8.3.2008 | 11:15
ÍSLENSKIR EMBÆTTISMENN FULLIR Í VINNUNNI?
NÚ ER ILLA KOMIÐ FYRIR ÍSLENSKUM EMBÆTTISMÖNNUM OG EKKI Í FYRSTA SKIPTIÐ OG HELDUR EKKI ÞAÐ SÍÐASTA!
Hér er enn eitt skýrt dæmi um sofanda- og sauðshátt íslenskra embættismanna. Embættismenn sem fá að vinna aga- og eftirlitslaus út í eitt og þurfa aldrei að taka ábyrgð á einu né neinu í gerðum sínum.
Íslendingurinn, Sævar Óli Helgason, hefur því miður undanfarnar fjórar vikur búið á heimili í Danmörku fyrir pólitíska flóttamenn. Hann hefur óskað eftir hæli í Danmörku vegna þeirra ofsókna sem hann segist hafa orðið fyrir frá íslenskum embættismönnum.
Þar sem ALDREI hefur þurft að virða eitthvað sem kallast stjórnsýslulög á Íslandi, þá er ekki nema von að venjulegt fólk þurfi að grípa til svona óyndis úrræðis.
Því miður á fólk eins og Sævar litla möguleika á að leita réttar síns hér á landi þar sem íslenskar eftirlitsstofnanir, lögmenn og stjórnmálamenn sem eiga að passa upp á svona mál eru ekki starfi sínu vaxnir.
Ísland á heimsmet miða við höfðatölu í fjölda mála sem þarf að senda til Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld eru hvað eftir annað tekin með buxurnar niður á hæla þegar sjálfsögð mannréttindi eru annars vega!
Hver ætli sé ástæðan?
Gæti hún verið sú að Íslendingar eru sérfræðingar í að útbúa ýmiskonar nefndir sem taka í raun aldrei á neinum málum samanber Breiðavíkurmálið.
Hvað ætli séu mörg slík máli í gangi á Íslandi í dag?
Grein sem birtist á visir.is. Spurning hvort að aðrir fjölmiðlar muni beita þöggun í þessu máli?
Grein á visir.is um ofsóttan flóttamann, Sævar Óla Helgason í baráttu við Íslensk stjórnvöld (smellið á texta til að sjá grein)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hér er enn eitt skýrt dæmi um sofanda- og sauðshátt íslenskra embættismanna. Embættismenn sem fá að vinna aga- og eftirlitslaus út í eitt og þurfa aldrei að taka ábyrgð á einu né neinu í gerðum sínum.
Íslendingurinn, Sævar Óli Helgason, hefur því miður undanfarnar fjórar vikur búið á heimili í Danmörku fyrir pólitíska flóttamenn. Hann hefur óskað eftir hæli í Danmörku vegna þeirra ofsókna sem hann segist hafa orðið fyrir frá íslenskum embættismönnum.
Þar sem ALDREI hefur þurft að virða eitthvað sem kallast stjórnsýslulög á Íslandi, þá er ekki nema von að venjulegt fólk þurfi að grípa til svona óyndis úrræðis.
Því miður á fólk eins og Sævar litla möguleika á að leita réttar síns hér á landi þar sem íslenskar eftirlitsstofnanir, lögmenn og stjórnmálamenn sem eiga að passa upp á svona mál eru ekki starfi sínu vaxnir.
Ísland á heimsmet miða við höfðatölu í fjölda mála sem þarf að senda til Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld eru hvað eftir annað tekin með buxurnar niður á hæla þegar sjálfsögð mannréttindi eru annars vega!
Hver ætli sé ástæðan?
Gæti hún verið sú að Íslendingar eru sérfræðingar í að útbúa ýmiskonar nefndir sem taka í raun aldrei á neinum málum samanber Breiðavíkurmálið.
Hvað ætli séu mörg slík máli í gangi á Íslandi í dag?
Grein sem birtist á visir.is. Spurning hvort að aðrir fjölmiðlar muni beita þöggun í þessu máli?
Grein á visir.is um ofsóttan flóttamann, Sævar Óla Helgason í baráttu við Íslensk stjórnvöld (smellið á texta til að sjá grein)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Fullur á skriðdreka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvernig tengist þetta mál fullum rússa á skriðdreka?
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:16
Horfðu á videóið :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.3.2008 kl. 12:20
fullir embættismenn íslands .. fullur rússneskur hermaður á skriðdreka ,stjórnlaus.. ég sé augljósa tengingu hér :)
Óskar Þorkelsson, 8.3.2008 kl. 12:21
Úti á landi virka sýslumenn og lögregluembættið sums staðar eins og mafía. Þeir taka ákveðna aðila fyrir og ég ætla ekki að reyna að lýsa því sem ég hef orðið vitni að í þeim málum. Hrokinn er algjör. Eftirlitið með þessum mönnum er nákvæmlega ekkert þannig að þeir komast upp með hvað sem er.... geðþóttaákvarðanir og einelti.
Anna Einarsdóttir, 8.3.2008 kl. 12:56
Áhugavert "twist" að snúa frétt um sauðdrukkin rússneskan hermann á skridreka í Úrlahéraði af öllum stöðum upp á Íslenska embættismenn það sér náttúrluega hver heilvita einstaklingur tenginguna í þessu öllu er það ekki?
Steinþór Steinþórsson, 8.3.2008 kl. 13:09
ég hérna verð að viðurkenna að ég sé ekkert sameginlegt með þessum tveim hlutum...
Og ég verð að segja það að ef að maðurinn var sakfelldur í hæstarétti þá er hann skv. lögum sekur.
Og af þessum tveim dómum sem hann virðist hafa fengið og lýsingarnar af þeim þá á hann við einhverskonar reiðisvandamál að stríða og þyrfti að fara í meðferð vegna þess vandamáls. Hver slær einhvern sem leggur í stæðið manns? Hver veitist að manni sem er í vinnunni og getur ekki talað við mann akkúrat þá?
Mjög lítið sem ég sé honum til málsbóta og sérstaklega get ég ekki séð hvaða "ofsóknir" þetta eru aðrar en það að hann hefur verið sakfelldur fyrir 2 líkamsárásir....
Skaz, 8.3.2008 kl. 23:32
Og afhverju leitar hann ekki réttar síns með einkamáli í stað þess að vera sífellt að angra ríkissaksóknara sem er upptekinn með leifar Baugsmálsins?
Skaz, 8.3.2008 kl. 23:35
Leyfi mér hér að leggja inn mína túlkun á málinu, sem mér finnst ekki íslenskum yfirmönnum til sóma: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/469062/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.3.2008 kl. 19:00
Takk fyrir góðar athugasemdir frá ykkur öllum. Athugasemdirnar eiga allra rétt á sér hver á sinn máta.
Ég get tekið undir mörg orð Önnu. Enda hef ég víða búið, bæði til sjávar og sveitar og þetta sem Anna bendir á er vandamál sem þekkist í mörgum litlum samfélögum úti á landi.
Laganna armur verður því miður oft samdauna sjálfum sér og nornaveiðar þekkjast því miður enn þó svo að við lifum á 21 öld.
Margur Íslenskur embættismaðurinn hefur oftar en ekki fengið stöður sínar í krafti annalegra tengsla og verður því að gjalda greiðann með einhverju móti til baka eða missa stöðu sína ella. Því miður spilar pólitík oft þarna stórt hlutverk og því miður allt of oft.
Vandamálið er að samtrygging þessara valdastofnanna er gríðarlega mikil og þær geta sent fórnalömbin sín á milli án þess að þurfa að standa reiknisskila á gjörðum sínum og að lokum gefst fórnalambið upp og er þá þar með tilganginum náð.
Þetta eru þessir aðilar full meðvitaðir um - því miður!
Ekki batnar málið þegar þarf að fara að setja það í nefnd. Ótrúlegar fréttir hafa dunið á landsmönnum síðustu mánuði varðandi uppeldisstofnanir sem ríkið hefur staðið að hér á árum áður. Þetta gerist, þrátt fyrir allt reglugerðarbullið, nefndirnar og fræðingana sem er ætlað að koma að slíkum málum.
Í stað þess að standa vörð um hagi þeirra einstaklinga sem þeim er ætlað að sjá um, þá verða þeir sem eiga að sjá um þessi mál fljótlega samdauna kerfinu sem þeir vinna fyrir. Í stað þess að taka “gagnrýni og athugasemdir” alvarlega “STRAX” þá er óþægilegum málum sópað frekar undir teppið í stað þess að kryfja málið til mergjar.
Ekki veit ég hvað það er, en það virðist oft vera regla frekar en undantekning að “kerfið” virðist klúðra mörgum málum sem að því er treyst til að sjá um. Hver ætli sé undirrótin að þessu öllu saman? Eina sem að kemur upp í huga mínum er “mannlegt eðli” og að í mörgum ráðum og nefndum sé oft fólk að vinna sem er með einhverja allt aðra hagsmuni fyrir brjósti en þeirra einstaklinga sem þeir “EIGA” að vera að vinna fyrir. Spurning hvort að hagsmunirnir séu að fá vinnu í nefndinni, valdabrölt eða að allir sem þar sitji þurfi að vera sammála? Engin þorir að draga sig út úr hópnum og taka af skarið í nefndinni þegar alvarlegar ásakanir koma inn á borð.
En það er alltaf gott að fá þægilegar greiðslur frá kerfinu og því er gott að gera eins og kerfið vill!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.3.2008 kl. 19:31
Sæll Vilhjálmur,
Það eru margir áhugaverðir punktar í greininni hjá þér sem Íslenskir embættismenn mættu fara að hugleiða nánar. Ég skil vel að þú sjáir þetta vel með augum Íslendings sem býr í Danmörku þar sem stjórnsýslan er komin mun lengra á veg en hér á Íslandi. Hér eru sumar stofnanirnar varla skriðnar út úr moldarkofanum enn - því miður. Ég bjó úti í Danmörku á sínum tíma og hef því góðan samanburð á þessum tveimur kerfum líka.
Það sem þykir sjálfsögð mannréttindi þarna úti í Danmörku hjá þér eru þeir sem kosnir eru inn á hið háa Alþingi Íslendinga enn að klóra sér í hausnum yfir.
Þrátt fyrir það er lögmenntað fólk að verða nánast einrátt inni á þeim vinnustað. Stjórnsýslustofnunum og aðstoðarmönnum fjölgar stöðugt og ....!!!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.3.2008 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.