RISA MYND - FOSSINN GLYMUR

Hér gefur að líta foss sem hefur verið byggður upp með hjálp náttúrunnar, ólíkt með manngerða fossinn sem kemur úr Hálslóni og nefnist Kárahnjúkafoss.

Myndin sýnir risa víðmynd af fossinum Glym sem er í Botnsá innst inni í botni Hvalfjarðar. Fossinn Glymur er jafnframt hæsti foss landsins eða um 198 metrar á hæð.

Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá fólk sem er á göngu allt í kringum gljúfrið sem fossinn fellur í. Að fossinum Glym liggja 3 gönguleiðir (Vegalengd: um 4 km, 2-3 kl.st., hækkun 300 m) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Botnsá kemur úr Hvalvatni og rennur meðfram Hvalfelli. Hvalfell myndaðist í gosi undir ís í miðjum dalnum og myndar eins konar tappa sem stíflar dalinn. Því er að finna eitt dýpsta vatn landsins þar sem Hvalvatn hefur safnast upp.

Að neðan er fjallið móberg, en ofan hefur þunnfljótandi hraunið náð upp á yfirborðið og náð að mynda hraunhellu ofan á fjallið (hatt) og mynda eins konar móbergsstapa í líkingu við Hlöðufell, Herðubreið og fleiri sambærileg fjöll. Með þessu móti er auðvelt að átta sig á hversu þykkur ísinn hefur verið þegar gosið átti sér stað. Picture of Hvalfell and Botnsa river and waterfall Glymur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Glymur kemur fram í þjóðsögu þar sem hvalur á að hafa synt inn fjörðinn, upp Botnsá og upp Glym og endað að lokum örmagna í Hvalvatni.

Í fossinum barðist hvalurinn mikið við að komast upp og komu þá miklar drunur og dregur fossins nafn sitt af þeim. Picture of waterfall Glymur in Hvalfjord, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá víðmynd af Hvalfjarðarbotni og ber við himinn Selfjall, Háafell, Miðhamrafjall, Hvalfell, Botnssúlur, Miðsúla, Súlnaberg, Syðstasúla og svo Múlafjall

Í botni fjarðarins rennur svo Botnsá. Picture of Botnsa river, mountain Selfjall, Haafell, Midhamrafjall, Hvalfell, Botnssulur, Miðsula, Sulnaberg, Sydstasula og svo Mulafjall in Iceland, Hvalefjord. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skemmtilegur hellir er neðarlega í gljúfrinu þar sem jafnframt er hægt að fara yfir ánna á lítilli göngubrú.

Einnig er hægt að ganga niður með gljúfrinu austanverðu en þá þarf að vaða Botnsá fyrir ofan fossinn. Ekki er mælt með því að ganga eða vaða inn eftir gljúfrinu. Þar hafa orðið alvarleg slys á fólki vegna hruns. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo tengingar á ýmsar spennandi hugmyndir varðandi Glym og Hvalfjörð sem gæti verið vert að skoða nánar:

Lausnin er að hafa tvær leiðir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950

Það eru til fleiri góðar leiðir til að fjölga spilum á hendi í ferðaþjónustu á suðausturhorni landsins. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781

Flott - Nýjar hugmyndir! leiðir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551

Hér má svo sjá fossanna við Hálslón, útbúnir af guði og ... endurgerðir af mönnum :)

NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA - SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA (þar má svo sjá þessa frægu rennu) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/584517

SVÆÐIÐ OG FOSSARNIR SEM HURFU - MYNDIR. (það sem manngerði fossinn kom í staðin fyrir) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379467



Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Níutíu metra foss myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já það er skömm frá að segja að ég hef nú ekki farið Botnsdalinn bara Brynjudalinn enda vinkona mín þaðan.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 18.8.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Skorhagafoss í Brynjudalsá (Brynjudalur er næsti dalur sunnan við Botnsdal) er flottur og hann þekkja líklega flestir sem ekið hafa um Hvalfjörð. Á víst eitthvað af myndum úr þeim dal líka, þarf bara að finna til þær, en þær eru líklega ekki komnar á vefinn hjá mér.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.8.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Ég gekk inn að Glym fyrir rúmri viku. Skemmtileg gönguleið sem mætti þó vera betur merkt.

Björgvin S. Ármannsson, 18.8.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mikið er ég þér nú hjartanlega sammála, leiðirnar um svæðið eru mjög illa merktar og fyrir bragðið er fólk að labba óskipulega út um allt og valda þar með óþarfa skemmtum á svæðinu vegna átroðnings.

Svo er annað að ég og fl. fórum í kvöldgöngu og lentum í svarta myrkri þegar við vorum á leiðinni niður. Það mátti litlu muna að við kæmumst í sjálfheldu í klettabelti sem er norðan megin við gljúfrin.

Ég var að fljúga um svæðið 6 júlí 2008 á sunnudegi í æði veðri og var mikið af fólki að labba báðu megin við gljúfrið. Gaman væri að fá komment frá einhverjum sem muna eftir flugi á mótordrekum yfir svæðið á þessum tíma og þegar þessar myndir voru teknar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.8.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband