2.9.2008 | 11:01
MANNABEIN Í KIRKJUMEL, BREIÐAVÍK - MYNDIR OG KORT
Einn af mínum uppáhalds stöðum er að koma niður á sandanna í Breiðuvík. Til að komast þangað, þá þarf að fá leyfi hjá Aðalheiði Ásu Georgsdóttur í Miðhúsum í Breiðuvík á Snæfellsnesi.
Þarna er mikið af fallegu myndefni þar sem andstæðurnar eru miklar. Sjórinn, rauðir sandarnir og svo Snæfellsjökull í bakgrunni.
Ekki þekki ég vel til grafreitsins í svonefndum Kirkjumel sem Sæmundur Kristjánsson, svæðisleiðsögumaður á Rifi talar um, þó er ég búinn að fara ófáar ferðirnar þarna niður í fjöru. Spurning hvort að þessi umgjörð verði næsti söguþráður í spennusögu hjá Arnaldi Indriðasyni. En umgjörðin sem þarna er, er mjög þekkt og hefur verið mikið notuð af ljósmyndurum og kvikmyndafyrirtækjum.
Spurning um að byrja á yfirlitsmynd af svæðinu. Hér skartar Snæfellsjökull sínu fegursta. Einnig má sjá Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd og svo hluta af Breiðuvík. Einnig sést í Breiðavatn og Langavatn (nær) sem liggja við jaðarinn á Búðahrauni.
Búðahraun er nefnt Klettshraun í fornum heimildum og er talið vera um 5000-8000 ára gamalt. Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd, Breiðuvík, Breiðavatn, Langavatn and lava Búðahraun (Klettshraun) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er líklega ein af mínum þekktari myndum af Snæfellsjökli, tekin af klettinum yfir fjöruna í Breiðuvík. Mynd þessi er samsett og birtist í Íslandsbókinni 1996.
Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðahraun (Klettshraun). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur mynd tekin á sama stað nokkrum árum seinna. Nema þessi mynd er hluti úr 360° mynd.
Panoramic picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á skilti við Búðir má lesa um gönguleiðir sem liggja um hraunið og þar er minnst á gamla þjóðleið um Búðahraun sem hét Klettsgata.
Picture of hiking track over lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning hvort að hér séu mannabeinin komin fram sem einn þekktasti fjöldamorðingi Íslandssögunnar gæti verið valdur af? Sá hét Axlar-Björn og var kenndur við bæinn Öxl sem er undir Axlarhyrnu í grennd við Búðir á Snæfellsnesi.
Axlar-Björn eltist við ferðamenn sem áttu leið um svæðið, rændi þá peningum, fötum og hestum og drap þá síðan. Hann náði að myrða 18 manns áður en upp um hann komst. Að vísu segir sagan að hann hafi dysjað líkin í flórnum á Knerri eða í Íglutjörn fyrir neðan túnið á Öxl. En hvaðan koma þá beinin sem frétt mbl fjallar um? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér hleypur rebbi yfir veginn við fjallið Axlarhyrnu rétt fyrir ofan bæinn Miðhús við Breiðuvík
Refir hafa stundum þann háttinn á að skreppa niður í fjörur landsins til að ná sér í æti og kemur stundum fyrir að þeir sem aka þar um í ljósaskiptunum rekist á rebba þegar svo ber undir. Picture of Icelandic fox running over the road at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Breiðuvík, Miðhúsum, Hraunslöndum, Kirkjumelur, Búðum, Arnarstapa á Snæfellsnesi
Map of Breiðavík, Miðhús, Hraunslönd, Kirkjumelur, Búðir, Arnarstapi on Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Þarna er mikið af fallegu myndefni þar sem andstæðurnar eru miklar. Sjórinn, rauðir sandarnir og svo Snæfellsjökull í bakgrunni.
Ekki þekki ég vel til grafreitsins í svonefndum Kirkjumel sem Sæmundur Kristjánsson, svæðisleiðsögumaður á Rifi talar um, þó er ég búinn að fara ófáar ferðirnar þarna niður í fjöru. Spurning hvort að þessi umgjörð verði næsti söguþráður í spennusögu hjá Arnaldi Indriðasyni. En umgjörðin sem þarna er, er mjög þekkt og hefur verið mikið notuð af ljósmyndurum og kvikmyndafyrirtækjum.
Spurning um að byrja á yfirlitsmynd af svæðinu. Hér skartar Snæfellsjökull sínu fegursta. Einnig má sjá Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd og svo hluta af Breiðuvík. Einnig sést í Breiðavatn og Langavatn (nær) sem liggja við jaðarinn á Búðahrauni.
Búðahraun er nefnt Klettshraun í fornum heimildum og er talið vera um 5000-8000 ára gamalt. Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd, Breiðuvík, Breiðavatn, Langavatn and lava Búðahraun (Klettshraun) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er líklega ein af mínum þekktari myndum af Snæfellsjökli, tekin af klettinum yfir fjöruna í Breiðuvík. Mynd þessi er samsett og birtist í Íslandsbókinni 1996.
Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðahraun (Klettshraun). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur mynd tekin á sama stað nokkrum árum seinna. Nema þessi mynd er hluti úr 360° mynd.
Panoramic picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á skilti við Búðir má lesa um gönguleiðir sem liggja um hraunið og þar er minnst á gamla þjóðleið um Búðahraun sem hét Klettsgata.
Picture of hiking track over lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning hvort að hér séu mannabeinin komin fram sem einn þekktasti fjöldamorðingi Íslandssögunnar gæti verið valdur af? Sá hét Axlar-Björn og var kenndur við bæinn Öxl sem er undir Axlarhyrnu í grennd við Búðir á Snæfellsnesi.
Axlar-Björn eltist við ferðamenn sem áttu leið um svæðið, rændi þá peningum, fötum og hestum og drap þá síðan. Hann náði að myrða 18 manns áður en upp um hann komst. Að vísu segir sagan að hann hafi dysjað líkin í flórnum á Knerri eða í Íglutjörn fyrir neðan túnið á Öxl. En hvaðan koma þá beinin sem frétt mbl fjallar um? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér hleypur rebbi yfir veginn við fjallið Axlarhyrnu rétt fyrir ofan bæinn Miðhús við Breiðuvík
Refir hafa stundum þann háttinn á að skreppa niður í fjörur landsins til að ná sér í æti og kemur stundum fyrir að þeir sem aka þar um í ljósaskiptunum rekist á rebba þegar svo ber undir. Picture of Icelandic fox running over the road at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Breiðuvík, Miðhúsum, Hraunslöndum, Kirkjumelur, Búðum, Arnarstapa á Snæfellsnesi
Map of Breiðavík, Miðhús, Hraunslönd, Kirkjumelur, Búðir, Arnarstapi on Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Mannabein í Kirkjumel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Jarðfræði, Ljósmyndun, Samgöngur | Breytt s.d. kl. 17:03 | Facebook
Athugasemdir
Mikið er nú alltaf ánægjulegt að skoða myndirnar þínar, ekki síst ef þær eru af svæði sem manni hefur veirð kært frá barnæsku. Maður sér nú best þegar maður kíkir á síðuna þína, hvaða munur er á fagmanni eins og þér og fúskinu hjá manni sjálfum. En meðal annarra orða: Björn bjó í Öxl, ekki Öxi, eins og stendur þarna. Hraunið heitir Búðahraun, ekki Búðarhraun, það er talað um Búðir í fleirtölu, eignarfallsmyndin í fleirtölu er því "Búða". Góðar kveðjur og þakkir fyrir allar þínar frábæru myndir.
Bóbó (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 11:16
Ég sé að þú hefur náð að koma þínu kommenti að áður en ég náði að prófarkalesa herlegheitin.
En annars takk fyrir :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.9.2008 kl. 11:33
Við nánari skoðun, þá má nú finna villu í þínum texta líka :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.9.2008 kl. 11:41
Heill og sæll!Hef ekki opnað relluna 3daga.Verð þá að sýna viðbrögð,því þarna eru rætur barna minna,þarna fæddist eiginmaður minn í Ólafsvík þótt foreldrar hans byggju á Hellisssandi.Ég lifði mig inn í sögur gamla mannsins tengdaföður míns um lífsbaráttuna,hætturnar,sjóskaðana,hjá honum var lífið "að fiska"eins og hjá Valgarði afa þínum.Þú nefnir dulúð fjörunnar á Rifi,einmitt þar,gerðust magnþrungin atvik,sem eru til á spólu,í frásögn Sigurjóns tengdapabba.Ég falast eftir einni ljósmynd af Snæfellsjökli ef þú ert til í það,ætla að gefa það í tækifærisgjöf. Góðar kveðjur til ykkar.
Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2008 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.