EKKI AÐ SPYRJA AÐ DÖNUM

Danir ætla ekki að gefast upp við að ráðast á sína fyrrum nýlenduþjóð sem á sínum tíma braust frá örbyrgð til velsældar eða ofneyslu eins og sumir segja.

Þekkt er hvernig Den Dansk Bank spilede en stor rolle þegar Færeyjar voru nánast settir á hausinn með aðstoð þess merka banka.

Ætli sé verið að reyna eitthvað svipað gegn Íslendingum þessa dagana


mbl.is Nordea: Varað við Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það lítur út fyrir það. Það eru endalausar dómsdagsspár að koma frá Danmörku. Annars hafa Danir alltaf litið niður á Íslendinga og munu alltaf gera það. Þetta eru hrokagikkir og ég skil ekki þessa þörf Íslendinga til að kyssa á þeim afturendann. Þessari hundleiðinlegu tungu er troðið í okkur sem börn, við dæmum allt út frá fótformuðum hugmyndum Danans og lítum á Köbenhavn sem einhverskonar Mekka. Sorglegt. Þetta samband minnir á kaldrifja og illa innrætt foreldi (Danir) og afkvæmi þess (Íslendingar) sem að reynir allt til að gera foreldrinu til geðs, en fær ekkert nema skítkast fyrir.

Lind (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég skil ekki þessa fordóma sem streyma frá Lind hér að ofan.. ég þekki dani vel og hef unnið með dönum erlendis í mörg ár og þetta er ekki sú mynd sem ég hef af þeim. 

Ég held að danir séu bara búnir að átta sig á því að íslenska ríkidæmið er bara loftbóla en ekki gallharðir peningar. Enginn verðmæti liggja á bak við útrás okkar og hagkerfið okkar er talað upp og þar að auki höfum við fáranlega sterka krónu miðað við efnahag.

Óskar Þorkelsson, 27.2.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tek undir með Óskari, þetta er alls ekki sú mynd sem ég hef af Dönum og ég þekki þá marga. Þeir eru indælisfólk upp til hópa, afslappaðir og þægilegir og eiginlega allt of umburðarlyndir gagnvart öllu og öllum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 15:32

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Svona róleg bæði tvö, ég bjó nú í henni Danmörku í 3 ár svo að ég þekki aðeins til á þeim bænum.

Frændur vor Danir eru nú ekki alveg saklausir og langt því frá að þeir séu hafnir yfir alla gagnrýni

Það mætti halda að fólk sé búið að gleyma því að líklega erfiðustu tímar sem Íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum var þegar þeir lutu konungsstjórn Dana.

Þeir voru með einokun á allri verslun til landsmanna í margar aldir. Með einni einfaldri stjórnsýsluaðgerð, þá eignaðist Danski kóngurinn allar kirkjujarðir á Íslandi í kringum 1550. En þá voru Íslendingar látnir skipta yfir í Lúterstrú og urðu þá allar eignir Kirkjunnar í eigu Danska kóngsins! Það var einn klókur Íslendingur, Jón Arason að nafni sem sá í gegnum plottið og setti sig upp á móti þessum gjörning. Að launum var hann afhöfðaður ásamt tveimur af hans sonum. Í framhaldi braust út lítið stríð og líklega það eina sem Íslendingar hafa farið í, sem endaði því miður með skjótum sigri Dana á frekar subbulegan máta.

Í framhaldinu fór fram næstu aldirnar gífurleg skattlagning á fátækum Íslendingum og sá ekki til sólar aftur fyrr en byrjað var að losa aftur á klóm nýlenduherranna.

Ég fékk stundum að heyra það frá eldri Dönum að þeir voru ekki par ánægðir með svik Íslendinga þegar við sögðum skilið við þá 1944.

En ég skil vel að Færeyingar og Grænlendingar horfi öfundaraugum til okkar Íslendinga þessa daganna. Enda málið mjög viðkvæmt fyrir Dani og þeim því í mun að sýna fram á að það sé ekki allt 100% á Íslandi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.2.2008 kl. 16:16

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jájá, við þekkjum alveg söguna og hún var ekkert alltaf falleg. En breytir því ekki að Danir eru ágætisfólk og við eigum ekki að fordæma nútímadani fyrir eitthvað sem forfeður þeirra gerðu á hlut okkar endur fyrir löngu. Ekki viljum við vera dæmd af ódæðisverkum forfeðranna.

Ég hef líka hitt eldri Dani sem segja Íslendinga hafa svikið þá 1944 - en það er svo máttlaus gagnrýni. Engin þjóð vill vera undir hæl annarrar og það vildi svo (ó)heppilega til að tvær heimsstyrjaldir með stuttu millibili höfðu gert Íslendinga nógu stönduga til að lýsa yfir sjálfstæði sínu. Það var nú ekki eins og Danirnir hefðu ekki vitað í hvað stefndi - stjórnarskráin 1874, fyrsti ráðherrann 1904, fullveldi 1918, Alþingishátíðin 1930 - o.s.frv. Margt hafði líka gerst áður og kemur þar Jón nokkur Sigurðsson mikið við sögu.

Engin þjóð er alsaklaus, en ekki alvond heldur. Hvorki við né Danir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 16:27

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ekki má gleyma að fyrsti bankinn í eigu Íslendinga var stofnaður um aldamótin 1900 og gátu þá Íslendingar farið að taka sín fyrstu lán til að kaupa alvöru fiskiskip til að veiða í einum gjöfulustu fiskimiðum heimsins - Þá fyrst fóru peningarnir að streyma í kassann!

Ekki er hægt að bera saman þær náttúruauðlindir sem Íslendingar búa við annars vegar og það sem Danir hafa. Á meðan Danir þurfa að lifa nánast eingöngu á eigin hyggjuviti, þá eiga Íslendingar risavaxin gjöful fiskimið sem eru um 7 sinnum stærra en landið sjálft. Stór og mikil vatnsföll renna hringinn í kringum landið sem gefa af sér endalausa ódýra orku m.a. til framleiðslu á áli og er sá útflutningur einn og sér að gefa meira af sér en fiskveiðar Íslendinga. Um allar jarðir flæðir upp ótakmarkarð magn af heitu vatni til húshitunar og fl. Einnig er ferskt vatn til í ótakmörkuðu mæli sem gerir ekki annað en að hækka í verði!

Ef Íslendingar geta ekki spilað rétt úr þessum spilum, þá ER EITTHVAÐ MIKIÐ AÐ!

Ég kann mjög vel við Dani, enda starfa ég sem leiðsögumaður fyrir Dani og því eins gott að þekkja vel til :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.2.2008 kl. 16:53

7 identicon

Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs (1985) og Íslenskri samheitaorðabók (1985) merkir orðið fordómur það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. Í sömu bókum kemur einnig fram að orðið sleggjudómur merkir órökstuddur dómur.

Ég bjó í Danmörku í 4 ár og Svíþjóð í 6 ár. Það sem ég skrifa hér að ofan er ekki byggt á órökstuðningi, heldur reynslu. Ég fékk nokkrum sinnum að heyra hvað þeim fannst um Íslendinga og Íslenska viðskiptahætti. Ég þagði alltaf, en fannst áberandi hroki og í fullyrðingum þeirra. Þeim finnst Íslendingar vera fljótfærir og óvarkárir, og ég er nokkuð viss um að þessar spár þeirra eru litaðar þeim hugsunarhætti. Á ég danska vini? Já. Eru þeir allir eins? Nei, ekkert frekar en Íslendingar. En staðreyndin er samt sú að það er ákveðið og almennt viðhorf til Íslendinga sem að stýrir svona yfirlýsingum og spám.

Lind (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:58

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kjartan...  fékkstu tvo tölvupósta frá mér í dag? Það er stífla í póstkerfinu og ég veit ekkert hver fær póst frá mér. Ég fæ nánast engan póst og veit um þó nokkurn póst sem mér hefur ekki borist.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 22:33

9 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Linda!   Hefurðu nokkuð litið á hve marga tugi ef ekki hundruð milljarða þjóð okkar hefur tapað á fljótfærni og hreinum barnaskap landsmanna okkar í viðskiptum við aðrar þjóðir? Kíktu á það. Þú þarft ekki að fara mjög langt aftur. Það gæti verið að í ljós kæmi að það sé ekki tóm steypa sem lítt stressaðir spegúlanttar annarra þjóða eru að segja. Í það minnsta eiga þeir góða von um að drukna ekki í skuldasúpu. Sumir þeirra safna sjóðum, geta borgað betri laun, haft betra skólakerfi og velferðarkerfi, sem meira að segja Íslendingar sækjast í að lifa í.

Gæti verið að skaplindi þitt eigi einhvern þátt í slæmri reynslu þinni af Dönum? 

Guðbjörn Jónsson, 27.2.2008 kl. 23:25

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hæ Lára,

Fékk 2 pósta frá þér í dag og takk fyrir ábendinguna. Sendi póst med det samme á umræddan Pál. Var eitthvað búinn að heyra að msn og fl. væri í einhverju bulli í dag og má vera að það hafi eitthvað með póstsendingarnar hjá þér að gera.

Það er nú óþarfi að fara á taugum yfir þessum blessuðu Dönum sem hefur veri ein okkar besta vinarþjóð til langs tíma. Það eru ófáir Íslendingar sem hafa hlotið menntun sína í Danaveldi og venjulega eru samskiptin á góðum nótum.

Sagan af Den Danske Bank er vel þekkt hjá frændum vor Færeyingum og vilja sumir meina að bankinn hafi beinlínis verið notaður í pólitískum tilgangi til að hafa mikil áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði Færeyinga - ef satt reynist, þá er það ekki gott mál.

En vopn nútímans eru ekki vopn í dag, heldur peningar!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.2.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband