7.4.2008 | 08:13
HESTHÚS Í HAFNARFIRÐI, REYKJAVÍK OG KÓPAVOGI - MYNDIR
Spurning er hvar eldur kom upp í hesthúsunum í Hafnarfirði.
Það eru nokkur hesthúsasvæði í Hafnarfirði og hér má sjá eitt þeirra
Loftmynd af hesthúsahverfinu í Hafnarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nóg virðist vera til af fjármagninu þegar byggja þarf upp hús eða hallir fyrir hrossin sín
Loftmynd af hesthúsahverfinu í Hafnarfirði. Hef heyrt að stóra höllin tengist einum ráðherra ríkisstjórnarinnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það eru nokkur hesthúsasvæði í Hafnarfirði og hér má sjá eitt þeirra
Loftmynd af hesthúsahverfinu í Hafnarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hesthúsahverfið í Árbæ _ Loftmynd af hesthúsahverfinu í Árbæ
Loftmynd af hesthúsahverfinu í Árbæ (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hesthúsahverfið í Árbæ
Loftmynd af hesthúsahverfinu í Árbæ (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurningin er hvort þetta hesthúsahverfi tilheyri Garðabæ eða Kópavogi
Loftmynd af hesthúsahverfinu í Garðabæ (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fákur er komin langt út fyrir bæjarmörkin með sína aðstöðu
Loftmynd af hesthúsahverfi fyrir utan Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi mynd er tekin yfir hverfið í Kópavogi sem er víst komið inn í miðja borg eins og mörg önnur hestahverfi í nágreni Reykjavíkur. Lóðir og hús voru seldar fyrir metupphæð til Kópavogbæjar sem seldi aftur og græddi mikið á sölunni
Loftmynd af hesthúsahverfi í Kópavogi rétt hjá Smáranum sem stendur til að fjarlægja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvar er svo þetta hesthúsahverfi :)
Loftmynd af hesthúsahverfi, en hvar? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Það eru nokkur hesthúsasvæði í Hafnarfirði og hér má sjá eitt þeirra
Loftmynd af hesthúsahverfinu í Hafnarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nóg virðist vera til af fjármagninu þegar byggja þarf upp hús eða hallir fyrir hrossin sín
Loftmynd af hesthúsahverfinu í Hafnarfirði. Hef heyrt að stóra höllin tengist einum ráðherra ríkisstjórnarinnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það eru nokkur hesthúsasvæði í Hafnarfirði og hér má sjá eitt þeirra
Loftmynd af hesthúsahverfinu í Hafnarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hesthúsahverfið í Árbæ _ Loftmynd af hesthúsahverfinu í Árbæ
Loftmynd af hesthúsahverfinu í Árbæ (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hesthúsahverfið í Árbæ
Loftmynd af hesthúsahverfinu í Árbæ (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurningin er hvort þetta hesthúsahverfi tilheyri Garðabæ eða Kópavogi
Loftmynd af hesthúsahverfinu í Garðabæ (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fákur er komin langt út fyrir bæjarmörkin með sína aðstöðu
Loftmynd af hesthúsahverfi fyrir utan Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi mynd er tekin yfir hverfið í Kópavogi sem er víst komið inn í miðja borg eins og mörg önnur hestahverfi í nágreni Reykjavíkur. Lóðir og hús voru seldar fyrir metupphæð til Kópavogbæjar sem seldi aftur og græddi mikið á sölunni
Loftmynd af hesthúsahverfi í Kópavogi rétt hjá Smáranum sem stendur til að fjarlægja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvar er svo þetta hesthúsahverfi :)
Loftmynd af hesthúsahverfi, en hvar? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Eldur í hesthúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 08:21 | Facebook
Athugasemdir
Hefur þú ekki frekar neikvæða afstöðu til hesthúsa og reiðhalla.
Gunnar Már (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 09:29
Hvar í ósköpunum kemur fram neikvæð afstaða til hesthúsa og reiðhalla hérna? Næ því ekki...
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.4.2008 kl. 10:09
Síðasta myndin er af hesthúsahverfi í Kópavogi og það heitir Heimsendi.
Lóa (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 10:40
Neðsta myndin er tekin af hesthúsahverfinu Heimsenda sem er í Kópavogi upp við Vatnsenda. Myndin virðist 3 til 5 ára gömul því mikið er komið af nýbygginum íbúðarhúsnæðis og íþróttahöll á svæðið.
Hvað varðar athugasemd við eina myndina um að nóg sé að peningum til að byggja reiðhallir. Rétt er að sumir hafa meira fé en aðrir en einkenni hestamennsku hér á landi hefur hingið til verið að hún hefur verið stunduð af almenningi. Kostnaður við byggingu hesthúsa hefur hinsvegar hækkað mikið á síðustu árum og spila byggingareglugerðir þar stórt hlutverk. Skv. byggingareglugerðum eru kröfur til hesthúss þær sömu og til einbýlishúss upp að fokheldi, nema að einangrun í útveggjum og þaki má vera minni. Verið er að auka kröfurnar.
Georg (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 10:47
Neikvæðnin er nú ekki meiri en svo að ég hef verið að taka myndir af bæði hestum, hesthúsum og reiðhöllum í gríð og erg. Ég hef alltaf átt mjög gott með að umgangast dýr, enda að hluta til úr sveit og á bænum sem að ég bjó á voru þegar mest lét um 100 hross. ég hefði vel getað hugsað mér að verða bóndi.
Ég get svo sem reynt að finna einhverja neikvæðni líka :)
Verst þótti mér hér um árið þegar ungur graðhestur sem að ég var að reyna að nálgast og róa aðeins gaf mér gott spark beint á milli ... á þann alheilagasta stað og hélt ég þá að ég ætti þá ekki lengur afturkvæmt. En blessunarlega, þá slapp allt betur en á horfðist í fyrstu og get ég fullyrt að engin alvarlegur skaði hefur hlotist af.
Vegna tækniframfara, þá er því miður ekki lengur þörf fyrir þarfasta þjóninn lengur eins og áður. Nú orðið stundar fjöldi fólks hestamennsku að miklum móð sem er hið besta mál. Einnig er gaman að sjá að þeir sem voru hvað harðastir gegn jafnvel blessuðu sauðkindinni eru jafnvel orðnir bændur í dag ríða upp um fjöll og fyrndinni inn á viðkvæm svæði eins og ekkert sé. Svo er annað að margar af bestu bújörðum landsins hafa horfið í hendur á "sportinu" og "áhugamálinu" þannig að það er ekki úr eins miklu að spila fyrir ungt fólk sem langar til að hefja búskap.
En reykt hestakjöt er mitt uppáhald.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.4.2008 kl. 16:20
Bíddu langaði þig að vera bóndi ???
Og þetta með sparkið lagaði það ekki Dengsann á þér bara ?
Jón Þór Guðmundsson, 7.4.2008 kl. 20:36
Það er nú alltaf ánægjulegt til þess að vita Jón Þór (bóndi og mágur) að þú skulir koma reglulega hér inn á bloggið mitt og kynna þér hvað hér fer fram í mínu lífi.
Það er ekki laust við að ég finni hvað þér þykir virkilega annt um mig, sem er vel, þó svo að sagan segi að þeir sem "standi" manni næst sé síst treystandi í þeim efnum :)
En dengsi er í fínu formi og aldrei verið betri ;)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.4.2008 kl. 21:27
Fyrsta hús til hægri á fyrstu mynd! Þá hálfbyggt. En hvaða hálfvitar kveikja í húsi fullu af dýrum?
Og Kjartan vinur minn, hvar eru Hlíðarþúfur og þar með hesthúsið sem hýsir skagfirsku gæðingana mína? Af hverju hlaut það ekki náð fyrir linsunni þinni. Það er þó byggt af myndarbrag og með Emrisk riddaraliðshesthús að fyrirmynd. Eru sem sagt teiknuð til að falla inn í íbúðarbyggð og nú nálgast hún óðum. Kveðja ÁBS
'
ásabjörk (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 21:49
nei nei nei til vinstri.heheheh
asa bjork (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 21:50
Mikið rosalega er þetta nýjasta hesthúsahverfi í Hafnarfirði og umhverfið allt þar í kring flott. Gaman af þessu. - En hvar var þessi íkveikja? Þetta er svo óhugnanlegt, hver gerir svona lagað.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.4.2008 kl. 00:11
Ef betur er að gáð Ása Björk, þá á ég meira af myndum af hesthúsum Hafnfirðinga.
Linka á myndirnar má sjá hér:
http://www.photo.is/06/05/7/pages/kps05061069.html
http://www.photo.is/06/05/7/index_6.html
Hesthús Hafnfirðinga (smellið á linka til að sjá fleiri myndir)
Er með meira af myndum af húsunum en finn þær ekki í augnablikinu.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.4.2008 kl. 00:12
Takk fyrir frábærar myndir, Kjartan. Manneskja sem kveikir í þar sem dýr eru innilokuð hlýtur að vera veik á sálinni. Svona gerir enginn heilvita maður. Kveðja í bæinn.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.4.2008 kl. 09:00
Á fyrstu myndinni lengst til vinstri má sjá húsið sem kveikt var í. Myndin var tekin í mars/apríl 2006 en þá var bara grunnurinn rétt komin upp á húsinu.
Það er óhætt að segja að það er eitthvað mikið að þegar einhver fær sig til að kveikja viljandi í húsi sem er fullt af skepnum sem geta enga björg sér veitt.
Skrímsli eru því miður líka til í mannsmynd.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.4.2008 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.