NÝ TÆKNI LEYSIR GÖMUL VANDAMÁL - HÁSPENNULÍNUR

Flott að Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar og formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs skuli taka af skarið og leggja til að sem flestum háspennulögnum verði komið í jörðu á viðkvæmum stöðum.

Það er víða sem að maður er á ferð um ósnortna náttúru landsins að maður lendir í því að háspennulínur blasa fyrir augum þar sem síst skyldi.

Spurning um að bæta inn í svona hugmyndavinnu að reyna að samræma lagnir á vegum, vatnslögnum, raf- og háspennulögnum.

Það verður þó að viðurkennast að framkvæmdir við virkjanir og fleira á hálendi landsins hefur kallað á vegakerfi sem ísendingar og ferðamenn hafa fengið að njóta.

Hér má sjá sjá 2 háspennulínur sem liggja rétt við Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háspennulínur við Háafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Línan vinstra megin er ný og var lögð á mettíma vegna stækkunar á Norðurál.

Nú hefur kostnaður við að leggja jarðstrengi lækkað mikið. Verð á lagningu á jarðstreng samanborið við loftlínur er frá því að vera lítið hærri upp í tífalt verð sem hlýtur þá að ráðast af því hvað háa spennu er verið að flytja og svo hvernig jarðvegurinn er.

Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.

Háifoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá háspennulínur ekki langt frá Landmannalaugum sem liggur niður með Tungnaánni

Landsvirkjun, línur að Fjallabaki (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru erlendir starfsmenn að snarla samloku og trópí í hádegismat. En þeir voru að vinna við uppsetningu á nýrri háspennulínu frá virkjunum við Þjórsá til Álverksmiðjunar Norðurál við Hvalfjörð.

Verið að reisa ný háspennumöstur rétt við Háafoss (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá panorama mynd af Skjaldbreið þar sem horft er til austurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri, en þar má sjá Kaldadal, Reyðarvatn, Uxahryggjarleið, Kvígindisfell, Uxavatn, Skjaldbreið, Langjökul...

Víð-ljós-mynd af Skjaldbreiði úr lofti (smellið á mynd til að sjá risa mynd af svæðinu sem er með enn víðara sjónarhorn)


Ef smellt er á myndina fyrir ofan, þá má sjá risa víðmynd af Kaldadal og þar má meðal annars sjá sömu háspennulínu og fer framhjá Háafossi efst í Þjórsárdal.

Það er gaman þegar umræða um svona brýnt málefni skilar sér að reynt sé að gera betur. Spurning hvort að bloggið hafi haft einhver áhrif?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tími háspennulína liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tek undir þetta hjá þér og tek ofan fyrir Ástu. Vonandi stendur hún við hvert orð sem hún hefur sagt í fjölmiðlum um bæði þetta og annað. Háspennulínurnar eru ljótt kýli á náttúrunni og það er alveg þess virði að grafa þær í jörðu þótt það sé eitthvað dýrara!

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Hversvegna ekki svo stíga skrefið til fulls og setja langtímaáætlun um að útrýma háspenniloftlínum, svona svipað eins með einbreiðar brýr á hringveginum ?

Ívar Jón Arnarson, 17.3.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband