26.5.2008 | 07:13
HRINGSDALUR Í ARNARFIRÐI - MYNDIR OG KORT
Á vef Fornleifaverndar ríkisins mátti finna eftirfarandi um Hringsdal og þar eru einnig fínar myndir af svæðinu.
http://www.fornleifavernd.is/index.php?pid=69
"Hilmar Einarsson forvörður og eigandi jarðarinnar Hringsdal í Arnarfirði hafði samband við Fornleifavernd ríkisins sumarið 2006 og tilkynnti að Eyjólfur bróðir hans hefði fundið mannabein í meintu kumli sem er að finna á landareign Hilmars og Kristínar konu hans. Í Hringsdal, er samkvæmt sögnum, haugur Hrings, norsks manns sem kom til Íslands með Erni landnámsmanni sem nam Arnarfjörð. Hringur var sagður veginn af Austmönnum sem höfðu elt hann til Íslands til að hefna fyrir víg. Hringur varðist vel og hryggbraut fjölda Austmanna á steini og eru þeir einnig heygðir í Hringsdal skv. sögnum. Fornleifavernd ríkisins fór vestur og kannaði aðstæður. Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses tók að sér rannsókn á kumlateignum og minjunum í Hringsdal. Frumkönnun Adolfs leiddi í ljós kumlateig, mannabeinabrot, hluta kjálka með tönnum, kambbrot og leifar fleiri gripa. Verður spennandi að fylgjast með hvað rannsóknin leiðir í ljós."
Hótel Búðir eru með flottan vef og mátti þar lesa þennan texta:
http://www.budir.is/default2_is.asp?active_page_id=48
"Vestur í Arnarfjarðardölum er bær, sem nú á tímum jafnan er nefndur Hringsdalur, alkunnur bær, því að þar hefir löngum verið myndar- og rausnarheimili. Í Hringsdal hafa gengið munnmælasagnir um landnámsmanninn Hring, er bærinn sé við kenndur, og deilur hans við Austmann í Austmannsdal, er lyktuðu með því, að Hringur féll í bardaga í Hringsdal. Hringshaugur er sýndur enn í dag, og ýmis örnefni eru þar önnur, sem lúta að þessum sögnum, Víghella, Bardagagrund, efri og neðri, Ræningjalág eða Austmannalág. Er þetta í rauninni heil Íslendingasaga, sem þarna hefir gengið í munnmælum, og hafa þeir skráð inntak hennar hvor í sínu lagi, Sigurður Vigfússon 1) og Helgi Guðmundsson 2) en aldur sögu þessarar má ef til vill marka af því, að í eldri heimildum, allt niður á 18. öld, er bærinn jafnan nefndur Hrísdalur, og mun ekki vera að efa, að það sé hið upphaflega nafn hans."
Hringsdalur er um 10 km frá Bíldudal.
Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur og næsti dalur til vinstri er Hringsdalur.
Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn og lengra til vinstri má sjá hvar Hringsdalur er (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo kort af Hringsdalur, Hvestudal, Arnarfirði, Nónhorni, Bíldudal
Hringsdalur, Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn, Bíldudalur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í næsta firði, Hvestudal, hefur verð umræða um að byggja upp umdeilda olíuhreinsistöð.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
http://www.fornleifavernd.is/index.php?pid=69
"Hilmar Einarsson forvörður og eigandi jarðarinnar Hringsdal í Arnarfirði hafði samband við Fornleifavernd ríkisins sumarið 2006 og tilkynnti að Eyjólfur bróðir hans hefði fundið mannabein í meintu kumli sem er að finna á landareign Hilmars og Kristínar konu hans. Í Hringsdal, er samkvæmt sögnum, haugur Hrings, norsks manns sem kom til Íslands með Erni landnámsmanni sem nam Arnarfjörð. Hringur var sagður veginn af Austmönnum sem höfðu elt hann til Íslands til að hefna fyrir víg. Hringur varðist vel og hryggbraut fjölda Austmanna á steini og eru þeir einnig heygðir í Hringsdal skv. sögnum. Fornleifavernd ríkisins fór vestur og kannaði aðstæður. Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses tók að sér rannsókn á kumlateignum og minjunum í Hringsdal. Frumkönnun Adolfs leiddi í ljós kumlateig, mannabeinabrot, hluta kjálka með tönnum, kambbrot og leifar fleiri gripa. Verður spennandi að fylgjast með hvað rannsóknin leiðir í ljós."
Hótel Búðir eru með flottan vef og mátti þar lesa þennan texta:
http://www.budir.is/default2_is.asp?active_page_id=48
"Vestur í Arnarfjarðardölum er bær, sem nú á tímum jafnan er nefndur Hringsdalur, alkunnur bær, því að þar hefir löngum verið myndar- og rausnarheimili. Í Hringsdal hafa gengið munnmælasagnir um landnámsmanninn Hring, er bærinn sé við kenndur, og deilur hans við Austmann í Austmannsdal, er lyktuðu með því, að Hringur féll í bardaga í Hringsdal. Hringshaugur er sýndur enn í dag, og ýmis örnefni eru þar önnur, sem lúta að þessum sögnum, Víghella, Bardagagrund, efri og neðri, Ræningjalág eða Austmannalág. Er þetta í rauninni heil Íslendingasaga, sem þarna hefir gengið í munnmælum, og hafa þeir skráð inntak hennar hvor í sínu lagi, Sigurður Vigfússon 1) og Helgi Guðmundsson 2) en aldur sögu þessarar má ef til vill marka af því, að í eldri heimildum, allt niður á 18. öld, er bærinn jafnan nefndur Hrísdalur, og mun ekki vera að efa, að það sé hið upphaflega nafn hans."
Hringsdalur er um 10 km frá Bíldudal.
Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur og næsti dalur til vinstri er Hringsdalur.
Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn og lengra til vinstri má sjá hvar Hringsdalur er (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo kort af Hringsdalur, Hvestudal, Arnarfirði, Nónhorni, Bíldudal
Hringsdalur, Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn, Bíldudalur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í næsta firði, Hvestudal, hefur verð umræða um að byggja upp umdeilda olíuhreinsistöð.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Líklegt að haugurinn hafi verið rændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Flug, Ljósmyndun, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.