ER ÁLKLÍKAN AÐ BROTNA UPP?

Hvað ætli það séu margir útvaldir taglhnýtingar, Landsvirkjunar og álfyrirtækjanna, sem hafa fengið að njóta góðs af því með einum eða öðrum hætti að vera INNUNDIR hjá álfurstunum og þjóna hagsmunum þeirra í einu og öllu?

Sjálfsagt er margur íslendingurinn búinn að maka krókinn vel á því samstarfi í gegnum árin, enda ber þess vel merki í framkvæmdagleði landans víða um land!

Við skulum vora að það hafi ekki haft með einum eða öðrum hætti áhrif á verð á rafmagni til þeirra sem kaupa það á spottprís af okkur Íslendingum!

Hér má sjá upphaf stórvirkrar iðnaðarvæðingar á Íslandi. Síðan hefur virkjanahraðlestin ekki stoppað, gröfu- og þungavinnuvélaeigendum þessa lands til mikilla ánægju! Álverið í Straumsvík, smellið á mynd til að sjá risamynd af svæðinu

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Rætt við þrettán aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Er það slæmt ef fyrirtæki og einstaklingar græði peninga?  Alcan keypti vörur og þjónustu af íslenskum fyrirtækjum fyrir 50 milljón dollara á síðasta ári.  Er það slæmt? 

Alcan greiðir þar að auki hærri laun til sinna starfsmanna en gengur og gerist á almennum markaði.  Er það slæmt?  Það er jafnrétti kynja hjá Alcan og konur fá sömu laun og karlar.  Er það slæmt?

Hvergi í heiminum er hægt að framleiða ál á vistvænni hátt en hér á landi. Er það slæmt?

Rafmagn til Straumsvíkur fer beint og milliliðalaust 220 þúsund volt framhjá flóknu dreifikerfi og spennistöðum sem gíra rafmagn niður í 220 til 380 volt .  Nýtingin í stóriðjunni er jöfn allan sólarhringinn alla daga ársins. Hér er tvennu ólíku saman að jafna og að bera saman verð á kílóvattsstund til stóriðjunnar og smærri notenda er enganveginn raunhæft.

Fordómar eru aldrei af hinu góða hvort sem snúa að samkynhneigðum, hörunddökku fólki, innflytjendum eða stóriðju á Íslandi.

Þegar myndin frá Straumsvík er skoðuð er ekki annað hægt en að dáðst af snyrtimennskunni á svæðinu og mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 12.11.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Tryggvi,

Að sjálfsögðu er það ekki slæmt á neinn máta að fyrirtæki og einstaklingar græði peninga. En er ekki bráðum komið nóg af þessum álversósköpum? Hér búa aðeins 300 þús. hræður og við verðum að ganga hægt um gleðinnar dyr í þessu eins og öðru og umbylta ekki landinu og öllu þjóðfélaginu, allt í nafni "Álið er Málið"

Með sama áframhaldi, þá verður komið álver í hvern fjörð og flóa. Er það það sem við viljum?

Ísland er lítið og ríkt samfélag og auðlindir hér óþrjótandi. Við erum með nóg af fríu heitu vatni, ótakmarkað af hreinu vatni, fallvötn sem hægt er að virkja út um allt, gufuorku í svo miklu magni að það væri auðveldlega hægt að setja upp 100 gufuorkuver þvert yfir landið og svo til að kóróna þetta allt, þá eru einhver gjöfulustu fiskimið í heiminum í kringum landið okkar.

Og svo er það eitt enn og það er einstök og nánast ósnert náttúra - en hvað verður það lengi?

Í þínu eigin bloggi mátti lesa hvar þú lætur m.a. í ljós óánægju yfir allt of háu verði á áfengi. En því miður er það ekki það eina sem má tína til í okkar þjóðfélagi!

Við erum að reyna að bera okkur saman við lönd eins og Lúxemborg, Sviss og fl. minni ríki sem eru samt að standa sig mun betur að mörgu leiti en við! Þrátt fyrir það eru nánast engar auðlindir þar að finna til jafns á við það sem að við höfum!

Ungt fólk í þessum löndum á orðið sínar íbúðir orðið skuldlausar um 30 ára aldur og eftir það er ekki annað að gera en að safna inn á bankabók.

Ég er ekki með fordóma, aðeins að benda á að það mætti skoða fleiri möguleika. Því ekki að vera með einhverja þróun á vörum úr áli á Íslandi? Við erum miðsvæðis og hátt menntunarstig og ættum því að geta aukið verðmætið hér gríðarlega, áður en við flytjum út allt álið óunnið.

Mesta verðmætaaukningin í fiskveiðum íslendinga var þegar við fórum að fullvinna fiskafurðirnar í stað þessa að senda þær úr landi óunnar!

Eitt get ég samt ekki skilið, og það er ef íslensk fjölskylda flytur út til Danmerkur með 3 börn skuli hafa 100.000 kr. meira í vasann á mánuði. Þar eru nánast allar tómstundir og það sem snýr að skólakerfinu og leikskólum frítt fyrir börn!

En hver er annars ástæðan fyrir því að það skuli vera hægt að sigla með hráefni til álvinnslu hálfan hringinn í kringum jörðina til íslands til þess að búa til allt þetta ál?

Ástæðan er ofureinföld: VERÐIÐ

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.11.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband