20.2.2008 | 07:50
MIKIÐ VAR AÐ BELJAN BAR Í FJÓSINU HJÁ VALDIMAR
Mikið er nú annars ánægjulegt að stjórnmálamenn skuli núna loksins taka við sér að alvöru í þessu mái.
Kýr úr Mývatnssveit að lýsa hér yfir ánægju sinni með stöðu mála inni á Alþingi og Borgarráði þessa dagana (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá nokkrar greinar og tillögur um lestarkerfi á Íslandi í ýmsum útfærslum fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar.
Hér er aðeins minni lúxus. Eitthvað sem hentað gæti fleirrum. Ný hugmynd!
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Jarðlestarkerfi í Reykjavík - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/
Lestarkerfi fyrir Austurland - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lestarkerfi fyrir Norðrland - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Flott - þá eru flugmál og samgöngumál á sömu hendi - hér er hugmynd
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/
Við skulum vona að Íslendingar verði ekki eftirbátar Dana í þessum efnum :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/
Flott, umhverfisvænt, hljóðlaust og afkastamikið kerfi fyrir ferðamenn
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/354338/
STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENSKUM HÁTÆKNIIÐNAÐI
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/
HÁLKA, SNJÓKOMA, ÓVEÐUR, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
BYRJA SEM FYRST Á AÐ LEGGJA 25 KM TILRAUNABRAUT FYRIR LÉTTLEST
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379281/
LÉTTLEASTAKERFI + REIÐHJÓL
http://photo.blog.is/admin/blog/entry/385432/
Nú er það stóra spurningin til þeirra sem halda um stjórnartaumana
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/392155/
En enn og aftur til hamingju :)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Kýr úr Mývatnssveit að lýsa hér yfir ánægju sinni með stöðu mála inni á Alþingi og Borgarráði þessa dagana (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá nokkrar greinar og tillögur um lestarkerfi á Íslandi í ýmsum útfærslum fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar.
Hér er aðeins minni lúxus. Eitthvað sem hentað gæti fleirrum. Ný hugmynd!
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Jarðlestarkerfi í Reykjavík - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/
Lestarkerfi fyrir Austurland - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lestarkerfi fyrir Norðrland - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Flott - þá eru flugmál og samgöngumál á sömu hendi - hér er hugmynd
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/
Við skulum vona að Íslendingar verði ekki eftirbátar Dana í þessum efnum :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/
Flott, umhverfisvænt, hljóðlaust og afkastamikið kerfi fyrir ferðamenn
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/354338/
STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENSKUM HÁTÆKNIIÐNAÐI
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/
HÁLKA, SNJÓKOMA, ÓVEÐUR, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
BYRJA SEM FYRST Á AÐ LEGGJA 25 KM TILRAUNABRAUT FYRIR LÉTTLEST
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379281/
LÉTTLEASTAKERFI + REIÐHJÓL
http://photo.blog.is/admin/blog/entry/385432/
Nú er það stóra spurningin til þeirra sem halda um stjórnartaumana
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/392155/
En enn og aftur til hamingju :)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Hönnun, þróun, góð hugmynd, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt 11.3.2008 kl. 18:23 | Facebook
Athugasemdir
ég er ekki frá því að bloggið þitt hafi ýtt við einhverjum Kjartan.
Óskar Þorkelsson, 20.2.2008 kl. 10:01
Það skyldi þó aldrei vera, en gaman ef svo væri.
Enn sem komið er, þá er þetta ekki nema hálfur sigur.
Næsta spurning er hvaða stefna verður tekin í málinu. Vilja menn nota tækifærið og reyna að gera eitthvað nýtt eða bara kaupa einhverja tilbúna lausn.
Það ættu varla margir að setja sig upp á móti svona áhugaverðu verkefni. Enda 100% þverpólitísk samstaða um málið.
Það má lesa nánar sjálfa þingsályktunartillöguna hér sem er mjög svo áhugaverð lesning:
http://www.althingi.is/altext/135/s/0650.html#Footref4
En annars hef ég heyrt það út undan mér að það séu aðilar komnir á fulla ferð með að safna fjármagni til verksins :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.2.2008 kl. 10:56
Þú hefur meiri áhrif en þig grunar, Kjartan...
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 11:31
Sæll Kjartan,
Ég fór í frægðarför mikla haustið 2003 með þáverandi samgöngunefnd Reykjavíkur sem vildi kynna sér léttlestir í nokkrum borgum. Í þessari ferð voru snillingar miklir með í för sem þá áttu sæti í nefndinni. Þetta voru m.a. Árni Þór Sigurðsson, Steinunn Valdis Óskarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Kjartan Magnússon sem öll voru borgarfulltrúar á þessum tíma, auk nokkurra embættismanna. Við heimsóttum 4 borgir í Þýskalandi sem allar státuðu af frábærri reynslu af léttlestum. Þær voru flestar á stærð við höfuðborgarsvæðið. Reynsla allra var sú að innleiðing léttlesta olli straumhvörfum í almenningssamgöngum þessara borga og ekki síst viðhorfi til þeirra. Alls staðar jókst noktunin þegar lestarnar voru teknar í notkun. Í einni borg heimsóttum við íbúðahverfi sem var í þróun, einungis fyrstu íbúðarhúsin voru byggð. Lestarsporið var komið og lestarnar byrjaðar að ganga þangað. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.
Ásgeir Eiríksson, 20.2.2008 kl. 22:54
Ég er á því að um leið og fólk finnur inn á að það getur treyst á öflugt samgöngukerfi að notkunin muni aukast til muna.
Ég var fyrir nokkrum vikum í Aþenu á Grikklandi og þegar ég hugsa til baka, þá fór ég í 4-10 ferðir á dag í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Þarna var maður á fleygiferð allan daginn sem ferðamaður og þurfti að komast á ýmsa staði á stuttum tíma eins og niður í miðbæ, söfn, veitingastaði, búðir, bílaleigu, hitta fólk ... og þannig má lengi telja. Svona samgöngukerfi er einfaldlega draumur fyrir þá sem eru í þessum sporum, ferðamaður í borg sem hann hefur aldrei komið til áður að geta ferðast um hana þvera og endilanga á skömmum tíma - MEÐ EINFÖLDU KERFI.
Ég prófaði að taka tímann sem leið frá því að ég fór um borð í lestina frá hótelinu sem að ég var á og niður í miðbæ og var tíminn um 4 mín! Svona samgöngukerfi getur gjörbreitt borgarmynstri og hvernig íbúarnir ferðast um svæðið. Fólk fer að fara meira á hverskyns viðburði og kerfið gerir ekki annað en að styrkja það samfélag sem fyrir er. Fólk hættir þá vonandi að hanga yfir sjónvarpinu öll kvöld og við gætum farið að upplifa stemningu eins og var þegar var ekki sjónvarp á fimmtudögum.
Ég var að horfa á mjög svo málefnalegt viðtal á Vísi.is við Árna Þór Sigurðsson um lestarvæðingu suðvestur horn landsins sem ég mæli með að allir horfi á sem hafa áhuga á málefninu.
Viðtal við Árna hér
Þarna var greinilega á ferð maður sem hafði sett sig inn í málefnið og vel skiljanlegt ef hann hefur farið í umrædda ferð. Ég er á því að létt-lest í einhverju formi er málið. Við þurfum að vera með létta vagna (3-4 tonn) sem taka ca. 20 manna hóp og þá þarf ekki flókin burðarmannvirki eins og þyrfti að setja undir lest sem væri 50-200 tonn!
Svona til gamans, þá kom ég með hugmynd að neðanjarðarkerfi fyrir Reykjavík og hluta af Kópavogi sem má sjá hér:
Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kostirnir við svona kerfi er:
1) Ekki þarf að taka frá dýrt landssvæði því kerfið er allt neðanjarðar.
2) Hægt er að heilbora hringgöng á stuttum tíma og framkvæmdin því frekar einföld og ekki þarf að taka tillit til annarra mannvirkja
3) Kerfið er lokað og þarf því ekki að huga eins mikið að öryggissjónarmiðum gagnvart annarri umferð.
4) Göngin eru um 20 Km og tekur um 50 mín að hringkeyra kerfi með stoppum. Það þýðir 25 mín að ferðast lengsta leginn. 14 vagnar 7 í hvora átt myndi biðtíminn vera 6-8 mín á milli vagna.
5) Hægt er að ná að tengja stóran hluta Reykjavíkur og Kópavogs þar sem er hámark 700 metrar sem þarf að labba, hjóla eða taka annað farartæki.
6) Hægt er að vera með ómannaða vagna eins og í Metró kerfinu í Kaupmannahöfn.
7) Kerfið er neðanjarðar og þarf því ekki að taka tillit til veðurs. Enda sækja Íslendingar í auknu mæli inn í stórar verslunarmiðstöðvar eins og Kringluna, Smárann og IKEA.
9) Vagnana má smíða og þróa hér á Íslandi sem myndi styrkja nýsköpun og hátækniiðnað. Við erum nú þegar með meira en hálfrar aldar reynslu í smíði á rútum og breytingu á jeppum sem er þegar orðið þekkt um allan heim.
10) Svona kerfi notast við innlenda umhverfisvæna orkugjafa sem um leið minkar umferð mengandi umferðar um borgina
11) Slysum borginni mun fækka
og svona má lengi telja :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.2.2008 kl. 09:08
En að öðru jöfnu, þá hef ég þurft að nota samgöngukerfi borgarinnar 2-3 sinnum síðustu 10 árin :(
Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.2.2008 kl. 09:10
Þetta er frábært hugmynd hjá þér. Af hverju ætti þetta ekki að verahægt hérna eins og annarsstaðar? Almenningssamgöngur hafa verið í molum í áraraðir. Kerfið virðist sjaldnast vera hannað fyrir þá sem þurfa að nota það. Þú hefur komið þarna fram með frábæra hugmynd sem sett er fram á mjög skýran hátt. Ég vona að sveitarfélögin og yfirvöld geri eitthvað í málunum.
Sigurlaug B. Gröndal, 24.2.2008 kl. 13:39
Takk fyrir Sigurlaug.
Ég hef það nú á tilfinningunni að sumt af því sem hér er sett fram eigi að vera vel framkvæmanlegt fyrir okkur Íslendinga. Það er nú ekki eins og verið sé að tala um miklar vegalengdir eins og þarf að taka tillit til víða erlendis. Hér erum við til að byrja með að tala um lítið brautarkerfi sem gæti náð að þjónað 75% landsmanna ásamt vaxandi straumi ferðamanna sem sækja landið heim.
Svona kerfi er ekki hannað og þróað til nokkurra ára, heldur fyrir næstu 50 - 100 árin og grunar mig ef heildardæmið væri gert upp eftir þann tíma, að þá yrði búið að skila þjóðarbúinu margfalt til baka þeim kostnaði sem færi í að byggja og reka slíkt kerfi. Ef litið er t.d. á virkjanaframkvæmdir í Soginu sem hófust 1937, að þá eru þær virkjanir búnar að borga sig MARGFALT til baka og keyra ALLAR ENN á nánast sama búnaði og var keyptur þá! Rúm 70 ár verður að teljast góður tími þegar verið er að reikna afskriftir af slíkri framkvæmd.
Það eru ýmsir möguleikar á samgöngukerfum innan Stórreykjavíkursvæðisins sem sjálfsagt er að skoða nánar eins og hugmyndin að léttlestarkerfinu sem að ég viðraði hér á undan sem gæti verið neðanjarðar.
Það væri vissulega kostur ef hægt væri að þróa þetta allt þar sem notast væri við Íslenska tækniþekkingu sem nóg á að vera til af í landinu og þá í samstarfi við fjársterka aðila eins og stóru orkufyrirtækin, álfyrirtækin, og mörg innlend fyrirtæki.
Með því móti yrðum við ekki einungis sjálfbær hvað umhverfisvæna orku varðar heldur líka hvað sjálfa framkvæmdina varðar sem myndi jafnframt styrkja atvinnulífið til muna og fjölga störfum þar sem menntun landsmanna fengi að nýtast betur. Í staðin fengjum við flott umhverfisvænt samgöngukerfi sem stór hluti landsmanna gætu fengið afnot af!
Reynslan annarra þjóða segir okkur að nánast öll samgöngukerfi eru rekin með tapi í dag, en samgöngur af þessu tagi eru meira samfélagsþjónusta sem verður að verðleggja með öðrum hætti.
Því ekki að reyna þá að útbúa kerfi sem getur notast við innlenda orkugjafa til að ná þeim kostnaði eitthvað niður?
Það er annars merkilegt að sjá hvernig hægt er að rífast fram og til baka um margar að þeim samgönguframkvæmdum sem nú eru í deiglunni og horfa svo á þær risaframkvæmd í sjónvarpinu um daginn þar sem verið er að gera í Dubai! Þó erum við bara að tala um smá lestarkerfi sem gæti komið til með að þjóna 75% landsmanna.
Samkeppnishæfni Íslensk þjóðfélags má að miklu leiti þakka góðum samgöngum og sér í lagi fyrir þá sem búa á Stórreykjavíkursvæðinu. Þeir sem þar búa þurfa sem dæmi ekki nema að ferðast í 10-15 mín. til sinna flestum sínum málum.
Íslenskur markaður er kjörin til að þróa ýmsar vörur, en markaðurinn er nánast allur við bæjardyrnar og því auðvelt að þróa ýmsar hugmyndir og markaðsmódel á þessu litla markaðssvæði þar sem allar samskiptaleiðir eru stuttar. Ef svo vel reynist, þá má flytja þá þekkingu út (samanber íslensk útrás í blaðaútgáfu og fl.)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.2.2008 kl. 15:38
Heyrði í morgunútvarpi RÚV vitnað í leiðara DV 21. febrúar varðandi þingsálýktunartillögunni um að skoða hagkvæmni af lestarsamgöngum. Og í þessum leiðara var bundið vonir við áhugamannafélag um uppbyggingu lestarkerfa á Íslandi, hið Íslenska lestarfélag. Kannast þú nokkuð við það félag ? Fann ekkert á vefnum.
Morten Lange, 25.2.2008 kl. 19:28
Ég var eitthvað búinn að heyra það út undan mér að búið væri að stofna einhvern slíkan félagsskap. Ég reyndi að googla það og fann ekki neitt. Ekki er ólíklegt að um leið og stjórnmálamenn fara að sýna einhverju áhuga að þá komi fljótt einhverjir hagsmunaaðilar sem sjá sér hag í því að fá að fljóta með í slíkri umræðu. Aldrei að vita nema að það skil einhverju í kassann þegar fram líða stundir :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.2.2008 kl. 20:32
En ef það er áhugi fyrir stofnun slíks félags, þá er lítið mál að stofna eitt slíkt. Ég get verið fljótur að henda upp frétta- og umræðuvef fyrir slíkan félagsskap, enda komin með sæmilega reynslu í að kynna þetta málefni hér á vefnum :)
Nú þegar er ég með fullt af hugmyndum sem enn hafa ekki verið viðraðar hér á vefnum. Spurning um að auglýsa fund og kanna hvort að það sé áhugi fyrir slíkum félagsskap? Um að gera að láta þá sem eru áhugasamir um þetta brýna málefni, setjast niður og ræða málin af alvöru og kannað hvort að það sé grundvöllur fyrir öflugum félagasamtökum um uppsetningu á lestarkerfum á Íslandi?
Áhugasamir geta haft samband í síma 892-3339 eða kps(hjá)photo.is
Það sakar ekki að skoða hvort að það sé grundvöllur fyrir slíku.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.2.2008 kl. 20:53
Já það er sennilega kominn tími á óformlegan umræðuhóp, og kannski félagsskap. En ég hygg að gott væri að leita uppi hitt félagið og amk sumt fólk sem hefur reifað þannig hugmyndir áður. Einn sem hefur skrifað greinar í Moggann, nú síðast í janúar, að mér sýnist, er Jens Ruminy. Jens þekkir fleiri em hafa áhuga á lestum,en hreinlega ekki hafa þorað að ganga fram fyrir skjöldu. Hjálmar Sveinsson tók hann í viðtal í Krossgötum á Rás 1 á árinu sem leið. Hér eru upphafsorðin úr nýjasta grein hans :
Miðvikudaginn 2. janúar, 2008 - Aðsent efni
Pollaleikir og galnar hugmyndir
Jens Ruminy veltir fyrir sér samgöngumálum: "Töfralausnin er rafmagnslest. Mörgum finnst þetta kannski galin hugmynd en tækninni hefur fleygt fram í þessum málum á síðustu árum."
Og : "Töfralausnin er rafmagnslest. Mörgum finnst þetta kannski galin hugmynd en tækninni hefur fleygt fram í þessum málum á síðustu árum og ný rekstrarform geta opnað nýja möguleika. Jafnvel í Noregi eru menn farnir að spá í hraðlestir og að skattleggja flug. Rafmagnsnotkun og orkusparnaður geta bæði sparað peninga og gert Íslendinga að miklu leyti óháða þróun orkumála á alþjóðamörkuðum.
Því legg ég til að Strætó bs. kynni sér sem fyrst rafknúna strætisvagna eða sporvagna á stofnleiðir, að væntanleg Sundabraut verði hönnuð með möguleika á lestarteinum á Kjalarnes, að járnbraut verði lögð frá Reykjavík til Keflavíkur og Sandgerðis og önnur um Þrengsli og Suðurland að nýrri Bakkahöfn til að tryggja Vestmannaeyingum fljóta tengingu til borgarinnar og svo má leggja teina alla leið undir Hvalfjörð, um Vesturland á Norðurland og áfram annars vegar og alla leið til Vestfjarða hins vegar. "
Ekki viss um að rétt sé að leggja af stað með svona stórar hugmyndir, en samt áhugavert. Verð annars að taka það fram að ég ætla mér ekki að vera í fremstu framvarðasveit um að berjast fyrir lestakerfi, þó mér þykir jarnbrautir / léttlestir oþh. sjálfsagðar lausnir, sér í lagi þar sem umferð er mikill.
Ég hef nóg með að berjast fyrir jafnræði handa hjólreiðamönnum í bili. En auðvitað getur þetta tvennt haldist í hendur.
Morten Lange, 28.2.2008 kl. 22:20
Sæll Morten,
Er ekki málið að hjólreiðamenn og aðrir borgarbúar sem hafa áhuga á hollri og góðri hreyfingu snúi bökum saman í svona bráðnauðsynlegu þjóðþrifa- og hagsmunamáli sem bættar umhverfisvænar samgöngur hefðu í för með sér fyrir borgarbúa.
Nú virðist vera komin mikil og góð undiralda meðal ráðamanna og því um að gera að nýta hana og reyna að kalla til þá sem hafa áhuga á malefninu.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.3.2008 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.