SKEMMTILEG TILVILJUN - BÍLNÚMER

Félagi minn frá Danaveldi var í heimsókn hér á klakanum fyrir nokkrum dögum. Við vorum búnir að mæla okkur mót en Þar sem að hann var bíllaus, þá varð úr að ég skutlaðist eftir honum svo að við gætum farið á kaffihús og spjallað aðeins saman.

Þar sem að ég bíð fyrir utan hús í vesturbænum eftir honum, þá verður mér starsýnt á bíl sem er í stæðinu fyrir framan mig.

Á númeraplötunni er nafnið "SIGSIG" og það vill svo til að félagi minn heitir sama nafni eða Sigurður Sigurðsson.

Númeraplata á bíl með SIGSIG (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það fyrsta sem að ég spurði eftir þegar hann var sestur inn í bílinn hjá mér var hvort að hann ætti ekki bílinn fyrir framan. En svo reyndist ekki vera. Ég var ekki lengi að taka mynd af númeraplötunni fyrir félagann.

En svona geta tilviljanirnar stundum verið ótrúlegar :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Blátt bann við dónalegum bílnúmerum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband