24.3.2008 | 11:11
MANNABEIN FINNAST VÍÐA
Einn er sá staður sem mér hefur þótt gaman að koma til. En það er í litla vík austur á landi sem Húsavík heitir. Húsavík liggur á milli Loðmundarfjarðar að sunnan og Breiðavíkur (Herjólfsvíkur) að norðan.
Á þessum stað er lítil kirkja sem hefur verið endurbyggð.
Lítil kirkja í Húsavík sem er á milli Loðmundarfjarðar að sunnan og Breiðavíkur (Herjólfsvíkur) að norðan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það sem merkilegt er við þennan stað er að þar liggur gamall kirkjugarður út við sjávarsíðuna. Vegna ágangs sjávar, þá hefur grafið svo mikið úr bakkanum að mannabein og og leifar af líkkistum standa út úr bakkanum. Þetta er staður sem er ekki fyrir viðkvæma að fara á!
Annar merkilegur beinastaður sem að ég hef komið til er í beinakirkjuna í Tékklandi (Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec)
Þar er að finna kirkju eða grafhýsi sem hefur verið skreitt listilega með mannabeinum eins og sjá má á eftirfarandi myndum (ekki fyrir viðkvæma).
Hér er gengið inn í beinakirkjuna í Kutna Hora í Tékklandi og eins og sjá má, þá er anddyrið ekki beint fyrir þá sem eru hræddir við mannabein.
Beinakirkjan í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má á myndunum, þá eru innanstokksmunir og skraut kirkjunnar nánast alfarið búnir til úr mannabeinum.
Skjaldamerki úr beinum í beinakirkjunni í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft upp í loftið og yfir salinn í átt að altarinu í beinakirkjunni
horft upp í loftið og yfir salinn í átt að altarinu í beinakirkjunni í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má, þá eru furðuleg mörg mannanna verk.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Á þessum stað er lítil kirkja sem hefur verið endurbyggð.
Lítil kirkja í Húsavík sem er á milli Loðmundarfjarðar að sunnan og Breiðavíkur (Herjólfsvíkur) að norðan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það sem merkilegt er við þennan stað er að þar liggur gamall kirkjugarður út við sjávarsíðuna. Vegna ágangs sjávar, þá hefur grafið svo mikið úr bakkanum að mannabein og og leifar af líkkistum standa út úr bakkanum. Þetta er staður sem er ekki fyrir viðkvæma að fara á!
Annar merkilegur beinastaður sem að ég hef komið til er í beinakirkjuna í Tékklandi (Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec)
Þar er að finna kirkju eða grafhýsi sem hefur verið skreitt listilega með mannabeinum eins og sjá má á eftirfarandi myndum (ekki fyrir viðkvæma).
Hér er gengið inn í beinakirkjuna í Kutna Hora í Tékklandi og eins og sjá má, þá er anddyrið ekki beint fyrir þá sem eru hræddir við mannabein.
Beinakirkjan í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má á myndunum, þá eru innanstokksmunir og skraut kirkjunnar nánast alfarið búnir til úr mannabeinum.
Skjaldamerki úr beinum í beinakirkjunni í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft upp í loftið og yfir salinn í átt að altarinu í beinakirkjunni
horft upp í loftið og yfir salinn í átt að altarinu í beinakirkjunni í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má, þá eru furðuleg mörg mannanna verk.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Skemmtileg lesning en ömurlegt að skoða myndirnar þegar búið er að hrækja þessu stafarugli yfir þær.
argur, 24.3.2008 kl. 11:23
"Stafruglið" á náttúrulega að að gera það ömurlegt að skoða myndirnar, það vísar nefnilega til þess að þær eru varðar af höfundarrétti. Það er að segja að strangt til tekið hefur Kjartan ekki leyfi til að birta þær hér á síðunni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.3.2008 kl. 11:49
Nema hvað við nánari athugun sé ég að umræddur Kjartan er sjálfur höfundurinn og ættu því að vera hæg heimtökin að fjarlægja stafina....
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.3.2008 kl. 11:51
Ég held að það séu satt að segja til önnur ráð til að koma í veg fyrir að fólk hlaði niður myndum í annarra eigu en að klessa stöfum yfir þær allar...sammála örgum um að það gerir það ekki skemmtilegra að skoða að sjá þá.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.3.2008 kl. 11:54
Hvaða ergelsi er þetta. Að sjálfsögðu er ekki gaman að þurfa að merkja myndirnar sínar. En ég hef valið þá leið að vera með myndirnar stórar og skýrar og þá á móti að setja áberandi merkingu á þær. Þrátt fyrir það, þá hef ég séð að óprúttnir aðilar hafa fengið þessar myndir að "láni" án þess að geta heimildar.
Menn hafa jafnvel gengið svo langt að fjarlægja textann með mikilli photoshop vinnu og prentað síðan út myndirnar.
En því miður er vandlifað í þessum heimi þannig að það sé hægt að gera öllum til geðs :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.3.2008 kl. 12:02
Ég þakka bara kærlega fyrir skemmtilega síðu Kjartan og frábærar myndir.
Hafði aldrei heyrt um þessa BEINAKIRKJU.
Birgirsm, 24.3.2008 kl. 12:24
Einu gleymdi ég alveg og það var að nefna við þig,( sem áhugamann um samgöngubætur) hinn nýlagða Kjalveg, eða það sem búið er að leggja af honum.
Fyrst endilega þurfti að bæta og laga veginn, undrast mig mikið og pirrar að Vegagerðin skuli ekki sjá sóma sinn í að hafa : Brautina Beina: en ekki að leggja hana með öllum þeim hlykkjum og skrykkjum sem eru engum til gagns, með hliðsjón af því að það eru bara uppblásnir melar þarna alstaðar í kringum vegstæðið.
Finnst mér að vegagerðin hefði mátt fá kennslu frá Landsvirkjun í því að teikna vegstæðið,,, Vegagerðin hefði allavega í það minnsta getað fengið reglustriku lánaða hjá Landsvirkjunarmönnum
Og nú kemur að suðinu?,,,,, átt þú nokkuð myndir teknar úr flugvél þar sem nýji vegormurinn sést.
Þú fyrirgefur bíræfnina í mér. Kveðja
Birgirsm, 24.3.2008 kl. 13:03
Ég hef komið inn í þessa kirkju. Það var svol´´itið skrítin tilfinning. Var ekki sagan þannig að menn voru í vandræðum að greftra þetta fólk vegna þess að það kom þarna skæður faraldur og um 10 000 manns dóu úr þessari plágu? Og presturinn gerði þessa kirkju til að getað komið jarðneskum leifum þéirra fyrir á helgum stað var þetta ekki svona Kjartan?
Einar Vignir Einarsson, 24.3.2008 kl. 13:31
Hér má lesa nánar um kirkjuna þar sem þessar beinamyndir voru teknar.
"The Sedlec Ossuary is a small Roman Catholic chapel, located beneath the Cemetery Church of All Saints in Sedlec, a suburb of Kutná Hora in the Czech Republic. The ossuary contains approximately 40,000-70,000 human skeletons which have been artistically arranged to form decorations and furnishings for the chapel."
Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar, þá eru frekari upplýsingar hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Sedlec_Ossuary
Fyrir þá sem eru á leið til Tékklands, þá er ódýrast og fljótlegast að fá sér leigubíl á staðin og semja um fasta greiðslu og biðja bílstjórann um að stoppa á þeim stöðum sem eru áhugaverðir á leiðinni.
Varðandi myndirnar af Kaldadal og veginum fyrir ofan Sandkluftarvatn, þá á ég að eiga eitthvað af myndum af því svæði. Kem með linkinn á þær þegar ég er búinn að finna þær :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.3.2008 kl. 14:13
Sandkluftarvatn ásamt nýja veginum frá Þingvöllum
http://www.photo.is/07/05/2/pages/kps05070299.html
Vegurinn við Meyjarsæti
http://www.photo.is/07/05/2/pages/kps05070303.html
http://www.photo.is/07/05/7/pages/kps05070924.html
Vegurinn frá Sandkluftarvatni
http://www.photo.is/07/05/2/pages/kps05070293.html
http://www.photo.is/austur1/pages/kps0404%20745.html
Vegurinn við minnismerkið um Jón Vídalín biskup sem dó eða varð úti í Biskupabrekku
http://www.photo.is/07/05/2/pages/kps05070290.html
Hér er svo risamynd þar sem má grilla í slóðann frá Uxahryggjarleið og áfram norður þar sem vegurinn liuggur á milli Þórisjökul, Geitlandsjökul, Langjökuls og svo Ok.
http://www.photo.is/pic/1107Kaldidalur_kps05070271pan2.jpg
Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.3.2008 kl. 19:18
Sæll Kjartan. Ég skil þetta sjónarmið þitt með að merkja myndir. Þegar myndir eru birtar í góðum gæðum á netinu þá er alltaf hætta á misnotkun. Mér hefur reyndar sjálfum dottið í hug að leita í myndasjóðinn þinn til að nota í mín eigin bloggskrif og þá að sjálfsögðu geta þess hver tók myndina + jafnvel link á þína síðu. Hvað segir þú um svoleiðis?
Emil Hannes Valgeirsson, 24.3.2008 kl. 20:15
Sæll Emil,
Það er alveg sjálfsagt mál. Um að gera að reyna að nota eitthvað af þessum myndum.
Leiðirnar eru tvær.
Sú fyrri að setja myndina inn á vefsvæði mbl.is eða þá sem að ég nota er að gefa link beint á myndirnar og er það þá gert svona
http://www.photo.is/07/05/2/images/kps05070290.jpg
og er þá myndin með svona link:
http://www.photo.is/07/05/2/pages/kps05070290.html
Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.3.2008 kl. 22:23
Fínt er, en nú er ég með hugmynd um að fara í smá föndur og búa til panorama mynd úr fleiri en einni mynd frá þér, en mun þá vísa greinilega í uppruna myndanna. Ég er með ákveðið í huga og mun birta það á næstunni.
Emil Hannes Valgeirsson, 25.3.2008 kl. 12:58
Ég hlakka til að sjá hvað Emil er að bralla...
Lára Hanna Einarsdóttir, 25.3.2008 kl. 13:21
Sæll aftur Emil :)
Þú getur líka sent á mig hvaða myndir þú þarft að vinna í panorama/víðmynd og ég verð fljótur að redda samsetningu á þeim og þá í alvöru gæðum.
Svo varðandi fyrirspurnina sem Birgir kom með, þá er hér SMÁ leiðrétting.
En linkarnir sem að ég gaf upp voru víst óvart á Kaldadal, en átti víst að vera á Kjöl og svæðið fyrir ofan Gullfoss :|
Greinilega ekki alveg með hugann við það sem að ég er að gera þessa dagana, enda ný komin úr langri erfiðri ferð yfir Vatnajökul.
Kem með leiðréttingu fljótlega.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.3.2008 kl. 16:50
Ég held að ég sé reyndar nánast búinn að redda þessu. Gæðin þurfa ekki að vera meiri en svo að það dugi fyrir netið. Takk fyrir samt.
Emil Hannes Valgeirsson, 25.3.2008 kl. 18:51
Hér koma svo leiðréttingar á leiðinni um Kjöl sem varð óvart Kaldidalur hér á undan :)
Sandá, Sultarkriki, Kæfuklettur, Djúphólar
http://www.photo.is/07/05/7/pages/kps05071019.html
Kattahryggur, Hvítá
http://www.photo.is/07/05/7/pages/kps05071011.html
Grjótá
http://www.photo.is/07/05/7/pages/kps05071009.html
Slóði að Fremstaveri
http://www.photo.is/07/05/7/pages/kps05071006.html
Góð yfirlitsmynd
http://www.photo.is/07/05/7/pages/kps05071004.html
Slóðinn við Bláfellsháls
http://www.photo.is/07/05/7/pages/kps05070998.html
Svo er ég með víðmynd af Kjalvegi sem að ég á eftir að setja saman sem sjá má hér:
http://www.photo.is/07/05/7/pages/kps05070994.html
Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.3.2008 kl. 18:57
Ég er sammála þeim hér efst á síðunni út með þennan texta sem eru á myndunum alger óþarfi að hafa þetta svona, hér gildir að treysta sínum og sér í heimi hér.
Svo Kjartan áttu Link af páska eggi ? ekki með texta yfir samt takk.
Jón Þór Guðmundsson, 25.3.2008 kl. 19:59
Því miður á ég ekki myndir af páskaeggi fyrir þig Jón Þór. Skilaðu kveðju til systur og ég vona að þú hafir sparað átið á súkkulaðinu yfir hátíðina. Þú verður sko að passa línurnar ef ég man rétt :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.3.2008 kl. 21:06
Ég er búin að fara í þennan kirkjugarð og það er svo sannarlega skringileg stemming þarna ... Ástæða þess að þetta beinaskraut er þarna er sú að munkur einn hafði of mikinn tíma og nógu mikið af beinum. Þannig var þetta útskýrt fyrir mér þegar ég var þarna.
Kv. Örvar
Örvar Már Kristinsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.