Reykjanesbraut - Hvar skildi löggan fela sig :)

Það mætti halda að Reykjanesbrautin væri notuð til manndómsvígsluathafna ungra ökumanna. En reglulega berast fréttir um það að verið sé að setja hin eða þessi hraðamet á brautinni.

Hér er lögreglan staðin að verki við hraðamælingar :)

Ef betur er að gáð þá eru tveir lögregluþjónar steinsofandi í bílnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má þá er lítið annað en hraun á Reykjanesinu

Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Tvöföldun Reykjanesbrautar gengur vel og má sjá mörg stórglæsileg mannvirki eins og þessi hér:

Reykjanesbraut, brú með hringtorgum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Greinilegt er að vegagerðin er framsýn í vegamálum, en búið er að reisa þessi mannvirki þó svo að ekki sé nein byggð í næsta nágreni!

Spurning hvað hefði orðið um þennan kafla á Reykjanesbraut ef stækka hefði þurft álverið?

Álverið í Straumsvík, Alcan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars fer það að verða spurning um að setja upp öflugt hraðlestarkerfi fyrir þá sem eru að flýta sér svona mikið!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Sautján ára á 212 kílómetra hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Vonandi er lögreglan vel falinn til að ná þessum ösnum sem keyra svona.  vonandi fær þessi ekki prófið aftur.  ævilöng svipting.

Þórður Ingi Bjarnason, 6.12.2007 kl. 07:20

2 identicon

Málið er með svona braut að ef það á að vera vegur inn eða út, þá þarf svona að og fráreinar, að setja einhvern sveitaveg beint í samband við veg eins og þennan (hraðbraut), er eins og að setja sykurlegin dísel á kappakstursbíl.

Annars þarf að hækka hámarkshraðann á þessari braut, t.d. taka hann bara af.  Þessi drengur á 200+ hraða var ábyggilega ekki að valda sér eða öðrum mikilli hættu, ef hann hefur verið á nýlegum bíl og góðum hjólbörðum.  

Miklu hættulegra að keyra hugsunarlaust (þó hægt) innanbæjar þar sem börn geta skotist út á götu með litlum fyrirvara. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 07:21

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er spurning hvort að þessi ökumaður hafi vitað hversu hættulegir vegirnir voru í gær, en það var ísing og einn hættulegasti staðurinn er í dældinni við Kúagerði þar sem rakt sjávarloftið leitar yfir veginn og myndar stundum stórhættuleg ísingarskilyrði á veginum. Enda hafa víst orðið nokkur alvarleg slys á þeim stað.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.12.2007 kl. 07:29

4 Smámynd: Guðný Lára

Glæsilegar myndir! Og já hvernig væri að setja bara lest þarna á milli?? Kjörinn staður fyrir svoleiðis apparat!

Guðný Lára, 6.12.2007 kl. 11:53

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mislæg gatnamót geta verið falleg mannvirki úr lofti ekki síst þarna í auðninni. En mér finnst gaurinn á Gullvagninum vera dálítið úti að aka. Slysahætta skapast ekki bara að vegna þess að menn ráða ekki við hraðan sem slíkan, aðrir ökumenn sem eru á ferðinni gera ekki ráð fyrir öðru en menn séu á ca. 100 km hraða en alls ekki 200 og sá eðlilegi misskilningur leiðir til slysahættu.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.12.2007 kl. 13:22

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tek undir það sem Emil segir, hraði er svo afstæður og þótt fólk hafi kannski umdeilt frelsi til að drepa sjálft sig eða limlesta, hefur það ekkert leyfi til að ógna lífi annarra með hegðun sinni - hvorki undir stýri né á annan hátt.

En myndirnar eru flottar, eins og Kjartans er von og vísa. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.12.2007 kl. 13:53

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Glæsileg mannvirki.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband