ERU ÍSLENDINGAR ÓTEMJUR?

Óhætt er að segja að hið litla Ísland hefur komið reglulega fram í heimspressunni síðustu dagana og er líklega að fá meiri athygli en góðu hófi gegnir.

Á meðan einn gerir símaat í Bush, þá kemur annar fyrir eftirlíkingu
af sprengju við listasafn í Kanada.

Íslendingar eru uppátektarsamir - það er ekki spurning. En hvaða gen eru það sem fær þessa aðila og fleiri til að gera óvænta hluti þegar síst skyldi. Erum við ótemjur?

Því eru við að framkvæma ýmislegt sem aðrir hafa hreinlega ekki þor eða hugmyndarflug til að gera?

Líklega er þetta eitthvað sem liggur djúpt í íslenskri þjóðarsál og gæti verið fróðlegt rannsóknarefni.

Ósjaldan, þá lenda Íslendingar í ýmsum uppákomum í erlendum ríkjum og þá oft vegna óþarfa athugasemda sem hefðu betur verið látin ósögð (eitthvað sem ég kannast aðeins við :) ) og á mörgum sólarströndum eru þeir þekktir fyrir ýmsar óspektir.

Varðandi mál Erlu Arnardóttur, þá er það stór spurning hvað veldur því að tekið er svona hart á hennar máli. Er eitthvað dýpra á þessu máli en menn hafa þorað að láta uppi hér í umræðunni? Íslenskar konur eru þekktar fyrir að láta karlmenn berjast á banaspjótum að minna tilefni og má víða finna staðfestingu á slíku í Íslendingasögunum.

Konur hafa vopn og þau eru ekki þau sömu og karlmenn nota og það er á hreinu að ef karlmaður hefði lent í sömu aðstæðum, að þá fengi hann EKKI rúmlega 50.000 innkomur og yfir 300 athugasemdir inn á sína bloggsíðu á einum sólahring!

En varðandi nágranna okkar í vestri, að þá verður það að teljast undarlegt á tímum þegar búið er að leggja niður landamæri víðast hvar í Evrópu, að þá skuli finnast enn "siðmenntað" ríki sem beitir svona meðferð eins og þeir gerðu gagnvart Erlu og svo kenna þessir menn sig við lýðræði!

Ef Íslendingar þurfa að skreppa til Evrópu, þá er það orðið svipað í dag og að taka strætó - ekki flókið mál. Erfitt er því að skilja allan þennan rembing í Ameríkönum að þurfa að taka einhverja konu svo gjörsamlega í bakaríið og niðurlægja fyrir smávægileg atvik sem gerðust fyrir 12 árum síðan. Hún sem kemur sem gestur í heimsókn til landsins til að versla nokkrar jólagjafir ...!

Þetta mál verður að segjast vera frekar absúrd!

Á sama tíma er gífurlegur fjöldi af óskráðum innflytjenda í þeirra eigin landi og hvað er gert í þeim málum?

Því skilur maður ekki svona hentistefnu. Það liggur við að maður haldi að þetta hafi allt verið sett á svið til að rassskella Íslendinga opinberlega fyrir Arons-, Fischer-, hvala-, Keflavíkurmálið, andstöðu ríkisstjórnarinnar við Íraksmálið og nú síðast símaatið :)

Fyrir nokkrum árum vorum við félagar á ferð í USA. Við leigðum okkur bílaleigubíl og lögðum í bílastæði við flugstöðina á meðan beðið var eftir einhverjum farangri. Þegar við komum til baka nokkrum mínútum síðar, þá var búið að fjarlægja bílinn og koma honum fyrir á afgirtu öryggissvæði fyrir sprengjur! Þeir töldu að það gæti verið sprengja í bílnum og mátti því ekki koma nálægt svæðinu í einhvern x tíma!
Bílinn fengum við svo seint um síðir eftir mikið vesen og ríflega sektargreiðslu.

En mál Erlu virðist vera snjóbolti sem fer sífellt stækkandi þessa stundina og verður fróðlegt að sjá hvernig það mál endar og þá hversu öflugur bloggmiðilinn getur orðið þegar mannréttindi eru annars vegar.

Kannski erum við að verða vitni af nútíma Íslendingasögunum og þá í nýrri mynd.

En ég mun fylgjast spenntur með framvindu mála.


mbl.is Mál Erlu Óskar vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband