúkandi kemur m.a. úr Rauðanúpsvatni og Ullarvötnum á meðan Hvalá kemur úr Nyrðra- og Syðra-Vatnalautavatni. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. River Rjukandi og waterfall Rjukandi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo norður strandirnar kvaddar og haldið til baka. Enda var þokan að loka öllum fjörðum. Steingrímsfjörður var enn opin og því stefnan tekin þangað.

Flugtúrinn þennan daginn endaði svo í botni Miðfjarðar þar sem Laugarbakki er og var þar áð um nóttina í góðu yfirlæti. Á myndinni má líklega sjá út að Hornbjargi. Picture of north Strandir in Vestfjord in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vill virkjun í Ófeigsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir þessar myndir. Ég kom á þessar slóðir sumarið 2004 í svona sól og blíðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.8.2008 kl. 12:38

2 identicon

Glæsilegar myndir og takk fyrir þær. :)

Smá leiðrétting: "Hér er að vísu áin Rjúkandi og fossinn Rjúkandi en þessi á sameinast Hvalá aðeins neðar." Myndin er reyndar ekki af Rjúkanda heldur Hvalá og fossi í Hvalá sem nýlega er búin að fá nafnið Drynjandi en hefur verið nafnlaus fram að því. Held samt að hann hafi verið kallaður efri Hvalár foss.

Það er aftur á móti rétt að Rjúkandi og Hvalá sameinast aðeins neðar og ber áin nafnið Hvalá það sem leið lyggur til sjávar.

Kunnugur (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk sjálfur fyrir innlitið Sigurður. Þessi ferð fór víst ekki alveg eins og stefnt var að. En við stefndum á Drangarskörð og jafnvel Hornbjarg með smá stoppi í sundlauginni í Reykjafirði. En íslensk veðrátta og þá þokan í þessu tilfelli setti smá strik í reikninginn.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.8.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir ábendinguna. Ég var víst í einhverju stressi þegar ég var að finna út úr þessum nöfnum. En á mynd 6 sést í Húsá og Húsárfoss og þar bak við efst í myndinni sést í annan foss sem er þá líklega Rjúkandifoss í ánni Rjúkandi (úff, vona á ég sé að fallbeygja þetta rétt). Gæðin á þessum myndum er víst ekki mikið til að hrósa sér yfir enda farið að rökkva. Ég var að leita fyrir mér af nafni á fossi sem að mig grunaði að væri umræddur foss og fékk þá einn foss sem hafði nafnið nafnlausi fossinn sem er þá sá foss sem þú vísar til og heitir þá "Drynjandi" sem er flott nafn og í ætt við annan foss á Vestfjörðum, þ.e. Dynjanda :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.8.2008 kl. 13:52

5 Smámynd: JEG

Alveg hreint snilldarmyndir eins og venjulega.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 23.8.2008 kl. 14:12

6 identicon

Velkomið. :)

Það er rétt að það sést í fossinn í Rjúkanda efst til hægri á myndinni þar sem sést í Húsárfossi/Blæju.

Það sem gerir þessar myndir hjá þér sérstakar fyrir okkur landkrabbana er sjónarhornið úr lofti sem maður sér sjaldan.

Kunnugur (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:59

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk JEG fyrir innlitið og Kunnugur þú sérð að ég tók mér það bessaleyfi að leiðrétta textann með myndinni samkvæmt þinni forskrift.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.8.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband