HVERAVÍK Á STRÖNDUM, HETT VATN - MYNDIR

Að sjálfsögðu er nóg að heitu vatni í Hveravík við Steingrímsfjörð á Ströndum eins og sjálft nafnið bendir til. Ofarlega í flæðamálinu hægra megin í þessari mynd var að ég held á sínum tíma heit laug. En í dag er þar heit uppspretta.

Hér má sjá staðinn sem Hveraorka ehf. er að bora eftir heitu vatni á í Hveravík við norðanverðan Steingrímsfjörð. En borholan er orðin 312,5 metra djúp og gefur 40–50 lítra á sekúndu af 76° heitu vatni. Picture of hot spring area Hveravik in fjord Steingrimsfjordur in Vestfjord in the north vest of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo yfirlitsmynd af svæðinu. Þó svo að jarðgrunnurnn sé gamall og þéttur á Vestfjörðum, þá virðist vera víða sem heitt vatn kemur upp og má finna náttúrulegar heitar laugar á nokkrum stöðum á Vestfjörðum.

Draumur Gunnars Jóhannssonar, hins eiganda Hveraorku, er að koma hitaveitu til Hólmavíkur og Strandabyggðar. Picture of hot spring area Hveravik in fjord Steingrimsfjordur in Vestfjord in the north vest of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá gamla laug sem var útbúin í Hveravík við Steingrímsfjörð og er laugin líklega ekki notuð lengur.

Picture of hot spring area Hveravik in fjord Steingrimsfjordur in Vestfjord in the north vest of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




GPS feril af fluginu má svo skoða nánar hér: http://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=160011

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Nóg af heitu vatni í Hveravík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjartan. Svona til frekari upplýsinga, þá fór gamla sundlaugin í Hveravík undir veginn, þegar hann var endurbyggður. Áður var reyndar búið að fara ansi nærri henni þegar eldri vegur var gerður. Þessi litla þró, sem sést á myndinni, var að vísu í tengslum við laugina. En þetta var ansi sérstætt mannvirki meðan það var og hét og efalítið hefur það veitt sérstaka tilfinningu að svamla þarna í heitri laug rétt í flæðarmálinu.

Ellismellur (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 08:05

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir upplýsingarnar Ellismellur. Ég var víst búinn að heyra eitthvað um að nýi vegurinn hefði verið lagður að einhverju leiti þarna yfir en var samt ekki alveg viss. En gott að fá söguna staðfesta.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.9.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband