VÆL FRÁ SMÁRÍKI - NÝJAN DÓMARA TAKK!

Þar sem það hefur átt sér stað stórfelld aukning í fjölda mála sem berast sí og æ inn á borð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá litlu smáríki lengst norður í ballarhafi. Þá hafa stjórnvöld viðkomandi smáríkis brugðið á það ráð að reyna að fá að koma "sínum mönnum" að hjá stofnuninni.

Þeirra barnslegu rök eru að sjálfsögðu þau að þar sem flest málin komi hvort eð er frá þessu smáríki að þá ættu líka flestir dómararnir að koma frá þeim.

Þeir býsnast heil ósköp yfir því að einhver dómstóll úti í heimi geti yfir höfuð verið að skipta sér að innanríkismálum sem þeim hreinlega komi ekkert við.

Eitthvað virðist það vefjast fyrir ráðamönnum þessarar sömu þjóðar að á sínum tíma mitt í öllum utanlandsferðunum sömu manna hafi þeir asnast til að skrifað undir einhverja bindandi samninga sem hefðu eitthvað með mannréttindi að gera!

Kjartan


mbl.is Þingnefnd fjallar um álit mannréttindanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband