Geimskip lendir rétt hjá Skógum

Rétt hjá Skógum á Sólheimasandi niður við sjó má finna undarlegt flak af flugvél sem  þurfti að nauðlenda á sandinum á sínum tíma. Gaman væri að fá sögu þessa dularfulla flaks frá blogglesendum.

Í leiðinni læt ég fylgja með smá flug-myndband sem að ég tók fyrir stuttu af þessu fallega svæði þar sem sjá má tvær geimverur fljúga yfir Skógafoss!

Einnig er hægt að skoða flugið hér:

http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

og hér:

http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

 

 


Kjartan P. Sigurðsson

WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vél United lent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lítur spennandi út. Er með nokkrar spurningar handa þér.

Hvað heitir svona flug-græja?
Hvað kostar svona flug-græja?
Hvað er maður lengi að læra á svona flug-græju?
Hvað kostar að læra á svona flug-græju?

Frábær leið til að skoða land og þjóð :)

Sólberg (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 15:55

2 identicon

SYÐST á Sólheimasandi liggur skrokkur af flugvél sem var í eigu Bandaríkjahers. Þetta var vél af gerðinni Douglas Dakota DC-3 C 117 en einungis voru fjórar vélar af þessari gerð fluttar til landsins. Vélarnar komu hingað frá Víetnam en höfðu verið notaðar í Kóreustríðinu og voru þær notaðar til birgðaflutninga. Hér á landi gekk ekki áfallalaust með þessar vélar, einni vélinni hlekktist á við flugtak á Hornafjarðarflugvelli, hún var gerð upp og er notuð sem sumarhús á Hoffelli í Nesjum, önnur vél lenti út af á flugbrautinni við Þórshöfn og er nú baggageymsla og mjög illa farin. Sú þriðja skemmdist þegar henni var ekið á flugskýli á Keflavíkurflugvelli, hún er nú safngripur og til sýnis í einu flugskýlinu þar. Fjórða vélin nauðlenti á Sólheimasandi þegar afkælingarbúnaður hennar bilaði. Draga átti þá vél á haf út og sökkva henni og voru komin til þess tæki á sandinn en einhverra hluta vegna var hætt við það og þarna stendur skrokkurinn enn, afskaplega illa farinn af seltu og sandroki, búið er að taka af henni stélið og skrokkurinn hefur greinilega verið notaður til skotæfinga, það var einnig greinilegt að einhver fugl hefur notað flugstjórnarklefann fyrir hreiðurstæði síðastliðið vor.

Ingólfur (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 16:00

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Sólberg. Það er mjög gaman að fljúga þessum græjum.

Ég skal reyna að svara spurningunum eins vel og hægt er:

Hvað heitir svona flug-græja? Mótordreki, Fis, Þriggjaásafis með þyngdartilfærslu, Trike, Ultralight ...

Hvað kostar svona flug-græja? 500 þús og upp í 6-7 milljónir.

Hvað er maður lengi að læra á svona flug-græju? Skráðu þig í Fisflug.is. 20 flugtímar, en getur farið eftir reynslu viðkomandi. gott er að hafa komið nálægt flugi áður.

Hvað kostar að læra á svona flug-græju? Þetta hefur verið að mestu gert í sjálfboðaliðsvinnu enda byggir Fisfélagið á gömlum grunn þar sem félagar þekkjast vel eftir að hafa stundað svifdrekaflug í mörg ár. Þetta er í raun það sama nema búið er að bæta mótor fyrir aftan svifdrekann.

Frábær leið til að skoða land og þjóð :)

Sammála :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.7.2009 kl. 16:06

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Ingólfur fyrir greinagóðar skýringar á þessari flugvél. Ég er oft búinn að koma að þessu flaki með ferðamenn og því miður vantað nákvæmar upplýsingar um gripinn. Einnig hef ég komið að sumarhúsinu á Hoffelli í Nesjum og er gaman að sjá hvernig flugvélin hefur verið nýtt. Á að eiga einhverjar myndir af þeirri flugvél hér:

http://www.photo.is/08/07/1/index_32.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.7.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband