9.5.2009 | 18:54
SAGAN ER SÖNN - FULLUR ÍBJÖRN Á HVERAVÖLLUM!
Sagan getur ekki sannari verið. Síðast sást til ísbjarnarins við skál í sólbaði uppi á Hveravöllum í heitu lauginni innan um danska ferðamenn í góðu yfirlæti.
Það kemur ekki á óvart að bangsi skuli sækja í íslenskar náttúruperlur eins og aðrir erlendir ferðamenn
Hvað er betra en að baða sig í heitri laug og láta þreytuna líða úr líkamanum eftir langt og erfitt sund frá norðurpólnum. Polar bear taking bath in Icelandic natural hotspring at Hveravellir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á myndinni má sjá danska ferðamenn njóta sín í heita vatninu ásamt bangsa. Hér tekur ísbjörninn stökkið fyrir ljósmyndarann út í laugina á Hveravöllum
Ekki er seinna vænna en að fara að venja sig strax við "Global warming" enda allur ís að hverfa á norðurpólnum samkvæmt nýjustu fréttum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En ég mátti til með að birta þessar myndir aftur í tilefni dagsins. Hér má svo sjá 2 aðrar færslur um svipað efni:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/572482
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/391088
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Það kemur ekki á óvart að bangsi skuli sækja í íslenskar náttúruperlur eins og aðrir erlendir ferðamenn
Hvað er betra en að baða sig í heitri laug og láta þreytuna líða úr líkamanum eftir langt og erfitt sund frá norðurpólnum. Polar bear taking bath in Icelandic natural hotspring at Hveravellir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á myndinni má sjá danska ferðamenn njóta sín í heita vatninu ásamt bangsa. Hér tekur ísbjörninn stökkið fyrir ljósmyndarann út í laugina á Hveravöllum
Ekki er seinna vænna en að fara að venja sig strax við "Global warming" enda allur ís að hverfa á norðurpólnum samkvæmt nýjustu fréttum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En ég mátti til með að birta þessar myndir aftur í tilefni dagsins. Hér má svo sjá 2 aðrar færslur um svipað efni:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/572482
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/391088
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ísbjörninn blekking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 18:56 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Kjartan Pétur Sigurðsson
Leiðsögumaður og fræðingur með fjölbreytileg áhugamál.
Reynt verður að láta óritskoðað mynda-blogg tala sínu máli þar sem íslensk mannlíf og náttúra verður í fyrirrúmi.
Vefur: WWW.PHOTO.IS
ÝMSAR PÆLINGAR KPS
#0: HUGMYNDABANKI
#1: Byggjum nýtt skíðasvæði
#2: Íslenskt létt-lestarkerfi
#3: Hellisheiði virkjun myndir
#4: Jarðgöng Rvk-Kjalarnes
#5: Nýr Gullhringur og hér
#6: Jarðlestarkerfi Reykjavík
#7: Bílajarðgöng Reykjavík
#8: Bílajarðgöng Kópavogur
#9: Álhringur lest Austfirðir
#10: Demantshringurinn Norðurland lestarkerfi
#11: Jarðgöng Vestmannaeyjar
#12: EXPO 2010 hugmynd
Reynt verður að láta óritskoðað mynda-blogg tala sínu máli þar sem íslensk mannlíf og náttúra verður í fyrirrúmi.
Vefur: WWW.PHOTO.IS
ÝMSAR PÆLINGAR KPS
#0: HUGMYNDABANKI
#1: Byggjum nýtt skíðasvæði
#2: Íslenskt létt-lestarkerfi
#3: Hellisheiði virkjun myndir
#4: Jarðgöng Rvk-Kjalarnes
#5: Nýr Gullhringur og hér
#6: Jarðlestarkerfi Reykjavík
#7: Bílajarðgöng Reykjavík
#8: Bílajarðgöng Kópavogur
#9: Álhringur lest Austfirðir
#10: Demantshringurinn Norðurland lestarkerfi
#11: Jarðgöng Vestmannaeyjar
#12: EXPO 2010 hugmynd
Spurt er
Er ekki komin tími á að íslendingar setji upp umhverfisvænt lestarkerfi?
Já 83.3%
Nei 16.7%
1363 hafa svarað
Á að fjölga möguleikum fyrir ferðamenn og stækka Gullna Hringinn?
Já 86.2%
Nei 13.8%
900 hafa svarað
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Flug
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Hönnun, þróun, góð hugmynd
- Íþróttir
- Jarðfræði
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Ljósmyndun
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
FORUM UMRÆÐUR
Áhugaverðir umræðuvefir
- Blogg mitt á Visir.is Það eru fleiri fjölmiðlar sem bjóða upp á blog
- Travel - Ferðast á Íslandi Travel in Iceland • Ferðast á Íslandi, Guiding in Iceland • Leiðsögustarfið, Where to go and what to see • Hvert á að fara og hvað á að skoða, Hiking and Backpacking Guide • Gönguleiðsögn, Ice and mountain climing • Ís- og fjallaklifur, Kayak sport • Kayak siglingar, Diving sport • Köfun
- Flying - Flug á íslandi Flying in Iceland • Flug á íslandi, Hangglider • Svifdrekaflug, Paraglider • Svifhlífar, Trike flying • Flug á mótorsvifdrekum, 3-axis microlight • 3ja ása fis, Clubhouse and Hangar • Aðstaða og flugskýlismál, Security tips in flying - Teaching guide • Öryggismál í flugi - kennsla, Stjórnir, nefndir og framkvæmdir
- Pólitík, tæknimál og fl. Weather Veður og veðurfar, Goverment of Iceland Stjórnsýslan og embætismannakerfið á Íslandi, Computer Tölvumál, Newest technology Nýjasta tækni,
PHOTOS • MYNDIR
Vefir tengdir ljósmyndun
- Leit Search www.photo.is myndaleit á photo.is
- WWW.PHOTO.IS Ferða- og ljósmyndavefur
- KPS Youtube myndbönd Ýmis myndbönd sem hafa verið útbúinn í gegnum tíðina
- KPS Flickr.com myndir Ljósmyndir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- andrigeir
- annaeinars
- annalilja
- apalsson
- agbjarn
- arnigunn
- asabjorks
- ormurormur
- asdisran
- safinn
- baldvinj
- pelli
- berglist
- kaffi
- birgitta
- bragir
- braxi
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynja
- bibb
- brylli
- brandarar
- tourguide
- ding
- dofri
- kvotasvindl
- eggman
- jari
- einari
- jaxlinn
- emilhannes
- erla1001
- kamilla
- eydis
- ea
- uthlid
- fridaeyland
- africa
- kransi
- gretaulfs
- grumpa
- gudni-is
- gudbjornj
- fifudalur
- mosi
- godpool
- lostintime
- gurrihar
- faraldsfotur
- gudrunmagnea
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gbo
- guru
- tudarinn
- hallgrimurg
- vulkan
- harpaelin
- heidistrand
- skessa
- heidathord
- blekpenni
- diva73
- herdis
- herbja
- himmalingur
- hjorleifurg
- hjorturgud
- maple123
- don
- hreinsamviska
- minos
- horduragnarsson
- ingolfurasgeirjohannesson
- kreppan
- jeg
- jogamagg
- hansen
- joiragnars
- jonaa
- jonasantonsson
- jas
- jonhalldor
- fiski
- jon-o-vilhjalmsson
- jonpallv
- jonr
- skodunmin
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- drhook
- gassir
- karlol
- kari-hardarson
- kentlarus
- askja
- kjarrip
- kreppukallinn
- snyrtistofa
- bubot
- lauola
- larahanna
- lara
- lotta
- liljabolla
- lillagud
- liljan
- lindalea
- lydurarnason
- magnusvignir
- mammzla
- maggaelin
- elvira
- marinogn
- marinomm
- gummiarnar
- martasmarta
- manisvans
- methusalem
- morgunbladid
- mortenl
- nanna
- alvaran
- omarragnarsson
- huldumenn
- svarthamar
- skari60
- pallthayer
- ljosmyndarinn
- peturgauti
- proletariat
- hnodri
- raksig
- totally
- siba
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggivalur
- zunzilla
- skaftie
- skastrik
- luther
- snorrihs
- fia
- shv
- stefanjonsson
- eyjann
- stormsker
- saemi7
- solvi70
- theodorn
- toshiki
- tryggvigunnarhansen
- daystar
- vefritid
- eggmann
- vilhelmina
- vilhjalmurarnason
- postdoc
- harleyguy
- visindi
- steinibriem
- thorsteinnerlingsson
- steinisv
- valli57
- toro
- ovinurinn
- steistei
- aevark
Athugasemdir
Sæll Kjartan,þekki þessar myndir frá þér,þær eiga vel við í dag. Ég var lengi að spá í hvernig ísbjörn hefði komist á land núna í ísleysinu,hafi hann komið fyrir nokkrum mánuðum hefði hans orðið vart,því birnir þurfa að nærast og svangir reyna þeir við allt.
Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2009 kl. 21:10
Þeir eru miklir spaugarar þarna fyrir norðan. Ég skil annars ekkert í löggunni að vera að stressa sig á svona síðbúnu aprílgabbi. Þetta er einn af fáum ljósum punktum í fréttum síðustu vikurnar.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.5.2009 kl. 22:28
Megum ekki vera létt, það verður "platfrétt"
Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2009 kl. 23:03
Því miður hafa stærri lygar en þessi frétt verið látnar viðgangast í langan tíma án þess að mikið væri að gert.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.5.2009 kl. 00:00
Ég gat ekki annað en emjað af hlátri yfir þessum "heitapottsmyndum". Hvað varðar þetta norðanmál virðist enginn fréttasnápa hafa velt því fyrir sér hvernig ísbjörninn hefði komist hingað nýverið á íss, og hafi hann verið um hríð, hvar hann hafi leynst. Hugsið ykkur hversu lítið þarf til að setja heila þjóð á endann með æsifrétt. Menn æða af stað með fréttir í fjölmiðla, helst í þeim tilgangi að vera fyrstir með þær en sannleiksgildið er lítt eða ókannað. Í þessu tilfelli var einn maður hafður fyrir öllu saman!
Það var annars dálítið merkilegt við efstu myndina, að bjössi skyldi hafa bláa tungu! Ætl´onum sé kalt í hvernum eða var hann bara að sýna dökka skrökblettinn????
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 09:42
Þetta dæmi sýnir hvað auðvelt er að stýra fjölmiðlaumræðunni. Smá mál getur orðið að stórmáli allt eftir því hvernig fjölmiðlar kjósa að taka á málinu.
Mörg önnur mál mættu fá meiri athygli. Eins og hvernig stendur á því að það skuli enn líðast að það séu svokölluð terrorista lög í Englandi á Íslensku bankana sem eru löngu fallnir af stalli sínum?
1) Merkilegt að það skuli ekki nokkur blaðamaður velta því máli meira fyrir sér! Var í raun verið að framkvæma fjármálalegt hryðjuverk og þá af íslensku útrásarvíkingunum með fullum stuðning ákveðinna stjórnmálaflokka á Íslandi?
2) Ef það var framið hryðjuverk, hvers eðlis var það og því er ekki enn búið að upplýsa það í smáatriðum og hvert peningarnir fóru sem fluttir voru frá Englandi.
3) Þetta var táknrænn gjörningur hjá Englendingum sem hafði hrikalegar afleiðingar í för með sér. Þetta er greinilega enn notað sem þumalskrúfa á Íslendinga ofan á allt annað eins og það sé ekki nóg komið.
4) Nema að vandamálin hafi verið svo mikil hjá Englendingum að þeir hafi þurfa að finna sér ímyndaðan óvin til að beina athyglinni frá eigin vandamálum heima fyrir. Svipuð aðferðafræði sem Nasistarnir notuðu gegn Gyðingum á sínum tíma. En auðvelt var að ala á öfund yfir velgengni gyðinga meðal almennings.
5) Það vekur furðu að samkvæmt fréttum, þá eru Íslendingar valdir af yfir 90% af því bankahruni sem nú ríður yfir Evrópu. Það þykir mér ótrúlegur árangur hjá 320.000 manna þjóðfélagi svo ekki sé meira sagt. Í Evrópu búa rúmlega 700 milljónir og eru Íslendingar um 0,04% af íbúum Evrópu.. Það verður að segjast eins og er að áhrif þessarar örþjóðar eru ekki í neinu samræmi við þann mannfjölda sem þar býr!
6) Annars merkilegt hvað Ísland kemur oft við sögu þegar hafa þarf áhrif á heimssöguna, hver ætli sé skýringin?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.5.2009 kl. 12:13
Kjartan manstu ekki eftir sögunni, "'Úlfur, úlfur", og hver afleiðingin varð af því gabbi ?!?!?!?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 16:35
Sæl Lilja.
Ég þekki vel þá sögu og fjallar hún um að verið sé að endurtaka sömu skröku söguna aftur og aftur og aftur. Hér er um eitt einstakt tilfelli að ræða sem í mesta lagi kennir fjölmiðlum og öðrum að kanna trúverðugleika frétta betur í framtíðinni.
Allir sem vilja, vita vel að í upphafi byrjað þetta sem saklaust grín og er alls ekki meiningin að skaða neinn. Meira hugsað sem smá skemmtun eins og hvert annað gabb. Sagan byrjar á því að lélegar myndir eru sendar af Ísbjörnum á fjölmiðil. Myndirnar reynast svo trúverðugri en nokkur þorði að vona.
Við þekkjum vel frægasta gabbi sögunar, "Innrásin frá Mars". Ekki var þar á ferð reglubróðir í annarlegu ástandi heldur heimsfræg ríkisútvarpsstöð sem stóð fyrir því "gamni" og setti nánast allt á annan endann. Að auki var heill her af pró leikurum sem komu líka við sögu.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.5.2009 kl. 23:33
Góður
Guðborg Eyjólfsdóttir, 12.5.2009 kl. 22:23
Þetta heitir þjóðfélagsleg misnotkun á photoshop! Og ekki vel gerð! En jókurinn er góður!!!
Ævar Rafn Kjartansson, 19.6.2009 kl. 22:16
Takk fyrir kommentin hjá ykkur.
Ég var víst eitthvað að flýta mér Ævar að útbúa þessar myndir á sínum tíma og verð að viðurkena að það var ekkert vandað sérstaklega til verksins. Enda er hraði bloggsins með þeim hætti að maður er fljótur að missa af lestinni ef hlutirnir eru ekki framkvæmdir strax. Photoshop á að leika í höndunum á mér ef ég legg mig fram við það, enda búinn að vera stórnotandi í meira en 10 ár! En þeir sem til þekkja, vita að það er endalaust hægt að læra á þetta flotta forrit. Ég á að eiga góða kennslustund í þessum Photoshop fræðum hér líka:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/661009/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/656328/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/655397/
Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.6.2009 kl. 22:41
Á eftir að nota mér þessar kennslustundir. Er býsna góður en kann samt bara á brot af forritinu.
Ævar Rafn Kjartansson, 19.6.2009 kl. 22:55
Ferlega fyndnar myndir ! En velti -af meðfæddri smámunasemi- blárri tungu bangsa fyrir mér...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.6.2009 kl. 10:52
Bláa tungan stafar af langvarandi sleikjuhætti við ákveðin útrásaröfl sem björninn komst í kynni eftir að hann kom til Íslands.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.6.2009 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.