HVERNIG Á AÐ REIKNA ÚT ÞYNGDARSTUÐULL?

Fyrir þá sem vilja reikna út sinn eigin þyngdarstuðul, Þá er nóg að fara inn á þessa slóð hér og slá inn hæð og þyngd.

http://www.femin.is/article.asp?cat_id=168&art_id=1656

Ég hef á tilfinningunni að það verði ansi margar sem fari yfir efrimörkin 30!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hmm ég þarf aldeilis að snáfa mér í kröftuga megrun ...

Óskar Þorkelsson, 6.4.2008 kl. 18:03

2 identicon

Hmm... 19 hjá mér. Eflaust mætti ég þyngjast eitthvað.

Það sem ég hef samt tekið eftir mikið er að börn eru farin að fitna allsvakalega.

T.d. þegar ég var yngri lékum við okkur mikið úti, fórum í útileiki daga langa að sumri til og á veturnar voru gerð snjóhús eða leikið sér á skautum, og þó enginn snjór væri mátti leika sér í boltaleikjum hvort sem það var blautt eða þurrt.

 Nútil dags finnst mér meira um það að krakkar hangi einfaldlega bara í tölvunni frekar en að fara út að leika sér. 

En kannske býr meira að baki.

Feitar kveðjur, Úlfr. 

Samúel Úlfr Þór (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sammála þessu með börnin.

Hvernig væri að stjórnvöld tækju sig nú saman og settu í gang RISA heilsuátak þar sem heilbrigt mataræði og holl hreyfing væri málið. Þar yrði bannað allt sykurát, laugardagsnammi, alla sykraða gosdrykki og sykraður mat ... í ákveðin tíma.

Ein lítil saga um sykurát okkar íslendinga:

Hjón með 3 börn eru nýlega flúin land og fluttur út til Danmerkur. Þar urðu þau strax vör við að þau fengju strax um 100 þús. kr. meira í vasann á mánuði þar sem nú þurfti ekki að borga alla skapaða hluti fyrir börnin. Leikskólanum hrósuðu þau í hástert þar sem starfsfólkið var að vinna vinnuna sína á fullu en ekki sitjandi inni á kaffistofu allan daginn.

Þau byrja á því að senda börnin í skólann með venjulegt íslenskt nesti og strax fyrsta daginn var hringt frá skólanum og foraldrarnir hundskömmuð fyrir að senda börnin með sykraða drykki í skólann (hér er átt við gervisykur líka ).

Næsta dag var hringt aftur frá skólanum og núna voru þau skömmuð fyrir að senda börnin í skólann með hvítt brauð. En í skólanum væri bara leyft dökkt hollustubrauð.

Þriðja daginn var hringt aftur og núna var málið að það má alls ekki senda börnin í skólann með sykrað jógúrt. Núna voru foreldrarnir hreinlega spurð af því hvort að það væri ekki allt í lagi þarna heima hjá þeim og vinsamlegast bent á að svona væri EKKI liðið í þessum skóla.

Mitt í öllu lífsgæðakapphlaupinu, þá virðist því miður vinnulúnir foreldrar ekki hafa mikinn tíma til að spá í þessi mál.

Er ekki komin tími á að stjórnvöld fari að skoða þessi mál nánar. Málið ætti ekki að vera flókið, nóg er að horfa til Bandaríkjanna til að átta sjá hvernig þessum málum er

Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.4.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

25.77250395983785 - er að taka á því ...

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 6.4.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég líka :|

27.5

Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.4.2008 kl. 06:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband