HÁLKA, SNJÓKOMA, ÓVEÐUR, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ :)

Ef byggð yrði upphituð braut með svipuðu snið og hitaveitustokkarnir fyrir íslenskt léttlestarkerfi, þá yrði ekki vandamál með "beðið með mokstur", "þungt færi", "hálkubletti", "snjóþekja", "skafrenningur", "ekkert ferðaveður" og fl. Allt vel þekkt orð sem notuð eru í fjölmiðlum þegar vetur konungur leggst yfir

Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Umhverfisvænn loftbíll - Ætli það sé framtíðin fyrir íslenskan markað?

Á vef Viðskiptablaðsins mátti lesa þessa skemmtilegu frétt um það nýjasta í þróun á bílum.
Indverskur loftbíll fyrir íslenskan markað


Ef að Íslendingar myndu líta sjálfum sér aðeins nær, þá gætum við orðið þau fyrstu í heiminum að setja upp "Bensínstöð" sem yrði einskonar "Orkustöð" þar sem tappað væri á farartæki beint frá gufuborholu. En þrýstingur frá slíkri holu getur verið um 200 bör og ef tappað væri á kerfi bíls með slíkri orku, þá væri hægt að aka allt að 200 km á umhverfisvænni frírri orku sem við íslendingar eigum nóg af!!!!!

Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hálka, snjókoma og óveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alveg væri ég til í að geta stigið um borð í svona lest og skotist í bæinn, engar áhyggjur af hálku eða skafrenningi og þurfa heldur ekki að hafa áhyggjur að allt væri orðið lokað og ófært þegar ég ætla heim og kemst þá kannski ekki.  Þegar ég sá þessa hugmynd hjá þér fyrst, varð ég strax hrifin.  Vonandi - vonandi gerist eitthvað gott í málunum.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það tekur alltaf tíma að vinna nýjum hugmyndum brautargengi.

Fjarlægðirnar sem um ræðir í þessu dæmi eru smára (2-300 km) og ekki eins og verið sé að tala um að leggja braut þúsundi km.

Svona braut myndi tengja saman mikilvægustu byggðirnar á Suðvesturhorni landsins þar sem búa nú þegar um 2/3 hluti íslendinga.

Að svona verkefni þurfa að koma framsýnir og fjársterkir aðilar eins og orkufyrirtæki, sveitafélög, og frumkvöðlar í fjármálalífinu. Öll tækni er þegar til staðar til að leysa svona mál.

Smæð samfélagsins gerir það að verkum að allar samskiptaleiðir eru stuttar. Það hjálpar til við að þróa og prófa svona hugmynd á skömmum tíma.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.11.2007 kl. 13:24

3 identicon

Sæll

Góð hugmynd hjá þér.
Að sjálfsögðu eigum við að nýta umfram orkuna hjá okkur til að koma með lestarkerfi á Íslandi.  Eitt af fáum löndum í heiminum þar sem ekki er vöntun á orku.

Svona lestarkerfi tel ég ekki ganga nema að hugsað sé út í vöruflutninga í leiðinni.  Hvernig er þetta kerfi að höndla það?

Einnig hvernig mun svona lest ganga í óveðri?  Ætti hún ekki í vandræðum með ísingu á teinum og mikinn hliðarvind?

Kveðja
Benedikt 

Benedikt (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:41

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Venjulegar lestar liggja ofan á teinunum og geta verið mörg hundruð tonn og þarf því mikið veður til að eitthvað fari að gerast þar. Á móti þurfa þær gríðarlega dýrt og sterkt burðarvirki. En ef vagnarnir yrðu léttir, ekki ósvipað 20 manna Bens Sprinter rútu, þá erum við að tala um vagn í kringum 2-3 tonn og væri þá hægt að nota tilbúnar forsteyptar 15 metra einingar sem geta borið 3.5 tonn. Slík forsteypt eining kostar um 120 þús. komin á staðinn. Síðan yrðu reknir niður bitar ekki ósvipað og gert er með stálþilin sem myndi halda brautinni á lofti og því öll jarðvegsvinna í lágmarki.

Ef að lestin er látin grípa utan um burðarbitann, þá ætti hún að tolla á brautinni hvernig sem viðrar. Varðandi snjó og ísingu, þá þekkjum við það öll að það sest aldrei snjór á gömlu hitaveitustokkana sem lágu til Reykjavíkur frá nágrannabyggðum. Það þýðir að ekki þarf að hafa svo miklar áhyggjur af því að þurfa að ryðja brautina. Svona vagn þarf heldur ekki að hafa eins sterka burðagrind og bílar sem aka um í umferðinni í dag.

Varðandi vöruflutninga, þá ætti að vera lítið mál að senda marga litla vöruvagna á milli staða með hvers kyns varning sjálfvirkt. Líklega þyrftu einingarnar að vera svipaðar og gert er í fluginu í dag. En ef það á að fara að flytja 20-40 feta gáma, þá erum við komnir með þyngdir sem kalla á mun sterkara burðarvirki og stærri og meiri mannvirki.

Svo er það auðvita stór plús að það skuli vera hægt að fjölnýta stokkin og þá undir hitaveitulagnir, raflagnir, ljósleiðara, háspennustrengi og fleira.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.11.2007 kl. 13:31

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Eða fjölnota dreifikerfi fyrir fólk, vörur, vatn, rafmagn, fjarskipti ...

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.11.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband