GENGIÐ Á ESJUNA, ÞVERFELLSHORN - MYNDIR

Fyrir þá sem hafa hug á að ganga á Esjuna. Þá má sjá vinsælustu gönguleiðina hér. Neðst liggur hún upp í gegnum lúpínubreiðurnar, sem breiða úr sér og setja fallegan lit á umhverfið fyrri hluta sumars. Neðst til vinstri á myndinni er bílastæðin við Mógilsá og efst til hægri er svo Þverfellshorn sem flestir reyna að ganga á.

Gönguleið frá bílastæðinu við Mógilsá getur verið hringleið eða upp og niður sömu leið. Vegalengdin jafngildir um 6 km og göngutíminn 1 til 3 klst. eftir því hversu langt er farið upp og hversu hratt er farið. Hlíðin er aflíðandi neðst með hömrum efst og hækkun upp að stóra stein er 760 m en mesta hæð 780 m. Hallinn fellur í flokk C sem er nokkuð erfið gönguleið. Esjan Mountain (914 meters above sea level) is a popular place for Icelanders to go hiking. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við bílastæðin er gott að gera sig kláran fyrir gönguna. Nauðsynlegt er að taka með sér góðan búnað, hlífðarföt, stafi, góða gönguskó og jafnvel bakpoka og nesti og eitthvað að drekka á meðan á göngunni stendur.

Staðreyndin er sú að fólk fer oft á Esjuna vanbúið til gönguferða og gerir sér ekki grein fyrir mörgum þeim hættum sem þar eru. Vetrarferðir kalla að auki á mannbrodda, ljós m.m. Gangan upp ætti ekki að taka lengri tíma en tvær klukkustundir. Þetta er án efa vinsælasta gönguleið á öllu Íslandi og er geysilega skemmtileg. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er lagt á Esjuna og er stefnan tekin upp að Steininum í 597 metra hæð

Eins og sjá má, þá er búið að leggja fína göngustíga upp fjallið. Framundan grillir í Kistufell og Gunnlaugsskarð. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ferðahraðinn og aldur þeirra sem leggja á Esjuna er misjafn. Á meðan sumir dóla sér upp í rólegheitunum, þá reyna sumir að hlaupa upp í einum rykk eins og ferðafélagi minn ákvað að gera. Á þessum stað er hægt að velja um svo kallaða Skógarleið og er þá gengið í gegnum skóginn á leið upp Esjuna

Oft er miðað við að gengið sé upp að stóra stein á um 1 kl.st. og góðir hlauparar geta náð upp á 30-45 mínútum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er komið að göngubrú áður en gengið er upp Þvergil sem er skammt frá Búðarhömrum. Þar fyrir ofan er svo Smágil

Hér er brattinn að aukast töluvert (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Víða er búið að laga gönguleiðina og eins og oft vill vera með mannanna verk, þá fer náttúran sínu fram

Mikið af svona vinnu er framkvæmd víða um land af áhugamannahópum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér greinist leiðin í tvennt og völdum við félagarnir að fara brattari leiðina fyrst og taka svo hina leiðina til baka. Eins og sjá má, þá er slóðinn sem gengið er eftir í misjöfnu ástandi. Í Einarsmýri er jarðvegurinn blautur sem er að koma undan snjónum og getur verið óskemmtilegt svæði til yfirferðar.

Gamla leiðin, liggur upp Langahrygg sem einnig er nefndur Gljúfradalsháls. Gengið er í bröttum skriðum uns komið er í mýrina. Handan hennar tekur svo bratti Þverfellshorns við. Leiðin hentar þeim sem vilja fara hratt yfir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


STEINN, er sá viðkomustaður sem flestir stefna á og þeir sem treysta sér lengra taka því næst stefnuna á toppinn eða sjálft Þverfellshornið

Upp að steini er um 6,6 km upp í 597 m hæð með hækkun um 587 m. Just outside the Reykjavík capital of Iceland is Mt. Esjan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Töluverður bratti er frá Steininum upp að klettabeltinu eins og sjá má á þessari mynd, aðallega er um tvær leiðir úr að velja, sú fyrri sem að við fórum var nánast beint upp klettabeltið þar sem fylgt vegvísum, tröppum og keðjum

Seinni leiðin er aðeins vestar en þar sem var mikill snjór á þeirri leið og sér í lagi í kverkinni og við ekki með neinn búnað til að ganga á snjónum. Þessi kafli leiðarinnar getur verið pínu erfiður fyrir óvana og lofthrædda. Að vetrarlagi skal þó fara að öllu með gát. Árið 1979 féll á þessum slóðum snjóflóð og létust 2 menn. Esja is not a single mountain, but a volcanic mountain range, made from basalt and tuff-stone. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo takmarkinu náð, Þverfellshornið sjálft.  Vinsælasta leiðin á Esju frá Mógilsá. Hún er auðrötuð enda mörkuð af sérstökum göngustíg á fjallinu. Efst eru nokkur klettaþrep sem auðvelt er að klífa en rétt er að fara varlega vegna hættu á grjóthruni frá fólki sem kann að vera fyrir ofan.

Lofthræddum er bent á að ganga aðeins vestan við hornið og finna sér leið þar upp. Esjan is situated in about 20 min. drive from Reykjavík and looks over the fjord and the city. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á útsýnisskífunni er gott að átta sig á örnefnum, enda útsýnið stórkostlegt ofan af Þverfellshorni yfir Stórreykjavíkursvæðið

Hér horfir Ingólfur Bruun eftir útsýnisskífunni. Í vörðunni, sem er í 750 m hæð má finna gestabók sem komið hefur verið fyrir í stálhólki. Rétt er að skrá nafn sitt í bókina, afrekinu til sönnunar. From the top there is a great view over Reykjavik city and in good weather you can see pretty far. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Niðurgangan getur oft verið sumum þrautin þyngri, en ef svo er, þá er bara um að gera að fara rólega yfir og spjalla við þá sem eru á leiðinni

Um að gera að spjalla í símann við sína nánustu þegar veðrið er svona gott. Í raun eru nokkrar leiðir úr að velja og eru þær mis vel merktar. Esjan is a bit steep, especially the last part. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þetta er rétta leiðin kallar Ingólfur til eins göngumanns sem er að leggja á klettabeltið

Þverfellshornið er ein vinsælasta gönguleiðin á Esjuna og miða við þann fjölda sem leggur leið sína á fjallið, er með ólíkindum að ekki hefur orðið meira um slys á fjallinu. Iceland Equals Adventure. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo gengið niður hina leiðina frá Steininum til austurs. Ekki er óalgengt að hundruð manna séu á ferð í Esjuhlíðum þegar vel viðrar. Fjölmargir ganga upp nokkrum sinnum í viku sér til heilsubótar.

Sumarið 1994 var gerð ný gönguleið upp að Þverfellshorni. Hún klofnar frá gömlu leiðinni og stefnir yfir Mógilsá og þar upp austan árinnar. Þar er ekki eins bratt og á gömlu leiðinni og því aðeins léttari. Göngustígarnir koma aftur saman fyrir neðan hamrana í Þverfellshorni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt eftir þessa brú sameinast svo leiðirnar aftur

Hægt er að fá göngukort af Esjunni og Leggjabrjót hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6. Vegna mikillar straums göngufólks upp Þverfellshorn hafa troðist margar slóðir hingað og þangað og ber því að virða þær merkingar sem eru á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sagt er að fjallið sé ekki sigrað fyrr enn hinum eina sanna tindi er náð. Um klukkustundar gangur frá vörðunni að Hábungu Esju sem rís hæst 914 m

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Karíus og Baktus á Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

það er mikið að maður sá mymd af þér sjálfum,kanski hefurðu tekið við þér þegar Jón Þór bað þig um mynd af ísbirni,,,,,,,,,,,,,, Esjan er fallegri í fjarska  (fjarskafalleg),en ókleif fyrir mig,Takk fyrirallt þetta efni. kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það var Ingólfur félagi minn sem fékk lánaða fínu myndavélina í smá stund og þá þurfti hann endilega að smella af þessum myndum. En þar sem að ég er í fínni aðstöðu til að ritskoða myndirnar sjálfur (sem er viss kostur) sem að ég set á vefinn hjá mér, þá náði ég að henda út myndunum þar sem að ég var að fram kominn af þreytu :)

Ingólfur hljóp upp á undan á 30-40 mín og sem tók mig um 60 mín og kom svo á móti mér niður og tók þá við myndavélinni :|

Ég á þennan fína ísbjörn og svo á ég líka fullt af myndum af Jóni Þór sem að ég vil meina að líkist meira ísbirni en ég!

Það er ekki neitt mál fyrir þig Helga að labba upp á Esjuna. Þetta er bara spurning um að gefa sér tíma. Skiptir litlu hvort það er 30 mín eða 2 - 3 kl.st.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.6.2008 kl. 02:14

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já það er rétt,ég er ekki hrædd við klifur en keppnisskapið er svo yfirþyrmandi og gengur þá svo nærri mér að ég hræðist að geta ekki náð í og passað barnabarn mitt sem ég geri 3svar í viku.Núpur í Dýrafirði er nokkuð hátt fjall,kleif það 16ára ásamt nemöndum skólans þar,hljóp seinasta spölinn í æsispennandi kappi við strák sem bauð "jafntefli" Gengum á tindinn hönd í hönd.  Spræk þá.

Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2008 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband