HVAR ER FLÓTTAMANNALEIÐ OG URRIÐAVATN? - MYNDIR

Flóttamannaleið eða öðru nafni Elliðavatnsvegur liggur m.a. á milli uppsveita Garðarbæjar og Hafnafjarðar rétt fyrir ofan Urriðavatn.

Flóttamannaleið er vestan við Urriðavatn austan við golfvölinn Setbergvöll

Golfklúbburinn Oddur rekur Setbergsvöll sem er í hrauninu á mörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í forgrunni er golfvölurinn Urriðarvöllur við Tjarnholt, næst kemur Urriðarvatn og því næst golfvölurinn Setbergvöllur sem er fjærst hinu megin við Urriðavatn

Golfklúbbur Oddfellowa og golfvöllurinn Urriðavatnsdölum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í forgrunni er golfvölurinn Urriðarvöllur við Tjarnholt, næst kemur Urriðarvatn

Golfklúbbur Oddfellowa og golfvöllurinn Urriðavatnsdölum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Eldurinn breiddist hratt út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afhverju heitir þessi leið "flóttamannaleið" ?  hef oft velt því fyrir mér en aldrei fegnið afgerandi svar við því

Óskar Þorkelsson, 21.4.2008 kl. 18:17

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ein skýringin sem að ég hef heyrt er að þetta er leið sem "sumir" hafa valið sem hafa fengið sér aðeins of mikið neðan í því og vilja sleppa (á flótta) undan laganna armi "akandi"!

Ekki veit ég hvort að þetta sé rétt skýring, en hún er ekki verri en hver önnur :|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.4.2008 kl. 19:04

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Kjartan fyrir að vilja vera bloggvinur minn. Er að fara útí bíl á leiðinni erlendis. Mun kíkja meira á þessar stórkostlegu myndir! Skoða aftur eftir nokkra daga.

Óskar Arnórsson, 22.4.2008 kl. 07:23

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ekki málið, þegar maður sér áhugaverð og uppbyggjandi skrif hér á blogginu, þá er um að gera að bæta viðkomandi aðila í safnið.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.4.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband